Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 107

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 107
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 107 Starfsaðferðir og fagmennska í félags- miðstöðvum inngangUr Í greininni er fjallað um starfsaðferðir og fagmennsku í starfsemi félagsmiðstöðva. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað síðan fyrsta félagsmiðstöðin á Íslandi hóf starf- semi sína. Áherslur og starfsaðferðir hafa breyst í takt við samfélagið og aukna þekk- ingu á þessu sviði. Markmiðið er að gefa innsýn í þróun starfseminnar, starfsaðferðir og fagmennsku. félagsMiÐstÖÐVar Í sÖgUlEgU ljósi Saga félagsmiðstöðva á Íslandi er ekki löng. Fyrsta félagsmiðstöðin, Tómstundaheim- ilið við Lindargötu í Reykjavík, var stofnuð árið 1957. Hugmyndir um félagsmiðstöð fyrir æsku hins ört vaxandi íslenska borgarsamfélags lágu fyrir mun fyrr. Aðalsteinn Sigmundsson, formaður Ungmennafélags Íslands, gaf út ritlinginn Borgarbörn árið 1939, sem fjallar um aðstöðuleysi æskunnar í höfuðborginni (Aðalsteinn Sigmunds- son, 1939). Hann ritaði aðra grein 1942 og jafnframt hvatti hann sem forsvarsmaður Ungmennafélags Reykjavíkur til þess að ríkið kæmi á fót æskulýðshöll (Aðalsteinn Sigmundsson, 1942). Á Alþingi árið 1943 kom fram tillaga um að reisa slíka höll. Á vettvangi bæjarráðs Reykjavíkur kom árið 1943 fram tillaga sama efnis, en í stað þess að fela nefnd það hlutverk að fara yfir málið var Ágústi Á. Sigurðssyni magister falið að vinna skýrslu um æskulýðshöll eða tómstundaheimili. Ágúst vann af miklum eld- móði að málinu og skilaði ítarlegri skýrslu í lok júní 1943. Skýrslan er ítarlegt plagg sem tekur til aðstöðu, stjórnunar, starfsþátta og markmiða starfseminnar. Af lestri hennar er ljóst að Ágúst byggði skýrslu sína á bestu þekkingu þess tíma (Ágúst Á. Sigurðsson, 1943). Ágúst Á. Sigurðsson, sem er þekkastur fyrir kennslubækur sínar í dönsku, kvaðst hafa sótt hugmyndir sínar til svokallaðra Boys Clubs og Community Centres í Bret- landi. Merkilegt er að hann skuli ekki hafa sótt hugmyndir til Danmerkur. Á því eru áRni GUðMUndsson Menntavísindasviði Háskóla íslands Uppeldi og menntun 23. árgangur 1. hefti 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.