Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 ✝ Kristrún ÓskKalmansdóttir fæddist í Ártúni á Kjalarnesi 23. mars 1934. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 17. maí 2012. Foreldrar henn- ar voru Júlíana Guðbjartsdóttir, f. 20. júní 1915, d. 11. mars 1974 og Kal- man Steinberg Haraldsson, f. 8. mars1907, d. 24. nóvember 1975. Kristrún Ósk átti fjögur systkini sammæðra en þau eru: Sigurbjartur Frímannsson, f. 1936, Emil Hólm Frímannsson, f. 1937, Hrefna Frímannsdóttir, f. 1938, d. 2007 og Guðmundur Eyþór Guðmundsson, f. 1955. Systkini Kristrúnar Óskar sam- feðra eru: Birgir Kalmansson, f. 1938, d. 2001, Svana Kalmans- dóttir, f. 1936, d. 2009, Kristín Kalmansdóttir, f. 1940, Anna Kalmansdóttir, f. 1942, og Dröfn Kalmansdóttir, f. 1947. Kristrún Ósk giftist 23. mars 1956 Ásgeiri Halldórssyni frá Hallsstöðum á Fellsströnd, f. 21. júní 1911, d. 24. nóvember 1974. Foreldrar hans voru Guðlaug Ingibjörg Jónsdóttir, f. 29. jan- úar 1891, d. 10. júlí 1926 og Halldór Guðbrandsson, f. 18. maí 1889, d. 9. júní 1939. Börn þeirra eru: 1) Halldór Kalman, f. 1. ágúst 1953, kvæntur Adelada Renegada, f. 23. október 1973. Börn þeirra: a) Ásgeir Nemesio, f. 1998, b) Kristrún Júlía, f. 2001. 2) Guðlaugur Rúnar, f. 15. febrúar 1956, barnsmóðir Erna Baldursdóttir. Dóttir þeirra er a) Guðlaug Anný, f. 1974, gift Valgeiri Sveinssyni, synir þeirra eru: Rúnar Sveinn, Kristján Ingi og Alex Snær. 3) Jón Björn, f. 22. júní 1957, barnsmóðir Þór- unn Jónsdóttir. Börn þeirra a) Birgitta Fema, f. 1984, sambýlis- maður Þorsteinn Tryggvason, son Riggs, Ými Örn Ingólfsson. Með öðrum eiginmanni sínum Bergi Pétri Tryggvasyni átti hún Nikolas Elí og Mikael Breka. b) Guðrún Helga, f. 1980, sambýlismaður Borgþór Geirs- son. Dóttir þeirra er Birgitta Ósk. Sonur Helgu með fv. eig- inmanni Árna Víði Hjartarsyni er Andri Liljar. 7) Gunnlaugur Steinar, f. 15. mars 1965, kvænt- ur Guðbjörgu Gunnarsdóttur, f. 17. mars 1972. Synir þeirra: a) Einar Gunnar, f. 2004, b) Jónas Karl, f. 2006, c) Sverrir Steinn, f. 2006. Fyrir á Gunnlaugur Gunnar Geir, f. 1991, (móðir Ragna Berg Gunnarsdóttir) sambýliskona hans er Anna Margrét Þórunnardóttir. Dóttir þeirra er Rebekka Mist. Kristrún Ósk fæddist og ólst upp í Ártúni á Kjalarnesi þar sem móðir hennar var kaupa- kona. Um fermingu fluttist móð- ir hennar frá Ártúni og varð Kristrún Ósk þá eftir hjá fóstur- foreldrum sínum þeim Gunn- laugi og Guðrúnu í Ártúni. Hún átti heima í Ártúni til ársins 1954 og flutti þá í Kópavog með eiginmanni sínum og elsta syn- inum. Síðar bjuggu þau í Smá- löndunum en fluttu 1966 að Fitjakoti á Kjalarnesi og bjuggu þar til ársins 1970. Þau fluttu austur á Stokkseyri árið 1972 eftir skamma búsetu í Reykja- vík. Kristrún Ósk missti mann sinn ung og hélt eftir það heimili með börnum sínum sjö. Á Stokkseyri vann hún m.a. við fiskvinnslu, kenndi um tíma hannyrðir við Grunnskóla Stokkseyrar. Kristrún Ósk var einnig um árabil umboðsmaður Morgunblaðsins og DV á Stokkseyri og sinnti hún því starfi þar til nú í vor meðan heilsan leyfði. Kristrún