Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 52

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 52
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201452 framfarir í HanDskrifT Hjá grUnnskÓLaBörnUm í reyk javík skörpu hornin í skriftinni og tengja ekki bókstafina. Sterkust var þessi tilhneiging þegar börnin voru undir álagi. Á hraðaprófum kringdu til dæmis 50% barnanna í 6. bekk skörpu hornin og 68% skrifuðu ótengda skrift. Með þessu gátu börnin að meðaltali aukið skriftarhraðann um 19% miðað við þau sem ekki kringdu hornin og skrifuðu tengda skrift. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður Maarses, Schomaker og Thomassens (1986), Meulenbroeks og van Galens (1988) og Sassoon, Nimmo-Smiths og Wings (1989). Engar sambærilegar tilhneigingar fundust í skriftar- dæmum frá börnum sem skrifuðu lykkjuskrift. Til þess að kanna hvort form einstakra bókstafa geti haft áhrif á framfarir í skrift bar Ragnheiður Karlsdóttir (1996a) saman framfarir barna í að skrifa hvert einstakt bókstafaform í forskriftarletrinu sem sýnt er á mynd 1B. Samanburðurinn sýndi að börnin áttu mun léttara með að læra að móta bókstafina h, i, l, o, u og v en bókstafina f, g, k, m, p og r. Af þessu má draga þá ályktun að mismunandi bókstafaform geti verið misþung að læra og að framfarirnar geti torveldast af því að börn eigi miserfitt með að skilja lögun mismunandi bókstafa og því takist þeim misvel að móta þá rétt. Þetta er í samræmi við niðurstöður Wheelers (1972) sem komst að því að geta bandarískra barna til þess að skynja lögun bókstafanna í smáatriðum hefði meiri áhrif á fram- farir þeirra hvað varðar skriftargæði en hreyfigetan. Niðurstöður annarra rannsókna benda einnig til þess að besta aðferðin til þess að auka gæði skriftarinnar sé að vanda kennslu í lögun bókstafanna þegar hún er kennd í fyrsta sinn (LaNunziata, Cooper, Hill og Trap-Porter, 1985; Søvik, 1976). rannsóKnarspUrningar Beint mat á þeim heildarárangri sem náðst hefur í skriftarkennslu með því að innleiða nýtt forskriftarletur fæst með því að skoða framfarir í meðalskriftargetu grunnskóla- barna fyrir og eftir leturbreytinguna á 9. áratug síðustu aldar. Aðeins ein rannsókn hef- ur verið gerð á meðalframförum grunnskólabarna í skriftargetu fyrir leturbreytinguna (Ragnheiður Karlsdóttir, 1997). Niðurstöður hennar verða notaðar sem viðmið. Rannsóknir á þáttum sem talið er að hafi áhrif á framfarir í skriftargetu, og nefndar eru hér að framan, benda til þess að byrjunarskrift og forskriftarletur fyrir tengda skrift hafi lítil áhrif á meðalframfarir í skriftargetu. Sama gildir um getuna til þess að samhæfa sjón og hönd. Hins vegar hefur fundist marktækur kynjamunur í meðal- framförum og vísbendingar eru um að það hafi áhrif á framfarir hversu vel tekst til að kenna bókstafaformin þegar þau eru kennd í fyrsta sinn og að börn eigi miserfitt með að læra lögun mismunandi bókstafaforma. Tilhögun þessarar rannsóknar gefur ekki færi á að sannreyna áhrif byrjunarskriftar og forskriftarleturs fyrir tengda skrift á framfarir í skriftargetu. Hinir þættirnir hafa hins vegar verið athugaðir með því að leita svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: • Hafa orðið breytingar á meðalframförum grunnskólabarna í skriftargetu eftir að grunnskrift var tekin upp sem forskriftarletur? • Hvaða áhrif hefur geta grunnskólabarna til þess að samhæfa sjón og hönd í byrj- un 1. bekkjar á framfarir þeirra í skriftargetu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.