Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Í Kastljósi hinn 15. maí síðastliðinn kom fram að það væru miklar hafn- arframkvæmdir í gangi við Langanes. Því hefur ekkert heyrst fyrr um þetta mál? Hvar eru frétta- og blaðamenn þessa lands, af því að hér vakna nú spurningar. Eru framkvæmdirnar á vegum íslenska ríkisins, sveitarfélaga eða Kínverja. Hver fjármagnar þess- ar stórframkvæmdir? Á einn maður, Halldór þessi, sem sagðist „vera með“ þessar framkvæmdir svona mikið fé? Í þættinum sagðist þessi sami Hall- dór alls ekki hafa rætt þessar fram- kvæmdir við Kínverjann, vin sinn, en er samt að stofna íslenskt félag fyrir hann. Annar viðmælandi sagðist ekk- ert óttast því að hann tryði nefnilega á íslensk lög og reglur, en samt er verið að brjóta lögin. Hvaða bull er þetta eiginlega? Myndin sem ég hef áður dregið upp er nú öll að skýrast. Kínverja vantar Grímsstaðaland und- ir flugvöll, en þá eru komnar góðar aðstæður fyrir þá vegna Norðurhaf- anna, og til að þjónusta öll skip sín. En um leið byggja þeir hótel til þess að friða heimamenn. Kunnugleg að- ferð sem þeir nota, þar sem þeir vilja koma sér þægilega fyrir og ná öruggri fótfestu. Daglega heyrast fréttir af kúgun og yfirgangi Kínverja alls staðar í heiminum, en samt virðist þið vilja sofa og treysta. Vilja stjórn- völd opna loftbrú á Grímsstöðum? Hver á að sjá um landamæra- og toll- vörslu og hvað um herflugvélar? Þið munið ana út í eitthvað sem þið ráðið alls ekki við. Svo er það nú annað, hver er að stjórna þessu landi? Er bara hægt að gera hvað sem er og hvar sem er úti um landið? Mikið er ónotalegt að búa við svona óvissu og máttlausa, veika og ráðalausa stjórn landsins. Ríkisstjórn Íslands, nær líf ykkar og ákvarðanatökurnar ekkert út fyrir 101 Reykjavík, Háskólann og Brussel, ég bara spyr? Það er mikið í húfi og ekki aftur tekið ef þið látið Kínverjum eftir land, og haldið og trúið að eitthvað verði vistvænt í kringum þá, því það er þvílík firra. En ég spyr mig líka, hver á að græða á þessu öllu, hafið þið um það einhverja hugmynd? Og er það framtíðarstjórnun að brjóta lögin eftir geðþótta? Ég hef nefnilega ekki gleymt brosi og svari Katrínar Júlíusdóttur þegar hún sagði að það yrði áreiðanlega fundin leið til þess að koma Kínverjanum inn í landið, þegar Ögmundur Jónasson neitaði honum um kaup á ótrúlegu landssvæði á þessum stað. Það er bara ekki hægt að bera nokkra virðingu fyrir ykkur né treysta á nokkurn hátt, því hér eruð þið að leika ykkur með fjöregg þjóð- arinnar – það er landið sjálft. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Ríkisstjórn Íslands Frá Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir við ESB á sama tíma og sendinefnd frá Íslandi hangir úti í Brussel á ráðherralaunum, grátbiðjandi óvin- inn um að taka okkur í sinn stóra faðm. Utanríkisráðherra segir þetta vera óskyld mál. Hvernig hann fær þá niðurstöðu er mér óskiljanlegt. Nýjasta útspil Samfylkingar í ESB-baráttunni er að tefla fram ungri konu, Þóru Arnórsdóttur, í komandi forsetakosningum. Sam- fylking hafnar ákaft að eiga nokkuð í henni en opinber ánægja þing- manna Samfylkingar þar sem lýst er yfir stuðningi við Þóru segir mér allt sem segja þarf auk fortíðar Þóru sem leiðbeinanda í stjórn- málaskóla krata. Þóra er fjölmiðla- kona og afskaplega frambærileg kona og hafa fjölmiðlar sýnt henni gríðarlegan áhuga á kostnað ann- arra frambjóðenda. RÚV hefur þar á meðal misst stóran hluta trúverð- ugleika síns með því að láta eig- inmann hennar (sem starfaði ein- mitt með henni á RÚV) fjalla um ágæti Þóru í aðdraganda framboðs hennar. Jafnframt bendir sitthvað til þess að skoðanakönnunum hafi verið hagrætt til að sýna hlut Þóru sem stærstan. Ég tel ljóst að Þóra er frambjóð- andi Samfylkingarinnar og hennar hlutverk á Bessastöðum á að vera að vera þæg og setja sig ekki upp á móti málum sem Samfylkingin vill keyra í gegnum þingið. Það kæmi mér ekki hið minnsta á óvart að Samfylkingin reyndi að keyra aðild að ESB í gegnum þingið sem lög án þess að það verði lagt fyrir þjóð- ina. Þeim er trúandi til alls sbr. fyrstu