Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 102

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 102
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014102 ný mennTUn í TakT við kröfUr samTímans Kennaraháskóla Íslands sumarið 2008 var ákveðið að tómstunda- og félagsmálafræði yrði aftur gerð að sjálfstæðri námsbraut og nú sem hluti af íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild við Menntavísindasvið HÍ. Við sameininguna færðist diplómanám í tómstundafræði í félagsvísindadeild HÍ yfir til námsbrautar í tómstunda- og félagsmálafræði á Menntavísindasviði og einnig var tekið upp staðnám en fram til þess tíma hafði eingöngu verið boðið upp á fjar- nám. Haustið 2009 hófu fyrstu staðnemarnir nám og er óhætt að segja að staðnámið hafi gefist vel og því fylgt heilmiklar breytingar á kennsluháttum. Árið 2014 er staðan þannig að meirihluti nemenda velur að taka námskeiðin í staðnámi en þó er um fimmtungur nemenda í hverju námskeiði í fjarnámi. Til loka árs 2013 hafa samtals 119 nemendur útskrifast með BA-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði og sjö nemendur hafa útskrifast með M.Ed.-gráðu. Nú leggja 23 nemendur stund á meistaranám í fræðigreininni og í grunnnáminu eru samtals 115 nemendur. Á þeim tæplega 15 árum sem hægt hefur verið að stunda háskólanám í tómstunda- og félagsmálafræðum hefur fagstéttin styrkst til muna. inntaK Og Uppbygging náMs Í tóMstUnDa- Og félagsMálafrÆÐi Námið í tómstunda- og félagsmálafræði er einkum ætlað þeim sem hafa áhuga á að starfa á vettvangi frítímans. Starfsvettvangurinn er víðtækur, svo sem félagsmið- stöðvar, frístundaheimili, ungmennahús, íþróttafélög, grunnskólar, leikskólar, starf með öldruðum og fötluðum, frjáls félagasamtök, fyrirtæki og skrifstofur íþrótta- og tómstundamála. Grunnám í tómstunda- og félagsmálafræði er í heild 180 einingar. Skyldunámskeið eru samtals 155 einingar, bundið val 15 einingar og frjálst val 10 einingar. Megin- áherslur í náminu eru tómstundafræði mismunandi aldurshópa, reynslumiðað nám, óformlegt og formlaust nám, félagsuppeldisfræði, lýðræði og tómstundamenntun, ásamt áherslu á að þroska nemendur sem einstaklinga og efla þá sem hóp. Í náminu er lögð rík áhersla á tengingu fræða og starfsvettvangs svo og eitt af mikilvægustu hlutverkum tómstundafræðingsins, sem er að vera málsvari, þ.e. geta staðið vörð um réttindi þátttakenda og fengist við álitamál. Í náminu er lögð áhersla á að vinna með reynslumiðuðum hætti (e. experiential learning) og að nemendur læri af athöfnum sínum í námi og starfi. Kennarar leitast við að búa til ferli þar sem nemandinn byggir upp þekkingu, öðlast færni og þroskar gildismat sitt, m.a. með beinni reynslu. Rík áhersla er á virkni nemenda þannig að þeir ígrundi reynslu sína og meti hana á gagnrýninn hátt og dragi af henni lærdóm sem leiði til breytinga á skilningi og hegðun. Þessa áherslu í námi kalla sumir „að læra með höfði, hjarta og hendi“. Það er nokkur áskorun – og jafnvel mótsögn – fólgin í því að beita hefðbundnum, formlegum kennsluaðferðum sem einkenna nám í háskóla við að mennta fagstétt sem starfar að verulegu leyti við óformlegt nám. Kennarar eru meðvitaðir um þetta og fram kemur í könnunum meðal nemenda í Háskóla Íslands að óvíða í öllum háskólanum er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.