Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 ✝ Laufey Bjarka-dóttir fæddist að Litlu-Reykjum í Reykjahverfi 23. júlí 1941. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 6. maí 2012. Hún var dóttir Marenar Huldu Þórarinsdóttur frá Kollavík í Þistilfirði, f. 3.12. 1911, d. 20.7. 2004 og Bjarka Árnasonar frá Litlu-Reykjum, f. 20.5. 1924, d. 15.1. 1984. Laufey ólst upp á Litlu-Reykjum hjá móður sinni og föðurafa Árna Þórsteinssyni, f. 4.10. 1896, d. 1.10. 1977. Bjarki giftist Kristínu Margréti Vernharðsdóttur, f. 20.5. 1926, d. 21.9. 1990 og bjuggu þau á Siglufirði öll sín bú- skaparár. Systkini Laufeyjar samfeðra eru Kristín Anna, f. 26.7. 1945, Sveininna Ásta, f. 12.4. 1949, d. 22.10. 2010, Bryn- Robert Duane Boulter, f. 9.4. 1964. Börn: Róbert Karl, f. 18.8. 1994 og Rakel Anna, f. 16.12. 2000. 3) Birna María, f. 3.7. 1977, sjúkraþjálfari, búsett í Mos- fellsbæ, maki Einar Sig- urjónsson, f. 12.10. 1980. Börn: Helga Laufey, f. 3.10. 2008 og Snorri Steinn, f. 25.7. 2010. 4) Bjarki Fannar, f. 23.1. 1980, bóndi í Hafrafellstungu. Maki Eyrún Ösp Skúladóttir, f. 6.6. 1982. Óskírð dóttir þeirra, f. 24.3. 2012. Laufey útskrifaðist úr hús- mæðraskólanum á Laugum árið 1959. Laufey og Karl bjuggu öll sín búskaparár í Hafrafellstungu í Öxarfirði og ráku þar sauð- fjárbú. Laufey var virk í fé- lagsstarfi allt sitt líf. Var í kven- félaginu og kirkjukórnum öll sín búskaparár og í sóknarnefnd í um 20 ár, lengst af formaður. Þá starfaði hún fyrir Rauða kross- inn og Skógræktarfélagið til margra ára. Laufey var mikil hannyrðakona og einstaklega hlý og góð heim að sækja. Útför Laufeyjar fer fram frá Skinnastaðarkirkju í Öxarfirði 26. maí 2012 og hefst athöfnin kl. 14. hildur Dröfn, f. 5.6. 1954 og Árni Eyþór, f. 4.10. 1961. Þegar Laufey var 17 ára giftist móðir hennar Baldri Guðmunds- syni, f. 17.5. 1908, d. 15.12. 1978, bónda að Bergi í Aðaldal. Þá varð Laufey ráðskona hjá Árna afa sínum. Laufey giftist þann 19.10. 1963 Karli Sigurði Björnssyni, f. 4.2. 1941. Laufey og Karl eignuðust fjögur börn: 1) Hulda Hörn, f. 17.3. 1964, bóndi á Leifsstöðum í Öxarfirði og mat- ráðskona í Lundarskóla, gift Stefáni Leifi Rögnvaldssyni, f. 17.3. 1961. Börn: Svala Rut, f. 24.5. 1990, Silja Rún, f. 14.4. 1992, Rögnvaldur, f. 21.1. 1998 og Emil, f. 6.10. 2000. 2) Ingiríð- ur Ásta, f. 8.12. 1965, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri, maki Nú er yndislega móðir mín fall- in frá og það vita allir sem reynt hafa að það er erfitt að missa móð- ur sína. Þrátt fyrir það er svo margs að minnast og fyrir margt að þakka. Hún vildi allt fyrir okk- ur gera og var tilbúin að leggja á sig allt og hvað sem var fyrir okk- ur systkinin. Við hefðum ekki get- að átt ástríkari og áhyggjulausari æsku. Það er ekki síður mikilvægt að alast upp hjá foreldrum sem elskuðu hvort annað skilyrðis- laust. Þau bættu hvort annað upp á allan hátt. Mamma sá um að öll- um liði vel og pabbi um að við lærðum og ynnum. Helstu áhugamál mömmu voru matur, hannyrðir, rósarækt, skóg- rækt og fleira. Mamma hafði yndi af ljóðum og fleygum setningum eins og „manni þarf aldrei að leiðast ef maður er nógu skemmtilegur sjálfur“ og „að tala er silfur en að þegja er gull“. Þetta þótti okkur ekki gaman að heyra á unglings- árunum en eftir því sem árin líða höfum við áttað okkur á sannleiks- gildi þessa þegar það á við. Eitt af hennar