Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Okkur langar með örfáum orðum að minnast Kjartans móðurbróður okkar sem nú er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Upp í hugann koma minn- ingar um árlegar veiðiferðir í Vatnsá í Mýrdalnum þar sem ungir og óreyndir veðimenn nutu góðs af hinni alkunnu þolinmæði, natni og góðmennsku Kjartans. Einnig margar góðar minningar um samverustundir í stórfjöl- skyldunni þar sem Kjartan hafði oftar en ekki komið að því að sjá um kræsingarnar, sérstaklega dýrindis áramótaveislur í Brek- kutúninu og seinna á Kjartans- götunni. Gestrisni Kjartans og Takako og barna þeirra var ein- stök og fékk Kári að njóta góðs af henni þegar hann bjó hjá þeim í Brekkutúninu fyrsta veturinn sinn í háskólanum. Það verður tómlegt á næsta frændsystkinafundi án Kjartans en eftir lifir minningin um frænda sem var einstaklega hlýr, hjálpfús og alltaf í góðu skapi. Elsku Ólöf Júlía, Árni Rúnar, Anna og börn og amma og afi, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Hugur okkar er hjá ykkur. Kári og Jón Örlygssynir og fjölskyldur. Árið var 1983 og undirrituð bjuggu og stunduðu nám í Kaup- mannahöfn ásamt fjölmörgum öðrum Íslendingum. Þetta var yndislegur tími þótt nóg væri að gera í náminu og þarna mynduð- ust varanleg tengsl og vináttu- sambönd. Í þessu umhverfi varð spilaklúbburinn okkar strákanna til en auk okkar þriggja, tveggja verkfræðinga og líffræðings, voru tveir aðrir verkfræðingar í klúbbnum, þeir Gunnlaugur Niel- sen og Kjartan Jónsson. Það þótti skynsamleg ákvörðun að hafa fimm í hópnum til að tryggja að hægt væri að spila vikulega þótt einn gæti ekki mætt af einhverj- um ástæðum auk þess sem fimmti maðurinn gæti séð um að tala meira en aðrir ef svo bar við. Kjartan var afbragðs spilamað- ur og oftast var hann með hæsta skorið eftir kvöldið. Reyndar stríddum við honum oft á því að það væri ekki skrýtið þar sem hann sá um bókhaldið. Spilaklúbburinn þróaðist og fjölskyldurnar kynntust betur eft- ir því sem árin liðu, barnaafmæli, þorrablót, matarkvöld og tjald- ferðir og svo bættust við veiðiferð- ir í ám og vötnum og síðar útivist- in, gönguferðir innanlands og hjólaferð erlendis. Kjartan var virkur í útivistinni, hjólaði í vinn- una og stundaði gönguferðir og í einni slíkri fór hann sína síðustu ferð. Margar minnisstæðar ferðir áttum við saman t.d. í Laxárdal- inn og inn á hálendið og einnig veiðiferð í Grenlækinn þar sem öll börnin voru með. Ein karlaferðin í Grenlækinn að hausti var oft rifj- uð upp en ekki vegna veiðinnar. Krapi var kominn í ána og við fest- um bílinn. Til að losa hann þurfti að fjarlægja grjót og setja grjót undir dekk í ísköldu vatninu. Kjartan bretti upp ermar og lét sig ekki muna um að gera það sem þurfti, berhentur í ísköldu vatn- inu, við hinir stóðum skjálfandi hjá. Spilakvöldin hjá Kjartani voru spennandi því oft töfraði Takako fram japanska rétti. Þorrablót og árshátíðir spilaklúbbsins skiptu meira máli eftir því sem árin liðu. Kjartan Jónsson ✝ Kjartan Jóns-son fæddist á Selfossi 20. nóv- ember 1952. Hann varð bráðkvaddur í Esjuhlíðum 13. maí 2012. Útför Kjartans fór fram frá Hall- grímskirkju 25. maí 2012. Eitt árið var ákveðið að þema árshátíðar- innar yrði japönsk veisla þar sem þau Kjartan og Takako voru búin að útvega hráefni og drykki, ógleymanleg veisla þar sem frúin tók á móti okkur uppá- klædd og leiddi okk- ur í gegnum allar hefðir og venjur heimalands síns. Eftir því sem árin liðu fækkaði spilakvöldunum eitthvað en vin- áttan dvínaði ekki enda fyrir löngu orðin svo sterk. Fyrir tveimur árum var höggvið stórt skarð í vinahópinn er Gunnlaugur Nielsen lést eftir erfiðan sjúkdóm. Og