Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 43
MESSUR 43á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið upp á biblíufræðslu fyrir alla. Guðsþjónusta kl. 12. Bein útsending frá kirkju aðventista í Reykjavík. Jó- hann E. Jóhannsson prédikar þar. Aðventsöfnuðurinn | Sameiginleg samkoma í Aðventkirkjunni í Reykjavík í dag, laugardag, kl. 11. Jóhann E. Jó- hannsson prédikar. Biblíufræðsla fyrir alla kl. 11.50. Boðið upp á biblíu- fræðslu á ensku. Samfélag Aðventista á Akureyri | Samkoma í Gamla Lundi í dag, laug- ardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir alla. Guðsþjónusta kl. 12. AKRANESKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Ferming. Hátíðar- guðsþjónusta á Höfða kl. 12.45. AKUREYRARKIRKJA | Ferming- armessa í dag, laugardag kl. 10.30. Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Ferming- armessa á hvítasunnudag kl. 10.30. Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Jón Helgi Þór- arinsson þjónar og prédikar. Kirkjukór- inn leiðir hátíðarsöng undir stjórn Kristine K. Szklenár. Messuþjónar lesa ritningar dagsins. Kaffi á eftir. ÁSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Ferming. Sr. Sigurður Jónsson sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Önnu Þóru Paulsdóttur og Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur guðfræði- nemum. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Messa á hjúkr- unarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá sr. Sigurðar Jónssonar sóknarprests Ás- kirkju og heimilisprests Skjóls. Anna Þóra Paulsdóttir prédikar. Forsöngvari er Hallveig Rúnarsdóttir og organisti er Magnús Ragnarsson. ÁSKIRKJA í Fellum| Hátíðarmessa kl. 14. Ferming. Organisti er Drífa Sig- urðardóttir og kór kirkjunnar syngur. Sóknarpresturinn, Lára G. Oddsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari. Tekin verður í notkun ný fánastöng og fáni við kirkjuna. Fánastöngin og fáninn er gjöf frá velunnara kirkjunnar. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guð- mundsdóttur. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Hressing á eftir. BORGARPRESTAKALL | Hátíðar- guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 11. Hátíðarguðsþjónusta í Borgarkirkju kl. 14. Á annan hvítasunnudag er guðs- þjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl. 16.30. Organistar Bjarni Valtýr Guð- jónsson og Jónína Erna Arnardóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjal- arnesi | Guðsþjónusta kl. 11. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA | Hátíðar- og fermingarmessa kl. 11. Prestar sr. Gísli Jónasson og sr. Bryndís Malla Elí- dóttir. Kór Breiðholtskirkju syngur, org- anisti er Örn Magnússon. BÚSTAÐAKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Kirkjukór Bústaðakirkju syngur og organisti er Antonia Hevesi. Messuþjónar aðstoða. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Kaffi á eftir. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Sr. Íris Kristjánsdóttir prédikar en hún er að halda til starfa í Kanada. Kór Digra- neskirkju syngur og Zbigniew Zucho- wicz leikur á orgelið. Messan er árleg samstarfsmessa Digranes- og Hjalla- safnaða. Veitingar á eftir. Alþjóðlegi bænadagurinn kl. 20. Söngur og Guð hafður í fyrsta sæti. Hljómsveit sér um tónlistina og ýmsir kirkju- og safn- aðarleiðtogar leiða bænina. DÓMKIRKJAN | Ferming kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Annan hvíta- sunnudag er messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Evu Björk Valdimars- dóttur. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. EGILSSTAÐAKIRKJA | Hátíð- armessa kl. 11. Ferming. Prestur sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir. Organisti er Torvald Gjerde, kór Egilsstaðakirkju. FELLA- og Hólakirkja | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Mikaelskoret frá Noregi syngur nokkur lög. Kór Fella- og Hóla- kirkju syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur org- anista. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Jóhanna Freyja Björnsdóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Guðs- þjónusta á Hrafnistu kl. 11. Prestur er Sigríður Kristín Helgadóttir. Hrafn- istukórinn syngur. Kirkjan er lokuð um helgina vegna viðgerða. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming- armessa kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson þjónar fyrir altari. Anna Sigga og kór Fríkirkjunnar í Reykjavík leiða tónlistina ásamt Aðalheiði Þor- steinsdóttur, orgelleikara. GARÐAKIRKJA | Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Hans Guðberg Al- freðsson þjónar fyrir altari og prédikar. Álftaneskórinn syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar. GRAFARVOGSKIRKJA | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt messuþjónum. Kór kirkj- unnar syngur, sungið verður hátíð- artón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Einsöngvari er Gissur Páll Gissurar- son. Organisti er Hákon Leifsson. Kaffi á eftir. