Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 62
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201462
framfarir í HanDskrifT Hjá grUnnskÓLaBörnUm í reyk javík
fylgnistuðlanna vísbendingar um að einkunnir í skriftargæðum og skriftarhraða út-
skýri hvor um sig < 16% af breytileika hinnar og að einkunnir í skriftargæðum og
skriftarhraða í ákveðnum bekk útskýri aðeins 40–50% af breytileika einkunna í þessum
þáttum í næsta bekk á eftir.
Tafla 3. Fylgnistuðlar á milli einkunna fyrir samhæfingu sjónar og handar (SSH), skriftargæði
og skriftarhraða***
A B C D E F G H I J K
A SSH allt úrtakið 1,00 0,33 0,40 0,39 0,36 0,36 0,40 0,23 0,27 0,30 0,20
hópur C 0,42 0,20 0,28 0,37 0,35 0,10 0,37 0,36 0,20
Skriftargæði
B 1. 1,00 0,52 0,46 0,32 0,28 0,27 0,35 0,34 0,37 0,22
C 2. 1,00 0,61 0,49 0,42 0,44 0,33 0,35 0,27 0,22
D 3. 1,00 0,62 0,60 0,54 0,34 0,31 0,30 0,24
E 4. 1,00 0,73 0,66 0,31 0,24 0,23 0,19
F 5. 1,00 0,72 0,35 0,34 0,31 0,28
G 6. 1,00 0,39 0,30 0,28 0,17
Skriftarhraði
H 3. 1,00 0,68 0,60 0,59
I 4. 1,00 0,77 0,69
J 5. 1,00 0,67
K 6. 1,00
N = 160. ***p < 0,001.
Kynjamunur
Á töflu 2 sjást niðurstöður úr skriftargæðaprófum og skriftarhraðaprófum fyrir
drengi og stúlkur. Dreifigreining eftir kyni sýndi tölfræðilega marktækan kynjamun á
meðalskriftargæðaeinkunnum (F = 53, p < 0,0005) og meðalskriftarhraðaeinkunnum
(F = 53, p < 0,0005) fyrir grunnskriftina, stúlkum í vil. Áhrifastærðirnar fyrir skriftar-
gæði voru d = 0,63; 0,93; 0,86; 0,86 og 0,70 í 2., 3., 4., 5. og 6. bekk og fyrir skriftarhraða
d = 0,95; 0,93; 0,94 og 0,86 í 3., 4., 5. og 6. bekk.
Í niðurstöðum mælinga á samhæfingu sjónar og handar fannst einnig tölfræðilega
marktækur kynjamunur, stúlkum í vil. Fyrir drengi var MD = 9,8 stig og fyrir stúlkur
var MS = 10,7 stig (t(158) = - 3,08, tvíhliða p = 0,002). Áhrifastærðin var d = 0,47.