Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 31

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 31
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 31 Hanna ragnarsDÓTTir og HiLDUr BLönDaL því skylt með hugmyndum um þróun alþjóðlegs náms og þróun fjölmenningarlegrar menntunar. Nokkur helstu grundvallarhugtök gagnrýninnar fjölmenningarhyggju í menntun, svo sem jafnrétti og valdefling, eru talin mikilvæg í skólaumbótum í fjölmenningar- legum samfélögum. Fjölmenningarleg námssamfélög og valdefling Um tengsl valdeflingar og gagnrýninnar uppeldisfræði má segja að þetta tvennt hald- ist í hendur. Valdefling snýst m.a. um vald og getu til að hafa stjórn á eigin lífi og menntun, styrkingu sjálfsmyndar og áhrif (Heng, 1996; Nieto, 2010). Markmið gagn- rýninnar uppeldisfræði er að efla, styðja og styrkja einstaklinga til virkrar þátttöku í gegnum nám. Það er í gegnum námið sem jaðarsettur nemandi á möguleika á því að finna styrk sinn og rödd (Freire, 1985, 1999; Nieto, 2010). Nieto (2010) talar enn fremur um valdeflingu sem bæði tilgang og afleiðingu gagnrýninnar uppeldisfræði. Nieto (2010) heldur því fram að eitt af grundvallarskilyrðum í mótun fjölmenn- ingarlegra námssamfélaga sé að gera ráð fyrir að allir komi með mikilvæga reynslu, viðhorf og hegðun inn í nám sitt. Algengt viðhorf sé að sumir nemendur, t.d. nemend- ur í jaðarhópum samfélagsins, hafi ekki þá tegund reynslu sem þurfi til að ná árangri í námi. Reynsla slíkra nemenda sé gjörólík reynslu nemenda í félags- og menningarleg- um meirihlutahópum samfélagsins, en hinir síðarnefndu hafi forskot þar sem þekking þeirra og menningarauður henti vel inn í skólaumhverfið. Gurin, Dey, Hurtado og Gurin (2002) hafa sett fram viðmið í þremur hlutum þar sem gerð er grein fyrir áhrifum margbreytileikans á nám nemenda. Í fyrsta lagi er um að ræða ytri þætti (e. structural diversity) eins og samsetningu nemendahópsins innan stofnunarinnar. Í öðru lagi skólastofuna sjálfa (e. classroom diversity) og það sem þar fer fram, námskrána og hvort hún tekur mið af menningarlegum margbreytileika. Í þriðja lagi er um að ræða tækifæri nemenda til samskipta (e. interactional diversity) þvert á ólíka menningu og uppruna. Að mati Gurin o.fl. (2002) verður að tryggja áherslu á alla þessa þætti ef komast á hjá stofnanabundinni mismunun auk þess sem slík áhersla hvetur fjölbreytta nemendahópa til virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi. Þeir leggja áherslu á að raddir fjölbreyttra hópa nemenda verði að heyrast og það sé ekki eingöngu á ábyrgð stofnunarinnar að veita þeim aðgang að náminu heldur verði upp- bygging þess að taka mið af margbreytileikanum og gera hann að merkingarbærum þætti í náminu á öllum stigum. Sú samfélagslega ábyrgð sem lögð er á herðar stofnana sem sinna menntun á háskólastigi er að mati Skilbeck (2000) að stuðla að jafnrétti og lýðræði. Hann bendir jafnframt á þá áskorun sem jafnrétti til náms felur í sér, ekki hvað síst í háskólum og hversu mikilvægt það er að tryggja að slík hugsun verði grundvallarþáttur í öllu námi. Í þessu tilliti nægi ekki að horfa til einstakra stofnana heldur þurfi slíkar áherslur að vera til staðar í yfirlýstri mennastefnu jafnt og í skólastofunni. Lykillinn að framförum sé fólginn í því að byggja á því sem vel er gert og nýta það til frekari framþróunar. Brennan og Naidoo (2008) hafa enn fremur fjallað um að hugtök eins og félagslegt réttlæti rati nú í auknum mæli inn í stefnumótandi plögg á háskólastigi,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.