Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú er innanvið ár íkosningar og ef til vill er það ástæða þess að ráðherrar ríkis- stjórnarinnar halda því fram að ríkisstjórnin hafi náð mikl- um árangri í störfum sínum. Hinn möguleikinn, sem er jafnvel enn verri, er að ráð- herrarnir trúi því að árangur hafi náðst. Sé svo hafa þeir fjarlægst veruleikann svo mjög að hætta er á ferðum. Eitt af því sem ráðherrarnir halda fram að sé á batavegi er atvinnuástandið, en þegar rýnt er í tölur sem hið opin- bera sendir frá sér er engin leið að sjá að svo sé. Nú stendur yfir átak þar sem ætlunin er að boðið verði upp á 1.500 störf. Þetta er út af fyrir sig ánægjulegt því að með þessu komast ef til vill einhverjir sem hafa verið lengi án atvinnu í kynni við vinnumarkaðinn á nýjan leik. Þessu má hins vegar ekki rugla saman við það að skapa störf því að þetta byggist á því að ríkið greiði fyrir störfin í stað þess að greiða fólki at- vinnuleysisbætur. Annað sem gert hefur verið til að fækka fólki á atvinnu- leysisskrám er að hvetja það til náms. Nám er líka jákvætt og betra að fólk mennti sig en mæli göturnar. Hitt er annað mál að þegar horft er á at- vinnuleysistölur verður að taka tillit til þess ef margir eru í námi af þeirri ástæðu að atvinnuástandið er slæmt. Þannig hefur fólki í háskóla- námi fjölgað um ríflega tvö þúsund frá árinu 2008 en fjöldinn hafði þá verið óbreyttur um nokkurra ára bil. Þetta bendir til að í há- skólum landsins sé töluvert dulið atvinnuleysi. Langmest af því atvinnu- leysi sem ekki sést á atvinnu- leysistölum er þó að finna í út- löndum. Þar eru nú hátt í sex þúsund Íslendingar sem voru hér á landi þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Þá voru 14.500 án atvinnu og þegar litið er til þess fjölda sem farinn er af landi brott, skráður í nám, dottinn af atvinnuleysisskrá vegna tímalengdar eða sést þar ekki af öðrum ástæðum ætti fjöldi atvinnulausra að óbreyttu að vera vel innan við tíu þúsund og sennilega nær fimm þús- und. Staðan í dag er hins veg- ar sú að á atvinnuleysisskrá eru nær 11.000, sem sýnir að því fer fjarri að árangur hafi náðst í atvinnumálum í tíð nú- verandi ríkisstjórnar. Hennar helsta framlag til atvinnumála er að lappa upp á atvinnuleys- istölur með því að hrekja fólk úr landi. Þetta er ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum forystu- manna í verkalýðshreyfing- unni þegar Morgunblaðið leit- ar álits þeirra á stöðu atvinnu- mála. Orð Más Guðnasonar, formanns Verkalýðsfélags Suðurlands, eru lýsandi fyrir viðhorfin innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Hann segir atvinnuleysi í raun ekkert hafa minnkað og bætir svo við: „Hagfræðingur ASÍ hefur sýnt tölulega fram á að at- vinnuleysið hafi aðeins minnk- að vegna brottflutnings frá landinu. Það hefur því enginn árangur náðst í atvinnumálum í tíð þessarar ríkisstjórnar. Það er búið að svíkja stöð- ugleikasáttmálann aftur á bak og áfram. Nú ætlar rík- isstjórnin að skapa þúsundir starfa með nýrri fjárfest- ingaáætlun. Maður hefur heyrt þetta áður. Ég hef enga trú á þessu. Þessi loforð eru langt fram í tímann þegar þessi ríkisstjórn verður farin frá völdum. Loforðin sem voru gefin hafa ekki verið efnd og það er lítið eða ekkert verið að gera. Hvaða aðgerðir eru í gangi til að stuðla að at- vinnuuppbyggingu? Ég sé þær ekki. Það er allt frosið.