Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A þrenns konar ídýfum Grænmeti með Farðu inn á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina og hugmyndir að fleiri girnilegum réttum. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Námskeiðum í Slysavarnaskóla sjómanna lýkur með því að sjómennirnir eru æfðir í að taka á móti björgunarþyrlu og að vera bjarg- að úr sjó. Slíkar æfingar eru haldnar alla föstudaga þegar námskeiðin eru haldin, að sögn stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Í gær voru björgunarskip og bátar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg við Engey vegna björgunaræfingar. Þyrla kom svo á staðinn og fengu menn að finna hvernig gust- urinn frá þyrlunni þeytti léttum bátum til. Nokkrir voru svo hífðir upp í þyrluna. Sjómenn æfðir í sjóbjörgun við Engey Morgunblaðið/Árni Sæberg Slysavarnaskóli sjómanna og Landhelgisgæslan þjálfa sjómennina Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Störfum hjá fjármálafyrirtækjum hefur fækkað um 2.000 frá því vorið 2008. Útibúum bankanna hefur fækkað um helming á sama tíma. „Þetta hefur verið hreint hörmung- arástand,“ segir Friðbert Trausta- son, formaður Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja. Tilkynning Landsbankans um hagræðingu með fækkun útibúa og starfsfólks er ein af mörgum frétt- um af þessu tagi á síðustu árum. Þrátt fyrir lokun útibúa víða um land er bankinn enn með víðfeðmasta útibúanet landsins. Friðbert segir að starfsmenn fjármálafyrirtækja hafi verið 5.700 þegar störfin voru sem flest en hefð- bundin bankastörf eru komin vel niður fyrir 4.000. Ennþá eru starfandi 300-400 manns hjá skilanefndum og slitastjórnum við uppgjör gömlu bankanna. „Þetta eru tímabundin störf og þegar vinnu þessa fólks lýkur verðum við komin niður fyrir þá tölu starfsfólks sem var hér á níunda áratug síðustu aldar,“ segir Frið- bert. Helmingi færri útibú Friðbert Traustason segir að útibú bankanna hafi verið 175 þegar þau voru flest en verði komin niður fyrir 90 í byrjun næsta mánaðar. Auk fækkunar úti- búa viðskiptabankanna hefur sparisjóðakerfið skropp- ið mjög saman. Sparisjóðirnir voru einu sinni 26 en eru nú 10 og þar af eru aðeins þrír sem ekki eru í eigu ríkis eða viðskiptabanka. „Þetta er háalvarlegt fyrir kerfið í heild. Það er ekki gott, í hvaða atvinnu- grein sem er, að vera með fákeppni,“ segir Friðbert. Hann segir að rafræn þjónusta hafi aukist mjög en enn sæki viðskiptavinir ótrúlega mikið til útibúanna. „Það er ljóst að lokun útibúa á minni stöðum úti á landi hefur keðjuverkandi áhrif. Þetta hófst með því að Pósturinn lokaði en bankarnir tóku víða við þjón- ustunni. Það segja við mig menn úti á landi að nú þegar búið er að loka pósthúsinu, heilsugæslunni og bankanum geti þeir lokað kirkjunni og grunnskól- anum og farið. Samdráttur í þjónustu hefur áhrif um allt samfélagið; um leið og þjónustan hverfur, þá fer byggðin,“ segir Friðbert. Ríkið ber ábyrgð Hann vísar til ábyrgðar ríkisins á þróun byggð- anna. Bendir á að flugsamgöngur og ýmsar aðrir sam- göngumátar séu niðurgreiddir af ríkinu til þess að halda uppi samgöngum við afskekktari byggðir. Frið- bert svarar því ekki beint þegar hann er spurður hvort hann telji rétt að ríkið niðurgreiði fjármálaþjón- ustu á landsbyggðinni. „Það er kominn tími til að rík- isvaldið átti sig á því að það þarf vissa grunnþjónustu til að samfélögin lifi. Um leið og fólk þarf að leita í burtu eftir þjónustunni leitar sú spurning á hugann af hverju það flytji sig ekki eftir þjónustunni.“ Vekur Friðbert athygli á því að Norðmenn hafi styrkt grunnþjónustu í norðlægum byggðum vegna þess að vilji sé til að hafa þar byggð áfram. Störfum í bönkum fækkað um 2.000  Útibúum fækkað um helming  Störf hjá fjármálafyr- irtækjum undir 4.000  Óttast afleiðingar skertrar þjónustu Friðbert Traustason Hæstiréttur staðfesti síðdegis í gær að þeir Annþór Krist- ján Karlsson og Börkur Birgisson skuli sæta gæsluvarð- haldi til 13. júní nk. Verjendur þeirra höfðu ekki fengið af- hent rannsóknargögn lögreglu í gær. Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður og samstarfsmaður Guðmundar St. Ragnarssonar, verjanda Annþórs, sagði að samkvæmt lögum um meðferð sakamála væri lögreglu, eða þeim sem sæju um rannsókn máls, heimilt að halda eft- ir ákveðnum gögnum teldu þeir það geta skaðað rannsókn- ina að afhenda gögnin. „Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að einhverj- um gögnum sé haldið eftir á frumstigi, en það er hins vegar mjög óeðlilegt að á sama tíma skuli upplýsingar um gögn renna til fjölmiðla,“ sagði Hólmgeir. Hann nefndi t.d. að verjendur hefðu frétt það í fjölmiðlum að dánarorsök hins látna hefði verið innvortis blæðing. Eins hefðu verjendur ekki vitað að fyrir lægi bráðabirgðakrufningarskýrsla eða myndbandsupptökur úr fangelsinu, nema vegna frétta um það í fjölmiðlum. Þá sagði Hólmgeir að hann hefði verið viðstaddur uppkvaðningu gæsluvarðhaldsúrskurðarins á Litla-Hrauni klukkan 11.11 í fyrradag. Hálftíma síðar var komin frétt um gæsluvarðhaldið og gildistíma þess í net- miðli. Hann taldi að þá hefðu engir vitað af þessu nema dómarinn, lögmennirnir og skjólstæðingar þeirra, fjórir eða fimm lögreglumenn og sex eða sjö fangaverðir sem voru á staðnum. Ingi Freyr Ágústsson, verjandi Barkar Birgissonar, sagði að einu gögnin sem verjendur hefðu eitthvað getað lesið út úr væru krafa lögreglu um gæsluvarðhald og úr- skurður Héraðsdóms Suðurlands. gudni@mbl.is Gæsluvarðhald staðfest  Verjendur segjast hafa frétt af gögnum í fjölmiðlum Ekki hefur verið sótt um auka- fjárveitingu vegna kostnaðar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu við heimsókn kín- verska forsætis- ráðherrans Wens Jiabaos. Auka- kostnaður emb- ættisins er talinn vera um fjórar milljónir króna og segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að gæslan sé talin hluti af hefð- bundnum verkefnum lögreglunnar. Mikil löggæsla var við opinbera heimsókn Wens Jiabaos og fylgd- arliðs hingað til lands í síðasta mán- uði. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu annaðist gæsluna. „Það er ekki hugsuð sérstök fjárveiting til gæslu fulltrúa erlendra ríkja sem hingað koma, það er eitt af hefðbundnum verkefnum lögreglunnar, ekki síst lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjórans vegna sér- sveitar sem eftir atvikum kemur við sögu,“ segir Ögmundur. Hann segir að málið hafi verið rætt í ráðuneytinu og komið fram að kostnaður væri áætlaður fjórar milljónir kr. helgi@mbl.is Kostnaður við komu 4 milljónir Ögmundur Jónasson  Ekki aukafjárveiting til gæslu Wens Jiabaos Afrekskonan Annie Mist Þór- isdóttir sló heimsmet í tveimur greinum sem hún tók þátt í á fyrsta degi Evrópumeistaramótsins í crossfit í Kaupmannahöfn í gær. Annie Mist tekur einnig þátt í liða- keppni með liði frá Crossfit Reykja- vík. Það lenti í fyrsta sæti í þeim tveimur keppnum sem liðið tók þátt í í gær. Þeir sem enda í þremur efstu sætunum fá rétt til keppni á heims- meistaramótinu sem fram fer í Bandaríkjunum í júlí. Evrópumeist- aramótinu lýkur á sunnudag. Annie Mist sló tvö heimsmet á Evr- ópumeistaramóti Morgunblaðið/Ómar Heimsmeistari Annie sló tvö heimsmet. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í sumar auka umferðareftirlit á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra. Sérstök áhersla verður lögð á eftirlit seinnipart föstudags þegar íbúar halda út úr höfuðborginni og svo seinnipart sunnudags þegar þeir snúa aftur. Fylgst verður með hraða og búnaði ökutækja. Aukið umferðar- eftirlit um helgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.