Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 31
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 31
Hanna ragnarsDÓTTir og HiLDUr BLönDaL
því skylt með hugmyndum um þróun alþjóðlegs náms og þróun fjölmenningarlegrar
menntunar.
Nokkur helstu grundvallarhugtök gagnrýninnar fjölmenningarhyggju í menntun,
svo sem jafnrétti og valdefling, eru talin mikilvæg í skólaumbótum í fjölmenningar-
legum samfélögum.
Fjölmenningarleg námssamfélög og valdefling
Um tengsl valdeflingar og gagnrýninnar uppeldisfræði má segja að þetta tvennt hald-
ist í hendur. Valdefling snýst m.a. um vald og getu til að hafa stjórn á eigin lífi og
menntun, styrkingu sjálfsmyndar og áhrif (Heng, 1996; Nieto, 2010). Markmið gagn-
rýninnar uppeldisfræði er að efla, styðja og styrkja einstaklinga til virkrar þátttöku í
gegnum nám. Það er í gegnum námið sem jaðarsettur nemandi á möguleika á því að
finna styrk sinn og rödd (Freire, 1985, 1999; Nieto, 2010). Nieto (2010) talar enn fremur
um valdeflingu sem bæði tilgang og afleiðingu gagnrýninnar uppeldisfræði.
Nieto (2010) heldur því fram að eitt af grundvallarskilyrðum í mótun fjölmenn-
ingarlegra námssamfélaga sé að gera ráð fyrir að allir komi með mikilvæga reynslu,
viðhorf og hegðun inn í nám sitt. Algengt viðhorf sé að sumir nemendur, t.d. nemend-
ur í jaðarhópum samfélagsins, hafi ekki þá tegund reynslu sem þurfi til að ná árangri í
námi. Reynsla slíkra nemenda sé gjörólík reynslu nemenda í félags- og menningarleg-
um meirihlutahópum samfélagsins, en hinir síðarnefndu hafi forskot þar sem þekking
þeirra og menningarauður henti vel inn í skólaumhverfið.
Gurin, Dey, Hurtado og Gurin (2002) hafa sett fram viðmið í þremur hlutum þar
sem gerð er grein fyrir áhrifum margbreytileikans á nám nemenda. Í fyrsta lagi er um
að ræða ytri þætti (e. structural diversity) eins og samsetningu nemendahópsins innan
stofnunarinnar. Í öðru lagi skólastofuna sjálfa (e. classroom diversity) og það sem þar
fer fram, námskrána og hvort hún tekur mið af menningarlegum margbreytileika.
Í þriðja lagi er um að ræða tækifæri nemenda til samskipta (e. interactional diversity)
þvert á ólíka menningu og uppruna. Að mati Gurin o.fl. (2002) verður að tryggja
áherslu á alla þessa þætti ef komast á hjá stofnanabundinni mismunun auk þess sem
slík áhersla hvetur fjölbreytta nemendahópa til virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi.
Þeir leggja áherslu á að raddir fjölbreyttra hópa nemenda verði að heyrast og það sé ekki
eingöngu á ábyrgð stofnunarinnar að veita þeim aðgang að náminu heldur verði upp-
bygging þess að taka mið af margbreytileikanum og gera hann að merkingarbærum
þætti í náminu á öllum stigum.
Sú samfélagslega ábyrgð sem lögð er á herðar stofnana sem sinna menntun á
háskólastigi er að mati Skilbeck (2000) að stuðla að jafnrétti og lýðræði. Hann bendir
jafnframt á þá áskorun sem jafnrétti til náms felur í sér, ekki hvað síst í háskólum
og hversu mikilvægt það er að tryggja að slík hugsun verði grundvallarþáttur í
öllu námi. Í þessu tilliti nægi ekki að horfa til einstakra stofnana heldur þurfi slíkar
áherslur að vera til staðar í yfirlýstri mennastefnu jafnt og í skólastofunni. Lykillinn
að framförum sé fólginn í því að byggja á því sem vel er gert og nýta það til frekari
framþróunar. Brennan og Naidoo (2008) hafa enn fremur fjallað um að hugtök eins
og félagslegt réttlæti rati nú í auknum mæli inn í stefnumótandi plögg á háskólastigi,