Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 110
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014110
sTarfsaðferðir og fagmennska í féLagsmiðsTöðvUm
Hafnarfirði um þriggja áratuga skeið, tjáði mér að þessar breytingar á starfsháttum
hefðu verið erfiðar og að margir starfsmenn hefðu oft átt erfitt með að laga sig að veru-
lega breyttum starfsaðferðum og hlutverkum (Haukur Sigtryggsson, 2002).
aÐ lOKUM
Þegar litið er til starfsemi félagsmiðstöðva fyrstu áratugina eftir 1957 er ljóst að starf-
semin hefur þróast verulega. Hún hefur þróast frá iðju sem fól í sér tiltekna verklega
færni til hópastarfs er miðar fyrst og fremst að því að þroska ungmenni, efla sjálfs-
mynd þeirra og, ekki síst, hvetja þau til að verða sjálfstæðir einstaklingar í lýðræðis-
samfélagi. Starfsþættir hafa verið í takt við tíðarandann hverju sinni.
Tómstunda- og félagsmálafræðin, sem ég kysi fremur að nefna félagsuppeldisfræði
með tilvísun til fræðasviðs og í anda þeirra kenninga sem m.a. Hermann Giesecke
(1971) hefur sett fram, er byggð á því að beita fyrirbyggjandi aðferðum. Þess er freistað,
með inngripum, að bæta uppeldisaðstæður barna og unglinga almennt. Sókn þessa
hugmyndaheims á áttunda og níunda áratug síðustu aldar kom meðal annars fram
í starfsþáttum eins og leitarstarfi (útideildir), umhverfismeðferð og starfi í nærsam-
félaginu. Félagsuppeldisfræðin stendur fyrir heildarsýn á manneskjuna og beinir aug-
um að heildaraðstæðum viðkomandi (Giesecke, 1971). Fagmennska jókst á tímabilinu
í takt við fjölda menntaðra starfsmanna. Menntun í tómstunda- og félagsmálafræðum
hérlendis og sá fjöldi sem hefur stundað slíkt nám á örugglega eftir að hafa góð áhrif á
vettvangi og ekki síður hvað varðar rannsóknir og fræðimennsku á þessu sviði.
HEiMilDir
Aðalsteinn Sigmundsson. (1939). Borgarbörn. Reykjavík: Prentsmiðjan Edda.
Aðalsteinn Sigmundsson. (1942). Æskulýðsheimili í Reykjavík. Landneminn, 4(4), 4.
Ágúst Á. Sigurðsson. (30. júní 1943). Tillögur til Bæjarráðs Reykjavíkur um æskulýðshöll
og tómstundaheimili. Borgarskjalasafn. Málaskrá borgarstjóra, M/19.
Árni Guðmundsson. (2007). Saga félagsmiðstöðva í Reykjavík 1942–1992. Hafnarfjörður:
Höfundur.
Bøhler, K. E. (1982). Vi er på vei: Gruppeoppgaver. Oslo: Landsforeningen for fritidsklubber.
Bøhler, K. E. (1983a). Vi er på vei: Lærerveiledning. Oslo: Landsforeningen for fritids-
klubber.
Bøhler, K. E. (1983b). Vi er på vei: Om arbeid i kommunale fritidsklubber. Oslo: Landsfor-
eningen for fritidsklubber.
Giesecke, H. (1971). Die Jugendarbeit. München: Juventa Verlag.
Gísli Árni Eggertsson, Sverrir Friðþjófsson og Skúli Björnsson. (1983). Klúbbastarf í
Félagsmiðstöðvum, yfirlit. Borgarskjalasafn. Málasafn ÆR, askja 105.
Haukur Sigtryggsson. (2002). Fyrstu starfsár Æskulýðsráðs Reykjavíkur. [Viðtal Árni
Guðmundsson].