Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Eruð þið búin að kíkja á okkur í Smáralindinni?ÁRÓSA- SAMNINGURINN tæki til áhrifa í umhverfismálum P O K A H O R N IÐ Málþing á vegum umhverfisráðuneytisins í Þjóðminjasafninu, 30. maí 2012 Fjallað verður um upplýsingagjöf, þátttöku almennings og samráð í umhverfismálum. Þá verður fjallað um hverju Árósasamningurinn breytir fyrir stjórnvöld, almenning og hagsmunasamtök, s.s. á sviði útivistar, umhverfisverndar og atvinnulífs. Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara er að finna á www.umhverfisraduneyti.is Málþingið hefst kl. 13.00 og stendur til kl. 16.30. Aðgangur ókeypis – allir velkomnir Einn lögreglumannanna, sem hand- tóku fjöldamorðingjann Anders Be- hring Breivik á Útey 22. júlí í fyrra, bar vitni fyrir réttinum í Ósló í gær. Hann lýsti háttalagi Breiviks eftir handtökuna og sagði að hann hefði talað mikið og sett sig í stellingar eins og líkamsræktarmaður fyrir myndatöku. „Fyrst var hann hræddur um að deyja, að við myndum taka hann af lífi eða að hann myndi deyja úr vökvaskorti út af lyfjakokteil sem hann hafði tekið um daginn. Við gáf- um honum að drekka og róuðum hann,“ sagði lögreglumaðurinn. Breivik var með sár á fingri og hafði miklar áhyggjur af því að hon- um myndi blæða út. Hann bað lög- reglumennina um að útvega sér plástur. „En þetta var bara smá- dropi,“ sagði lögreglumaðurinn. Spennti vöðvana Þegar sérfræðingar úr norsku rannsóknarlögreglunni komu á vett- vang tóku þeir DNA-sýni og vildu m.a. fá föt Breiviks og taka af honum myndir. Lögreglumaðurinn, sem bar vitni, sagði að Breivik hefði í fyrstu verið mjög illa við myndatökur. Þeg- ar honum var gert ljóst að hann fengi engu um það ráðið ætlaði Brei- vik að rífa sig úr öllum fötunum, en lögreglan vildi að hann færi úr einni flík í einu. „Þetta voru mjög óþægi- legar kringumstæður. Við vorum hræddir um að hann kynni að hafa sprengju á sér innanklæða.“ Þegar Breivik var komin úr öllu og stóð á nærfötunum einum klæða breyttist hann skyndilega og vildi ólmur og uppvægur láta taka af sér myndir, stillti sér upp og spennti vöðvana „eins og líkamsræktar- maður“. Spurður hvort Breivik hefði kom- ið honum furðulega fyrir sjónir svar- aði lögreglumaðurinn að sér hefði fundist afar undarlegt hve Breivik var upptekinn af þessari smáskeinu á eigin fingri, í ljósi blóðbaðsins á eyjunni. „En hann sagði að hann sæi hlutina ekki á sama hátt og við,“ bætti lögreglumaðurinn við. una@mbl.is Var hræddur um að deyja  Breivik var með smáskeinu á fingri og bað um plástur er hann var handtekinn Pílagrímar fara á hestum yfir ána Quema í Andalúsíu á leið til helgistaðar í bænum El Rocío í Doñana-þjóðgarðinum í suðurhluta Spánar. Hundruð þúsunda pílagríma fara á helgistaðinn á hverju vori, margir þeirra á hestum, í fjöl- mennustu pílagrímsferð Spánar. Þeir taka þátt í hátíð sem mun eiga rætur að rekja til 13. aldar þegar veiðimaður fann styttu af Maríu mey í trjábol. Kapella var síðar reist á staðnum. AFP Hundruð þúsunda manna ferðast til helgistaðar í Andalúsíu Fjölmennasta pílagrímsferð Spánar Tilkynnt var í gær að ákveðið hefði verið að stærsti útvarpssjónauki heims yrði reistur í tveimur lönd- um, Ástralíu og Suður-Afríku. Bæði ríkin höfðu keppst um að fá SKA- sjónaukann svonefnda og segja má að niðurstaðan sé salómonsdómur. Sjónaukastæðan verður risastór, í heild á stærð við Ísland, að því er fram kemur á Stjörnufræðivefnum, stjornufraedi.is. Þar er áformunum lýst svo: „Stórir loftnetsdiskar og smágerð móttökutæki verða tengd saman til að kalla fram mynd af út- varpshimninum með ótrúlegri ná- kvæmni. Og með safnsvæði stærri en einn ferkílómetri verður Square Kilometer Array langnæmasta út- varpstæki sem hefur nokkurn tím- ann verið smíðað. Vetrarbrautir í þróun, kröftug dulstirni, tifandi tif- stjörnur. Engin uppspretta út- varpsbylgna verður óhult fyrir vök- ulum augum SKA. Sjónaukinn mun jafnvel leita að mögulegum út- varpsmerkjum frá siðmenningu ut- an jarðar.“ Risaútvarpssjónauki reistur í Suður- Afríku og Ástralíu ALHEIMUR Skoskir þjóð- ernissinnar hófu í gær formlega baráttu fyrir því að Skotland lýsti yfir sjálfstæði frá Bretlandi. Alex Salmond, for- sætisráðherra skosku heima- stjórnarinnar, sagði að stefnt væri að því að fá milljón Skota til að skrifa undir yfirlýsingu um stuðn- ing við sjálfstæði Skotlands. Sal- mond vill að efnt verði til þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið árið 2014. Nýleg skoðanakönnun bendir til þess að 57% Skota séu andvíg sjálf- stæði Skotlands og aðeins 33% hlynnt. Könnunin var gerð fyrir skosk samtök sem eru andvíg því að Skotland lýsi yfir sjálfstæði. Aðeins 33% sögð styðja sjálfstæði Alex Salmond forsætisráðherra. SKOTLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.