“ Hér þarf fleiri störf en ekki feluleiki með atvinnuleysistölur} „Það er allt frosið“ ÞingmennHreyfing- arinnar sögðu nei við því að leyfa þjóðinni að kjósa um áframhald aðildar- viðræðna við Evrópusam- bandið. Þetta er þvert á stefnu Hreyfingarinnar þar sem orðin „Lýðræðisumbætur strax“ eru efst á blaði og mik- il áhersla lögð á þjóðar- atkvæðagreiðslur. Augljóst er að eina ástæða þess að Hreyf- ingin stóð með ríkisstjórninni og gegn því að leyfa almenningi að kjósa er að þingmenn Hreyf- ingarinnar leggja nú alla áherslu á að halda lífi í ríkis- stjórninni til að koma í veg fyrir kosningar. Ætli þetta séu þær umbæt- ur í stjórnmálunum sem kjósendur þingmannanna þriggja vonuðust eftir? Þingmennirnir þrír kolféllu á prófinu}Hækjur ríkisstjórnarinnar U ng gamalmenni og gömul ung- menni geta upp til hópa skemmt sér eins vel og aðrir. Að minnsti kosti þau sem gengið hafa í grunnskóla í höfuðstað Norður- lands. Þar var yfirleitt fjör í gamla daga, hvort sem var á sólbjörtu sumri eða vorlegum vetri, en ég hefði ekki þorað að slá þessu föstu fyrr en eftir síðustu helgi; þóttist auðvitað þekkja sjálf- an mig, en var ekki viss um jafnaldrana. Sá svo heildarmyndina um síðustu helgi; ítarleg sextán klukkustunda verkleg könnun leiddi í ljós að allt er fimmtugum (norðanmönnum) fært. Akureyri er merkilegur staður fyrir margra hluta sakir. Staðreyndir: Innfæddir eru fallegri en fólk víðast hvar annars staðar. Bæjarstæðið er glæsilegra en flest önnur. Veðrið er betra en annars staðar, alveg sama hvað opinber tölfræði Veð- urstofu Íslands gefur til kynna. Ósannaðar fullyrðingar: Akureyringar eru lokaðir og erfitt að kynnast þeim. Þeir drekka bara Thule og gos- drykkinn Valash, eina sælgætið sem þeir borða er Lindu- buff, þeir horfa bara á N4 og hlusta einvörðungu á tónlist Ingimars Eydal. Í þessum hljóðláta bæ við Pollinn er orðin hefð að inn- fædd börn hittast árið sem þau verða fimmtug og sletta ær- lega úr klaufunum saman. Sá fundur var sem sagt tilraunin sem ég vitnaði í hér að framan og er örugglega efni í góða félagsfræðilega ritgerð. Sumir eiga enn heima við fjörðinn, eða eru komnir aftur heim (eins og ég), sumir koma langt að til þess að gleðjast með gömlum skóla- félögum. Eiginlega ótrúlegt, en samt satt. Á unglingsárunum djammaði þetta fólk í Dynheimum, gömlu húsi við Hafnarstræti þar sem nú er framin leiklist og heitir Rýmið. Klukkan tólf á á hádegi laugardags safnaðist þar saman 130 manna hópur. Sumir höfðu ekki sést síðan vorið 1978, í 34 ár! En eftir hlát- urjóga í hálfa klukkustund eða þar um bil var eins og menn hefðu síðast kvaðst (með tárin í augunum auðvitað) í gær. Svo var séra Svavar heimsóttur í kirkjuna, að því loknu kíkt við á Götubarnum og þegið kakó í glasi (blandað skíðadrykk sem líklega má ekki nefna, vegna áfengislöggjafar lýðveldisins) og í framhaldi af því skundað á Ráðhústorgið þar sem menn fengu sér snúning. Eftir ratleik kom hver „stofa“ saman heima hjá einhverjum gestrisnum bekkjar- félaga þar sem heimsmálin voru rædd og gamlar deilur leystar. Jafnvel rætt við gamlar kærustur í fullri alvöru … Höfundur þessa pistils er ekki á prósentum hjá veit- ingamönnum eyjunnar, leigubílastöðvum eða öðrum hags- munaaðilum, en leyfir sér þó að hvetja til þess að fólk í öðr- um bæjarfélögum landsins taki upp þennan skemmtilega sið. Þetta er hrikalega gaman. Einu velti ég þó fyrir mér; hví fæ ég aldrei leið á Starman með David Bowie og Para- dise By The Dashboard Light með Meat Loaf? Hef ég ekki þroskast nóg? Eða kannski einum of? skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Gömul ung og ung gömul STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Fyrirsjáanlegt er að met-aðsókn verði að íslenskumnáttúruperlum í sumarenda von á fleiri erlendum ferðamönnum en nokkru sinni fyrr. Það er á hinn bóginn misjafnt hversu vel viðkomandi staðir eru í stakk búnir til að taka á móti öllum þessum fjölda og í sumum tilvikum er ljóst að