Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 ✝ GuðmundurFertram Sölva- son fæddist í Efri- Miðvík í Miðvík í Að- alvík 24. júlí. 1922. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 21. maí 2012. Foreldrar hans voru Sölvi Þorbergs- son, bóndi í Efri- Miðvík, f. 22.3. 1895, d. 11.11. 1960 og Sig- urlína Guðmundsdóttir frá Hest- eyri, f. 9.12. 1901, d. 21.11. 1990. Guðmundur var elstur sex systk- ina, en hin eru: Guðrún Margrét, f. 21.7. 1923, Karitas, f. 23.5. 1926, Eiríkur Sigurður Hafsteinn, f. 12.4. 1928, Ásta María, f. 14.7. 1930 og Hilmar Rafn, f. 26.12. 1936. Árið 1946 kynntist Guðmundur Sigurbjörgu Guðjónsdóttur, f. 17.4. 1914, d. 29.4. 2008, frá Tóar- ram, f. 20.10. 1971. Guðmundur ólst upp í Efri- Miðvík og dvaldi í föðurhúsum og vann þar við bústörf til tvítugs. Lítið var um aðra vinnu í Aðalvík- ursveit á þeim árum. Barnaskólar voru bæði á Látrum og Hesteyri og sótti Guðmundur þann fyrr- nefnda í nokkra vetur. Eftir tví- tugt lá leiðin til Hnífsdals og síðar til Reykjavíkur, þar sem hann vann í vélsmiðju í tvö ár. Guð- mundur og kona hans stofnuðu heimili í Brekkuhúsinu í Hnífsdal 1947. Fjöskyldan flutti síðan inn á Ísafjörð 1950, þar sem Guð- mundur bjó og starfaði til dauða- dags. Fyrst á Silfurgötu 3, síðan Austurvegi 14 og og loks á Hlíð- arvegi 16 frá 1959. Guðmundur vann framan af almenn verka- manna- og sjómannsstörf, m.a. við beitingar á vetrum og brúarsmíði á sumrin. Stóran hluta starfs- ævinnar vann hann hjá Hrað- frystihúsi Norðurtangans, þar sem hann sá um fiskibúðina við Sundstræti í áratugi. Útför Guðmundar Fertrams fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 26. maí 2012, og hefst athöfn- in kl. 14. seli í Breiðdal og gengu þau í hjóna- band 1947. For- eldrar Sigurbjargar voru Guðjón Jóns- son, f. 23.8. 1874, d. 18.4. 1966 og Jónína Sigurbjörg Eiríks- dóttir, f. 16.3. 1879, d. 16.9. 1944. Dóttir þeirra er Sigurlína Oddný, f. 23.8. 1947. Eiginmaður hennar er Gunnar Hallsson, f. 30.5. 1948. Börn þeirra eru Auður, f. 28.5. 1967, Sigurbjörg, f. 9.2. 1972 og Guðmundur, f. 23.9. 1976. Fyrir átti Sigurbjörg Sigurjón Norberg Ólafsson, f. 17.4. 1943 og gekk Guðmundur honum í föðurstað. Eiginkona hans var Aðalbjörg Kristjánsdóttur, f. 27.11. 1945 á Þórshöfn, d. 3.8. 2008. Börn þeirra eru, Steinunn Björg, f. 16.1. 1964 og Guðmundur Fert- Nú er elskulegur faðir minn látinn, saddur lífdaga. Hann er farinn til mömmu, svo mjög sem hann hefur þráð það frá því að hún fór til feðra sinna fyrir fjór- um árum. Pabbi var mér alltaf ákaflega kær og á mínum yngri árum var ég mikil pabbastelpa. Ég fékk oft að fara með honum á reið- hjólinu hans þar sem hann reiddi mig á stönginni. Í minn- ingunni voru ferðirnar með hon- um á reiðhjólinu um götur Ísa- fjarðar ákaflega spennandi og skemmtilegar. Pabbi var einstaklega barn- góður maður og börnin okkar Gunnars voru afar hænd að afa sínum sem var ónískur að gefa þeim af tíma sínum. Hann naut þess sérstaklega að segja þeim sögur og leyfa þeim að vera með sér í kjallaranum að smíða og mála, kenna þeim að skapa. Hann kenndi þeim einnig að fara vel með alla