Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 16

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 16
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201416 Hver j ir fara í kennaranám og Hvers vegna? Í rýnihópaviðtölum kom fram að um 60% íslenskra framhaldsskólanema væru fús til að stunda hluta af námi, sem þau færu í, erlendis og tæplega 40% kennaranemanna. Hér skar Ísland sig úr fyrir mikinn áhuga nema á að stunda hluta af námi sínu erlend- is. Finnland fylgdi þar næst á eftir með rúmlega 40%. Bæði í spurningalistunum og rýnihópaviðtölunum kom fram að laun virtust hafa meiri þýðingu í vali á námi fyrir framhaldsskólanemana en fyrir kennaranemana. Um 30% kennaranemanna, sem þátt tóku í rannsókninni, voru að hefja háskóla- nám í annað eða þriðja sinn. Í rýnihópaviðtalinu greindu þeir frá því að þeir hefðu áður hafið annað háskólanám sem þeir hefðu ekki fundið sig í. Kennaranemar, sem höfðu áður hafið annað háskólanám, lýstu aðstæðum á Menntavísindasviði á mjög jákvæðan hátt. Í því sambandi var vinsamlegt viðmót bæði kennara og annarra nema nefnt, náin tengsl væru við aðra nema og góð samskipti einkenndu allt skólastarf- ið. Þá nefndu þeir margir jákvæðar aðstæður í námsumhverfinu. Sérstaklega voru kennararnir nefndir og sögðu nemarnir að samskiptin við þá væru persónuleg. Kennarar á Menntavísindasviði væru áhugasamir og hvettu nema til þess að halda áfram náminu. Í rýnihópaviðtölunum var spurt um fjölmiðlaumræðu um kennarastarfið og kennaramenntun. Íslensku þátttakendurnir töldu að skólamál væru lítið til umfjöllunar og alls ekki á neikvæðan hátt. Þátttakendur töldu þó þörf á að styrkja jákvæða fjöl- miðlaumræðu um kennaramenntun og skólastarf. Jafnframt töldu þeir að fjölmiðlar gætu án efa haft áhrif á viðhorf til kennaramenntunar og kennarastarfs. Þátttakendur frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi töldu fjölmiðla draga upp neikvæða mynd af kennarastarfinu í sínu heimalandi og sögðu framhaldsskólanemar í þessum löndum að hin neikvæða umfjöllun hefði áhrif á sig og skapaði neikvæð viðhorf til kennara- menntunar. Finnarnir sögðu að það væri mikil og almenn jákvæð fjölmiðlaumfjöllun um skólastarf i Finnlandi. Viðhorf til kennarastarfsins Í spurningakönnuninni kom fram að íslensku framhaldsskólanemarnir töldu að þekking kennarans á sinni kennslugrein væri mikilvægust hverjum kennara. Kennara- nemarnir íslensku töldu hins vegar að félagsfærni væri kennaranum mikilvægust, þ.e. hæfni til samkenndar og til að þroska hæfni nemenda. Hér skáru finnsku kennara- nemarnir sig úr öllum hópnum en þeir einir töldu uppeldis- og kennslufræðina vera kjarna- og meginatriðið í fagmennsku kennarans. Hins vegar kom fram í spurn- ingalistunum að finnsku kennaranemarnir voru minna uppteknir en kennaranemar í hinum löndunum af því að koma auga á og styðja einstaklingsbundna hæfileika nemenda og að búa nemendur undir þátttöku í lýðræðislegu nútímasamfélagi. Allir þátttakendur nefndu launin sem helstu ástæðu þess að gerast ekki kennari. Flestir þátttakendur, bæði kennaranemarnir og framhaldsskólanemarnir, töldu að litlir möguleikar væru á starfsframa, hvort sem væri innan eða utan skólans. Nefnd- ir voru þættir sem víkka mætti út í kennaramenntuninni, t.d. samskiptaþættir og leiðtogahæfni. Hér skáru íslensku kennaranemarnir sig út og sögðu 70% þeirra að þeir teldu mikla möguleika eða mjög mikla á starfsframa. Í rýnihópaviðtalinu drógu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.