Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Áhugaverð ferð með skírskotun til sögunnar í fylgd fararstjóra sem bjó í Austur-Þýskalandi áður en múrinn féll. Flogið til Frankfurt og ekið til Eisenach sem er fæðingarborg bæði Martin Luther og Johann Sebastian Bach og gist í 2 nætur. Margt að sjá þar og skoða. Þaðan verður ekið til Leipzig sem Goethe kallaði „sína litlu París“. Gist í hjarta Leipzig í 4 nætur. Á leiðinni þangað verður komið til borgarinnar Weimar sem skipar stóran sess í þýskri sögu en þar var stjórnarskrá Weimarlýðveldisins undirrituð. Farið í skoðunarferð í þjóðgarðinn Sächsische Schweiz eða „demantinn við Saxelfi“. Þjóðgarðurinn hefur í gegnum aldirnar verið vinsæll viðkomustaður landslagsmálara, sem segir kannski það sem segja þarf. Einnig farið til Dresden sem þykir ein fallegasta borg landsins. Eftir ánægjulega daga er haldið til Berlínar, gist þar í 3 nætur og farið í áhugaverða skoðunarferð um höfuðborgina. Þægilegri og fræðandi ferð lýkur í barrokkborginni Fulda þar sem gist verður síðustu nóttina. Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Verð: 212.200 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. www.baendaferdir.is Sp ör eh f. s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R 8. - 18. ágúst Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board Leyndar perlur Austur- Þýskalands SUMAR 12 Andri Karl andri@mbl.is Tveir karlmenn voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir hlutdeild sína í Straumsvíkurmálinu svonefnda í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sævar Sigurðsson hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir sinn hlut í málinu og Geir Hlöðver Ericsson tveggja ára fangelsi. Geir Hlöðver og Sævar voru ákærðir fyrir stórfelldan innflutn- ing á fíkniefnum til landsins, nánar tiltekið tæp tíu kíló af amfetamíni, 8.100 e-töflur og rúm tvö hundruð grömm af kókaíni. Efnin voru flutt til Íslands frá Rotterdam í Hol- landi í vörugámi með skipi sem lagði að bryggju í Straumsvík í Hafnarfirði hinn 10. október 2011. Ákæruvaldið fór fram á tólf ára fangelsi yfir Geir Hlöðveri og tíu ára fangelsi yfir Sævari. Sýknaður vegna fíkniefnanna Bæði Geir Hlöðvar og Sævar voru sakfelldir fyrir að flytja inn stera. Dómurinn taldi hins vegar ekki sannað að Geir Hlöðver hefði staðið að innflutningi fíkniefnanna sem voru í sama gámi og sterarnir. Í dóminum segir að gögn máls- ins, framburður og vitnisburður fyrir dómi séu ekki þannig að þau dugi til að sakfella Geir Hlöðver að þessu leyti gegn eindreginni neitun hans. Þótt Geir Hlöðver hafi ásamt Sævari verið sakfelldur fyrir inn- flutning steralyfjanna leiði það ekki sjálfkrafa til þess að unnt sé að slá því föstu að hann hafi einnig staðið á bak við innflutning fíkni- efnanna þar sem ekkert liggi fyrir um það. Þá er talið ósannað að Sævar hafi skipulagt fíkniefnainnflutning- inn og er hann sýknaður af þeim þætti. Hann hafi hins vegar tekið að sér að koma kössunum til lands- ins og vissi að í þeim voru steralyf. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Sævar hefur ekkert gerst brotlegur við lög áður. Hann játaði hreinskilnislega og vissi ekki um fíkniefnin. Ásetningsstig hafi því verið lágt. Hann var því dæmd- ur í fangelsi í 4 ár og 6 mánuði. Geir Hlöðver var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutn- ing á sterum og vörslur 659 grömm af amfetamíni, ætluðu til söludreif- ingar í ágóðaskyni. Hann á að baki langan sakarferil sem hafði áhrif á refsinguna. Sakfelldir fyrir innflutning  Tveir dæmdir í fangelsi vegna Straumsvíkurmálsins  Dæmdir fyrir að hafa flutt inn stera í gámum til landsins Morgunblaðið/Ómar Málsvörn Verjendur í Straumsvíkurmálinu ráða ráðum sínum í dómsal. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hretið í byrjun mánaðarins hægði á umsvifum skordýra, en hefur að lík- indum engin varanlega áhrif, að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræð- ings hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands. Humlur hafa verið á ferð- inni síðustu vikur og frést hefur af stöku geitungi, þótt það sé ekki staðfest af sér- fræðingum. Ýms- ar tegundir eru þegar komnar hressilega á kreik og á það við um asparglyttu, sem er sólgin í lauf aspartrjáa í görðum, og nýbúana rauðhumlu og ánabokku. „Það eru einkum meinlausar hús- humlur sem fólk hefur verið að sjá og sumir hafa óþarfa áhyggjur af,“ segir Erling. „Hún virðist vera í góðum gír og sömuleiðis rauðhumlurnar, sem er tiltölulega ný tegund hér á landi og virðist koma vel undan vetri. Hún er enn sem komið er aðeins á höf- uðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og hugsanlega á Selfossi. Loðnar og digrar Sumar rauðhumlur hafa alsvartan frambol og virðast þær vera algeng- ari á Íslandi en víða annars staðar á Norðurlöndum. Talsvert er um þetta afbrigði í Þýskalandi, sem segir okk- ur hugsanlega talsvert um upprun- ann og að þessi humla hafi borist hingað með vörum frá Þýskalandi.“ Alls eru fimm humlutegundir þekkt- ar hér á landi. Erling segir að auðvelt eigi að vera að greina þessar tegundir í sundur. Húshumlan sé röndótt, rauðhumlan með rauðan frambol og síðan sú dökka með alsvartan frambol. Huml- urnar séu allar loðnar og digrar. Í nöp við geitunga Geitungurinn sé hins vegar allt öðru vísi byggður, mjósleginn og vart sést að hann sé loðinn. Mörgum sé í nöp við geitunga, sem geta orðið heiftúðugir og geta stungið, einkum síðsumars þegar mest er af þeim og þeir verða fyrir áreiti. Húsageit- ungur hefur ekki sést hér á landi í nokkur ár, enda er Ísland á mörkum hins byggilega heims fyrir þessa teg- und. Holugeitungur er sá sem fólki stendur mest ógn af og er fjöldi hans mjög sveiflukenndur á milli ára. Roðageitungur og trjágeitungar eru meinlausari og stofnstærð þeirra tegunda nokkuð stöðug. Björt framtíð Rauðhumla fannst hér fyrst í Keflavík 19. ágúst 2008. Var þar um drottningu að ræða og var eintakinu komið til Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði. Það er nú varðveitt í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þá var talið líklegt að um tilfallandi slæðing hefði verið að ræða sem hefði borist til Keflavíkur með skipi eða varningi. Síðan hefur rauðhumlu fjölgað verulega. Ætla má að rauð- humlu bíði björt framtíð hér á Ís- landi og er ekki ástæða til annars en að taka henni fagnandi. Hún kann e.t.v. að veita öðrum innfluttum humlum nokkra samkeppni um blómasafann en það er varla áhyggjuefni. Eins og aðrar humlur ber rauðhumla frjókorn á milli blóma ötullega, metnaðarfullum garðrækt- endum til yndisauka. Án efa hefur rauðhumla borist til landsins með varningi, segir á pödduvef Nátt- úrufræðistofnunar. Verra fyrir garðeigendur Asparglytta er bjöllutegund sem hefur haslað sér völl hérlendis á síð- ustu árum og dafnað vel. „Það virðist hafa orðið sprengja hjá henni, sem gæti verið verra fyrir garðeigendur. Bjallan sækir einkum í aspir og víði á skjólgóðum stöðum og er þá gjarnan í laufþykkninu neðst í trjánum þar sem skjól er mest. Ég er líka hrædd- ur um að hún geti dreifst út í náttúr- una og lagst á víði, en hef minni áhyggjur af öspum í skjólbeltum sem víða er að finna, þar er yfirleitt ekki nógu skýlt fyrir hana,“ segir Erling. Humlur og asparglytta í góðum gír  Fimm humlutegundir eru þekktar hér á landi  Óttast að asparglytta geti dreifst í náttúrunni og lagst á víði  Óstaðfestar fréttir af geitungum  Útbreiðsla holugeitungs mjög sveiflukennd á milli ára Geitungur Mjósleginn og ólíkur humlunum í skapi. Ljósmyndir/Erling Ólafsson Rauðhumla Algengari hér en á hinum Norðurlöndunum.Húshumla Meinlaus og fyrir nokkru komin á kreik. Ánabokka er maðkaflugutegund, sem síðustu ár hefur náð ból- festu hér á landi. Hún er minni en frændflugurnar sem oft eru kallaðar fiskiflugur. Ánabokkan lifir á ánamöðkum og verpir flugan í ánamöðkum og éta lirf- urnar maðkinn síðan upp innan frá. Erling Ólafsson segir að þessi tegund virðist vera að taka vel við sér og hann hafi til dæmis séð talsvert af henni í Hvera- gerði í vor þar sem hún sótti í blómapotta. Henni fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu og ná- grenni eins og segir á pödduvef Náttúrufræðistofnunar. Ánabokka nær bólfestu LIRFAN ÉTUR ÁNAMAÐKA INNAN FRÁ Erling Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.