of mörgum hefur verið boðið til stofu því stofustássin hafa látið á sjá. Árið 2010 birti Umhverfis- stofnun svokallaðan rauðan lista yfir þau svæði sem voru undir miklu álagi og nauðsynlegt var að bregðast strax við. Tíu svæði og staðir lentu á listanum; Dyrhólaey, Friðland að Fjallabaki, Grábrókargígar, Gull- foss, Geysir, Helgustaðanáma, Hveravellir, Reykjanesfólkvangur, Surtarbrandsgil og Teigarhorn. Að sögn Ólafs Arnars Jónssonar, sviðs- stjóra náttúruauðlinda hjá Um- hverfisstofnun, hefur verið gripið til aðgerða á öllum þessum stöðum en úrbæturnar eru mislangt komnar. Þróuninni snúið við Umfangsmestu framkvæmd- irnar voru við Gullfoss. Þar var í fyrra ráðist í miklar úrbætur á stíga- kerfinu, pallur gerður fyrir hreyfi- hamlaða, fræðsluskilti sett upp og ýmislegt fleira. „Við Gullfoss er búið að bregðast við því allra nauðsynleg- asta þannig að svæðið ætti ekki að drabbast meira niður. Við teljum að við séum búin að snúa þessari nei- kvæðu þróun við þar. En við teljum að það þurfi að gera betur,“ segir Ólafur. Í vetur vakti það athygli ferða- manna að stígur sem var lagaður í fyrra var lokaður stóran hluta vetr- ar, m.a. í því ljósi að stjórnvöld hafa lýst vilja til að fjölga ferðamönnum að vetri til. Ólafur segir að stígurinn, sem liggur frá neðra bílastæðinu að foss- brúninni, hafi alltaf orðið flugháll að vetri. Vonast hafi verið til að hann myndi lagast við framkvæmdirnar en í ljós hafi komið að til að halda honum opnum hefði þurft að ryðja hann og salta eða sanda. Engir fjár- munir séu til að halda úti slíkri vetr- arþjónustu. Séu ferðamenn með mannbrodda sé vel hægt að ganga stíginn og sum ferðaþjónustu- fyrirtæki hafi boðið viðskiptavinum sínum upp á slíkan búnað. Nú sé ver- ið að undirbúa deiliskipulag fyrir Gullfoss og eftir það verði ráðist í enn frekari umbætur á svæðinu. Töluvert í land við Geysi Aðstæður við Geysi eru nokkru flóknari enda er svæðið ekki í eigu ríkisins nema að hluta, það er ekki friðlýst og allar framkvæmdir þurfa að fá samþykki landeigenda. Ólafur segir að þrátt fyrir um- bætur þar á undanförnum árum, m.a. í fyrra (kostnaður: 2,4 millj- ónir), sé enn töluvert í land. Geysir hafi verið vinsæll áfangastaður um árhundraða skeið. Umgangur hafi verið slæmur og í gömlum ferðabók- um sé því lýst að menn hafi kastað grjóti, torfi og hvers kyns rusli ofan í hverina til að fá þá til að gjósa. „Geysissvæðið hefur látið á sjá eftir í það minnsta margra áratuga van- rækslu,“ segir Ólafur. Í fyrra hafi m.a. verið settar upp nýjar örygg- isgirðingar og sorptunnur. Næsta stóra skref sé að leggja göngustíga þannig að ferðamenn trampi ekki ofan á hverahrúðrinu. Ástandið hafi batnað mjög en álagið sé gríðarlegt. All- ar ábendingar um ástand friðlýstra svæða séu vel þegnar. Perlurnar þurfa ekki að drabbast niður Morgunblaðið/RAX Kraftur Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar umhverfis Gullfoss frá því þessi mynd var tekin árið 2009. Enn er þó hægt að fara út á brún. Í fyrra ákvað ríkisstjórnin að verja 41,9 milljónum til brýnna framkvæmda á friðlýstum svæðum. Ekki er þó búið að ráðstafa nema tæplega 33 milljónum af því fé og afgang- urinn færist milli fjárlagaára. Þessar aðgerðir við Gullfoss kostuðu 15,2 milljónir. Sam- kvæmt könnun Ferða- málastofu sumarið 2011 heim- sóttu 72% erlendra ferðamanna Þingvelli, Geysi eða Gullfoss en áætla má að hátt í 400.000 erlendir gestir hafi komið í fyrrasumar og alls yfir 600.000 allt árið í fyrra. Ef miðað er við að 72% þessara gesta hafi farið að Gullfossi jafngildir kostnaðurinn 35 krónum á mann. Kostaði 35 kr. á mann 72% FERÐAMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.