Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 44
44 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Tryggvi „Hringur“ Gunnlaugsson er 67 ára í dag. Hann segistekki ætla að gera neitt sérstakt á afmælisdeginum en stefniþó að því að fara á AA-fund í Héðinshúsinu eins og hann ger- ir þrisvar í viku. „Það eina sem breytist er að ég fer af örorku yfir á ellilífeyrisbætur,“ segir Tryggvi. Tryggvi var útigangsmaður í 17 ár en hefur verið edrú frá árinu 2000. ,,Ég er 12 ára 17. júní eins það er kallað í AA-samtökunum. Ég hætti þegar læknarnir pikkuðu í belginn á mér og sögðu mér að ég væri með lifrarbólgu. Jæja, sagði ég. Er ég þá ekki með brjósklos? Þeir neituðu því og sögðu að ég væri bara alkóhólisti. Í þann mund reið yfir jarðskjálfti upp á 7 á Richter og ég ákvað að nóg væri kom- ið,“ segir Tryggvi sem fór í kjölfarið í meðferð í Gunnarsholti þar sem hann var í 4 ár. „Ég var búinn að drekka í 400 sólarhringa í röð. Þeir sögðu að ég hefði drukkið um tonn af brennivíni.“ Hann fæddist í Vestmannaeyjum árið 1945. Hann flutti svo til afa síns og ömmu þegar hann var 6 ára og bjó með þeim á Fáskrúðsfirði fram á unglingsár. Hann vann á trillu og á togara sem stýrimaður og vélstjóri í fyrstu en starfaði svo við járnsmíði í 10 ár. ,,Mér gekk vel í skólanum. Ég var þriðji hæstur á miðsvetrarprófinu í unglinga- skólanum á Reyðarfirði. Strákurinn sem var hærri en ég, Árni Jens- son, er prófessor í háskólanum í dag. Þetta var á þeim tíma sem ég var uppnefndur dúxinn að austan,“ segir Tryggvi og hlær við. Tryggvi Gunnlaugsson er 67 ára í dag Edrú Tryggvi „Hringur“ Gunnlaugsson á afmæli í dag og er 67 ára. „Dúxinn að austan“ fer á AA-fund arbakka, byggingar á Hvolsvelli og byggingu Kjöríss í Hveragerði og í Reykjavík. Segja má að Sigfús hafi verið allt í öllu í eigin rekstri um langt árabil. S igfús fæddist í Litlu- Sandvík 27.5. 1932 en flutti á fyrsta ári á Sel- foss, þar sem hann hefur átt heima síðan. Hann byggði þar eigið hús, að Skólavöll- um 3, árið 1955, en festi kaup á húsi Einars heitins Pálssonar bankastjóra árið 1971, og býr þar enn. Það hús heitir Svalbarð og var einmitt reist af föður Sigfúsar 1931. Sigfús lauk landsprófi frá Hér- aðsskólanum á Laugarvatni 1950, lærði húsasmíði hjá föður sínum og tók sveinspróf 1954 og öðlaðist síð- an meistararéttindi. Stórhýsasmiður Suðurlands Sigfús hóf sjálfstæðan atvinnu- rekstur við byggingastarfsemi á Selfossi og nágrenni 1961. Heitir fyrirtækið Byggingafélagið Árborg ehf. frá 1997. Sigfús hefur reist fjölda stórhýsa sem hafa orðið áberandi í bæjar- mynd Selfoss og víðar á Suður- landi, s.s. Vöruhús KÁ, Sjúkrahús Suðurlands, Íþróttahús á Laug- arvatni, Fjölbrautaskóla Suður- lands og Laugardælakirkju. Auk þess má nefna Póst- og símahús á Selfossi, í Hveragerði og á Flúðum, lögreglustöðina á Selfossi, verk- stæði Kaupfélags Árnesinga, fisk- vinnsluhús í Þorlákshöfn og Eyr- Sigfús Kristinsson byggingameistari á Selfossi 80 ára Vanir menn Sigfús, (þriðji frá hægri) ásamt nokkrum starfsmönnum sínum 1972. Ekki urðu allir strákarnir húsa- smiðir. Sá sem er lengst til hægri er Guðni Ágústsson, síðar alþm., ráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Smiðurinn á Selfossi Fjölskyldan Sigfús og Sólveig, ásamt börnunum sínum, frá vinstri: Aldísi, Guðjóni, Þórði, Kristni og Sigríði. Í bakgrunni er málverk Eiríks Smith af Sigfúsi og málverk Örlygs Sigurðssonar af Kristni, föður Sigfúsar. Reykjavík Brynhildur Klara fæddist 27. mars kl. 21.32. Hún vó 3.310 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru El- ín Rún Sizemore og Valbjörn Júlíus Þor- láksson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hólmfríður Ósk Þór- isdóttir í Egilsstaðaskóla og Sunneva Rós Björns- dóttir í Fellaskóla fengu það verkefni eins og fleiri nemendur skólanna í til- efni af umhverfisfræðslu í skólunum að safna tómum rafhlöðum á heimilum sín- um. Til þess höfðu þær með sér lítil pappabox. Þeim fannst þó að við svo búið mætti ekki standa og ákváðu að ganga í hús á Egilsstöðum og safna tóm- um rafhlöðum og árang- urinn lét ekki á sér standa. Þær söfnuðu rafhlöðum í þrjá innkaupapoka sem voru orðnir svo þungir að þær gátu varla borið fenginn heim. Á myndinn eru Hólmfríður Ósk og Sunneva Rós með rafhlöðurnar sem þær söfnuðu. Á milli þeirra má sjá pappaboxið sem þær fengu til að safna í. Söfnun Söfnuðu tómum rafhlöðum Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson SUMARIÐ ER KOMIÐ - Í ALVÖRUNNI! MAUI SÓLSTÓLL Verð frá 12.500 kr. FLAMINGO PÚÐI 3.500 KR. DELI SKÁL 1.900 KR. LIMONE-LÍNAN tveir frísklegir litir Kauptúni Kringlunni www.habitat.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.