Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Í umræðum þingmanna um til-lögu Vigdísar Haukdsóttur um að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um hvort halda skyldi aðlög- unarferlinu að ESB áfram kom fram að kosningar um slíkt tíðk- uðust ekki í öðrum ríkjum. Þar væri ekki kosið fyrr en samningur lægi fyrir.    Nú er munurinn að vísu sá aðhér á landi er enginn stuðn- ingur við aðild að ESB, hvorki í rík- isstjórn, á þingi né á meðal þjóð- arinnar.    Þegar af þessum ástæðum eruallt aðrar forsendur fyrir slíkri kosningu hér á landi þó að heittrú- aðir þingmenn Samfylkingar eigi bágt með að koma auga á það.    En þessum sömu mönnum þykiralveg sjálfsagt að láta kjósa um tillögu að stjórnarskrá sem fyr- ir liggur og vitað er að getur aldrei orðið að stjórnarskrá.    Og til að gera þá fráleitu kosn-ingu enn óskiljanlegri þykir þessum þingmönnum sjálfsagt að láta í leiðinni kjósa um nokkrar spurningar sem hægt er að túlka út og suður að kosningu lokinni.    Ætli þingmenn Samfylking-arinnar geti nefnt mörg dæmi um að viðlíka aðferðum hafi verið beitt við endurskoðun stjórn- arskrár í öðrum Evrópuríkjum? Eða í nokkru ríki veraldar ef út í það er farið?    Fróðlegt væri ef einhver gætibent á jafnvitleysislega aðferð við endurskoðun stjórnarskrár og íslensk stjórnvöld standa nú fyrir. Einstök aðferð STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.5., kl. 18.00 Reykjavík 10 súld Bolungarvík 11 rigning Akureyri 16 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 11 skúrir Vestmannaeyjar 8 alskýjað Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 11 heiðskírt Ósló 27 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 25 heiðskírt Dublin 20 léttskýjað Glasgow 23 heiðskírt London 22 heiðskírt París 26 heiðskírt Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 22 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt Vín 22 léttskýjað Moskva 16 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 32 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 22 skýjað Winnipeg 7 alskýjað Montreal 26 skýjað New York 17 alskýjað Chicago 22 léttskýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:37 23:14 ÍSAFJÖRÐUR 3:05 23:56 SIGLUFJÖRÐUR 2:46 23:40 DJÚPIVOGUR 2:58 22:51 „Við vorum með frumvarp um kirkjugarðana á okkar vinnslu- borði en það reyndist þurfa meiri skoðunar við innan stjórnsýsl- unnar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um fjárhags- vanda kirkjugarða landsins. Kirkjugarðar geta ekki starfað áfram nema tekjur þeirra verði auknar, að því er fram kom hjá Þórsteini Ragnarssyni, formanni Kirkjugarðasambands Íslands, í fréttaskýringu í blaðinu í gær. Ögmundur segir að ráðuneytið sé meðvitað um þennan vanda og telji að taka þurfi á honum. Mis- munandi áherslur séu innan stjórn- sýslunnar og þar sem verið væri að ræða um lausnir til framtíðar þyrfti að vanda vinnubrögðin. „Við ákváðum að gefa okkur sumarið til þess að reyna að ná samstöðu um málið og skilgreina þann ágreining sem er uppi,“ segir Ögmundur. Fram kom í greininni í gær að því hefði verið haldið fram að kirkju- garðarnir ættu næga peninga. Kirkjugarðarnir benda á að um sé að ræða bundna sjóði til að standa undir lífeyrisskuldbindingum. helgi@mbl.is Þarf meiri tíma til að finna lausn  Ágreiningur um vanda kirkjugarða Í ráði er að skipa nefnd til að fara yfir lög og hlutverk sveitarfélaga og ríkisins við ákvarðanir um lagn- ingu vega þar sem ágreiningur er á milli Vegagerðarinnar og sveitarfé- laga. Tilefni skipunar nefndarinnar er, samkvæmt upplýsingum Ögmund- ar Jónassonar innanríkisráðherra, umræða sem hefur orðið um þá ákvörðun ráðherrans að Vegagerð- in hætti að vinna að hugmyndum um styttingu hringvegarins í Aust- ur-Húnavatnssýslu og Skagafirði. Ögmundur telur umræðuna gefa tilefni til að velta fyrir sér endur- skoðun skipulagslaga og vegalaga og veltir því fyrir sér hvort bræða þurfi saman vinnu þeirra tveggja sjálfstæðu stjórnsýslustiga sem vinna að þessum málum. Til að auðvelda ákvarðanir Reiknað er með að skipaðir verði fulltrúar innanríkisráðuneytis, Vegagerðarinnar, umhverfisráðu- neytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga í nefnd til að fjalla um málið. Hlutverk nefndarinnar verður að fara yfir gildandi lög og taka einnig til skoðunar lögin um samgönguáætlun með það í huga að auðvelda ákvarðanir um lagn- ingu vega þannig að öll sjónarmið komi til álita. helgi@mbl.is Nefnd fer yfir vegi og skipulag Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vegagerð Ágreiningur kemur stundum upp um lagningu vega.  Ráðherra skipar nefnd til að fara yfir lög og hlutverk sveit- arfélaga og ríkisins við ákvarðanir um lagningu vega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.