sína hluti og vera gætin á lífsgöngu sinni þar sem freistingarnar eru við hvert fótmál. Aldrei heyrðist hann ávíta þau en það var hrein unun að fylgjast með því hvernig hann beitti sinni sálfræði ef honum fannst ástæða til að koma ró á ærsl barnanna. Þá sagði hann gjarnan við okkur „ég skal spila með þau“. Hann elsku pabbi minn var með duglegri mönnum og féll honum sjaldan verk úr hendi. Á hverju hausti gekk hann til berja öllum sínum stundum sem aflögu voru. Já, þær voru marg- ar fleytifullar berjaföturnar sem hann bar heim á hausti hverju. Berin gaf hann svo fjölskyldu og vinum og sérstaklega þótti hon- um vænt um það að geta umb- unað þeim, með safaríkum að- albláberjum. Ekkert mátti pabbi aumt sjá og tók hann það ævinlega nærri sér ef hann vissi af einhverjum bágindum og reyndi hann þá gjarnan að rétta að, svo sem hann gat. Pabbi starfaði í frystihúsi Norðurtangans á Ísafirði sam- fellt í 37 ár, lengst af í fiskbúð fyrirtækisins þar sem hann flak- aði og útbjó fiskmetið fyrir bæj- arbúa. Það kom auðvitað að þeim tímamótum að hann færi af vinnumarkaði. Honum fannst hann reyndar hætta of snemma enda ævinlega heilsuhraustur. Það uppskar hann af reglusömu og heilbrigðu líferni. En að loknu ævistarfi var hann ekki iðjulaus því hann hafði ævinlega eitthvað fyrir stafni og mörgum stundum eyddi hann í að koma því til skila sem aðrir hentu. Þar var hann í essinu sínu við að snyrta umhverfi sitt og fá um leið útrás fyrir hirðusemi sína og nýtni. Síðustu æviár sín dvaldi pabbi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísa- firði. Fyrir hönd aðstandenda þakka ég öllu starfsfólki öldr- unardeildarinnar fyrir frábæra umönnun. Það var okkur hjónum og börnum okkar afar mikilvægt að geta verið hjá pabba á dauða- stundu hans, fá að halda í hönd hans, höndina sem hafði svo oft leitt okkur og stutt. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Ég þakka þér fyrir allt, elsku pabbi minn. Hvíl þú í friði hjá mömmu. Oddný Guðmundsdóttir. Elsku pabbi, nokkur orð í kveðjuskyni. Ísfirzkt mannlíf er nú orðið fátækara, eftir að þú, eitt af siglutrjám þess, ert fall- inn í valinn. Gvendur Sölva ekki lengur á ferðinni á hjólinu sínu eins og undanfarin sextíu ár. Þú hafðir ekki kennt þér meins, nánast aldrei misst úr vinnudag í sex áratugi, en eftir að mamma dó, 2008, fór heilsunni fljótlega að hraka og vistun á öldrunar- deild tók við. Baráttan var þér og okkur systkinunum erfið. Fyrst fór skammtímaminnið, síðan langtímaminnið og loks viðnámsþróttur líkamans. Nú ertu allur. Með okkur tókst mjög sterk vinátta. Ungur að árum var ég, er við ræddum fjölskyldubönd. Þú sagðir mér, að þegar þið mamma kynntust, hefði hún sagt þér, að með í pakkanum fylgdi tveggja ára snáði, sem yrði að vera með, ef framhald ætti að verða á sambandinu. „Ég sagði já og það er bezta ákvörðun, sem ég hef tekið í lífinu“. Þá varð mér ljóst, að það eru ekki blóðtengslin, sem mestu skipta í samskiptum tveggja persóna, heldur hjartahlýjan. Þú gafst mér allt, sem ég þurfti á að halda í þeim efnum. Þú ólst upp í hinni harðbýlu Aðalvíkursveit og varst mjög mótaður af umhverfi