Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Það er vor í lofti þessa dagana í Grundarfirði; sunnanþeyr og gróðr- arskúrir svo horfa má á grasið vaxa og trén laufgast. Sannarlega kær- komið eftir kaldan og hretviðrasaman vetur. Vorinu fylgja endalok skóla- starfs, þannig lauk Tónlistarskólinn sínu starfsári með glæsilegum tón- leikum sl. sunnudag en þeir voru haldnir í sal Fjölbrautaskóla Snæfell- inga sem var með skólaslit og útskrift í gær. Grunnskólinn í Grundarfirði á eftir nokkra daga af starfsárinu en brátt tekur við frelsi sumarsins hjá nemendum hans.    Miklir annatímar hafa verið á höfninni nú í vor. Fyrir utan heima- báta og togara hefur verið þar tals- verð umferð af aðkomubátum og löndunartölur sjaldan verið hærri. Fjölmargir smábátar hófu strand- veiðar 2. maí sl. Gekk þeim misvel að ná dagskammtinum en skrúfað var fyrir veiðarnar eftir sex daga þar sem heildarkvóta svæðisins hafði þá verið náð og ríflega það. Reiknað er með því að fleiri bátar bætist í hópinn þeg- ar ræst verður út í júnítímabili. Það er því líflegt um að litast í smábáta- höfninni um þessar mundir. Þar taldi fréttaritari nú fyrir helgina 36 smá- báta af ýmsum stærðum og gerðum. Í vetur hefur verið unnið að lagfæringu á leguplássi fyrir þá til þess að koma til móts við sívaxandi smábátaútgerð í Grundarfirði. Til þess að geta komið fleiri bátum fyrir var samið við fyr- irtækið Suðu um smíði á svokölluðum fingrum sem festir eru þvert á aðra flotbryggjuna en Loftorka sá síðan um að útbúa flot undir fingurna.    Skyndibitamenning í Grundar- firði tók góðan kipp á síðasta sumri þegar opnaður var pylsuvagn hér í bæ. Var þar um að ræða útibú frá samskonar vagni sem rekinn hefur verið í Stykkishólmi í allmörg ár. Við- tökur voru góðar, reyndar svo góðar að tveir Grundfirðingar tóku sig til og keyptu vagninn og opnuðu nýlega fyrir sumartraffíkina. Í góðviðrinu að undanförnu hefur mátt sjá biðraðir við pylsuvagninn, sem nú heitir Meist- arinn, í kringum matmálstíma.    Útgerð og fiskvinnsla er það sem lífið snýst að mestu um í Grund- arfirði. Hjá fyrirtækinu GRUN hf. eru menn ekki hressir með sífelldan nið- urskurð í úthlutun til skipa þess á makrílkvóta en togararnir tveir, Helgi og Hringur, hafa stundað svokallaðar tvíburaveiðar á makríl sl. ár. Þessar viðbótarveiðar hafa gert fyrirtækinu kleift að halda úti vinnslu mestan hluta sumarsins en nú eru sem sagt blikur á lofti hvað það varðar.    Matís hefur nú ákveðið að opna starfsstöð í Grundarfirði. Ráðnir hafa verið tveir starfsmenn og fyrst um sinn verða þeir með aðstöðu í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga. Þessi ákvörðun Matís um uppbyggingu á starfsemi við Breiðafjörð er ekki síst tekin vegna frumkvæðis Snæfellinga. Fjölmargir möguleikar eru til eflingar á matvælaiðnaði á svæðinu og mörg ónýtt tækifæri fyrir hendi. Líflegt í smábátahöfninni Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Fingur Frá niðursetningu fingranna. Suða sá um smíðina en Loftorka sá síðan um að útbúa flot undir fingurna. Flugdagur Flugmálafélags Íslands verður haldinn á Reykjavíkur- flugvelli, við Hótel Natura (áður Loftleiðir), mánudaginn 28. maí milli klukkan 12:00 og 16:00. Þessar flugsýningar eru árlegur viðburður og hafa þær ætíð verið fjölsóttar. Boðið verður upp á flugsýningu Flugmálafélags Íslands þar sem hægt verður að skoða fjölda flug- véla af öllum stærðum og gerðum. Fjölbreytt flugatriði verða svo sem listflug, nákvæmnisflug á þyrlu, flugmódel, svifflugur, svif- vængir, í raun flest sem flogið get- ur. Landhelgisgæslan verður einn- ig með sýningarflug. Í tilefni af 75 ára afmæli Ice- landair er Catalina-flugbátur kom- inntil landsins. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugdagurinn Fjölmenni sækir flugsýn- inguna á Reykjavíkurflugvelli á hverju ári. Fjölmörg atriði á flugdegi annan í hvítasunnu Lífríki Vífilsstaðavatns verður í forgrunni í gönguferð sem Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands standa að í sameiningu undir yf- irskriftinni „Með fróðleik í far- arnesti“ sunnudaginn 27. maí, hvítasunnudag, kl. 14. Hjónin Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands, og Sigurður Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, leiða gönguferðina. Ferðin er sérstaklega sniðin að börnum, ungmennum og fjöl- skyldum þar sem skoðaður verður gróður og lífríki vatnsins auk fugla. Hægt verður að skipta hópnum í tvennt svo að þeir sem vilja ganga fái til þess tækifæri og yngri kyn- slóðin finnur sér ýmis verkefni til dundurs á meðan. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Vífils- staðavatn og er gert ráð fyrir að ferðin taki um það bil tvær stundir. Lífríki Vífilsstaða- vatns skoðað Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir röð hádegisfyr- irlestra undir yfirskriftinni „Verkin tala“ dagana 29. maí til 4. júní. Fyrirlestrarnir eru úr smiðju fræðimanna í tækni- og verkfræðideild HR en í þeim lýsa þeir við- fangsefnum rannsókna sinna. Föstudaginn 1. júní verða haldnar opnar meistaravarnir nemenda í tækni- og verkfræðideild frá kl. 9-17. Karl Ægir Karlsson, lektor við tækni- og verkfræðideild HR, fjallar á þriðjudaginn 29. maí um rannsóknir sínar á aðferðum þar sem sebra- fiskar eru notaðir við þróun miðtaugakerfislyfja. Fisk- arnir eru notaðir til skimunar á sameindum sem hafa áhrif á mið- taugakerfið. „Aðferðirnar eru mun ódýrari, hraðvirkari og mannúðlegri en þær sem eru algengastar við lyfjarannsóknir í dag,“ segir í tilkynningu. Aðgangur ókeypis. „Verkin tala“ í Háskólanum í Reykjavík Rugby Ísland mun keppa við áhafn- armeðlimi franska herskipsins Monge sem er hér á landi þessa dagana. Leikurinn fer fram á grasvell- inum við Hvaleyrarvatn í Hafnar- firði kl. 17:00 mánudaginn 28. maí. Lið Rugby Íslands er samsett af þeim tveimur rugbyliðum sem starfandi eru hér á landi, Rugby fé- lagi Reykjavíkur og Rugby félagi Kópavogs. Öllum er heimilt að fylgjast með og er frítt inn á leik- inn. Keppt í rugby STUTT Það er stórviðburður í sveitum landsins þegar kúnum er hleypt út á vorin. Um helgina gefst almenn- ingi kostur á að fylgjast með þessu á tveimur sveitabæjum. Í dag, laugardag kl. 11.00, verður kúnum á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarð- arsveit hleypt úr fjósi eftir vetr- arlanga innistöðu. Gestum og gang- andi er boðið að fylgjast með þegar kýrnar sletta úr klaufum og fagna sumri. Ytri-Tjarnir eru austan megin í Eyjafjarðarsveit, um 13 km sunnan Akureyrar. Halló Helluvað verður haldið kl. 13.00 en þá verður kúnum á Hellu- vaði í Rangárþingi ytra hleypt út í sumarið langþráða. Einnig verður opið hús hjá Önnu Maríu og Ara, bændum á Helluvaði, og er öllum velkomið að koma og skoða búið. Meðal annars verða léttar veitingar í boði MS og bænda á Helluvaði auk þess sem fjárhúsin verða opin þar sem börnin fá að knúsa lömbin eftir að hafa skemmt sér yfir að horfa á kýrnar sletta úr klaufunum. Anna María og Ari á Helluvaði hafa opnað búið á þennan hátt í nokkur undanfarin ár og stöðugt koma fleiri til þess að sjá kýrnar fara út í sumarið eftir veturlanga inniveru. Fyrir þá sem ekki rata að Hellu- vaði er keyrt í gegnum Hellu til norðurs og þá blasir Helluvað við. Morgunblaðið/Eggert Kýrnar Það er ætíð mikið fjör þegar kúnum er hleypt út í sumarið. Kúnum hleypt út í sumarið  Almenningi boðið að fylgjast með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.