uppáhaldsljóð- um var úr Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Í þessu er mikil lífsspeki sem gott er að minna sig á. Hversu oft minnti hún okkur á mikilvægi þess að brosa. Þegar ég var niðurdreg- in og hafði allt á hornum mér þá sagði hún: „Hvað er að elskan? Brostu bara þá verður allt betra“. Þrátt fyrir alla hennar mildi lét hún ekki yfir sig eða sína ganga. Hennar einkenni var ekki síður hennar óbilandi bjartsýni og aðdá- unarvert hvernig henni tókst að halda í jákvæðni og bjartsýni allt til enda. Þegar hún greindist með krabbamein fyrir einu og hálfu ári var hún ákveðin og sannfærð um að hún kæmist í gegnum þetta. Þrátt fyrir neikvæðar fréttir þá tókst henni alltaf að finna eitthvað jákvætt og talaði um það en annað ekki. Henni tókst með þessu að gefa okkur öllum von og það er sannað að með jákvæðu hugarfari komumst við mun lengra og njót- um lífsins betur. Hversu oft heyrðum við hana segja: „Þetta mun allt fara vel“. Ég vil þakka Guði fyrir að hafa átt svo góða mömmu og vona að mér takist að koma hennar gæsku og lífsspeki áfram til minna barna. Ingiríður Ásta Karlsdóttir. Minningarnar þjóta um hug- ann, góðar minningar um glaða stúlku sem kom inn í líf bróður míns fyrir 50 árum. Mikið gladdist ég fyrir hans hönd og mikið hlakk- aði ég til að nú myndi ég eignast þá systur sem ég hafði alltaf þráð. Og eins og gengur héldum við út í lífið, við eignuðumst yndisleg börn, einu sinni með þriggja vikna millibili þannig að óhjákvæmilega var margt brallað saman. Alltaf finnst mér í minningunni að gleðin hafi ráðið för. Vorið dregur fram í hugann all- ar næturvaktirnar yfir óbornum ám, þar sem við réðum ríkjum í fjárhúsunum frá miðnætti og fram undir morgun, alltaf var gaman hjá okkur, mikið hlegið og mál- tæki og orðaleikir flugu okkar á milli. Eitt vorið voru kindurnar sem þurfti að gæta, í sitt hvorum fjár- húsunum, það var ekki gott skipu- lag! En við höfðum bíl til umráða og þá datt okkur það snjallræði í hug að við gætum notað tímann til æfingaaksturs. Fljótlega kom- umst við að því í sameiningu að þetta væri ekki góð hugmynd, ég veit ekki til þess að það hafi verið gerðar fleiri tilraunir í þessa átt. Það var líka alveg óþarfi því flest það sem húsmóðir í sveit þarf að kunna það kunni hún og það vel. Og það sem við hlógum þegar við smíðuðum „spilin“ fyrir nýbornar ær næturinnar. Þá reyndi á út- sjónarsemi svo allt liti nú vel út þegar bændur kæmu á morgun- vaktina. Ég man svo vel þegar Laufey tók litla þriggja mánaða strákinn minn og var honum svo einstak- lega góð, gaf honum eitthvað kjarngott að borða svo að hann breyttist úr litlum unga í pattara- legan strák þegar jarðskjálfta- fóstrinu lauk. Hún kallaði hann krummalinginn sinn. Þetta er nokkuð sem aldrei gleymist. Þó að maður viti lítið um dauð- ann virðist það svo miklu einfald- ara að deyja en að lifa og það verk- efni að takast á við sorgina og söknuðinn er ekki eitthvað sem maður afgreiðir bara si svona. Sem betur fer er sá tími liðinn að það þótti dyggð að bíta á jaxlinn og tala sem minnst. Nú þykir sjálfsagt að þiggja alla þá hjálp og öll þau faðmlög sem manni bjóðast þegar áföllin dynja á manni. Elsku bróðir minn, þú lagðir mikið inn hjá börnunum þínum, þegar þau trítluðu þér við hlið í dagsins önn. Nú veit ég að þau eru tilbúin að styðja þig af öllum mætti. Ég þakka samfylgdina og sendi innilegar samúðarkveðjur