Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 67
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 67
ragnHeiðUr karLsDÓTTir og ÞÓrarinn sTefánsson
Tafla 6. Hlutfallslegur fjöldi bókstafaforma sem börnin skrifa rétt, fyrir öll börnin og
fyrir börnin í hverjum þyngdarflokki fyrir sig, eftir hópum og bekkjum
Hópur Bekkur Öll Í hverjum þyngdarflokki
Léttur Meðal Þungur
(%) (%) (%) (%)
A 2. 80 95 87 58
3. 100 100 100 100
4. 97 100 95 96
5. 92 100 93 83
6. 90 99 91 84
B 2. 60 87 66 36
3. 71 89 77 46
4. 75 91 81 51
5. 82 95 83 62
6. 73 90 68 56
C 2. 48 70 44 29
3. 43 69 36 16
4. 55 77 57 25
5. 63 87 64 38
6. 61 84 54 38
UMrÆÐa
Meðalframfarir
Framfarir í skriftargæðum voru að meðaltali hraðastar í 2. bekk (mynd 5). Þá lærðu
börnin að meðaltali lögun 17,4 ótengdra bókstafa. Svo hægði á framförum þegar
tengd skrift var kennd í 3. bekk, þá lærðu þau í viðbót lögun 2,4 bókstafa að meðal-
tali sem þó er umtalsvert (d = 0,43). Í 4.–6. bekk voru árlegar framfarir ekki umtals-
verðar (d < 0,3). Framfarir í skriftarhraða eru um það bil línulegar ár frá ári og ár-
legar framfarir umtalsverðar (d > 2) (mynd 6). útreikningar á fylgnistuðlum á milli
skriftargæða og skriftarhraða sýna að þessar tvær stærðir eru tiltölulega óháðar hvor
annarri og útskýra < 16% af breytileika hvor annarrar (tafla 3). Niðurstöðurnar sýna
svipuð snið meðalframfara og fram hafa komið í fyrri rannsóknum (myndir 2 og 3)
og styðja vísbendingar um að æfing auki skriftarhraðann en hafi ekki teljandi áhrif
á skriftargæðin. Samanborið við skriftargetu barna í Bandaríkjunum (Graham o.fl.,
1998) og Noregi (Ragnheiður Karlsdóttir og Þórarinn Stefánsson, 2002) er skriftargeta
barnanna ekki lakari (myndir 5 og 6 samanborið við myndir 2 og 3). Á myndum 5 og 6