Ósk var margt til lista lagt. Hún var lag- in í höndum og einnig fékkst hún við myndlist. Þrátt fyrir að oft hafi verið þröngt í búi hjá Kristrún Ósk stóð heimili henn- ar alltaf opið fyrir þá sem þurftu til lengri eða skemmri tíma. Útför Kristrúnar Óskar fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag, 26. maí 2012, kl. 11. Jarð- sett verður við Lágafellskirkju. börn þeirra eru: Jón Tryggvi og stúlka óskírð, b) Sveinn Ásgeir, f. 1988, sambýliskona Ellý Hrund Guð- mundsdóttir. 4) Ás- rún Sólveig, f. 3. október 1958, gift Viktori Tómassyni, f. 10. ágúst 1948. Börn þeirra: a) Ás- laug Júlía, f. 1974, gift Rúnari Larsen, b) Sturla Símon, f. 1977. Dætur hans með fv. eiginkonu, Höllu Rós Eiríks- dóttur, Erika Árný og Viktoría Valný. Fyrir átti Halla Ólafíu Gerði Davíðsdóttur. c) Ásgeir, f. 1985, sambýliskona Katla Sjöfn Hlöðversdóttir, sonur þeirra Eiður Snær. d) Eyþór Bjarni, f. 1990. 5) Sigurborg Kristín, f. 8. júlí 1960, gift Guðjóni Jónssyni, f. 28. ágúst 1941. Börn þeirra: a) Jón Ásgeir, f. 1975, giftur Hel- enu Rut Sigurvinsdóttur. Börn þeirra: Sigurvin Már, Sigmar Hjörtur og Helga Dís. b) Smári, f. 1978. Börn hans með fv. eig- inkonu, Maria Fineza, Valtýr Antonio og Sigurborg Antonio. Fyrir átti Maria Luis Lucas Ant- onio. c) Kristjana, f. 1985. Börn hennar eru Þorsteinn Kadder Linddal og Friðbjörg Lilja. d) Ásta Ósk, f. 1989, barnsfaðir Hallgrímur Þorsteinn Hall- grímsson, sonur þeirra er Natan Linddal. e) Hildur, f. 1991. 6) Lilja Ósk, f. 20. ágúst 1961, d. 26. október 1995, sambýlis- maður Þorleifur Yngvason, f. 29. ágúst 1957, d. 26. október 1995. Dætur Lilju Óskar og fv. eiginmanns hennar, Elvars Ólafssonar, f. 7. febrúar 1960, a) Kristrún Ragna, f. 1978, gift Jon Alan Riggs. Dóttir þeirra er Kira Ósk Jonsdottir Riggs. Fyr- ir átti Kristrún Ragna með fyrsta eiginmanni sínum Ingólfi Hjálmarssyni Guðrúnu Lilju Riggs, Kalman Veigar Ingólfs- Elsku amma mín. Ég veit varla hvar ég á að byrja. Söknuðurinn er óbærilegur en aldrei bjóst ég við að missa þig frá okkur, taldi að þú mundir verða með okkur allt okkar líf, en svo er nú ekki raunin. Þú sem varst mér og systur minni meiri móðir en amma, okkar fyr- irmynd um dugnað og hvað fólk kemst langt á því að stoppa aldrei. Ég mun aldrei gleyma öllum þeim ráðum sem þú gafst mér og hafa gengið frá mér til minna barna. Ég lærði margt af þér, elsku amma mín, bakstur, að elda, sauma og svo margt fleira. Bros þitt bræddi ís á flestum heimilum og það var ekki erfitt að fá þig til að sjá broslegu hliðarnar á hinum ýmsu málefnum. Þú varst fyrir- taks móðir og amma, og það mun taka okkur langan tíma að komast yfir tómið í hjarta okkar. Mín leið með þér er á leiðarenda komin. Ég hugga mig við það að nú ert þú með heittelskuðum eiginmanni og dóttur, henni móður minni. Nú er kominn tími til að þau fái þig til sín til að hlæja með þér og tala um þann tíma sem liðinn er. Elsku amma mín. Knús og kossar og megi englar himna geyma þig, þar til við hittumst á ný. Þín ömmustelpa, Kristrún Ragna Riggs, Jon Riggs og börn. Elsku amma mín, sit hér og hugsa til þín. Það renna margar og skemmtilegar minningar í gegnum hugann. Mig langar að kveðja þig með stuttri bæn. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgrímur Pétursson.) Guð geymi þig Áslaug Júlía. Elsku amma okkar Það tekur okkur svo sárt að þú skulir vera búin að kveðja þenn- an heim. Þó að tíminn sem við áttum með þér hafi verið ómetanlegur. Margt sem við hefðum ekki kynnst án þín. Fyrstu réttirnar sem við fórum í var með þér. Það laumast að okkur systrunum bros þegar við byrjum að rifja upp minningarnar. Það er svo gott að rifja upp stundirnar sem við áttum saman, manni hlýnar um hjartaræturnar þó að tárin renni og söknuðurinn segir til sín. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Kon- una sem okkur fannst geta allt. Við systurnar áttum allar þann draum einhvern tímann á lífsleið- inni að verða fatahönnuðir og sá innblástur kom frá þér, elsku amma, enda gastu saumað allt. Ekki varstu bara fyrirmynd okkar hvað varðaði framtíðar- plön, heldur einnig í eldhúsinu, alltaf áttirðu eitthvað spennandi þar. Amma, þú gerðir bestu rab- arbarasultu og saft sem til var, eftir berjamó var gert berjasaft og þá gátu lítil hjörtu glaðst og verið stolt yfir því að hafa tínt berin með þér, elsku amma. „Ekki setja berin í munninn, þau eiga að fara í dallinn,“ sagðirðu alltaf þegar maður sat berjablár í kringum munninn lengst úti í móa, í ullarsokkum sem þú hafðir prjónað. Aldrei gátum við kvart- að yfir því að eiga ekki ullarsokka enda sástu til þess. Það kom sér alltaf vel í útilegum og öðrum ferðalögum sem við áttum sam- an. Það var alltaf gaman að ferðast með þér um landið okkar fagra, sem þú svo festir á falleg- um málverkum þínum. Amman sem getur allt. Elsku amma, nú er komið að kveðju stund, hvíl þú í friði. Þú munt ávallt eiga stóran stað í hjarta okkar. Tár streyma þegar mér er hugsað til þín. Í hjarta mínu finn ég verk. Ég vildi að þú værir komin til mín en ég reyni að brosa og vera sterk eins svo þú amma mín kenndir mér. Góðar stundir áttum við margar saman. Við gerðum svo margt sem mér fannst gaman. Þú ávallt vakir yfir mér þar sem ég muna finna þína ást og hlýju. Í mínu hjarta þú ávallt verður þar mun ég finna þinn styrk að nýju. Eins sárt og það er að kveðja í hinsta sinn þá vil ég að þú vitir við munum ávalt sakna og minnast þín elsku amma mín. (Á.Ó.G.) Kristjana Guðjónsdóttir, Ásta Ósk Guðjónsdóttir, Hildur Guðjónsdóttir. Kristrún Ósk Kalmansdóttir ✝ Reynir ÍsfeldKjartansson fæddist í Reykjavík 23. apríl 1938. Hann lézt á Benidorm á Spáni 5. maí 2012. Foreldrar hans voru Kjartan Páll Kjartansson, mál- arameistari í Reykjavík, f. 20. júní 1914 á Stokkseyri, d. 13. ágúst 1985, og kona hans Kristbjörg Jónína Ís- feld Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1911 í Reykjavík, d. 21. apríl 1979. Systkini hans eru Kjartan málari, f. 18. janúar 1943, kvænt- ur Guðrúnu Guðmundsdóttur sjúkraliða og Sigríður meðhjálp- ari, f. 22. febrúar 1951, gift Þor- valdi Ólafssyni húsasmíðameist- ara, sem lézt í janúar 2009. Reynir kvæntist