heim í Tungu til ykkar allra, sem Lauf- eyju þótti svo vænt um og hugsaði um fyrst og síðast. Inga mágkona. Kær frænka mín og vinkona er látin allt of fljótt. Hún barðist af æðruleysi til hinstu stundar við ill- vígan sjúkdóm. Ég kynntist Laufeyju fyrst þegar ég var á sundnámskeiði á Hveravöllum og dvaldi á Litlu- Reykjum hjá frændfólki mínu. Ég var þá 14 ára og Laufey tæplega 10 ára. Hún var kotroskin stelpa og þroskuð eftir aldri. Við náðum vel saman þrátt fyrir aldursmun. Eftir þetta skrifuðumst við á í dá- lítinn tíma en svo rofnaði sam- bandið um sinn. Seinna giftist Laufey Kalla frænda mínum og settist að í næstu sveit við mig. Þá sáumst við oft, ýmist á mannamót- um eða í búðinni í Ásbyrgi og ein- staka heimsóknum. Hún var mik- ilvirk í handavinnu og blómarækt og voru rósirnar hennar í blóma- skálanum sérstaklega glæsilegar. Dætur okkar Laufeyjar eru jafn gamlar og urðu bestu vinkonur í barnaskóla og eru það enn. Laufey var yndisleg mann- eskja, ljúf, léttlynd og hjálpsöm. Dæmi um hjálpsemi hennar er þegar ég var búin að liggja á sjúkrahúsi í mánuð og kom heim um miðjan desember, þá sendi hún mér tvo bauka af smákökum til jólanna. Einnig voru þau hjónin dugleg að heimsækja mig á sjúkrahúsið í vetur sem leið þegar Laufey var að berjast við óvininn. Að lokum vil ég þakka mjög góð kynni, minningin um góða konu lifir. Elsku Kalli, Hulda, Inga, Birna María, Bjarki og fjölskyldur, við Sigurgeir vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Sveininna Jónsdóttir. Jarðskjálftaveturinn í Öxarfirði 1975-76 reyndi á þolrif barnanna á Kópaskeri. Því var ekki lengur að treysta að tilveran héldist kyrr á sínum stað, hún þvert á móti hrist- ist og skókst. Fullorðna fólkið hafði í mörgu að mæðast. Eftir stóra janúarskjálftann fluttum við systkinin tímabundið í Hafrafells- tungu til afa og ömmu. Þar bjó líka bróðir mömmu ásamt Laufeyju sinni og tveimur dætrum. Gígja, sem þá var fimm ára gömul, kall- aði hana litlu mömmu sína því hún gekk henni og litla bróður okkar, á fyrsta aldursári, nánast í móður- stað á meðan mamma gekk í verk- in á Kópaskeri. „Við stóðum við gluggann, horfðum upp í fjall og spjölluðum um allt milli himins og jarðar eins og jafnöldrur,“ segir Gígja þegar hún hugsar til baka og hlýjar sér við minningar um ástríka konu. „Við leiddumst vestur í fjárhús til að brynna ánum og gefa heimaln- ingunum að drekka. Við vorum vinkonur. Veruleikinn hafði sum- part hrunið yfir okkur en hún byggði með mér hús úr teppum og stólum. Eitt kvöldið kom hún með appelsín og Hraun handa okkur Huldu og Ingu. Ég man hvað ég varð glöð og um leið undrandi, hvernig var hægt að vera svona góð! Þetta kvöld er eins og ljós í minningunni.“ Frá Laufeyju staf- aði bæði ró og öryggi, sem ekki var vanþörf á við breyttar aðstæð- ur. Laufey var smávaxin og dökk, glaðvær og hnyttin í tilsvörum, ör- lát og hlý. Enginn talaði af meiri blíðu en hún um fólkið, sem henni þótti vænt um, og svo hló hún svo fallega. Hún ræktaði rósir, sem fylltu garðhúsið sætri angan. Hún var sjálf litfögur jurt með gjöfula, umvefjandi nærveru. Nærveran var söm þótt lönd og höf skildu að og við með árunum fengjum færri tækifæri en áður til að verja sam- an tíma. Nú er komið að leiðarlokum. Laufey er um hvítasunnu borin til hinstu hvíldar frá kirkjunni sinni á Skinnastað. Við systur kveðjum „litlu mömmu“ með söknuði og minnumst