Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 69

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 69
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 69 ragnHeiðUr karLsDÓTTir og ÞÓrarinn sTefánsson sjónar og handar (d = 0,47). Þessi árangur getur þó ekki nema að litlu leyti skýrt kynja- muninn af því að fylgnistuðlar á milli SSH-einkunna og skriftargetu (tafla 3) gefa til kynna að aðeins um það bil 13–16% af breytileikanum hvað varðar skriftargæði og 4–9% af breytileikanum hvað varðar skriftarhraða megi rekja til getu barnanna til þess að samhæfa sjón og hönd. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa enga beina vísbendingu um hver orsök kynjamunarins kunni að vera. Hins vegar sýna niðurstöð- urnar að muninn á framförum drengja og stúlkna má rekja til framfaranna í 2. og 3. bekk (tafla 2). Eftir það fer drengjum og stúlkum að meðaltali álíka hratt fram. Þetta er vísbending um að stúlkum kunni að nýtast betur kennslan í lögun bókstafaforma og tenginga en drengjum. Rebok (1987) hefur fundið kynjamun á athygli, stúlkum í vil, sem gæti útskýrt hvers vegna þeim nýtist betur kennslan. Tveir þættir tengdir kennslu bókstafaformanna voru kannaðir: árangurinn af kennslunni þegar bókstafaform og tengingar eru kennd í fyrsta sinn í 2. og 3. bekk og þyngd einstakra bókstafaforma. Samanburður á meðalskriftargæðum í hópum A, B og C sýnir að munurinn á milli hópanna verður yfirleitt rakinn til þess að börnin í þessum þremur hópum læra að meðaltali mismunandi mörg bókstafaform rétt í 2. bekk. Dreifigreining sýnir að afturförin í 3. bekk í hópi C sem kemur fram á mynd 8 er ekki marktæk og er því fremur um stöðnun að ræða. Að þessu athuguðu sést að meðalframfarirnar eru svipaðar í hópum B, C1 og C2 frá 2. til 6. bekkjar. Í 5. bekk er um það bil sami munur á milli hópanna hvað varðar meðalskriftargæði og munurinn er á milli hópanna í 2. bekk; 3 bókstafir á milli B- og C-hóps, 5 bókstafir á milli A- og B-hóps og 4 bókstafir á milli C1- og C2-hóps (tafla 7, mynd 8). Þetta er vísbending um að það sem helst standi í vegi fyrir framförum grunnskólabarna í skrift sé að þau læri ekki nægilega vel lögun bókstafa og tenginga þegar hún er kennd í 2. og 3. bekk og er þetta í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna (LaNunziata o.fl., 1985; Ragnheiður Karlsdóttir og Þórarinn Stefánsson, 2002; Søvik, 1976; Wheeler, 1972). Séu meðalfram- farir í skriftarhraða bornar saman eftir hópum sést að meðalframfarir eru svipaðar hjá hópum A, B og C1 frá 3. bekk til 6. bekkjar og að munurinn á hóp A og hópum B og C1 skýrist af mun á skriftarhraða í 3. bekk. Samsvarandi framfarir í hópi C2 virðast hins vegar vera aðeins hægari en í hinum hópunum (tafla 7, mynd 9). Þegar á heildina er litið fer börnunum í öllum hópum að meðaltali vel fram í skriftarhraða. Eins og fyrri rannsóknir (Ragnheiður Karlsdóttir, 1996a) hefur þessi rannsókn leitt í ljós að bókstafaform eru miserfið (tafla 5). Þegar litið er á hlutfallslegan fjölda þeirra bókstafaforma sem börnin skrifa rétt innan hvers þyngdarflokks sést að þau bókstafa- form sem fæst börn ná tökum á eru í þyngsta flokknum (tafla 6). Athugun á framför- um hóps A sýnir að við lok 2. bekkjar skrifa börnin (allt stúlkur) að meðaltali 80% af heildarfjölda bókstafaformanna rétt en aðeins 58% af þungu bókstafaformunum. Við lok 3. bekkjar hafa þessi börn náð tökum á öllum bókstafaformunum í öllum þyngdar- flokkum. Þegar litið er á tilhneiginguna til afturfarar frá 4. bekk til 6. bekkjar í hópi A sést að börnin missa ekki tökin á léttu bókstöfunum, en þau missa aftur á móti tökin á 9% þeirra meðalþungu og á 16% þeirra þungu á þessum tíma (tafla 8). Athugun á framförum barnanna í hópum B og C sýnir að börnin skrifa 69% eða meira af bók- stöfunum í létta flokknum rétt. Börnin í hópi B skrifa minna en 62% af bókstöfunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.