nú er Kjartan einnig farinn. Eftir sitjum við full af söknuði. Kjartan var hógvær og kurteis maður og talaði aldrei illa um nokkurn mann, kvartaði aldrei, var góður ferðafélagi og alltaf já- kvæður. Kjartan hafði sannarlega kynnst erfiðleikum í lífinu. Hann missti eiginkonu sína, Takako Inaba, fyrir nokkrum árum eftir erfið veikindi og bróður sinn stuttu seinna. Börn þeirra Kjart- ans og Takako, Árni Rúnar og Ólöf Júlía, sjá nú einnig á eftir föð- ur sínum allt of snemma. Samúð okkar er hjá þeim og fjölskyld- unni allri. Blessuð sé minning Kjartans Jónssonar. Árni og Anna, Guðmundur og Dóra, Þorkell Hreggviður og Dóra, Friðný Heiða og fjölskyldur. Á mæðradeginum skörtuðu kirsuberjablómin sínu fegursta enn á ný á leiðinu hennar Takako, sem Kjartan, maður hennar, og börnin þeirra tvö, Árni Rúnar og Ólöf Júlía, gróðursettu í minningu kærustu eiginkonu og móður. Þennan sama dag fór Kjartan upp á Esju eins og svo oft áður. En síð- ar sama dag barst okkur sú har- mafrétt að Kjartan hefði orðið bráðkvaddur á Esju. Allt lamaðist innra með okkur og í kringum okkur. Í huganum birtist mynd af Takako, börnunum, barnabörn- unum, foreldrum hans á tíræðis- aldri, systkinum og ástvinum í Japan. Tárin runnu. Leiðin okkar og vináttan er orðin löng frá því að Takako kynnti Kjartan í fyrsta skipti. Þá voru þau bæði í háskól- anum, Kjartan að nema verkfræði og Takako að læra íslensku fyrir útlendinga. Kjartan var hógvær, kurteis, hljóðlátur, hjartahlýr, hjálpfús og bar virðingu fyrir for- feðrum og náttúru. Kjartan og Takako voru samlynd hjón. Kjart- an stóð þétt við hliðina á Takako sinni í veikindabaráttu hennar sem leiddi til þess að hún kvaddi þennan heim 19. september 2004. Kjartan var sú manngerð sem sagði fátt frá sér eða sínum. En við gátum lesið úr augnaráði og orðalagi hans hve hann var stoltur af börnum sínum og afkomendum og tengdadóttur sinni. Huggandi Guð umvefji ástvini Kjartans nær og fjær. Miyako og Sigfús Gauti. Það var síðla hausts árið 1974 að við Yoko fréttum að komin væri japönsk kona, Takako Inaba að nafni, til náms við Háskóla Ís- lands og byggi hún á Garði. Þá bjuggu aðeins tvær japanskar konur hér á landi svo fljótlega þróaðist náinn kunningsskapur milli þeirra þriggja, Miyako, Yoko og Takako. Þegar kom fram á út- mánuði 1975 urðum við vör við að æ oftar var í för með Takako við- felldinn og hæglátur háskólanemi sem Kjartan hét. Lengi framan af þekkti ég Kjartan helst af af- spurn, það fór vel á með okkur ef við hittumst, en það náði ekki lengra. Það var svo fyrir einum fimmtán árum, að sú hugmynd kviknaði að við Sigfús Gauti og Kjartan mynduðum leshóp og færum að lesa Íslendingasögurn- ar og úr varð að á hverjum vetri komum við saman annað hvert laugardagskvöld og lásum í heyr- anda hljóði. Þarna naut Kjartan sín vel, hann var einkar glöggur og fljótur að stansa við ef hann skildi ekki eitthvað, eða ef við lás- um ekki nógu vel. Þá var og rýnt í efnið, tengt við atburði eða per- sónur í öðrum sögum, eða leitað orðskýringa. Hann var minnugur og fljótur að fletta upp á atriðum sem við þurftum að skoða betur. Við fórum einnig á sagnanám- skeið hjá Endurmenntun, en þótti þegar frá leið betra að rýna bara í sögurnar sjálfir. Þó kom svo fyrir um tveim árum, að lesáhuginn var tekinn að þverra, þá sagði Kjartan mér frá því að hann ætlaði á Grettissögunámskeið sem haldið væri í Borgarnesi og Reykholti til skiptis, þar kæmu margir fyrirles- arar og þetta gæti orðið skemmti- legt. Ég fylgdi með og höfum við haft ómælda ánægju af þessum námskeiðum, kynnst ágætu og áhugaverðu fólki. Árið 2004 lést Takako langt fyrir aldur fram af völdum krabbameins. Veikindi hennar tóku