Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 102
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014102
ný mennTUn í TakT við kröfUr samTímans
Kennaraháskóla Íslands sumarið 2008 var ákveðið að tómstunda- og félagsmálafræði
yrði aftur gerð að sjálfstæðri námsbraut og nú sem hluti af íþrótta-, tómstunda- og
þroskaþjálfadeild við Menntavísindasvið HÍ.
Við sameininguna færðist diplómanám í tómstundafræði í félagsvísindadeild HÍ
yfir til námsbrautar í tómstunda- og félagsmálafræði á Menntavísindasviði og einnig
var tekið upp staðnám en fram til þess tíma hafði eingöngu verið boðið upp á fjar-
nám. Haustið 2009 hófu fyrstu staðnemarnir nám og er óhætt að segja að staðnámið
hafi gefist vel og því fylgt heilmiklar breytingar á kennsluháttum. Árið 2014 er staðan
þannig að meirihluti nemenda velur að taka námskeiðin í staðnámi en þó er um
fimmtungur nemenda í hverju námskeiði í fjarnámi.
Til loka árs 2013 hafa samtals 119 nemendur útskrifast með BA-gráðu í tómstunda-
og félagsmálafræði og sjö nemendur hafa útskrifast með M.Ed.-gráðu. Nú leggja 23
nemendur stund á meistaranám í fræðigreininni og í grunnnáminu eru samtals 115
nemendur. Á þeim tæplega 15 árum sem hægt hefur verið að stunda háskólanám í
tómstunda- og félagsmálafræðum hefur fagstéttin styrkst til muna.
inntaK Og Uppbygging náMs Í tóMstUnDa- Og
félagsMálafrÆÐi
Námið í tómstunda- og félagsmálafræði er einkum ætlað þeim sem hafa áhuga á að
starfa á vettvangi frítímans. Starfsvettvangurinn er víðtækur, svo sem félagsmið-
stöðvar, frístundaheimili, ungmennahús, íþróttafélög, grunnskólar, leikskólar, starf
með öldruðum og fötluðum, frjáls félagasamtök, fyrirtæki og skrifstofur íþrótta- og
tómstundamála.
Grunnám í tómstunda- og félagsmálafræði er í heild 180 einingar. Skyldunámskeið
eru samtals 155 einingar, bundið val 15 einingar og frjálst val 10 einingar. Megin-
áherslur í náminu eru tómstundafræði mismunandi aldurshópa, reynslumiðað nám,
óformlegt og formlaust nám, félagsuppeldisfræði, lýðræði og tómstundamenntun,
ásamt áherslu á að þroska nemendur sem einstaklinga og efla þá sem hóp. Í náminu
er lögð rík áhersla á tengingu fræða og starfsvettvangs svo og eitt af mikilvægustu
hlutverkum tómstundafræðingsins, sem er að vera málsvari, þ.e. geta staðið vörð um
réttindi þátttakenda og fengist við álitamál.
Í náminu er lögð áhersla á að vinna með reynslumiðuðum hætti (e. experiential
learning) og að nemendur læri af athöfnum sínum í námi og starfi. Kennarar leitast
við að búa til ferli þar sem nemandinn byggir upp þekkingu, öðlast færni og þroskar
gildismat sitt, m.a. með beinni reynslu. Rík áhersla er á virkni nemenda þannig að þeir
ígrundi reynslu sína og meti hana á gagnrýninn hátt og dragi af henni lærdóm sem
leiði til breytinga á skilningi og hegðun. Þessa áherslu í námi kalla sumir „að læra með
höfði, hjarta og hendi“.
Það er nokkur áskorun – og jafnvel mótsögn – fólgin í því að beita hefðbundnum,
formlegum kennsluaðferðum sem einkenna nám í háskóla við að mennta fagstétt sem
starfar að verulegu leyti við óformlegt nám. Kennarar eru meðvitaðir um þetta og fram
kemur í könnunum meðal nemenda í Háskóla Íslands að óvíða í öllum háskólanum er