hennar í ljósinu. María Hrönn og Unnur Gígja Gunnarsdætur. Allt er í heiminum hverfult. Nú er stórfrænka okkar og vinkona horfin á braut en minningin lifir með okkur, minning um konu sem á sinn hægláta, glaðlynda hátt setti jákvætt mark sitt á líf okkar allra. Við sem vorum svo lánsöm að njóta vinskapar og væntum- þykju Laufeyjar kveðjum hana með miklum söknuði og þakklæti. „Tungufjölskyldan“ hefur alltaf verið stór hluti af tilveru okkar. Frænkurnar slitu barnskónum saman í Reykjahverfi og báðar settust þær að í Öxarfirðinum þar sem fjölskyldurnar stækkuðu og döfnuðu í skjóli vináttu, stuðnings og hlýju. Að koma á heimili Lauf- eyjar og Kalla var alltaf notalegt, átakalaust gjarnan glettið spjall um lífið og tilveruna, krossgát- ustundir, handavinna, púsl og margskonar dægradvöl fylltu samverustundirnar tilgangi og yl. Laufey átti alltaf til hvetjandi orð og umhyggju, hvort sem um var að ræða litla kalda hnátu á vetr- ardegi, ráðvillt ungmenni eða góða vinkonu. Ávallt var þó stutt í hlátur og kunni hún frænka okkar vel að meta glettnar hliðar lífsins. Starf sitt í þágu samfélagsins vann Laufey af samviskusemi og alúð. Mikilvæg þátttaka hennar í starfi Kvenfélags Öxarfjarðar í nærri hálfa öld var óeigingjörn og þá voru ófáar flíkurnar prjónaðar eða saumaðar í Tungu til handa bágstöddum um allan heim. Kirkj- an naut einnig starfskrafta Lauf- eyjar, hún var m.a. formaður sóknarnefndar um árabil og söng með kirkjukórnum í áratugi. Við eldhúsborðið í Tungu hafa margir setið og þegið velgjörning. Ekki er vafi á því að mörg úr- lausnarefnin voru rædd þar á meðan heimabakaða brauðið, hjónabandssælan og berjasultan hurfu ofan í þakkláta gesti. Hugs- anlega hafa hjónin, Laufey og Kalli, haft mismunandi skoðanir á viðfangsefnunum en komist samt sem áður svo skemmtilega að nið- urstöðu af virðingu og væntum- þykju hvort fyrir öðru. Laufey var stolt af börnum sín- um og barnabörnum, hún hældi sér ekki mikið í orðum yfir hópn- um en sýndi í verki og háttum hversu mikils virði þau voru henni. Þá fór hún ekki í dult með ánægju sína með tengdabörnin og augljóst að fjölskyldan var hennar líf og yndi. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku Kalli, Hulda, Inga, Birna María, Bjarki og fjölskyldur, megi minningin um Laufeyju ylja ykk- ur alla tíð. Erla og fjölskylda. Í nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast einstakrar konu sem nú er fallin frá, perlu á meðal okkar mannanna. Hún Laufey stórfrænka mín hefur nú kvatt þennan heim allt of snemma og skilur eftir sig skarð í blómlegri fjölskyldu, styrkum vinahópi og samheldnu samfélagi. Í vöggugjöf fékk Laufey ein- staklega góða skapgerð, bjartsýni og ljúfa lund. Með þessum eigin- leikum tókst hún á við það í lífinu sem að henni var rétt, með ein- stakri leikni og frábærum árangri, sem endurspeglast t.a.m. í gæfu og gjörvileika afkomenda hennar. Laufey var alltaf trú og trygg sínu fólki. Hún var ætíð til staðar fyrir mann þó að samverustund- unum hafi fækkað eftir því sem kílómetrunum fjölgaði á milli okk- ar. Margs er að minnast þegar rifj- aðar eru upp samverustundirnar í gegnum árin sem ævinlega voru umluktar gleði og gamni því mikið var hægt að hlæja að hnyttnum og skemmtilegum tilsvörum og frá- sögnum Laufeyjar. Þorláks- messukvöldkaffið og aðfanga- dagsheimsóknir voru líka heilagar í uppvextinum öllum. En ég man það líka