Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 101
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 101
jakoB frímann ÞorsTeinsson
Stjórnendur KHÍ vildu taka forystuna þegar ljóst var að fleiri aðilar væru að fara
af stað með nám í tómstundafræðum. Var því ákveðið að KHÍ byði upp á nám í tóm-
stunda- og félagsmálafræði frá og með haustinu 2001.
Ýmislegt annað hafði áhrif á þróun menntunar á þessu sviði. Gerð var námskrá
fyrir félags- og tómstundabraut í framhaldsskólum og hún tók gildi 2004. Námið var
skilgreint sem 72 eininga sjálfstætt starfsnám, ætlað til þess að undirbúa nemendur
fyrir störf að æskulýðs-, tómstunda- og félagsmálum og í félagsmiðstöðvum, skólum
og íþrótta- og félagasamtökum. Þar eru skilgreind markmið starfsnáms fyrir starfsfólk
á vettvangi frítímans, í svokallaðri frítímafræði (Menntamálaráðuneytið, 2004). ÍTR
hefur löngum sýnt þróun náms á þessu sviði mikinn áhuga og stuðning. Fyrrgreind
námskrá fyrir framhaldsskóla var unnin m.a. af sérfræðingum frá ÍTR. Einnig var
diplómanámið við HÍ byggt upp í samstarfi við og með stuðningi frá ÍTR (Mennta-
málaráðuneytið, 2003).
ÞróUn grUnnnáMs Í tóMstUnDa- Og
félagsMálafrÆÐi
Eftir að ákvörðun var tekin í KHÍ um að byrja með nám í tómstunda- og félags-
málafræði var hafist handa við samningu námskrár og námskeiðslýsinga. Helgi
Grímsson kennari, ásamt Erlingi Jóhannssyni og fleirum við þáverandi íþróttaskor
KHÍ á Laugarvatni, leiddi undirbúning að námi í tómstunda- og félagsmálafræði. Eft-
ir að Helgi hvarf til annarra starfa var Vanda Sigurgeirsdóttir ráðin umsjónarmaður
námsins.
Til að byrja með var um 45 eininga starfstengt diplómanám að ræða, eingöngu í fjar-
námi. Samsetning námsins var með öðru sniði en hjá HÍ því að flest námskeiðin voru
skipulögð frá grunni og námskeið sem fjölluðu um tómstundir mismunandi aldurs-
hópa voru þar hryggjarstykkið. Um 25 nemendur hófu nám haustið 2001 og störfuðu
flestir þeirra í félagsmiðstöðvum og við stjórnun æskulýðsmála víða um land. Fyrstu
nemendurnir útskrifuðust með diplómagráðu í tómstunda- og félagsmálafræði vorið
2003 en þá hafði þegar verið tekin sú ákvörðun að lengja námið upp í 90 eininga (nú
180 ECTS) nám til BA-gráðu. Var það ekki síst vegna óska frá nemendum.
Í fyrstu tilheyrði námið íþróttafræðináminu á Laugarvatni en árið 2003 varð nám-
ið að sjálfstæðri námsbraut (Kennaraháskóli Íslands, 2003). Vorið 2005 útskrifuðust
fyrstu nemendurnir með BA-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Það ár hófst
endurskoðun á öllu námi við KHÍ. Gerð var könnun meðal nemenda í tómstunda-
og félagsmálafræði á viðhorfum nemenda til námsins vegna fyrirhugaðar breytingar
á uppbyggingu námsins og inntaki (Vanda Sigurgeirsdóttir, 2005). Breytingarn-
ar, sem komu til framkvæmda haustið 2007, voru að hluta til byggðar á niðurstöð-
um könnunarinnar og mörkuðu þær veruleg þáttaskil því þá var grunnnámið með
nokkuð breyttu sniði; námskeiðum fækkað, sum tekin út og önnur stækkuð. Stærsta
breytingin var að boðið var upp á tómstunda- og félagsmálafræði til M.Ed.-gráðu.
Einnig gerðist það að tómstundabraut og þroskaþjálfabraut voru sameinaðar í eina.
Ekki stóð þessi sameining brautanna lengi því við sameiningu Háskóla Íslands og