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10 og bænastund kl 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga og samskot til kristniboðsins (SÍK). Messuhópur. Kirkjukór Grensáskirkju syngur og org- anisti er Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi á eft- ir. Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni á fimmtudag kl. 18.10. GRUND dvalar- og hjúkrunarheim- ili | Guðsþjónusta kl. 14 í hátíðarsal. Prestur sr. Auður Inga Einarsdóttir. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage, organista Grundar. GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Fermingarmessa kl. 11. Prestur sr. Sigríður Guðmarsdóttir. Organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðar- kirkju syngur. Meðhjálpari Aðalsteinn D. Októsson. Kirkjuvörður Lovísa Guð- mundsdóttir. Lesmessa kl. 11 á ann- an hvítasunnudag. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hátíð- ar- og fermingarmessa kl. 11. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Barbörukór- inn þjónar. HALLGRÍMSKIRKJA | Hátíð- armessa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og hópi messuþjóna. Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur. Organisti er Hörður Ás- kelsson. Sögustund fyrir börnin. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Organisti er Douglas A. Brotchie og forsöngvari Guðrún Finn- bjarnardóttir. Á annar hvítasunnudag er hátíðarmessa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og messuþjónum. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti er Hörður Áskelsson. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Félagar úr Kamm- erklúbbnum leika undir stjórn Ewu To- sik. Grill í boði safnaðarins á eftir. Organisti Kári Allansson, prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sameig- inleg Hátíðarguðsþjónusta Hjalla- og Digranessafnaða kl. 11 í Digranes- kirkju. Sr. Gunnar Sigurjónsson og sr. Íris Kristjánsdóttir þjóna. Kór Digra- neskirkju syngur. Organisti er Zbig- niew Zuchowicz. Veitingar á eftir. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Samkoma kl. 17. Ken Locke talar og Grace College taka þátt. HJÚKRUNARHEIMILIÐ Ás | Hátíð- arguðsþjónusta kl. 15. HÓLADÓMKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 14. Hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson biskup á Hólum þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukór Hóladómkirkju leið- ir söng undir stjórn Jóhanns Bjarna- sonar organista. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Fermingarmessa kl. 13.30. Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Kirkju- kór Villingaholts- og Hraungerð- issókna syngur undir stjórn Inga Heið- mars Jónssonar. HVALSNESKIRKJA | Ferming- armessa kl. 14. Hljómsveitin Tilviljun? annast tónlistarflutning. Prestur er sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. HVERAGERÐISKIRKJA | Ferming- armessa kl. 10.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma og lofgjörðarhátíð kl. 17. Michel Oudrago, forseti hvítasunnu- hreyfingarinnar í Burkina Faso prédik- ar. Kaffi á eftir. Samkoma á ensku kl. 14 hjá Alþjóðakirkjunni. Helgi Guðna- son prédikar. Annan hvítasunnudag kl. 11 er útvarpssamkoma. Helgi Guðnason prédikar. Vorhátíð kl. 12. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma á annan hvítasunnudag kl. 13 í umsjá Aglow kvenna. KAÞÓLSKA Kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13.00 á pólsku og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk | Messa kl. 11, virka daga kl. 18.30. Laugardaga messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KÁLFATJARNARKIRKJA | Messa kl. 14. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Franks Herlufsens. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Fermingarbörn næsta árs boðin velkomin. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Há- tíðarguðsþjónusta kl. 12.15. Með- hjálpari er Magnús Bjarni Guðmunds- son. Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. Sóknarprestur. KOTSTRANDARKIRKJA | Ferming- armessa kl. 13.30. KÓPAVOGSKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová kantors. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Erla Björk Jónsdóttir guðfræðingur þjónar ásamt Gunnari Gunnarssyni organista, kór Laugarneskirkju og hópi messuþjóna. LÁGAFELLSKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur, org- anisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Einsöngvarar Sjöfn Pálsdóttir og Krist- ín Jensdóttir. Sr. Skírnir Garðarsson þjónar fyrir altari og predikar. LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Ferming. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Á annan hvítasunnudag mun kór Lindakirkju syngur ásamt hljómsveit undir stjórn Óskars Einarssonar. Sérstakur gestur er Stefán Hilmarsson. Miðaverð er 2.000 kr og rennur ágóði í hljóðfæra- sjóð Lindakirkju. MIÐDALSKIRKJA í Laugardal | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er sr. Ax- el Á Njarðvík. NESKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Kirkjukór frá Sandnesi í Noregi syngur ásamt kór Neskirkju. Organisti Stein- grímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Ferming. Kaffi á eftir. Á annan hvíta- sunnu dag er messa kl. 20. Tónlist í höndum Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurvini Jónssyni. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Hátíð- armessa kl. 11. Kór safnaðarins flytur hátíðarsöngva Bjarna Þorsteinssonar undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista. Prestur er sr. Pétur Þor- steinsson, meðhjálpari Petra Jóns- dóttir. Ferming. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Guðs- þjónusta kl. 14. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í safnaðarheimili Grensáskirkju á annan hvítasunnudag. Ræðumaður er Kjell Östby. SELFOSSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Elvar Ingimundarson guð- fræðinemi prédikar, sr. Óskar Haf- steinn Óskarsson þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir söng og organisti er Jörg Sondermann. SELJAKIRKJA | Almenn guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir safn- aðarsöng, organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Guðsþjónusta í Skóg- arbæ kl. 16. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Aase Gunn Guttormsen djákna. Fé- lagar úr kór Seljakirkju leiða söng og á orgel leikur Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Hátíð- armessa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, fyrrverandi dómkirkju- prestur þjónar. Hátíðarsöngvar Bjarna Þorsteinssonar sungnir. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson og félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Hátíðar- og fermingarmessa kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur annast prestsþjónustuna og fermir 10 ung- menni úr Biskupstungum. Skálholts- kórinn syngur, organisti er Jón Bjarna- son. Sungnir verða hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. SÓLHEIMAKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 14. Ferming. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari, Ester Ólafsdóttir org- anisti leiðir almennan safnaðarsöng. Meðhjálparar eru Eyþór K. Jóhanns- son og Erla Thomsen. STÓRUBORGARKIRKJA Gríms- nesi | Guðsþjónusta kl. 16. Prestur er sr. Axel Á Njarðvík. ÚTSKÁLAKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Hljómsveitin Tilviljun? annast tónlistarflutning. Prestur er sr. Sig- urður Grétar Sigurðsson. VEGURINN kirkja fyrir þig | Fjöl- skyldusamkoma kl. 14. Barnastarf, lofgjörð, prédikun og fyrirbæn. Högni Valsson prédikar. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Hátíðarmessa kl. 11. Oddný Sigurð- ardóttir, sópran syngur einsöng. Org- anisti er Arngerður María Árnadóttir og prestur sr. Bragi J. Ingibergsson. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Börn borin til skírnar. Meðhjálpari er Ástríður Helga Sigurðardóttir. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. ÞORLÁKSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Herra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Ferming. ORÐ DAGSINS: Hver sem elskar mig. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hallgrímskirkja (Jóh. 14) ✝ Jökull Krist-jánsson fæddist á Patreksfirði 21. júní 1964. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 15. maí 2012. Foreldrar hans eru Erla Hafliða- dóttir frá Hval- látrum, f. 3. sept- ember 1930 og Kristján Jóhann- esson frá Hjallatúni, Tálknafirði, f. 26. september 1921, d. 2. nóv- ember 1986. Systkini Jökuls eru: Erlendur, f. 26. júní 1949, Kristín Sigríður, f. 11. september 1950, Ólafur Arnar, f. 8. febrúar 1952, Bára, f. 22. desember 1953, d. 7. maí 2005, Björn f. 31. mars 1960, d. 13. apríl 2008, og Björk, f. 30. desem- ber 1965. Jökull á þrjú börn og eitt barna- barn. Sonur hans og Steinunnar Jó- hönnu Sigfúsdóttur f. 24. mars 1967, er Jökull Steinan, f. 16. ágúst 1988, sonur hans er Orri Olavi f. 6. janúar 2008. Börn Jökuls og Ingibjargar Þór Reyn- isdóttur f. 27. desember 1970, eru Gilbert Þór f. 20 ágúst 1999 og