Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert létt/ur í lund þessa dagana,
enda leikur lífið við þig. Forðaðu þér ef deilur
koma upp, þó að þig blóðlangi til þess að
leggja eitthvað til málanna.
20. apríl - 20. maí
Naut Það skilar engu að gára bara yfirborð-
ið. Farðu í huganum upp á fjallstindinn og
horfðu niður á líf þitt. Hvað má betur fara?
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að leggja áherslu á að tjá
þig skýrt og skorinort svo enginn þurfi að
efast um þitt álit. Þú tekur allt með trompi
sem þú tekur þér fyrir hendur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert eitthvað óráðin/n í fjármál-
unum. Tilfinningar ykkar geta komið í veg
fyrir að þið sjáið hlutina í skýru ljósi og ástin
getur lognast út af jafn skjótt og hún varð til.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Mundu að margt smátt gerir eitt stórt.
Haltu þínu striki og láttu engan segja þér
hvað sé best að gera í þeim efnum. Stappaðu
stálinu í vin sem á erfitt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Heimilið og fjölskyldan verða í brenni-
depli hjá þér á næstu fjórum til sex vikum.
Þú kemur í veg fyrir stórslys í vinnunni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vertu með allar klær úti við að auka
menntun þína og tækifæri til þess að læra
eitthvað nýtt. Gættu þess að gera alls ekkert
að óathuguðu máli á peningasviðinu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það þarf hugrekki til að horfast í
augu við eigin mistök og síðan að gera sitt til
að bæta úr þeim. Rökræður um trúmál og
stjórnmál finnst þér ekki leiðinlegar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert komin/n út á ystu nöf
vegna útgjalda í félagslífinu. Þú gætir þurft
að annast einhvern annan eða láta þínar
þarfir mæta afgangi vegna þess að einhver
þarf á hjálp þinni að halda.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Vertu þolinmóður gagnvart vini
þínum því ekki er allt sem sýnist. Ferðalag er
í kortunum. Þú skellir skollaeyrum við hættu-
merkjum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Óvæntar uppákomur gætu orðið í
verkefnum sem tengjast útgáfu, menntun og
ferðalögum og haft áhrif á líf þitt og þinna
nánustu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert að læra mjög mikilvæga hluti
þó þér finnist eins og þú sért villt/ur í völ-
undarhúsi. Heilladísirnar vaka yfir þér. Frá-
bærar gjafir og hlunnindi berast þér hugs-
anlega.
Karlinn á Laugaveginum varmeð enska limrubók í hand-
arkrikanum, þegar ég hitti hann,
og tuldraði fyrir munni sér:
There was a young lady named Bright,
whose speed was much faster than
light.
She set off one day
in a relative way
and returned on the previous night.
Og svo fór karlinn út í trúarlega
þanka: „Fyrir þér er einn dagur
sem þúsund ár / og þúsund ár dag-
ur ei meir.“ Og velti vöngum:
María, ó, blessuð mær,
hvort mætti ég koma þér nær?
Mér finnst hentugast fjósið
og fer hraðar en ljósið
má ég hitta þig kannski í gær?
Ég rifjaði um daginn upp vísur
eftir Konráð Gíslason, sem birtust í
Lögbergi árið 1937. Og enn stend-
ur þar: „Konráð bjó um tíma á
Garði með Torfa Jónssyni Eggerz,
bróður séra Friðriks í Akureyjum.
Torfi andaðist í Kaupmannahöfn í
janúar 1936 og hafði verið lengi
veikur; hafði hann um hríð, áður
en hann lést, hryglu fyrir brjósti.
Það var eitt kveld, að Konráð kom
inn í herbergi þeirra Torfa og ætl-
ar að fara að hátta; varð hann
einskis var, nema heyrði snörl
nokkurt í hálfdimmunni, en mað-
urinn myrkfælinn; hljóp hann því
út og inn í herbergi Jónasar Hall-
grímssonar, sagði sínar farir ekki
sléttar og kvað:
Allt var kyrrt og allt var hljótt,
en eitthvað heyrði ég tísta ótt
í húsi því;
mér á burt ég flýtti fljótt
því fara vildi eg ekki um nótt
í klammarí.“
Engin uppskrift er til að því,
hvernig eigi að gera góða vísu né
hvað sé góð vísa. Og þó heyrum
við undir eins og með vísuna er
farið, hvort hún er góð eða vond.
Þannig er um þessa vísu Guðríðar
í Múlakoti og þekkjum við þó ekki
þau atvik, sem ollu því að hún var
ort:
Ekki er þrotið afl í mund,
ef það nota vildi,
getur rotað heilan hund
halurinn snotur, Árni á Grund.
Hið sama má um þessa vísu
segja:
Einn er kveikur orðinn þur,
ætlar ljós að deyja.
Taktu af skarið, Tyrfingur,
tróðan gulls nam segja.
Og að lokum ein glaðleg staka:
Lömbin skoppa hátt með hopp,
hugar sloppin meinum
bera snoppu að blómsturtopp,
blöðin kroppa af greinum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Má ég hitta þig kannski í gær?
