Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þrátt fyrir að sjóbirtingurinn sé víðast hvað genginn úr ánum er lengi von á einum, eins og þeir þekkja sem kastað hafa í Tungu- læk í Landbroti. Þeir Einar Er- lendsson og Sigurður Guðmunds- son veiddu í Tungulæk einn dag í vikunni og lönduðu 40 fiskum, 38 sjóbirtingum og tveimur stað- bundnum urriðum, en að sögn Einars vantaði ekki tökur hjá björtum fiskinum þrátt fyrir stinningskalda og rigningu. Fisk- arnir voru allir á bilinu tvö til sjö pund, flestir fjögur til fimm. „Hæfilega mikið vatn var í ánni og þegar skúrir voru sem mestar mátti sitja inn í bíl, sötra kaffi og fylgjast með fiskunum stökkva og velta sér,“ segir Einar. Þrátt fyrir að hrygningarfisk- urinn sé víðast genginn má því lengi setja í spræka geldfiska á sjóbirtingsslóð, eins og veiðimenn í Flóðinu í Grenlæk og Steins- mýrarvötnum hafa einnig fengið að reyna undanfarið. Bara kúlulaus Peacock Óhætt er að segja að kropp hafi verið hjá silungsveiðimönn- um en margir tala um að kulda- kastið um miðjan mánuðinn hafi hægt á lífríkinu og þar á meðal á tökugleði fiska. Veiðimenn sem kastað hafa fyrir urriða efst í Ell- iðaánum hafa borið minna úr být- um í ár en síðustu vor, hafa verið að fá þetta frá sjö fiskum niður í ekkert. Í Elliðavatni hafa færri veiðimenn sést á bökkunum en undanfarin ár, ef til vill vegna þess að veiðileyfi eru ekki lengur seld á Elliðavatnsbænum. Al- gengt er að þeir sem reynt hafa upp á síðkastið fái einn til þrjá fiska, og aðallega urriða. Veiðin fór afar vel af stað í Hlíðarvatni í Selvogi í byrjun maí en stórlega dró úr tökugleði bleikjunnar í kuldakastinu. Í vik- unni voru veiðimenn að ná nokkr- um fiskum yfir daginn með góðri ástundun, en athygli vakti hvað þeir sem komu á land voru vel haldnir. Ármann Sigurðsson, sem hefur veitt í Hlíðarvatni í áratugi og stundar það enn stíft, kominn á tíræðisaldur, var þar í þrjá daga og sagði að eitt kvöldið hafi Kal- dósinn kraumað af bleikju. „En það var erfitt að finna hvað hún vildi en loksins fannst svarið, Pea- cock númer 14, án kúlu. Hún leit ekki við öðru,“ sagði hann. Enn má komast í góða veiði á sjóbirtingsslóðum  Góð dagsveiði í Tungulæk  Kropp hjá silungsveiðimönnum Sunnanlands Ljósmynd/Sigurður Guðmundsson Silfraður Einar Erlendsson ljósmyndari býr sig undir að sleppa einum birtinganna aftur út í Tungulæk í vikunni. Urriðaveiðin hefst í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal á miðvikudaginn kemur og víst að margir veiðimenn bíða spenntir eftir að nýta leyfin sín og setja í þá spretthörðu fiska sem þar búa. Nú eru hlýindi í kortunum og víst að lífríkið í Mývatnssveit tekur þá vel við sér og gætu fiskarnir verið enn tökuglaðari en ella. Samkvæmt upplýsingum á vef SVFR hefur meðalþungi silungsins á ár- svæðunum farið vaxandi milli ára. Meðalþungi veiddra fiska í Laxárdal í fyrra var tæp fjögur pund og rúmlega þrjú pund í Mývatnssveitinni. Stórum hluta veiðinnar var sleppt í fyrra, um 2.300 fiskum alls, og þeir verða enn stærri í sumar ef veiðimenn ná að setja aftur í þá. Sala veiði- leyfa á silungasvæðin hefur gengið vel og mun vera nær uppselt í júní. Urriðinn er að stækka í Laxá VEIÐI HEFST Á URRIÐASVÆÐUNUM Í LAXÁ Á MIÐVIKUDAG Fallegum Laxárurriða stýrt í háfinn. 528 Kubota dísilmótor með 36 lítra vökvadælu, 200 bar Hæð: 1,9 m Breidd: 1,2 m Þyngd: 1200 kg Lengd: 2,5 m Lyftihæð: 2,8 m Lyftigeta: 950 kg Hestöfl: 28 Hæstánægður með Avant vélina! Stofnfiskur hf. hefur fyrir allnokkru tekið Avant 528 í sína þjónustu. Sölvi Sturluson stöðvarstjóri í Fiskalóni, Ölfusi, er hæstánægður með Avant vélina sem reynst hefur mjög vel og svo sannarlega staðið undir nafni sem liðléttingur hjá starfsmönnum Fiskalóns, sem er ein af sjö starfsstöðum Stofnfisks ehf. Hér er vélin að lyfta 700 lítra kari sem er meðal annars notað við að flytja lifandi fisk milli kerja. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mikil aðsókn er til Vestmannaeyja þegar Landeyjahöfn er opin. Hér eru víða tækifæri og við viljum nýta þau,“ segir Elliði Vignisson, bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum. Ferða- fólki hefur fjölgað um 30% það sem af er maímánuði, frá því sem var sama mánuð í fyrra sem þó var mjög góður ferðamánuður. Þeir sem vinna að ferðamálum í Vestmannaeyjum búa við þær að- stæður að þeir geta fylgst nokkuð nákvæmlega með fjölda ferða- manna og þróun á milli tímabila. Þá er Heimaey ekki það stór að heima- menn verða varir við aukið líf. „Við sjáum þetta á götum bæjarins, á veitingahúsum, í verslunum, söfn- unum okkar og sundlauginni. Þessu fylgja mörg tækifæri en um leið ábyrgð. Við erum á svo litlu svæði að við sjáum aukinn átroðning, til dæmis á göngustígum, og verðum að halda þeim við,“ segir Elliði. Á síðasta ári fóru 270 þúsund manns á milli með Herjólfi og Elliði segir hægt að gera sér vonir um að farþegafjöldinn fari vel yfir 300 þúsund manns, miðað við hvað ferðasumarið byrjar vel. Bættar samgöngur með sigl- ingum um Landeyjahöfn eru meg- inskýringin á fjölgun ferðafólks. „Við erum komin í tengsl. Það er hægt að heimsækja okkur á til- tölulega stuttum tíma,“ segir Elliði og bætir við að innlendir og erlend- ir ferðamenn átti sig á því að margt sé þangað að sækja, bæði í náttúru og mannlífi. Loks nefnir hann að fólk virðist hugsa til styttri leiða þegar bensínverð er hátt og Vest- mannaeyjar njóti þess þá að vera í hæfilegri fjarlægð frá fjölmennustu byggðarlögum landsins. 30% fjölgun ferða- fólks til Eyja  Hér eru víða tækifæri og við viljum nýta þau, segir bæjarstjórinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigling Herjólfur siglir frá Eyjum áleiðis til Landeyjahafnar. Enn þarf að spara á Landspít- alanum og nú þarf að spara sem svarar 125 millj- ónum króna á ársgrundvelli. Björn Zoëga, for- stjóri Landspít- alans, segir í pistli að undan- farnar vikur hafi mikil vinna verið lögð í að koma spít- alanum, og sérstaklega lyflækn- ingasviði, aftur inn fyrir ramma fjár- hagsáætlunar. Eftir mikinn niðurskurð undan- farin ár hefur starfsemi spítalans verið að aukast, sérstaklega í fyrra og á fyrstu mánuðum þessa árs. Eft- ir fyrstu þrjá mánuði ársins stefndi lyflækningasvið í verulegan halla. Nú verður gripið til sparnaðar- aðgerða sem munu hafa margvísleg áhrif að sögn Björns en leitast verð- ur við að verja öryggi sjúklinga. „Það er þó erfitt að segja annað en að þetta hafi áhrif á þjónustu við sjúklinga,“ skrifar Björn í pistlinum. Meðal aðgerða sem gripið verður til er að dregið verður úr starfsemi á hjartagátt og þjónustutími á föstu- dögum styttur, valkvæðum krans- æðamyndatökum og kransæðaþræð- ingum verður fækkað en bráða- starfsemi sinnt áfram. Þá verður lengur dregið úr starfsemi á Grens- ásdeild í sumar en áður og á líkn- ardeild í Kópavogi verða einungis átta rúm opin til 1. september. Göngudeildir sviðsins verða meira lokaðar en fyrri ár. Þá verður stefnt að því að stytta legutíma á legudeild- um. Einnig stendur yfir endur- skoðun á vöktum og yfirvinnu. Áfram verður haldið að fækka stjórnendum og skýra ábyrgð þeirra sem eftir verða, einkum í sjúkra- og iðjuþjálfun. gudni@mbl.is Land- spítalinn sparar  Lyflækningasvið stefndi í halla Björn Zoëga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.