Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 125
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 125
inGólfUR ásGeiR JóHannesson
Menntavísindasviði Háskóla íslands oG
kennaRadeild Háskólans á akUReyRi
Uppeldi og menntun
23. árgangur 1. hefti 2014
Eiga skólar að vera dauðhreinsaðir
af trúarbrögðum?
Sigurður Pálsson. (2011). Uppeldisréttur. Um rétt foreldra til að tryggja trúarlegt
og siðferðislegt uppeldi barna í samræmi við eigin sannfæringu (2. útgáfa).
Reykjavík: Pedagogus. 93 bls.
Rit Sigurðar Pálssonar, Uppeldisréttur, var fyrst gefið út 1987 en birtist nú talsvert
endurskoðað. Sumt af efni þess er jafnvel enn tímabærara en fyrir aldarfjórðungi.
Áhugaverðasta efnið í ritinu er umræðan um samspil réttar og skyldna bæði barna og
foreldra, það er hvort og hvernig réttur foreldra til að ráða uppeldismótun barna sinna
með trú og siðgæði er ótvíræður í mannréttindasáttmálum, sem Ísland er aðili að.
Sigurður Pálsson er eflaust þekktastur sem prestur og höfundur námsbóka um
biblíusögur. Hann lauk doktorsprófi frá Kennaraháskóla Íslands í maí 2008. Sigurður
var einnig kennari á því skólastigi sem nú heitir grunnskólastig og starfaði við útgáfu
námsbóka hjá Ríkisútgáfu námsbóka og síðar Námsgagnastofnun. Hann hefur því
víðtæka reynslu á sviði skóla- og uppeldismála engu síður en af kirkjulegu starfi.
UppElDisréttUr fOrElDra
Bókin skiptist í sjö mislanga kafla auk Inngangs og Lokaorða. Hún hefst á stuttum
kafla um það hvað uppeldi sé. Sigurður styðst við skilgreiningu frá norska fræði-
manninum Reidar Myhre um þrjá þætti uppeldis: Menningarmótun, félagsmótun
og persónuleikamótun. Lokaorðin í kaflanum afmarka að nokkru leyti viðfangsefni
ritsins: „Hver eða hverjir hafa frumrétt og frumskyldu til að annast uppeldi barna og
ungmenna og velja þau gildi sem þau eru nestuð með til framtíðar í heimi sem tekur
sífelldum breytingum?“ (bls. 18). Í næsta kafla kemur fram að í lýðræðisþjóðfélagi eigi
ólíkir aðilar sjálfstæðan rétt og hafi sjálfstæðu hlutverki að gegna.
Þriðji aðalkaflinn, um uppeldisrétt foreldra, er jafnframt lengsti kaflinn og skiptist
í átta undirkafla. Hann hefst á umræðu um það hvort foreldrar og leikskólar, grunn-
skólar og frístundaheimili séu í reynd meðvituð um „framsal“ foreldraréttar til þessara