Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 84

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 84
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201484 viðHorf TiL náms frístundastarf innan hefðbundins skóladags. Ísafjarðarbær hefur frá hausti 2013 boðið upp á samþætt skóla- og frístundastarf fyrir börn í 1.–4. bekk (Margrét Halldórsdóttir, 2013). Hjá Reykjavíkurborg hefur þróunarverkefnið „Dagur barnsins“ verið starfrækt frá árinu 2011. Það felst í samþættingu skóla- og frístundastarfs hjá fimm grunnskól- um (Reykjavíkurborg, 2012). Mikilvægt er að beina sjónum að því sem gerist þegar kennarar og frístundaleiðbeinendur taka höndum saman um að skapa börnum hvetj- andi námsumhverfi sem sameinar formlegt og óformlegt nám. Samþætting skóla og frístunda er vel þekkt í Svíþjóð þar sem aðalnámskrá grunn- skóla tekur bæði til formlegs og óformlegs náms og líka til markmiða bæði skóla- og frístundastarfs (Skolverket, 2011). Í Danmörku falla skóladagvistir einnig undir grunn- skólalög, og því hafa Danir áralanga reynslu af samþættingu skóla- og frístundastarfs. Sænskar og danskar rannsóknir sýna að slíkri samþættingu fylgja bæði kostir og gallar. Kostirnir felast í því að hægt er að nýta bæði mannauð og húsnæði betur, í skólunum skapast meiri þekking á félagslegu umhverfi barna og frístundaleiðbeinendur geta einbeitt sér að samskiptum og tekist á við stríðni og einelti. Þá stuðlar samþætting af þessum toga að mun markvissari þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, ekki síst stuðningi við börn sem standa höllum fæti (Højholt, 2008). Einn helsti styrkur slíkrar samþættingar felst í því, að mati Højholt (2004), að ólíkir faghópar vinni saman að velferð og þroska barna. Gallarnir við slíka samþættingu eru meðal annars þeir að ákveðin hætta er á því að spenna skapist milli ólíkra áherslna í námi barna, þ.e. hins formlega náms – „skóla- miðaðrar“ hugsunar – og hins óformlega náms –„frístundamiðaðrar“ hugsunar. Hér hafa rannsóknir leitt í ljós að skólamiðuð hugsun um formlegt nám hefur tilhneigingu til að ná yfirhöndinni (Calander, 2000; Stanek, 2012). Sú tilhneiging er sterk að líta svo á að innan skólastofnana fari fyrst og fremst fram formlegt nám, þar sem fagmaður- inn, kennarinn, er við stjórnvölinn og miðlar þekkingu til nemenda. Óformlegt nám, sem byggist á meðvituðu eða ómeðvituðu vali og athöfnum einstaklingsins sjálfs, er alla jafna talið tilheyra óbundnu æskulýðs- og tómstundastarfi, og því sem fer fram á heimilum og í einkalífi fólks. Þessi tvískipting hugmynda okkar um nám endurspegl- ast einnig í hlutverki ólíkra faghópa, kennara annars vegar og tómstundafræðinga hins vegar. HlUtVErK tóMstUnDa- Og félagsMálafrÆÐinga Sú staðreynd að fáir fagmenntaðir tómstunda- og félagsmálafræðingar eru við störf í grunnskólum landsins vekur áhyggjur. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að árið 2013 voru einungis átta stöðugildi „tómstundafulltrúa“ og „íþróttafulltrúa“ innan grunn- skóla (Hagstofa Íslands, 2014). Þörf fyrir annað starfsfólk en kennara innan skólanna hefur þó stóraukist: Þannig hefur stöðugildum skólaliða, stuðningsfulltrúa og „upp- eldisfulltrúa“ innan grunnskóla fjölgað um 57,6 % á árunum 1998–2013, úr 812 í 1408 (Hagstofa Íslands, 2014). Stór hluti þessa hóps sinnir störfum á frístundaheimilum, en virðist þó ekki búa yfir faglegri þekkingu á tómstundastarfi. Þessu þarf að breyta því fagleg ígrundun og þróun á starfsháttum byggist á því að til staðar sé fagmenntaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.