Margrét Helga f. 27. júlí 2005. Útför Jökuls fer fram frá Pat- reksfjarðarkirkju í dag, 26. maí 2012 og hefst athöfnin klukkan 14. Hjarta mitt er fullt af sorg, ég skil ekki óréttlæti heimsins. Hvers vegna er faðir kallaður í burtu frá litlum börnum? Öðrum eins jaxli og þér hef ég ekki kynnst, Jökull. Þú barðist af æðruleysi en varðst þó að játa þig sigraðan eftir stutt og erfið veikindi. Tuttugu og tvö ár eru eitt- hvað svo langur tími. Og þó ekki. Ég kynntist Jökli Kristjánssyni ár- ið 1990 og stuttu síðar rugluðum við saman reytum, vorum samferða í fimmtán ár og eignuðumst saman tvo gullmola, þau Gilbert Þór og Margréti Helgu. En stundum fara hlutirnir ekki eins og ætlað er. Leiðir okkar skildu, en við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga einstakan og fal- legan vinskap sem var okkur öllum afar dýrmætur, ekki síst börnunum okkar. Kannski fannst sumum við vera skrítnar skrúfur. Við bjuggum síðan í sama húsinu, sitt í hvorri íbúðinni, en þetta vorum bara svo- lítið við. Gátum ekki búið saman en gátum samt í rauninni ekki hvort án annars verið. Jökull var alltaf einn af fjölskyld- unni minni. Litlu bræður mínir litu upp til hans eins og stóra bróður enda bara litlir pollar þegar þeir kynntust honum. Ég var nú ekkert alltaf hress með mömmu þegar hún tók afstöðu með Jökli ef henni fannst ég vera ósanngjörn við hann. En þannig var bara þeirra sam- band. Þau voru miklir vinir og áttu eitthvert alveg sérstakt samband sem aldrei bar skugga á. Hann var einstaklega þolinmóð- ur, jafnvel einum of, að mér fannst stundum. Hann var skapgóður maður, einstaklega ljúfur og góður pabbi og elskaði börnin sín meira en allt annað. Hann átti þann eig- inleika, sem of fáum er gefinn, að varðveita í sér barnið alla ævi. Hann var mjög stoltur af stóra stráknum sínum honum Jökli Steinani og litla afaglókollinum sín- um og sagði mér oft hvað þeir væru flottir og vel gerðir. Jökull var mik- ill keppnismaður í eðli sínu. Hann var góður skákmaður og þegar hann var orðinn fárveikur hafði hann þolinmæði til að kenna litlu dóttur sinni að tefla. Þá var stund- um ekki hægt að verjast því að brosa út í annað, því að í litlu ákveðnu dömunni okkar leynist sama keppnisskapið og í pabba hennar. Bridsspilari var hann og tók góða törn í þeirri íþrótt á sínum tíma og var í seinni tíð farinn að spila á ný. Golfið stundaði hann mikið þegar færi gafst. Þar áttu þeir feðgarnir ófáar einstaklega dýrmætar stundir saman þar sem faðir leiðbeindi syni af þolinmæði sem virtist óþrjótandi. Á haustin mátti svo sjá undir iljarnar á hon- um eða í ljósan koll uppi um allar hlíðar að tína ber. Alveg sama hvað það var, það var tekið með trukki. Jökull fór sínar eigin leiðir og lét álit annarra ekki hafa áhrif á sig. Hann hafði kaldhæðinn húmor. Hann var dulur og lítið fyrir að flíka tilfinningum sínum. Hann var vinur vina sinna. Við erum lánsöm sem fengum að kynnast honum. Elsku Jökull, þú varst fyrst og fremst góð manneskja. Ég kveð þig, minn besti vinur, og þakka þér fyrir tímann okkar saman. Við eig- um yndislegar minningar um þig, minningar sem ylja okkur um ókomna tíð. Hvíl í friði, elsku vinur. Ég mun gæta gullanna okkar. Þín, Ingibjörg. Jökull Kristjánsson Vegna mistaka við vinnslu þessarar greinar, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, er hún end- urbirt. Morgunblaðið biður alla hlutað- eigandi velvirðingar á mistökun- um. Nú er litli frændi farinn og svo allt of snemma. Ég minnist hans með söknuði í hjarta. Ég man svo vel þegar þú komst Hinrik Hinriksson ✝ Hinrik Hinriks-son fæddist í Reykjavík 14. júlí 1982. Hann lést í Osló, Noregi, 12. maí 2012. Foreldrar Hinriks eru Hinrik Aðalsteinsson, f. 15.5. 1950, og Frið- lín Valsdóttir, f. 25.7. 1951. Eldri systir Hinriks var Klara Berta Hin- riksdóttir, f. 17.11. 1977. Útför Hinriks fer fram frá Langholtskirkju í dag, 25. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 15. í heiminn og hversu óendanlega stolt systir þín var með bróður sinn. Mikið ofsalega fannst mér gaman að passa þig, fór ein í strætó úr Breiðholti og niður í Hlíðar til að vera með ykkur systkin- unum. Ég á yndis- legar minningar um þig úr litlu íbúðinni í Barmahlíðinni og svo úr Dúfna- hólunum hjá ömmu. Þær geymi ég í hjarta mínu. Þú varst alltaf svo glaður og kátur með krullurnar þínar og ég var ótrúlega stolt stóra frænka. Þú fórst á fleygiferð og í loft- köstum í gegnum þetta líf. Ég veit að þú ert lentur á góðum stað og að þar hefur verið tekið vel á móti þér. Elsku Lína og Klara, ég hugsa til ykkar á þessari stundu og sendi ykkur mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Anna Margrét Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.