Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 101

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 101
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 101 jakoB frímann ÞorsTeinsson Stjórnendur KHÍ vildu taka forystuna þegar ljóst var að fleiri aðilar væru að fara af stað með nám í tómstundafræðum. Var því ákveðið að KHÍ byði upp á nám í tóm- stunda- og félagsmálafræði frá og með haustinu 2001. Ýmislegt annað hafði áhrif á þróun menntunar á þessu sviði. Gerð var námskrá fyrir félags- og tómstundabraut í framhaldsskólum og hún tók gildi 2004. Námið var skilgreint sem 72 eininga sjálfstætt starfsnám, ætlað til þess að undirbúa nemendur fyrir störf að æskulýðs-, tómstunda- og félagsmálum og í félagsmiðstöðvum, skólum og íþrótta- og félagasamtökum. Þar eru skilgreind markmið starfsnáms fyrir starfsfólk á vettvangi frítímans, í svokallaðri frítímafræði (Menntamálaráðuneytið, 2004). ÍTR hefur löngum sýnt þróun náms á þessu sviði mikinn áhuga og stuðning. Fyrrgreind námskrá fyrir framhaldsskóla var unnin m.a. af sérfræðingum frá ÍTR. Einnig var diplómanámið við HÍ byggt upp í samstarfi við og með stuðningi frá ÍTR (Mennta- málaráðuneytið, 2003). ÞróUn grUnnnáMs Í tóMstUnDa- Og félagsMálafrÆÐi Eftir að ákvörðun var tekin í KHÍ um að byrja með nám í tómstunda- og félags- málafræði var hafist handa við samningu námskrár og námskeiðslýsinga. Helgi Grímsson kennari, ásamt Erlingi Jóhannssyni og fleirum við þáverandi íþróttaskor KHÍ á Laugarvatni, leiddi undirbúning að námi í tómstunda- og félagsmálafræði. Eft- ir að Helgi hvarf til annarra starfa var Vanda Sigurgeirsdóttir ráðin umsjónarmaður námsins. Til að byrja með var um 45 eininga starfstengt diplómanám að ræða, eingöngu í fjar- námi. Samsetning námsins var með öðru sniði en hjá HÍ því að flest námskeiðin voru skipulögð frá grunni og námskeið sem fjölluðu um tómstundir mismunandi aldurs- hópa voru þar hryggjarstykkið. Um 25 nemendur hófu nám haustið 2001 og störfuðu flestir þeirra í félagsmiðstöðvum og við stjórnun æskulýðsmála víða um land. Fyrstu nemendurnir útskrifuðust með diplómagráðu í tómstunda- og félagsmálafræði vorið 2003 en þá hafði þegar verið tekin sú ákvörðun að lengja námið upp í 90 eininga (nú 180 ECTS) nám til BA-gráðu. Var það ekki síst vegna óska frá nemendum. Í fyrstu tilheyrði námið íþróttafræðináminu á Laugarvatni en árið 2003 varð nám- ið að sjálfstæðri námsbraut (Kennaraháskóli Íslands, 2003). Vorið 2005 útskrifuðust fyrstu nemendurnir með BA-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Það ár hófst endurskoðun á öllu námi við KHÍ. Gerð var könnun meðal nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði á viðhorfum nemenda til námsins vegna fyrirhugaðar breytingar á uppbyggingu námsins og inntaki (Vanda Sigurgeirsdóttir, 2005). Breytingarn- ar, sem komu til framkvæmda haustið 2007, voru að hluta til byggðar á niðurstöð- um könnunarinnar og mörkuðu þær veruleg þáttaskil því þá var grunnnámið með nokkuð breyttu sniði; námskeiðum fækkað, sum tekin út og önnur stækkuð. Stærsta breytingin var að boðið var upp á tómstunda- og félagsmálafræði til M.Ed.-gráðu. Einnig gerðist það að tómstundabraut og þroskaþjálfabraut voru sameinaðar í eina. Ekki stóð þessi sameining brautanna lengi því við sameiningu Háskóla Íslands og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.