Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 63
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 63
ragnHeiðUr karLsDÓTTir og ÞÓrarinn sTefánsson
Fjöldi bókstafa sem börnin læra að skrifa rétt í 2. og 3. bekk og
áhrif hans á framfarir
Á töflu 4 sjást niðurstöður úr skriftargæðaprófum eftir hópum. Á mynd 8 sjást
meðalframfarir barnanna í grunnskrift. Vegna þess hve fá börn voru í hópum A og
B var dreifigreining ekki framkvæmd. Þrátt fyrir þetta er greinilegt að börnunum
í hópi A fór að meðaltali vel fram í 2. og 3. bekk og að börnunum í hópi B fór að
meðaltali vel fram í jöfnum skrefum frá 2. bekk til 5. bekkjar. Dreifigreining á mismun
meðalskriftargæðaeinkunna eftir bekkjum fyrir hóp C sýndi tölfræðilega marktækan
mun (Wilks λ = 0,29, F(4,31) = 19,17; p < 0,0005). Dreifigreining á mismun meðal-
skriftargæðaeinkunna fyrir tvo og tvo bekki í einu sýndi einnig tölfræðilega mark-
tækan mun nema fyrir samanburð á milli 2. bekkjar og 3. og 4. bekkjar og á milli 4.
og 5. bekkjar og 6. bekkjar (2. bekkur í samanburði við 5. bekk: p < 0,0005 og 6. bekk:
p = 0,01; 3. bekkur í samanburði við 4. bekk: p = 0,001, 5. og 6. bekk: p < 0,0005; 4.
bekkur í samanburði við 5. bekk: p = 0,001). Áhrifastærðirnar voru d = 2,5 í 2. bekk,
d = 0,0 í 3. bekk, d = 1,0 í 4. bekk, d = 0,6 í 5. bekk og d = 0,0 í 6. bekk. Á töflunni sést
einnig að SSH-einkunnir í hópi A eru um eða yfir meðaltali úrtaksins. Samsvarandi
SSH-einkunnir í hópi B dreifðust á bil sem var minna en eitt staðalfrávik frá meðal-
tali úrtaksins. Samkvæmt niðurstöðum fyrri rannsókna (Graham og Weintraub, 1996;
Volman o.fl., 2006) má búast við að þau börn sem glíma við skriftarörðugleika vegna
röskunar á samhæfingu sjónar og handar séu í hópi C. Þess vegna voru fylgnistuðlar
á milli SSH-einkunna fyrir börnin í hópi C og einkunna úr skriftarprófum reiknaðir
út (tafla 3). SSH-einkunnir í hópi C dreifðust á bil frá þremur staðalfrávikum undir
meðaltali úrtaksins til eins staðalfráviks yfir meðaltalinu. Til þess að athuga framfarir
barna í hópi C nánar með tilliti til getu þeirra til þess að samhæfa sjón og hönd var
honum skipt upp í tvo hópa eftir SSH-einkunnum. Í hópi C1 voru börn með SSH-
einkunn ≥ 8 stig og dreifingu SSH-einkunna á bil sem var minna en eitt staðalfrávik
frá meðaltali úrtaksins eins og í hópi B. Í hópi C2 voru börn með SSH-einkunn < 8 stig
sem samsvarar meira en einu staðalfráviki undir meðaltali.
Á töflu 4 og mynd 9 sjást niðurstöður úr skriftarhraðaprófum fyrir grunnskriftina
eftir hópum. Vegna þess hve fá börn voru í hópum A og B var dreifigreining ekki
framkvæmd. Þrátt fyrir þetta er greinilegt að börnunum í báðum hópum fer að
meðaltali vel fram. Dreifigreiningar á mismun meðalskriftarhraðaeinkunna eftir
bekkjum fyrir hóp C sýndi tölfræðilega marktækan mun (Wilks λ = 0,088, F(3,26) =
90,15; p < 0,0005). Dreifigreining á mismun meðalskriftarhraðaeinkunna fyrir tvo og
tvo bekki í einu sýndi einnig tölfræðilega marktækan mun (3. bekkur í samanburði við
4., 5. og 6. bekk; 4. bekkur í samanburði við 5. og 6. bekk og 5. bekkur í samanburði
við 6. bekk: p < 0,0005). Áhrifastærðirnar voru d = 1,4 í 4. bekk, d = 1,0 í 5. bekk og d =
1,0 í 6. bekk.