mjög á Kjartan sem og alla fjölskylduna. Enn var hoggið í sama knérunn árið 2006 er Árni Heimir, bróðir hans lést, einnig af krabbameini. Alla þessa erfiðleika bar Kjartan af mikilli yfirvegun og prúðmennsku. Aldr- ei heyrðum við hann mæla æðru- orð, þótt auðvitað færi ekki framhjá neinum hvað hann þurfti að ganga í gegn um. Það var mikill skóli að fylgjast með, af hve mikilli einurð hann vann úr sorginni og lét hana ekki yfirbuga sig. Hann fór í ferðalög til útlanda, fór á tón- leika og í leikhús, stundaði hjól- reiðar og gönguferðir, allt af þeirri yfirvegun sem honum var svo töm. Hann var góður og nær- gætinn afi, oft varð ég var við að barnabörnin voru hjá honum ým- ist í pössun eða öll fjölskyldan saman. Þegar ég hef þurft að lýsa honum hafa mér oft komið í hug orð Halldórs Laxness í kaflanum Upphaf Heimsljóss í bókinni Skáldatíma, þar sem Halldór lýsir Sigmundi á Hamrendum: „Einn morgun segi ég við Sigmund gamla á Hamrendum: Ég er að hugsa um að fara til Ólafsvíkur hinumegin við fjallið í dag. Viltu fylgja mér á réttan veg. Það er nú líkast til, sagði Sigmundur því hann var ósvikinn skaftfelskur öð- lingur og sagði þarafleiðandi aldr- ei já og reyndar ekki nei heldur.“ Við Yoko flytjum fjölskyldu Kjartans okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi Guðs blessun fylgja ykkur öllum og veita ykkur styrk. Egill Þórðarson. Enn erum við Laugarvatns- stúdentar, árg. 1972, minntir á ná- lægð dauðans, nú við skyndilegt fráfall Kjartans félaga okkar. Fram streyma ljúfar minningar um sérlega vandaðan mann, skarpgreindan og tillögugóðan. Minningar sem fyrir sum okkar spanna allt frá upphafi skóla- göngu á Selfossi. Allt nám var honum sem leikur, jafnvígur á all- ar námsgreinar. Naut hann hæfi- leika sinna er hann hlaut náms- styrk til Bandaríkjanna strax eftir stúdentspróf. Verkfræði varð hans ævistarf þar sem raungreinahæfileikar hans nutu sín fullkomlega. Hóg- værð og íhygli voru sterk einkenni í fari Kjartans, jafnt í leik sem starfi. Hugaríþróttir voru yndi hans og var hann í fremstu röð margra góðra bridsspilara okkar Laugvetninga og stundaði hann þá íþrótt til dauðadags og háði marga keppnina á þeim vettvangi. Mikill umbrotatími var meðal skóla- og æskufólks á okkar menntaskólaárum 1968-72 og fengu þá margar hefðir og grónir siðir að víkja. Mörgum varð hált á svellinu með auknu frelsi og bætt- um efnahag. Við upplifðum breyt- inguna frá því að safnast saman á herberginu með útvarpinu til að hlusta á fréttirnar og að 200 nem- endur hefðu aðgang að einu sjón- varpi upp í það að hafa gæða- hljómtæki á flestum herbergjum. Í öllu þessu umróti flosnuðu margir upp frá námi og sýna tölur svo ekki verður um villst að okkar hópur fór ekki varhluta af viðsjár- verðum tíma. Af 68 nemendum sem hófu eða stunduðu nám með okkar árgangi luku 23 stúdents- prófi frá skólanum 1972. Segja má að dagfar og öll framganga Kjart- ans hafi verið sönn andstæða allra þessara umbyltinga. Hann hagg- aðist ekki og var Kjartan sem tákngervingur alls hins trausta og öfgalausa, hann þurfti ekki að sýnast eða yfirspila til að njóta viðurkenningar í samfélagi okkar. Eftir því sem árin hafa færst yfir hefur samfundum okkar held- ur fjölgað, en í hópnum hafa sam- skiptin einkum verið tengd út- skriftarafmælum og nú hin síðari árin heimboðum góðra skóla- félaga. Nú njótum við þess í minn- ingunni hve Kjartani var annt um að vera með og viðhalda gömlum kynnum. Athyglisvert var hversu æviárin höfðu litlu breytt um útlit og fas Kjartans, enda höfðu menn á því orð er við hittumst síðastliðið vor að hann hefði lítið sem ekkert breyst, nema hárunum fækkað eins og gengur. Og enn stendur til að hittast, nú