Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Plötusnúðahópurinn RVK Soundsystem hefur haldið mán- aðarleg reggíkvöld í hartnær tvö ár, á Faktorý og Hemma & Valda og í kvöld fær hópurinn góðan gest frá Finnlandi, plötusnúðinn L-JahGun. Mun hann þeyta skíf- um á Faktorý fyrir áhugamenn um reggítónlist og verður skrokkar án efa skeknir við þá tóna. L-JahGun er bæði plötu- snúður og rappari og hefur auk þess skipulagt ýmsa tónlistar- viðburði á ferli sínum. L-JahGun verður ekki einn um tónlist- arflutninginn í kvöld því Funky Moses mun leika á bassa og Sir Dancelot & Ravenator á slagverk. RVK Soundsystem skipa DJ Kári, DJ Elvar, Gnúsi Yones, Kalli Youze og Arnljótur Sigurðsson. Gleðin hefst í kvöld kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Fjölhæfur Mynd af L-JahGun fengin af veggspjaldi RVK Soundsystem. L-JahGun þeytir skífum á Faktorý „Við gætum þess að láta ekkert trufla okkur. Það er ákveðinn rytmi í gangi og við göngumst bæði upp í miklum önnum, erum t.d. í mikilli vinnulotu núna við það að semja. Við viljum ekki fara fram úr okkur heldur og er- um ekki að hugsa þetta um of. Við er- um bara augnablik í eilífðinni.“ Þessi draumkenndu orð eru úr munni Victoriu Legrand, söngkonu Beach House, en þau féllu er greinarhöf- undur ræddi við hana á síðasta ári. Tilefnið var viðtal fyrir Morg- unblaðið vegna væntanlegra tónleika dúettsins á Airwaves. Legrand myndar einn helming hans en hinn helmingurinn er Alex nokkur Scally. Orð Legrand eru sem í fullkomnum samhljómi við tónlist sveitarinnar, eins og þau fljóti um í draumsenu – sem sýnd er hægt. Þau Scally og Legrand hafa enda yfir sér ókenni- lega áru, eru þetta systkin? Elsk- endur? En þau eru hvorugt, eru mús- íkalskt par sem á að eigin sögn í mjög svo telepatísku sambandi er kemur að því að semja tónlist. Fjórða plata mörgu leyti lykilinn að henni. „Við vorum að leita að orði eða orð- um sem myndu lýsa því sem við erum að reyna að koma á framfæri,“ segir hún. „Bloom var orðið. Það var byggt á tilfinningu … trú á þetta orð. Ég tengi það við eitthvað órætt, að það hafi ekkert inntak einhvern veg- inn … ég veit ekki … það er ákveðin spenna bundin í þessa plötu og þetta orð, „bloom“ er tilraun til að fanga þá hugmynd.“ Eins og sjá má er allt í samræmi hjá Beach House, veri það í tónlistinni eða tilraunum þeirra sem búa hana til í að lýsa henni. Órætt og draumkennt svo sann- arlega. Í fullum blóma Par Draumapopp dúettsins Beach House hefur heillað margan tónlistarunnandann. þeirra, Bloom, kom út í þarsíðustu viku og pressan á plötuna allnokkur en sú er kom þar á undan, Teen Dream, var valin plata ársins 2010 af mörgum miðlinum. Meðal annars hafnaði hún í þriðja sæti í vali Morgunblaðsins á erlendri plötu ársins og sagði í umsögn: „Hljóðheimur Beach House er alger- lega einstakur; Það er sorg og myrk- ur þarna en um leið óræð fegurð, birta og von.“ Huggandi Hér hefur mikið verið talað um drauma og tónlist Beach House er m.a. skilgreind sem „dream pop“. Ekki að furða því að þannig nákvæm- lega eru hughrifin þegar á er hlýtt. Lögin streyma áfram línulega, minna hvert á annað og platan nýja, líkt og sú síðasta, er heildarupplifun fremur en að um sé að ræða safn af mismun- andi samsettum lögum. Þá er maður aldrei almennilega viss um hvort þeirra sé að syngja, raddirnar eru nánast tvíkynja og maður er ekki viss hvort um sé að ræða háa karlmanns- rödd eða lága kvenmannsrödd. Hljóð- gervlabundnar smíðarnar, sem eru í senn melankólískar og huggandi, minna þá á sveitir sem gerðu út frá 4AD-merkinu breska á níunda ára- tugnum en það var mikið kjörlendi fyrir dularfullar og dreymnar tón- smíðar. Cocteau Twins koma óneit- anlega upp í hugann og jafnvel Dead Can Dance, án miðaldatilvísananna og heimstónlistarinnar. Báðar þessar sveitir voru líka að stofni til skipuð pari, karli og konu. Spenna Bloom var tekin upp í Texas og sá upptökustjórnandinn Chris Coady (Yeah Yeah Yeahs, Grizzly Bear, Blonde Redhead) um að snúa tökkum líkt og á síðustu plötu. Upptökur tóku sjö vikur og gerir Victoria LeGrand tilraun til að lýsa plötunni eða öllu heldur titli hennar í nýlegu viðtali við Village Voice. Titillinn, Bloom, sé að » Þau Scally og Legr-and hafa enda yfir sér ókennilega áru, eru þetta systkin? Elsk- endur? TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is  Gæðasveitin Beach House gefur út plötuna Bloom  Legrand og Scally á bólakafi í draumheimum sem fyrr LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar BRÁÐSKEMMTILEG MYND FRÁ FRAMLEIÐENDA BRIDESMAIDS OG LEIKSTJÓRA FORGETTING SARAH MARSHALL SPREN G- HLÆG ILEG MYND FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐI OKKUR BORAT KEMUR EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS ÞAR SEM SASHA BARON COHEN FER Á KOSTUM Í HLUTVERKI KLIKKAÐASTA EINRÆÐISHERRA ALLRA TÍMA MEN IN BLACK 3 3D Sýnd kl. 2 - 5 - 8 - 10:15 THE DICTATOR Sýnd kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 8 - 10:25 LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 - 4 - 6 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG AFTUR TIL FORTÍÐAR... TIL AÐ BJARGA FRAMTÍÐINNI -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐUTÍMAR OG TILBOÐ GILDA FRÁ 26. MAÍ TIL OG MEÐ 28. MAÍ OPIÐ ALLA HVÍTASUNNUNA SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ Í 3-D 5%NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS MIB 3 3D KL. 3.50 (TILBOÐ) - 6 - 8 - 10.10 10 THE DICTATOR KL. 8 - 10 12 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT KL. 5.45 12 LORAX - ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.50 (TILBOÐ) L MIB 3 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 - 5.30 - 8 - 10.30 10 MIB 3 3D LÚXUS KL. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 10 MIB 3 2D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 THE DICTATOR KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 - 6 - 8 - 10 12 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT KL. 5.20 - 8 12 21 JUMP STREET KL. 10.30 14 LORAX - ÍSLENSKT TAL 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3 L LORAX - ÍSLENSKT TAL 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 3 L MIB 3 3D KL. 3.30 (TILBOÐ) - 6 - 9 10 SALMON FISHING IN THE YEMEN KL. 5.30 - 8 - 10.15 10 THE DICTATOR KL. 6 - 8 - 10.30 12 GRIMMD: BULLY KL. 3.30 (TILBOÐ) - 5.45 - 8 10 LORAX - ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 (TILBOÐ) L LORAX - ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 (TILBOÐ) L SVARTUR Á LEIK KL. 10 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.