Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 55
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 55
ragnHeiðUr karLsDÓTTir og ÞÓrarinn sTefánsson
b) úr mati tveggja matsmanna sem gaf r = 0,94 og c) úr mati sama matsmanns með 12
mánaða millibili sem gaf r = 0,80. Samtímaréttmæti var metið með því að reikna út
fylgni einkunna sömu 23 grunnskólabarna í langsniðsmynstri í 1., 2., 3. og 5. bekk við
einkunnir sem voru gefnar fyrir sömu rithandarsýni með annarri aðferð þar sem eðlis-
þættir skriftarinnar eru metnir beint (Søvik, 1981), samtals 92 rithandarsýni. Þetta gaf
fylgnistuðlana 0,91, 0,86, 0,88 og 0,86 í 1., 2., 3. og 5. bekk. Innihaldsréttmæti prófsins
hvílir á vali á 28 prófatriðum þar sem lögun 28 mismunandi bókstafaforma er metin
milliliðalaust í samanburði við samsvarandi bókstafaform í forskriftarletrinu. Fjöldi
prófatriða svarar til 78% af heildarfjölda hugsanlegra prófatriða (36 mismunandi
bókstafaforma). Prófið er réttmætur mælikvarði á framfarir barnanna í skriftargæðum
í þeim skilningi að sama próf var lagt fyrir ár eftir ár.
A.
B.
C.
Mynd 4. Rithandarsýni frá skriftargæðaprófum í 5. bekk
A. Einkunn: 1,0, sem svarar til 28 rétt skrifaðra bókstafaforma af 28. B. Einkunn: 0,71, sem svarar til 20
rétt skrifaðra bókstafaforma af 28. C. Einkunn: 0,32, sem svarar til 9 rétt skrifaðra bókstafaforma af 28.