Víkverji var að spjalla við Norð-mann um daginn sem er tengdur
fiskiðnaðinum þar í landi en Norð-
menn framleiða 1,1 milljón tonna af
fiski í fiskeldi. Meira en allar aðrar
þjóðir til samans. Hann hugsaði með
sér hvers vegna í ósköpunum hann
hefði ekki komið sér til Noregs og
reynt að koma undir sig fótunum þar.
Þeir eru framar en flestar þjóðir á
öllum sviðum núorðið. Eru algjörlega
að drukkna úr seðlum.
x x x
Einn félagi Víkverja fór til Noregsmeð kennaramenntunina eina að
baki og var á nokkrum mánuðum
kominn með starf sem gaf honum yf-
ir 600.000 krónur í mánaðarlaun.
Samt hafði hann engin tengsl í land-
inu og þekkti engan þar fyrir. Þegar
Víkverji var að segja samstarfs-
mönnum sínum frá þessu á vinnu-
staðnum sögðu þeir að málið væri
ekki svona einfalt. Einn vinnufélagi
Víkverja átti vinkonu sem var með
1,2 milljónir króna í laun á mánuði í
Noregi og það fylgdi sögunni að hún
þyrfti verulega að passa sig til að
eiga eitthvað í lok mánaðarins. Það
væri allt svo svakalega dýrt í þessu
landi að há laun á íslenskan mæli-
kvarða væru fljót að hverfa í brauð,
bensín og aðrar nauðsynjar. Víkverji
gat samt ekki að því gert að vilja vera
með 1,2 milljónir króna í laun á mán-
uði og finnast það lítið! Það er sér-
stök upplifun sem Víkverji hefur ekki
enn kynnst.
x x x
Annars var Víkverji í Tékklandifyrir skömmu og stoppaði þar á
sveitakrá til að fá sér bjór. Bjórinn
kostaði 10 krónur tékkneskar, sem er
67 krónur íslenskar. Hann kostaði
ekki nema 67 krónur en fyrir það fær
maður ekki einu sinni Svala hér á
landi.
x x x
Víkverji er á því að það þurfi aðsamhæfa kosti og galla landa
Evrópu. Þannig væri óskastaðan að
fá laun frá Noregi, helst samt að fá
að skrifa áfram í Morgunblaðið, en
búa við hliðina á þessari sveitakrá í
Tékklandi. Þá gæti Víkverji lifað
hamingjusamur það sem eftir væri.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum
misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yð-
ar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6,
14.)
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
F
er
d
in
a
n
d
HÆTTU
ÞESSU
GOTT OG VEL, EN EKKI
FYRR EN MÉR FER AÐ LEIÐAST
ÉG VEIT
HVERSU
HRIFINN ÞÚ
ERT AF
HENNI...
ÉG VEIT AÐ ÞÚ HEFUR VERIÐ
AÐ SKAUTA MEÐ HENNI Á
HVERJU KVÖLDI...
OG... ÞAÐ GLEÐUR MIG...
ÞAÐ SEM ÉG ER AÐ REYNA AÐ
SEGJA ÞÉR ER AÐ EF ÞÚ VILT
GIFTAST HENNI ÞÁ MUN ÉG
EKKI STANDA Í VEGI FYRIR ÞÉR
MÉR SKILST AÐ ÞIÐ
NÝLIÐARNIR HAFIÐ HEYRT
ORÐRÓM ÞESS EFNIS AÐ ÞIÐ
FÁIÐ EKKERT AÐ LAUNUM
NEMA VATN OG BRAUÐ... EN ÞAÐ ER EKKI SATT, SVO
SLÆMUR ER ÉG NÚ EKKI
ÞIÐ FÁIÐ LÍKA SMJÖR
OG SULTU TIL AÐ SETJA
Á BRAUÐIÐ!
ÉG VEIT
EKKI HVAÐ ER
Í GANGI
UM HVER JÓL ÞÁ FER MIG
AÐ KLÆJA ENNÞÁ MEIRA
EN VENJULEGA, EN SVO
BATNAR ÞAÐ ALLTAF
STUTTU EFTIR ÁRAMÓT
VIÐ ERUM
EKKI ÞEIR EINU
SEM FÁ ÆTTINGJA Í
HEIMSÓKN YFIR
HÁTÍÐARNAR
AF HVERJU EKKI AÐ FÁ
MEIRA FYRIR MINNA?
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Pípulagnahreinsir
Perfect Jet
Síuhreinsihaus Stuðningssæti
U.V. Áburður
fyrir lok
Glasabakki
Yfirborðshreinsir
fyir skel
FituhreinsirFroðueyðir
Síuhreinsir
3499,-
1249,-
2899,-
2899,-2999,-
3299,-
3499,-
4499,-
1999,-
*Öll verð eru m/vsk og birt án ábyrgðar
Úrval fylgihluta fyrir heita potta