vel þegar ég örfárra vetra gömul hafði farið í langferð um vetur og endaði uppí eldhúsi hjá Laufeyju eftir langan gang í norð- anhríðinni – mikið var nú gott að orna sér í ylnum á heimili þeirra Kalla Sigga í Tungu, þá sem endranær. Hún frænka mín lá nú ekkert á skoðunum sínum og gat alveg ver- ið föst fyrir, þrátt fyrir það unni hún öðrum þess að hafa aðrar skoðanir en hún, þó þær væru náttúrulega arfavitlausar. Einstök vinátta hefur alltaf ver- ið á milli fjölskyldna okkar sem hefur endurspeglast í miklum samgangi, hjálpsemi og væntum- þykju. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát og tel að þessi vinátta eigi eftir að standa með manni ævina til enda. Það verður fátæklegra að heim- sækja fallegu sveitina mína núna þegar engrar Laufeyjar frænku nýtur við. Alltaf tók hún á móti manni brosandi og með opinn faðminn, lét mann svo sannarlega vita af því að þar ætti maður alltaf öruggan griðastað hvernig sem viðraði í lífi manns. Eftir stendur í gegnum þoku sorgarinnar óendanlegt þakklæti til Laufeyjar og fjölskyldu fyrir ómetanlegan vinskap í gegnum árin. Elsku Kalli Siggi, Inga og Ró- bert, Hulda og Stefán Leifur, Birna María og Einar, Bjarki Fannar og Eyrún og barnabörnin öll, ykkur öllum votta ég mína dýpstu samúð. Auður frænka. Dagur er liðinn og dögg skín á völl, dularfull blámóða sveipast um fjöll. Elsku Laufey. Þessar ljóðlínur eftir föður þinn komu upp í huga okkar þegar við fréttum að þú hefðir kvatt þetta líf sunnudaginn 6. maí 2012 eftir erf- ið veikindi. Þú hefur ætíð verið ein af okkar fjölskyldu, frá því að þú leist dags- ins ljós heima á Litlu-Reykjum þann 23. júlí 1941 þar sem þú varst fædd og uppalin, og allt þar til þú flytur austur í Hafrafellstungu og stofnar heimili og fjölskyldu með Karli Sigurði Björnssyni. Margs er að minnast og margt er að þakka frá öllum þeim sam- verustundum sem við höfum átt saman í gegnum tíðina, og minn- umst við meðal annars ógleyman- legrar ferðar sem þið Kalli Siggi buðuð okkur hjónum með ykkur til Ísafjarðar sem seint verður þakkað. Ýmislegt fleira gætum við rifjað upp, en við munum láta þær minningar ylja huga okkar á kom- andi tíð. Elsku Laufey, við þökkum þér fyrir alla þá tryggð og hlýhug sem þú og fjölskylda þín hafið sýnt okkur í gegnum árin. Kæri Kalli Siggi, við sendum þér og fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur, missir ykkar er mikill. Guð veri með ykkur um ókomin ár. Sigtryggur og Aðalbjörg (Diddi og Didda) frá Litlu-Reykjum. „Komið ævinlega sæl og bless- uð“ Þannig heilsaði Laufey gjarn- an þegar við hittumst, og þannig trúi ég að hún hafi heilsað þeim sem tóku á móti henni í Sumar- landinu er hún kvaddi þetta líf í faðmi fjölskyldunnar sunnudag- inn 6. maí 2012. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Ég mun ætíð minnast orða þinna þegar ég sat hjá þér og þú áttir erfitt með að tjá þig, er þú hvíslaðir „Segðu mér eitthvað, ég ætla að hlusta“. Þannig er þér best lýst, hvernig þú tókst á við erfið veikindi með einstöku æðru- leysi. Elsku Laufey, við kveðjum þig með söknuði og minnumst þín fyr- ir alla þá hlýju og elskulegheit sem þú gafst okkur, hafðu hjart- Laufey Bjarkadóttir MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is Vistvænar íslenskar kistur Þjónusta allan sólarhringinn. Komum heim til aðstandenda ef óskað er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.