Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 6. M A Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  122. tölublað  100. árgangur  CHRISTOPH PRÉGARDIEN SYNGUR Í HÖRPU SKAGAMAÐUR OG TRÚR UPP- RUNANUM MY BUBBA & MI Á TÓNLEIKUM Í REYKJAVÍK SUNNUDAGSMOGGINN TILVILJANAKENNT ÆVINTÝRI 49KRAFTMIKILL TENÓR 48 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Grípi Seðlabankinn til þess ráðs að hækka vexti frekar gæti það haft veruleg áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði af óverðtryggðum fasteignalánum. Á þetta er bent í nýrri greinargerð Fjármála- eftirlitsins og tekið dæmi af því hvernig afborg- anir af 20 milljóna króna jafngreiðsluláni hækki um 25.503 krónur ef vextirnir hækka úr 6% í 8%. Á heilu ári jafngildir það um 300.000 kr., eða ríflega tveimur mánaðargreiðslum fyrir vaxtahækkun. Telur FME söguna benda til vaxtahækkana. að endurákvörðun vaxta. Það er ljóst að yfirgnæf- andi líkur eru á því að þeir verði hærri og í mínum huga gætu vextir vel orðið 1-3% hærri en í dag.“ Styrmir Guðmundsson, sjóðsstjóri hjá eigna- stýringarfyrirtækinu Júpíter, telur „ekki loku fyr- ir það skotið að Seðlabankinn hækki stýrivexti í 7-8%“. „Það gæti þýtt um og yfir 10% nafnvexti af óverðtryggðum lánum. Ég myndi telja að skýr minnihluti lántakenda myndi ráða við slíka vexti.“ Styrmir telur að þessi hópur gæti þurft ný úrræði. MFari varlega í óverðtryggð lán »23 Lántakendur varaðir við  Fjármálaeftirlitið hvetur neytendur til að fara gætilega í óverðtryggðum lánum  Sagan bendi til vaxtahækkana  Sérfræðingur telur líkur á nýjum skuldavanda Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúða- lánasjóðs, telur miklar líkur á að vextir hækki. „Yfirgnæfandi líkur“ á vaxtahækkun „Miðað við þau vaxtakjör sem bjóðast í dag eru allar líkur á því að vextir verði hærri þegar kemur „Miðað við þau vaxtakjör sem bjóðast í dag … gætu vextir vel orðið 1-3% hærri en í dag.“ Sigurður Erlingsson Heildarútlán óverðtryggðra lána til heimila í milljónum kr. 2009 2010 2011 99 .0 4 8 13 4. 0 0 4 21 9. 75 4 Heimild: Seðlabanki Íslands Áttunda og nýjasta plata Sigur Rósar, Valtari, kom út í gær en hún er fyrsta breiðskífa sveit- arinnar frá því Með suð í eyrum við spilum endalaust kom út fyrir fjórum árum. Platan kemur út á heimsvísu á mánudag, fyrir utan Bandaríkin, þar sem hún kemur í verslanir á þriðjudag. Að sögn Kára Sturlu- sonar, sem starfar fyrir hljóm- sveitina, var ákveðið að flýta út- gáfu plötunnar hér á landi vegna annars í hvítasunnu, sem er á mánudag. Afrituð ólöglega í flugvél Sjóræningjaútgáfu af plötunni var lekið á netið fyrr í vor og var uppruni hennar rakinn til flugvéla Icelandair, en farþegar félagsins gátu fyrstir hlustað á plötuna í af- þreyingarkerfi þess. „Svo virðist sem einhver farþegi hafi einhvern veginn náð að taka plötuna upp og lekið henni svo á netið,“ segir Kári. Lekinn hafi hins vegar ekki ver- ið alvarlegur eða líklegur til að hafa áhrif á sölu plötunnar þar sem upptakan hafi verið hræðileg og endurspegli ekki plötuna í raun. „Gott ef það voru ekki flugvélar- drunur inni á upptökunni líka! Í raun vorum við ekkert að æsa okk- ur eftir að við heyrðum upptök- urnar,“ segir Kári. Meðlimir Sigur Rósar eru í við- tali við Sunnudagsmoggann í dag í tilefni af útgáfu Valtara. Flugfarþegi lak plötu á netið  Nýjasta plata Sigur Rósar komin út  Platan afrituð í vél Icelandair og lekið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Íslensk stjórnvöld hafa komið al- varlegum athugasemdum á fram- færi við sendiherra Rússlands á Ís- landi vegna karfaveiða Rússa á Reykjanes- hrygg. Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær, og sagði að verið væri að íhuga frekari aðgerðir. Sigurgeir sagði að í undirbúningi væru viðræður á milli ríkjanna um lausn málsins. Vonast væri til að fundur yrði haldinn innan tveggja vikna. Ekki aðilar að samkomulagi um stjórnun veiðanna Karfastofnar á Reykjaneshrygg hafa minnkað mjög á síðustu árum og hafa Ísland, Færeyjar og Græn- land, ásamt Evrópusambandinu og Noregi, gert með sér samkomulag um verulegan samdrátt á veiðum úr þessum stofnum. Rússar hafa ekki gerst aðilar að þessu sam- komulagi og hafa tekið sér rúmlega 29 þúsund tonna kvóta á svæðinu í ár. Ef þeir væru aðilar að sam- komulagi um stjórnun veiðanna hefðu um 6.700 tonn komið í þeirra hlut. Íslenskir útvegsmenn sendu sjávarútvegsráðherra tilmæli í fyrrasumar um að rússneskum frystiskipum yrði bannað að landa karfa af Reykjaneshrygg og um- skipa í flutningaskip í Hafnarfirði. Athuga- semdir við Rússa  Karfaveiðar rædd- ar við sendiherrann Umferð var áberandi meiri um Borgarnes síðdegis í gær í aðdraganda hvítasunnuhelgar en verið hefur undanfarnar helgar, að sögn lögregl- unnar. Umferðarstraumurinn lá að sunnan og norður og vestur á land. Veður var þó fremur leiðinlegt þar um slóðir, rok og rigning. Umferð um Selfoss gekk greiðlega í gær, að sögn lögreglunnar þar í bæ, og ekkert um- ferðaröngþveiti eins og stundum vill myndast á Austurvegi. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Margir á leið út á land um hvítasunnuhelgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.