hinn 19. apríl 1958 Kristínu Hauksdóttur frá Arnarstöðum í Helgafellssveit. Foreldrar hennar voru Haukur Sigurðsson bóndi og Petrína Guð- ríður Halldórsdóttir. Börn þeirra eru: Pálína viðskiptafræðingur, f. 21. september 1957, gift Helga Pálssyni pípulagningamanni, syn- ir þeirra eru Reynir Páll í sambúð með Hörpu Snæbjörnsdóttur, þau eiga dótturina Pálínu, og Haukur Þór Ísfeld í sambúð með Caitlin Lovísa, í sambúð með Gísla Loga Logasyni og Jónas Orri. Fyrir átti Steinunn soninn Hákon Björn Högnason. Bryndís stjórnmála- fræðingur, f. 27. apríl 1966, gift Halldóri Jörgenssyni fram- kvæmdastjóra, börn þeirra eru Hrefna Ýr, Jörgen Þór og Brynj- ar Már. Reynir og Kristín bjuggu fyrst í Mávahlíð 29, síðan á Hrísateig 10, þá á Jörfabakka 8. Á árunum 1973-1987 bjuggu þau á Sogavegi 200, síðan á Bjargartanga 12, Mosfellsbæ en hafa frá árinu 2000 búið á Klapparstíg 1. Reynir var málari frá Iðnskólanum í Reykja- vík. Hann lauk námi frá Lög- regluskólanum í Reykjavík 1967, en hóf störf hjá Lögreglustjóra- embættinu í Reykjavík 1964 og starfaði þar í 39 ár; fyrst við al- menna löggæzlu, var aðstoð- arvarðstjóri, rannsóknarlög- reglumaður og síðast lögreglu- fulltrúi. Hann vann lengst af í Ávana- og fíkniefnadeild Lög- reglunnar í Reykjavík. Hann var í stjórn Lögreglufélags Reykjavík- ur sem gjaldkeri um skeið. Reyn- ir vann áður sem málari með föð- ur sínum á Landspítalanum og einnig meðfram starfi sínu í lög- reglunni til ársins 1983. Útförin fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Wilson, sem á son- inn Felix Finnboga Brötzmann. Krist- björn Ísfeld læknir, f. 9. apríl 1959, kvæntur Ásbjörgu Þórhallsdóttur ljós- móður, dætur þeirra eru Selma Hrund í sambúð með Atla Frey Fjölnissyni, þau eiga soninn Fjölni Myrkva, Sandra Ósk í sambúð með Ashley Brown og Sara Rut. Petrína Erla viðskiptafræðinemi, f. 6. marz 1961, gift Hilmari Haf- steini Gunnarssyni íþróttafræð- ingi, börn þeirra eru Guðrún Hrönn í sambúð með Jóni Pálm- ari Björnssyni, Kristinn Helgi, Mikael Heiðar og Gunnar Héð- inn. Guðrún Sigríður, löggiltur bókari, f. 19. febrúar 1962, gift Sigurði Þorvaldssyni inn- kaupastjóra, synir þeirra eru Ró- bert Leó og Anton Ingi. Fyrir átti Sigurður Ástrósu Rut, í sambúð með Bjarka Má Sigvaldasyni. Jó- hann Ísfeld tölvunarfræðingur, f. 29. júlí 1963, kvæntur Steinunni Snorradóttur líffræðingi, synir þeirra eru Sigurþór Ísfeld og Eg- ill Ísfeld, en börn Jóhanns af fyrra hjónabandi með Aðalheiði Guðmundsdóttur eru Kristín Dugnaður, vinnusemi og ábyrgð eru þeir eiginleikar sem bezt lýsa pabba mínum, Reyni Kjartanssyni og jafnframt þeir kostir sem hann lagði áherzlu á að börnin hans til- einkuðu sér. Pabbi stofnaði fjölskyldu ungur að árum og þau mamma eignuðust sex börn á átta og hálfu ári. Á þeim árum urðu feður að vinna hörðum höndum til að framfleyta fjölskyld- um sínum og mæðurnar áttu lang- an dag við húsverkin. Pabbi byrjaði í löggunni þegar ég var á sjöunda ári og gekk vaktir á meðan við krakkarnir vorum að vaxa úr grasi. Þegar vaktinni lauk fór hann úr einkennisbúningnum