Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 16
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201416
Hver j ir fara í kennaranám og Hvers vegna?
Í rýnihópaviðtölum kom fram að um 60% íslenskra framhaldsskólanema væru fús
til að stunda hluta af námi, sem þau færu í, erlendis og tæplega 40% kennaranemanna.
Hér skar Ísland sig úr fyrir mikinn áhuga nema á að stunda hluta af námi sínu erlend-
is. Finnland fylgdi þar næst á eftir með rúmlega 40%. Bæði í spurningalistunum og
rýnihópaviðtölunum kom fram að laun virtust hafa meiri þýðingu í vali á námi fyrir
framhaldsskólanemana en fyrir kennaranemana.
Um 30% kennaranemanna, sem þátt tóku í rannsókninni, voru að hefja háskóla-
nám í annað eða þriðja sinn. Í rýnihópaviðtalinu greindu þeir frá því að þeir hefðu
áður hafið annað háskólanám sem þeir hefðu ekki fundið sig í. Kennaranemar, sem
höfðu áður hafið annað háskólanám, lýstu aðstæðum á Menntavísindasviði á mjög
jákvæðan hátt. Í því sambandi var vinsamlegt viðmót bæði kennara og annarra nema
nefnt, náin tengsl væru við aðra nema og góð samskipti einkenndu allt skólastarf-
ið. Þá nefndu þeir margir jákvæðar aðstæður í námsumhverfinu. Sérstaklega voru
kennararnir nefndir og sögðu nemarnir að samskiptin við þá væru persónuleg.
Kennarar á Menntavísindasviði væru áhugasamir og hvettu nema til þess að halda
áfram náminu.
Í rýnihópaviðtölunum var spurt um fjölmiðlaumræðu um kennarastarfið og
kennaramenntun. Íslensku þátttakendurnir töldu að skólamál væru lítið til umfjöllunar
og alls ekki á neikvæðan hátt. Þátttakendur töldu þó þörf á að styrkja jákvæða fjöl-
miðlaumræðu um kennaramenntun og skólastarf. Jafnframt töldu þeir að fjölmiðlar
gætu án efa haft áhrif á viðhorf til kennaramenntunar og kennarastarfs. Þátttakendur
frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi töldu fjölmiðla draga upp neikvæða mynd af
kennarastarfinu í sínu heimalandi og sögðu framhaldsskólanemar í þessum löndum
að hin neikvæða umfjöllun hefði áhrif á sig og skapaði neikvæð viðhorf til kennara-
menntunar. Finnarnir sögðu að það væri mikil og almenn jákvæð fjölmiðlaumfjöllun
um skólastarf i Finnlandi.
Viðhorf til kennarastarfsins
Í spurningakönnuninni kom fram að íslensku framhaldsskólanemarnir töldu að
þekking kennarans á sinni kennslugrein væri mikilvægust hverjum kennara. Kennara-
nemarnir íslensku töldu hins vegar að félagsfærni væri kennaranum mikilvægust, þ.e.
hæfni til samkenndar og til að þroska hæfni nemenda. Hér skáru finnsku kennara-
nemarnir sig úr öllum hópnum en þeir einir töldu uppeldis- og kennslufræðina vera
kjarna- og meginatriðið í fagmennsku kennarans. Hins vegar kom fram í spurn-
ingalistunum að finnsku kennaranemarnir voru minna uppteknir en kennaranemar
í hinum löndunum af því að koma auga á og styðja einstaklingsbundna hæfileika
nemenda og að búa nemendur undir þátttöku í lýðræðislegu nútímasamfélagi. Allir
þátttakendur nefndu launin sem helstu ástæðu þess að gerast ekki kennari.
Flestir þátttakendur, bæði kennaranemarnir og framhaldsskólanemarnir, töldu að
litlir möguleikar væru á starfsframa, hvort sem væri innan eða utan skólans. Nefnd-
ir voru þættir sem víkka mætti út í kennaramenntuninni, t.d. samskiptaþættir og
leiðtogahæfni. Hér skáru íslensku kennaranemarnir sig út og sögðu 70% þeirra að
þeir teldu mikla möguleika eða mjög mikla á starfsframa. Í rýnihópaviðtalinu drógu