Icesave-lög Svavars Gests sem þau reyndu að keyra í gegn með offorsi, lög sem hefðu kostað okkur hundruð milljarða ef Ólafur hefði ekki gripið inn í. Ég hvet alla Íslendinga til að standa þétt saman og kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í næstu forseta- kosningum til að tryggja lýðræði í landinu. KARL JÓNATANSSON, fyrrverandi tónlistarkennari. Sælir megið þér vera, hr. Hermann Sausen, og sælir megið þér og fara, hr. Sausen. Ég vek athygli yðar á því, hr. Sausen, að vér Íslendingar erum svo lánsamir að vera ekki aðilar að nauðungarsambandi því er þér og frú Merkel skjólstæð- ingur yðar hafið hug til að láta kosta yðar elliár. Þannig að vér Ís- lendingar komum ekki til með að greiða í ellisjóð yðar, þann er þér nefnið Evrópu- samband. Vér Íslend- ingar erum nú sjálfstæðastæðari en aðrar þjóðir Evrópu að und- anskildum Rússum, Norðmönnum og Færeyingum og leiðréttið mig ef ósatt er. Vér getum snúið oss í austur og vestur og líka suður og norðrið til- heyrir oss og vér getum og átt við- skipti í Evrópu, þangað til þér og yð- ar líkir loka þeirri leið. En það plagar oss ekki, hr. Sausen, því vér Íslend- ingar eigum þrjú svona stórmenni af nákvæmlega sömu gerðinni og yðar þriðja ríki var reist á og getið þér fengið það sett við vægu verði, ef þér greiðið sektir þeirra. Vér Íslendingar erum því miður aðilar að kjánaskap þeim sem nefnd- ur hefur verið Shengen, og er fram- leiddur af gjöreyðingarsambandi yð- ar og svo erum vér einnig aðilar að svonefndu EES-samstarfi því sem þér látið yður sæma að nota oss í gegn þá yður hentar að setja ofan í við þá sem þér teljið yður lægri. Þýskir embættismenn hér uppi á Ís- landi fyrir og um stríð, eru ennþá munaðir, og satt best að segja, þá er nokkuð ljóst að framferðið þá og nú er ekki alveg ólíkt. En háttur þýskra fyrirmenna á þeim tíma var að ráðast að þeim sem þorðu að tala og segja þeim að halda kjafti á yðar mjög svo virðulega máli. Hroki og yfirgangur líst okkur það vera, sem göngum þúfnagang á mal- bikinu. Einkum er það þó er þér, hr. Sausen, veitist að sæmilegum rit- stjóra sem segir satt, og spyrjum vér því, hvert liggur yðar pólitíska stefna? Ég hef þá trú að Evrópa verði aftur sá skemmtilegi kokkteill sam- félaga sem var, en til þess að það ger- ist þá verður að skipta fjórða ríki frú Merkel upp aftur, því að sameinað sýnist það alltaf verða til yfirgangs og vandræða, framleiðandi hrokafulla, drambsama embættismenn. Til dæmis núna, hr. Hermann Sau- sen, þá er Þýskaland að mjólka jað- arríki Evrópu og reyndar Frakkland líka, enda er frú Merkel vel í holdum en Sarkosy sá sem tapaði var og er horaður. Mikið hefði Hitler verið ánægður með yður, hr. Herman Sau- sen, og hana frú Merkel og franska fíflið Sarkosy. Í vopnabúnaðinn hefði ekki þurfti neitt púður, engar námur, enga olíu, ekkert stál, bara stela mjólkinni (gengishagnaðnum) og þá þroskuðust börnin ekki þarna á jaðrinum og þá og þá og þá þarf yður ekki að dreyma, því raunveruleikin blasir við. Ég legg til að þér finnið yður flutn- ing heim í fjórðaríki frú Merkel. Því að vér Íslendingar fengum nóg af þriðja ríki Hiters og sendiherrum þess og vantar ekki fjórða ríkis sendi- herra. Til yðar, hr. Hermann Sausen, með svo jafnri virðingu sem yður hentar. HRÓLFUR HRAUNDAL vélvirki. Opið bréf til hr. Hermann Sausen, sendiherra Þýskalands í Reykjavík Frá Hrólfi Þorsteinssyni Hraundal Hrólfur Hraundal Chlorella Minnkar líkamslykt, tá og svitafýlu Spirulina Orkugefandi og örvar efnaskipti Andoxunarríkt og örvar efnaskipti Wheat grass Hreinsandi próteingjafi Vegna einstakra gæða nýtur Sunny Green virðingar og trausts um allan heim Græni pakkinn eykur orku og er hreinsandi Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Við tökum á móti netum Efnamóttakan tekur við veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e: • netaafskurði • hlutum úr flottrolli • nótaefni Fáðu hjá okkur sérsniðna poka undir netaafskurðinn. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar! Sími 559 2200 www.efnamottakan.is - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.