og klæddist málningargallanum og vann við hlið föður síns við að mála sjúkra- stofur og ganga Landspítalans. Þannig vann hann tvöfalda vinnu árum saman. Enginn veit hvernig hann fór að því að sofa og hvílast á milli starf- anna tveggja. Við krakkarnir geng- um ekki hávaðalaust um og ekkert okkar kom heim án þess að hrópa á mömmu um leið og við stóðum í dyrunum, enda meiri líkur en minni á að pabbi væri að vinna. Ef pabbi var heima, vaknaði hann ekki við hrópin og köllin og bara svaf. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég var orðin fullorðin og flutt að heiman, hve örþreyttur hann hlaut að hafa verið oft á tíðum. Árin liðu og við krakkarnir ux- um úr grasi. Með tímanum gat pabbi dregið úr málningarvinnunni og að lokum dugði eitt starf til þess að endar næðu saman. Lögreglu- starfið hefur áreiðanlega hentað honum vel, því pabbi var afar minn- ugur og réttsýnn maður, kröfu- harður við sjálfan sig og féll vel að hafa allt í röð og reglu. Honum var kappsmál að standa í skilum og ekkert keypt út á krít. Það vissum við krakkarnir vel og sú lexía sem við lærðum fljótt og vel, var að vinna fyrir sínu, standa sig og skulda engum neitt. Þegar tengdabörnin bættust í hópinn vílaði pabbi ekki fyrir sér að leggja þeim sömu línur í peninga- málum. „Ég fer alltaf fyrsta hvers mánaðar og borga mína reikninga,“ sagði pabbi. Pabbi var ekki margmáll, heldur lét hann verkin tala. Gjafmildi hans í garð barnabarnanna var einstök. Þau mamma gátu á einhvern ótrú- legan hátt alltaf vitað hvað kom sér bezt og árum saman komu fata- plögg, sem ekki aðeins smellpöss- uðu á viðkomandi heldur vöktu því- líka lukku, því fatnaðurinn var algjörlega það flottasta sem til var. Pabbi var enda mikill smekkmaður og hafði gott auga fyrir litum og gæðum. Hann hafði gaman af því að klæða sig upp og horfði með stolti og ánægju yfir prúðbúinn hópinn sinn þegar við komum öll saman á góðum stundum. Og hópurinn hans pabba fór sí- stækkandi; barnabörnin komu til afa og ömmu til að kynna kærasta sína og kærustur fyrir þeim og efla tengslin. Pabbi var nýlega nítján ára þeg- ar ég fæddist og óskaplega ungur að takast á hendur þá ábyrgð að gerast fjölskyldumaður. Það hlut- verk tók hann mjög alvarlega og var stoltur og ánægður faðir. Fyrir tæpu ári fékk hann aðra Pálínu ný- fædda í fangið, þá sjötíu og þriggja ára að aldri. Langafahlutverkið var honum mikils virði og hann átti margar góðar samverustundir frá þeim degi með báðum Pálínunum sínum. Hans er sárt saknað. Pálína Reynisdóttir. Ég kynntist Reyni Kjartanssyni haustið 1980 þegar við Pálína, elsta dóttir hans, vorum að draga okkur saman. Hann var hár og myndar- legur og kom fyrir sem sá trausti maður sem hann reyndist vera. Reynir var mikill fjölskyldumað- ur og var ávallt reiðubúinn að rétta börnum sínum hjálparhönd og góð ráð um hvaðeina sem eftir var leit- að og reyndist okkur hjónum stoð og stytta við jafnt stórt sem smátt; brúðkaup, byggingaframkvæmdir, lánamál auk alls hins hversdags- lega sem á dagana drífur. Ég hef aldrei hvorki fyrr né síð- ar