Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 94
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201494
TÓmsTUnDamennTUn
MiKilVÆgi
Csikszentmihalyi (1997) segir í bók sinni Finding Flow að fólk haldi almennt að ekki
þurfi neina sérstaka þekkingu eða færni til að hafa gagn og gaman af frítímanum.
Rannsóknarniðurstöður sýni aftur á móti hið gagnstæða: að það geti verið erfiðara að
njóta frítímans en vinnunnar. Að hafa nægan frítíma bæti því ekki lífsgæði, ekki nema
að viðkomandi viti hvernig eigi að nota þennan tíma á árangursríkan hátt. Csikszent-
mihalyi bætir við að þessi þekking og færni sé alls ekki eitthvað sem lærist sjálfkrafa
og að rannsóknaniðurstöður bendi til þess að meðalmanneskjan sé illa undir frítím-
ann búin. Má segja að hér sé kominn grunnurinn að mikilvægi tómstundamenntunar:
að í frítímanum liggi aðeins þetta mikla tækifæri til að bæta lífsgæði, heilsu og vellíð-
an ef ákveðin kunnátta er fyrir hendi (Ruskin og Sivan, 2002; Stumbo o.fl. 2011).
Rannsóknir á mikilvægi tómstundamenntunar hafa flestar verið gerðar eftir 1990.
Fram að þeim tíma voru flest skrif um tómstundamenntun lýsandi, þ.e. lýstu tóm-
stundamenntunaráætlunum og innihaldi þeirra (Stumbo o.fl., 2011). Flestar rannsókn-
irnar hafa beinst að hópum sem búa við hindranir á þátttöku í tómstundum og eða
glíma við frítímatengd vandamál (Dattilo, 2008; Stumbo o.fl., 2011). Til að mynda sýna
rannsóknir að fólk með fötlun tekur minni þátt í tómstundastarfi en þeir sem ekki eru
fatlaðir (Solish, Perry og Minnes, 2010) og er tómstundamenntun því sérlega mikilvæg
fyrir fatlaða einstaklinga (Dattilo, 2008; Stumbo o.fl., 2011). Sama á við um aldraða og
hafa rannsóknir sýnt fram á að tómstundamenntun hefur jákvæð áhrif á báða þessa
hópa. Má þar nefna félagsfærni, tómstundafærni og þekkingu á þeim tómstundum
sem eru í boði, betri tímastjórnun, aukna ábyrgð á eigin lífi og nýjar leiðir til að tak-
ast á við hindranir (Bedini, Bullock og Driscoll, 1993; Dattilo, 2008). Einnig má nefna
betri skilning á mikilvægi tómstunda, meiri lífsgleði (Hoge og Dattilo, 1999; Mahon
og Goatcher, 1999), hærra sjálfsmat og minni leiða (e. boredom) (Nour, Desrosiers,
Gauthier og Carbonneau, 2002), aukið sjálfstæði, aukna innri hvatningu til að stunda
tómstundir, tíðari og lengri þátttöku í slíkri iðju og aukningu á lífsgæðum almennt
(Dattilo, 2008; Janssen, 2004; Mundy, 1998).
Þá sýna rannsóknir að tómstundamenntun getur verið vernd fyrir unglinga, sér-
staklega gegn áhættuhegðun (Caldwell o.fl., 2004). Má þar nefna aukið frumkvæði,
sem hefur jákvæð áhrif á þrautseigju sem er unglingum mikilvæg, m.a. þegar kemur
að því að takast á við erfiðleika og mótlæti (Caldwell o.fl., 2004; Daining og DePan-
filis, 2007). Einnig eykur tómstundamenntun hæfileikann til að breyta stundum sem
einkennast af leiða (e. boring situations) í áhugaverðari stundir. Þetta er mjög mikil-
vægur hæfileiki því leiði hefur verið tengdur við ýmis vandamál unglinga, þar á meðal
fíkniefnaneyslu (Caldwell og Smith, 1995; Iso-Ahola og Crowley, 1991). Tómstunda-
menntun hefur auk þess jákvæð áhrif á þátttöku unglinga í tómstundastarfi (Caldwell
o.fl., 2004). Að lokum er vert að minnast á þróun samfélagsins í átt að auknu hreyf-
ingarleysi og inniveru. Í raun er þessi þróun næg ástæða ein og sér fyrir því að taka
ætti upp tómstundamenntun á öllum skólastigum eins fljótt og auðið er (Leitner og
Leitner, 2012; Ruskin og Sivan, 2002).