og kjörum þar. Þar hlupu menn ekki út í búð og þurfti því allt að vera til til vetrarins áður en hann skall á. Þú áttir því ávallt til fyrningar af öllu. Ábyrgð, stundvísi og áreiðanleika hafðir þú meira af, en aðrir, sem ég hef kynnst. Klókur varstu, það tók þig ekki marga leiki að vinna mig í tafli. Ég hafði ekki roð við þér þar. Menntastofnanir voru engar í sveitinni, utan barnaskóla. Því varstu ómenntaður, eins og sagt er. En menning og menntun er ekki hið sama og menning al- þýðumannsins átti sterkar rætur í þér. Hins vegar var ég sendur upp á topp hins grýtta mennta- vegar og þú leizt á það sem sjálfsagðan hlut að bjarga fjár- málunum, ef á þurfti að halda. Þegar ég lít til baka finnst mér það vera umhyggjan fyrir konu þinni og börnum, sem stendur upp úr. Ég minnist þess ekki, að þú hafir nokkru sinni eytt neinu, sem fallið gæti undir óþarfa, í sjálfan þig. Hins vegar brúaðir þú alltaf herzlumuninn í fjármálunum, ef upp á vantaði, þegar við afkomendur þínir stóð- um í fjárfestingum. Þverir vorum við báðir. Þegar okkur varð sundurorða endaði það alltaf með því, að þú jánk- aðir mínum sjónarmiðum. En síðan fórstu þína leið. Aldrei sá ég þig skipta skapi eða æsa þig upp. Þú varst einfari, sem deild- ir ekki áhyggjum eða sorgum með öðrum. Bezt leið þér niðrí kompu, þar sem þú smíðaðir ólíklegustu hluti. Ekkert var þér um ferðalög gefið, mér tókst þó að draga þig nokkrum sinnum til Reykjavíkur, helzt ef það var einhver tilgangur með ferðinni, eins og að hjálpa til við hús- byggingu mína. Við vorum miklir mátar, þú tókst mig með þér, ef hægt var. Ógleymanlegastar eru mér hinar árlegu berjatínsluferðir um marga firði við Djúpið í ágúst- lok. Þannig kenndir þú mér að meta íslenzka náttúru. Að mér og börnum mínum er mikill harmur kveðinn. Guð blessi minningu þína. Sigurjón Norberg. Í dag kveð ég tengdaföður minn Guðmund Fertram Sölva- son sem lagt hefur upp í sína hinstu ferð til hins eilífa austurs, en hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði hinn 21. maí sl. tæplega níræður að aldri. Saddur lífdaga sinna er Gummi Sölva nú kominn til hins eilífa friðar þar sem hann hittir aftur hana Böggu sína sem hann hefur saknað svo mjög frá því hún lagði í sína hinstu för fyrir réttum fjórum árum. Guðmundur var fæddur og uppalin í Efri-Miðvík í Aðalvík á Ströndum, elstur sex systkina. Í Aðalvík á Ströndum bjó fólk við sjálfsþurftarbúskap sem miðað- ist við að heimilisfólk hefði fæði og klæði. Oft var harðsótt til lands og sjávar og þar unnu menn svo sannarlega í sveita síns andlitis. Það er úr þessu umhverfi sem tengdafaðir minn var sprottinn og hans lífsstíll tók alla tíð mið af því. Lífsgildi hans voru einföld, en þau samanstóðu af hagsýni, hófsemi, varkárni og heiðarleika. Öllu óþarfa bruðli sneiddi hann hjá ef hann mögulega gat. Hann sá til dæmis aldrei hag- kvæmni í því að fjárfesta í bif- reið. Reiðhjólið hans dugði vel til allra ferða á Ísafirði og ná- grenni og í þeim tilfellum sem hann þurfti nauðsynlega að bregða sér bæjarleið þá voru al- menningssamgöngur honum nægar. Það er liðið á fimmta áratug frá því að ég kom