í tilefni 40 ára út- skriftarafmælis frá ML og var Kjartan með fyrstu mönnum að skrá sig til þátttöku. Af þeirri þátttöku verður ekki og allt með öðrum brag. Við skólafélagarnir munum mæta þar með minningar um góðan vin sem hlaut þau örlög að vera borinn til grafar daginn fyrir þann samfund. Kjartan varð fyrir miklum missi er eiginkona hans lést frá ungum börnum þeirra og síðar er bróðir hans, Árni Heimir, sem okkur var samtíða tvo vetur á Laugarvatni, lést langt um aldur fram. Við skólafélagar Kjartans sendum börnum hans, öldruðum foreldrum, eftirlifandi systkinum og ástvinum öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi minning um mætan mann lifa. Fyrir hönd ML stúdenta 1972, Sigurður Jónsson. Kveðja frá samstarfsmönnum Við erum harmi slegin, sam- starfsfólk Kjartans Jónssonar vegna skyndilegs fráfalls hans langt um aldur fram. Kjartan vann fyrst hjá Síman- um sumarið 1978 sem verkfræði- nemi. Hann hóf síðan störf hjá Símanum 1995 fyrir sautján ár- um. Kjartan átti marga góða vini hjá Símanum, enda hafði hann einstaklega góða nærveru og þægilegt viðmót. Alltaf var hann tilbúinn að takast á við ný verk- efni og skipti engu þó sum þeirra væru mjög erfið. Þekking Kjartans á Símanum var annáluð, hvort sem var á kerf- um eða fólki og samstarfsfólk bar mikið traust til hans. Þetta kom sér vel þegar hann var að greina flókin og stór verkefni. Kjartan hafði mikinn áhuga á vinnuferlum og hvernig mætti leysa verkefni á sem bestan hátt enda má sjá handbragð hans um allt hjá okk- ur. Það verður ekki auðvelt að fylla það skarð sem Kjartan skilur eftir sig í starfsmannahópnum. Kjartan hafði mörg áhugamál sem hann stundaði af kappi, úti- vist var eitt þeirra. Hér á árum áð- ur tók hann þátt í ferðum með jeppaklúbbi Símans en síðar meir gönguferðum og fjallgöngum. Hann fór með hópi frá Símanum upp á Hvannadalshnúk fyrir nokkrum árum og í ár var hann í gönguhóp hjá Ferðafélagi Íslands þar sem gengið var á hvert fjallið á fætur öðru og hélt Kjartan bók- hald yfir ferðirnar á Facebook. En Kjartan stundaði ekki einung- is útivist, hann hafði líka mikinn áhuga á bókmenntum og tók þátt í leshópum þar sem ýmis bók- menntaverk, þung og létt voru lesin og greind. Margir af sam- starfsmönnum Kjartans höfðu ánægju af að rökræða við hann um ýmsar bókmenntaperlur, hvort sem voru nútímaverk eða fornbókmenntir. Njáls- og Lax- dælusaga voru Kjartani hugleikn- ar enda voru þær einar af uppá- haldssögum hans. Það var því vel viðeigandi að Kjartan flutti í hverfi þar sem göturnar bera nöfn persóna í Landnámu, Njálu og Laxdælu en Kjartan átti heima í Kjartansgötu. Við vottum fjölskyldu Kjart- ans, Árna, Ólöfu, barnabörnum, foreldrum og systkinum einlæga samúð á þessum erfiðu tímum, megi Guð styðja ykkur og styrkja. Við kveðjum kæran samstarfs- mann með þakklæti og trega, blessuð sé minning hans. Hafliði S. Magnússon, forstöðumaður UT rekst- urs og þróunar. Á Kjartansgötu í Norðurmýri er lítið samfélag þar sem þríbýlis- hús standa í röðum. Þau voru flest byggð í síðari heimsstyrjöldinni, mynda heillegt hverfi og hvert hús um sig veitir nokkrum fjöl- skyldum skjól og samveru. Eng- um dylst hve miklu máli skiptir að eiga góða nágranna sem eru já- kvæðir, lífga uppá tilveruna og láta til sín taka. Í dag kveðjum við Kjartan Jónsson, einstaklega góð- an nágranna. Þegar fregnin af andláti Kjartans barst um hverfið var auðheyrt hversu kær hann var öllum þeim sem honum höfðu kynnst. Kjartan var heilsteyptur mað- ur og afar lipur í mannlegum sam- skiptum. Það var sönn ánægja að vera með honum. Hann vildi fegra umhverfi sitt og fékk okkur með- eigendur sína til að drífa í verkleg- um framkvæmdum í