Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 52
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201452
framfarir í HanDskrifT Hjá grUnnskÓLaBörnUm í reyk javík
skörpu hornin í skriftinni og tengja ekki bókstafina. Sterkust var þessi tilhneiging
þegar börnin voru undir álagi. Á hraðaprófum kringdu til dæmis 50% barnanna í
6. bekk skörpu hornin og 68% skrifuðu ótengda skrift. Með þessu gátu börnin að
meðaltali aukið skriftarhraðann um 19% miðað við þau sem ekki kringdu hornin og
skrifuðu tengda skrift. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður Maarses,
Schomaker og Thomassens (1986), Meulenbroeks og van Galens (1988) og Sassoon,
Nimmo-Smiths og Wings (1989). Engar sambærilegar tilhneigingar fundust í skriftar-
dæmum frá börnum sem skrifuðu lykkjuskrift.
Til þess að kanna hvort form einstakra bókstafa geti haft áhrif á framfarir í skrift
bar Ragnheiður Karlsdóttir (1996a) saman framfarir barna í að skrifa hvert einstakt
bókstafaform í forskriftarletrinu sem sýnt er á mynd 1B. Samanburðurinn sýndi að
börnin áttu mun léttara með að læra að móta bókstafina h, i, l, o, u og v en bókstafina
f, g, k, m, p og r. Af þessu má draga þá ályktun að mismunandi bókstafaform geti verið
misþung að læra og að framfarirnar geti torveldast af því að börn eigi miserfitt með
að skilja lögun mismunandi bókstafa og því takist þeim misvel að móta þá rétt. Þetta
er í samræmi við niðurstöður Wheelers (1972) sem komst að því að geta bandarískra
barna til þess að skynja lögun bókstafanna í smáatriðum hefði meiri áhrif á fram-
farir þeirra hvað varðar skriftargæði en hreyfigetan. Niðurstöður annarra rannsókna
benda einnig til þess að besta aðferðin til þess að auka gæði skriftarinnar sé að vanda
kennslu í lögun bókstafanna þegar hún er kennd í fyrsta sinn (LaNunziata, Cooper,
Hill og Trap-Porter, 1985; Søvik, 1976).
rannsóKnarspUrningar
Beint mat á þeim heildarárangri sem náðst hefur í skriftarkennslu með því að innleiða
nýtt forskriftarletur fæst með því að skoða framfarir í meðalskriftargetu grunnskóla-
barna fyrir og eftir leturbreytinguna á 9. áratug síðustu aldar. Aðeins ein rannsókn hef-
ur verið gerð á meðalframförum grunnskólabarna í skriftargetu fyrir leturbreytinguna
(Ragnheiður Karlsdóttir, 1997). Niðurstöður hennar verða notaðar sem viðmið.
Rannsóknir á þáttum sem talið er að hafi áhrif á framfarir í skriftargetu, og nefndar
eru hér að framan, benda til þess að byrjunarskrift og forskriftarletur fyrir tengda
skrift hafi lítil áhrif á meðalframfarir í skriftargetu. Sama gildir um getuna til þess að
samhæfa sjón og hönd. Hins vegar hefur fundist marktækur kynjamunur í meðal-
framförum og vísbendingar eru um að það hafi áhrif á framfarir hversu vel tekst til
að kenna bókstafaformin þegar þau eru kennd í fyrsta sinn og að börn eigi miserfitt
með að læra lögun mismunandi bókstafaforma. Tilhögun þessarar rannsóknar gefur
ekki færi á að sannreyna áhrif byrjunarskriftar og forskriftarleturs fyrir tengda skrift
á framfarir í skriftargetu. Hinir þættirnir hafa hins vegar verið athugaðir með því að
leita svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum:
• Hafa orðið breytingar á meðalframförum grunnskólabarna í skriftargetu eftir að
grunnskrift var tekin upp sem forskriftarletur?
• Hvaða áhrif hefur geta grunnskólabarna til þess að samhæfa sjón og hönd í byrj-
un 1. bekkjar á framfarir þeirra í skriftargetu?