í fjölskyldu þeirra Guðmundar og Sigur- bjargar. Strax frá fyrsta degi var mér tekið af mikilli alúð og ekki síst umhyggju. En þar fyrir utan taldi Gummi sér það bæði ljúft og skylt að vekja drenginn unga til meðvitundar um gildi þess að fara vel með. En um- fram allt, huga að öryggi fram- tíðar sinnar og fölskyldu þeirrar sem hann og dóttir hans voru að stofna til. Ég, sem á þessum árum dýrk- aði Bítlana og hreifst af hug- myndafræði ’78 kynslóðarinnar, var ekki alveg tilbúinn til að fylgja leiðbeiningum hans um nægjusemi og hagsýni í mínum lífsstíl. En innst inni varð ég þó fljótlega að viðurkenna, allavega með sjálfum mér, að „sá gamli“ hafði auðvitað lög að mæla. Gummi lét ávallt duga föð- urleg varnaðarorð og reyndi aldrei að koma í veg fyrir ákvarðanir okkar Oddnýjar. Hann stóð miklu frekar með okkur og aðstoðaði svo sem hann hafði getu til. Gilti þá einu hvort hann hafði með sínum rök- um reynt að tala okkur inn á sína braut. Margar voru þær stundirnar sem hann lagði okkur ungu hjónunum lið er við vorum að byggja okkur heimili í Bolung- arvík. Í þeim verkum lagði hann gjarnan á ráðin með okkur hvernig nýta mætti sem best rándýrt byggingarefnið, þar fékk að njóta sín hans eðlislæga hagsýni og nýtni. Það er svo sannarlega margs að minnast nú þegar leiðir okkar Gumma Sölva skilja, en það ætla ég að geyma í huga mínum, ekki síst til að minna mig á hin góðu og göfugu lífsgildi hans sem ég var svo heppinn að fá að kynn- ast. Þó að mér hafi ekki enn tek- ist að tileinka mér þau nema að litlu leyti þá veit ég að þau geta verið mér leiðarljós á lífsgöngu minni fram að því að við hitt- umst aftur í austrinu eilífa. Kæri Gummi minn, ég kveð þig með söknuði í hjarta, en minning þín lifir. Gunnar Hallsson. Við vorum öll með kvíðahnút í maganum, systkinin, þegar við lögðum af stað akandi vestur á firði síðastliðinn sunnudag. Mamma hafði hringt um morg- uninn og fært okkur fréttirnar sem við höfðum vænst um þó- nokkurt skeið. Heilsu afa hafði hrakað um nóttina og við vissum að það væri komið að kveðju- stund. Minningarnar helltust yfir okkur í bílnum á leiðinni. Minn- ingar um manninn sem alla sína ævi, af einstakri ósérhlífni, gerði allt sem hann mögulega gat til þess að gera okkur lífið bæri- legra. Ekki vegna þess að hann teldi sig þurfa þess eða vegna þess að við værum vart sjálf- bjarga, heldur vegna þess að Gummi Sölva var einfaldlega þannig gerður. Hans lífsfylling fólst í því að létta undir með öðrum, gefa af sér og sjá um þá sem honum þótti vænt um. Þannig maður var afi. Hús afa og ömmu á Hlíðar- vegi 16 á Ísafirði var sem okkar annað heimili. Þetta var ævin- týraveröld sem við systkinin fengum hreinlega ekki nóg af. Samt voru aldrei til nein leik- föng á heimili afa og ömmu. Það þurfti ekki. Eldhúsáhöldin, verk- færin og jafnvel húsgögnin voru okkar leikmunir í ævintýraleg- um leikjunum sem þau brydd- uðu upp á. Í kjallarakompunni hans afa voru reglurnar svo enn frjáls- legri. Þar var hreinlega allt leyfilegt. Ef barnið gat haldið á pensli þá mátti það mála. Ef barnið vildi mála húsgögnin eða gólfið þá var það bara þannig. Ég