góðri sátt. Þar kom líka verkfræðingurinn fram því allur undirbúningur hjá Kjartani var til fyrirmyndar og verksamningar vandlega útfærð- ir. Kjartan var dugandi og stefnu- fastur á sinn ljúfa hátt. Við söknum Kjartans innilega og hlýrrar nærveru hans. Við hefðum svo gjarnan viljað geta átt meiri tíma saman. Við heyrðum til hans morguninn sem hann hélt í hinstu göngu sína og síst grunaði okkur að hann kæmi ekki aftur. Kjartan var útivistarmaður og virtist í toppformi. Fráfall hans minnir á hve tíminn er fljótur að líða og hversu mikilvægt er að nýta hann vel. Kjartan var menningarlega sinnaður og listrænn. Hann vildi skapa vissa japanska stemmningu í garðinum okkar. Þau hughrif ætlaði Kjartan til minningar um konu sína Takako sem lést haustið 2004. Það var áður en Kjartan flutti hingað en þeirri merku og ljúfu konu kynntumst við þegar hún vann í Seðlabankanum. Ólöfu, Árna og stórfjölskyldu þeirra vottum við innilega samúð. Blessuð sé minning Kjartans Jónssonar. Rannveig og Tryggvi, Kjartansgötu 8. Í fáum orðum vil ég minnast vinar míns Kjartans Jónssonar. Kynni okkar hófust fyrir nokkr- um árum er við hófum samstarf í Samtökum íbúa og hagsmuna- aðila í Mýrdal. Þegar hópur fólks sætti sig ekki við hugmyndir sveitarstjórnar að setja nýjan þjóðveg á aðalskipulag Mýrdals- hrepps, sem þá var í vinnslu. Sú atburðarás er orðin nokkuð löng, ekki síst er aðalskipulagið var ný- samþykkt, sett strax í endurskoð- un og nýtt ferli, vegna þess að ekki náðist fram ætlun þeirra um veginn. Í upphafi ákváðum við að flytja mál okkar málefnalega og upplýsandi. Þess vegna var ráðist í vefsíðuna myrdalur.is, sem son- ur minn setti upp, en Kjartan ann- aðist vefstjórn. Þar kom Kjartan fram sjónarmiðum samtakanna á mjög vandaðan og smekklegan hátt. Hann vann ötullega að öflun upplýsinga og efnis á sviði vega- mála, sjóvarna og náttúruvernd- ar. Þar sem hallar á rök fyrir vernd votlendis í Mýrdal því eng- ar rannsóknarskýrslur eru til, brugðumst við með því að sækja um rannsóknastyrk í Náttúru- verndarsjóð Pálma Jónssonar eft- ir að lá fyrir verkefna- og kostn- aðaráætlun frá Fuglavernd. Það var sorglegt að fá fréttir af andláti Kjartans að morgni 14. maí og opna samdægurs bréf frá sjóðn- um um veittan styrk til rannsókna á fuglalífi við Dyrhólaós. Það var sárt að geta ekki fært Kjartani gleðifréttirnar, verkefnið var hon- um svo hugleikið. Við vorum bjartsýn á að styrkurinn nægði til að hefja fuglatalningarnar í vor. Kjartan sagði: „Við söfnum fyrir restinni.“ Hann lagði gríðarlega mikla og faglega vinnu í málefnið, enda var honum það mikið kapps- mál. Með Kjartani er horfinn samherji sem alltaf var til staðar, ráðagóður og með afbrigðum klár. Það var ánægjulegt og gefandi að kynnast Kjartani. Við fráfall hans ber að þakka frábært samstarf, góð kynni og vináttu. Votta ég fjölskyldu Kjartans innilega samúð mína. Erla Bil Bjarnardóttir. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, MÁR HALLGRÍMSSON, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnu- daginn 20. maí. Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 30. maí kl. 13.00. Sigríður Másdóttir, Gunnar Auðólfsson, Auðólfur Már Gunnarsson, Árni Karl Gunnarsson, Ásgeir Hrafn Gunnarsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREINN GUÐMUNDSSON, Túngötu 2, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 18. maí. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju fimmtudaginn 31. maí kl. 14.00. Bryndís Eðvarðsdóttir, Sigurður Smári Hreinsson, Unnur G.G. Grétarsdóttir, Berta Súsanna Hreinsdóttir, Þórhallur Ingason, Guðrún Sonja Hreinsdóttir, Markús Karl Valsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.