hitt fyrir mann með hans afköst og minnist sérstaklega þegar hann var beðinn að aðstoða okkur við að mála fyrstu íbúðina okkar. Hann mætti snemma dags og við vorum vart tilbúin að hefja verkið þegar hann var kominn á fulla ferð og málaði íbúðina fyrir okkur svo hratt að málningin rétt náði að þorna á milli umferða. Reynir var með eindæmum rausnarlegur maður og dró ekkert af sér þegar afmæli voru haldin eða um jól og aðrar hátíðir í fjölskyld- unni. Hann og Kristín, tengdamóð- ir mín, héldu okkur hjónunum brúðkaupsveislu sem tók öllum öðrum fram og við þökkum fyrir enn þann dag í dag, nær þrjátíu ár- um síðar. Tengdaforeldrar mínir voru með okkur á öllum helstu atburðum í lífi okkar; við skírn, fermingar, út- skriftarveislur og lögðu sitt af mörkum til að þær stundir yrðu sem gleðilegastar. Strákunum mín- um fannst ekki vera jól nema afi og amma kæmu til okkar. Í tvígang fórum við öll saman í sumarleyfi til Spánar en þar var Reynir eins og á heimavelli og naut sín vel í sólinni og hitanum. Við áttum ágætis skap saman; hann skaut oft á mig föstum skot- um, sem ég sendi óðar til baka og höfðum báðir gaman af. Hann hafði kaldhæðinn húmor, sem ekki var allra, en ég náði honum vel. Ég sé marga af bestu kostum Reynis birtast í öllum börnum hans; vinnusemi og dugnað, hjálp- semi og umhyggju og ekki síst réttsýni og sanngirni. Fjölskyldan er samheldin og samtaka um flesta hluti og ávallt nálæg ef á þarf að halda. Reynir var áreiðanlegur eins og klettur og innra fyrir glóði elskusemin, þó að ekki væri verið að hafa óþarfa orð um hlutina. Hann bar sig ávallt vel og kvartaði aldrei. Að leiðarlokum þakka ég Reyni, tengdaföður mínum, samveruna í rúma þrjá áratugi, sem aldrei bar skugga á, artarsemi í minn garð, konu minnar, sona, tengdadætra og barnabarna. Helgi Pálsson. Elsku afi minn. Það er sorglegt að hugsa út í það að stundir okkar saman séu liðnar, sérstaklega af því að ég bjóst ekki við því að þú myndir fara frá okkur svona snemma. En þú verður samt alltaf í hjarta mínu og minningarn- ar um þig líka. Það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég minnist þín eru öll yndislegu jólin sem við vorum saman, brosið þitt og brandararnir þínir og heimsóknirnar til ykkar ömmu þar sem maður var alltaf velkominn og fékk alltaf veislumat. Ég veit að þú vakir yfir okkur og passar okkur því það hefur þú allt- af gert. Ég sakna þín, afi minn. Róbert Leó Sigurðarson. Elsku afi, ég sakna þín, en ég mun alltaf eiga góðar minningar um þig. Það var alltaf gott að fá ykkur ömmu í heimsókn, þið dekr- uðuð okkur með flottum gjöfum og þú varst alltaf góður við okkur. Það var alltaf gott að heimsækja ykkur ömmu og spjalla, og maður varð alltaf pakksaddur af kræsingun- um. Ég man þegar þið amma pöss- uðuð mig þegar ég var yngri, þú sagðir ákveðinn að ég yrði að standa mig og mæta á réttum tíma í skólann, ég ætla að fara eftir því. Ég veit að þú munt fylgjast með og gæta okkar. Guð gæti þín. Anton Ingi Sigurðarson. Reynir Ísfeld Kjartansson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.