held að við systkinin hljótum að hafa minnkað lofthæðina tölu- vert með tíðum málningarlotum á blessuðu kompugólfinu. Og afi brosti bara. Svona voru allar samverustundirnar með afa og ömmu. Eilíft dekur og taumlaus gleði. En þótt frjálsræðið hafi verið algert þá voru lífsreglurnar sem afi miðlaði til okkar skýrar. Gætið hófs, komið vel fram við aðra og verið heiðarleg. Þannig hagaði hann sínu lífi og vildi að við gerðum slíkt hið sama. Eftir nokkurra klukkustunda akstur stóðum við systkinin við rúmgaflinn hjá afa á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísafirði. Við föðmuðum hann, kvöddum og héldum í hendurnar á honum uns yfir lauk. Það var okkur systkinunum dýrmætara en orð fá lýst að fá að fylgja honum síð- ustu skrefin. Þrátt fyrir sorgina og sökn- uðinn sem helltist yfir okkur á þessu augnabliki þá var kveðju- stundin samt áreynslulaus og friðsæl. Næstum því einkenni- lega afslöppuð. Við systkinin teljum okkur vita ástæðuna. Þegar við hugsum til þeirrar hlýju sem mun alltaf streyma frá honum, umhyggjunnar sem hann mun alltaf bera til okkar og ástarinnar sem við munum alltaf finna fyrir í hjarta okkar, þá er ekki mikið pláss eftir fyrir sorgina. Smám saman rann það upp fyrir okkur, þessi síðustu augnablik í lífi afa, að enn og aftur var þessi einstaklega ljúfi maður að veita okkur dýrmæta lexíu um lífið. Þeir sem minnast Gumma Sölva eru nefnilega lukkunnar pamfílar. Þeir minnast hans vegna þess að þeir hafa á ein- hverjum tímapunkti verið svo ótrúlega heppnir að fá að kynn- ast honum. Við systkinin getum vart fært í orð hversu mikil for- réttindi það voru að fá að eiga þennan mann fyrir afa. Elsku afi, takk fyrir allt og skilaðu stuðkveðju til ömmu. Auður, Sigurbjörg og Guðmundur. Guðmundur Fertram Sölvason HINSTA KVEÐJA Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku langafi okkar, takk fyrir allt. Gunnar Anton, Brynja Rut, Oddur Hólm, Arnar Freyr, Gunnar Sölvi, Ásta Margrét, Vigdís Mirra og Lóa Katrín. Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, sími 514 8000. erfidrykkjur@grand.is • grand.is Grand erfidrykkjur • Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. • Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. • Næg bílastæði og gott aðgengi. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, HÁKON KRISTINSSON vélsmiður, Innri-Njarðvík, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, laugardaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju, Innri-Njarðvík, miðvikudaginn 30. maí kl. 14.00. Þorsteinn Hákonarson, Kristín Tryggvadóttir, Stefanía Hákonardóttir, Sigurbjörn Júlíus Hallsson, Bryndís Hákonardóttir, Steinunn Hákonardóttir, Elvar Ágústsson, Guðfinna Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN JENS GUÐMUNDSSON, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 20. maí. Útförin verður gerð frá Áskirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Líf styrktarfélag, www.gefdulif.is. Solveig Margrét Þorbjarnardóttir, Þór Kristjánsson, Ásdís M. Magnúsdóttir, Þrúður Jóna Kristjánsdóttir, Sigmar Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.