Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Kaffi á könnunni og næg bílastæði b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s OPIÐ ALLA VIRKA DAGA kl. 10–18 OG LAUGARDAGA kl. 10–14 Fiskislóð 39 Faxaflóahafnir sf. bjóða íbúum Reykjavíkur til gönguferðar um Gömlu höfnina í Reykjavík undir leiðsögn Hjálmars Sveinssonar formanns hafnar- stjórnar laugardaginn 26. maí 2012. Á undanförnu ári og fram á árið 2012 hefur stýrihópur á vegum Reykjavíkurborgar unnið að rammaskipulagi Gömlu hafnarinnar í Reykjavík í samvinnu við Graeme Massie arkitekta í Skotlandi. Nú þegar þeirri vinnu er að mestu lokið vill hafnarstjórn gefa almenningi kost á að kynna sér skipulagið og ræða það. Lagt verður af stað í gönguna frá styttu Ingólfs Arnasonar á Arnarhóli stundvíslega kl 11:00, gengið verður um austurhöfnina og út á Grandagarð að Sjóminjasafninu Víkinni þar sem formaður mun kynna þær hugmyndir sem unnið er að. af reiðmennsku og tamningum. For- eldrarnir voru að sjálfsögðu við- staddir skólaslitin en Kristinn afhenti verðlaun við brautskráninguna frá Landssambandi hestamannafélaga. Hekla segist vera mjög ánægð með dvölina og námið á Hólum, á hverju ári hafi bæst við þekking til að byggja á. „Þriðja árið er erfiðast, eins og það á að vera.“ Hún hefur verið á kafi í hesta- mennskunni frá barnsaldri og tók því snemma stefnuna á nám á Hólum. „Þetta er það sem mig langar að starfa við og þá reynir maður að mennta sig eins og maður getur.“ Hekla fer strax að starfa í sumar á hestabúi sínu í Árbæjarhjáleigu við reiðkennslu, tamningar og sýningar. „Síðan kemur framtíðin bara í ljós, ég mun grípa þau tækifæri sem gefast.“ Á sýningunni á Hólum í gær var hún á stóðhestinum Klæng frá Skálakoti, sem hún fékk lánaðan. „Ég var svo lánsöm að fá þennan góða hest og vonandi náum við að sýna okkur eitt- hvað á keppnisbrautinni í sumar,“ segir Hekla. Alls luku 28 nemendur námi við hestadeild Hólaskóla, þar af tólf með BS-gráðu í hestafræði. Þar fór fram sameiginleg brautskráning með Landbúnaðarháskólanum á Hvann- eyri og mætti Ágúst Sigurðsson, rekt- or á Hvanneyri, í Skagafjörðinn og að- stoðaði starfsbróður sinn, Skúla Skúlason, við þann hluta athafn- arinnar í Miðgarði, sem greint er frá nánar hér til hliðar. Verðlaunahafar Þórarinn Ragnarsson og Hekla Katharina Kristinsdóttir með verðlaun sín fyr- ir góðan árangur á reiðkennarabraut og Hekla með Morgunblaðshnakkinn í hægri hönd. Morgunblaðið/Björn Jóhann Feðgin Hestamaðurinn Kristinn Guðnason í Skarði var stoltur af dóttur sinni, Heklu , við braut- skráninguna frá Hólaskóla í gær. Hekla mun keppa áfram á stóðhestinum Klæng í sumar. Góð tilfinning að klára námið  Hekla Katharina Kristinsdóttir fékk Morgunblaðshnakkinn fyrir hæstu aðaleinkunn á reiðkenn- arabraut hestadeildar Háskólans á Hólum  Sópaði til sín verðlaunum ásamt Þórarni Ragnarssyni SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það er mjög góð tilfinning að klára og sérstaklega ánægjulegt að þetta skuli vera í höfn,“ segir Hekla Kat- harina Kristinsdóttir, sem útskrifaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum í gær. Hún fékk Morgunblaðs- hnakkinn, verðlaun sem Morg- unblaðið gaf fyrir hæstu aðaleinkunn, 8,8, á reiðkennarabraut við hestadeild skólans. Brautskráning og skólaslit fóru fram í gær en á undan voru tíu útskriftarnemendur frá hestadeild með reiðsýningu á Hólum. Létu þeir sunnanrok ekki á sig fá á reiðvellinum við Þrárhöllina og að sýningu lokinni voru veitt verðlaun fyrir góðan náms- árangur á reiðkennarabraut. Hekla fékk einnig LH-styttuna frá Landssambandi hestamannafélaga fyrir bestan námsárangur í kennslu- fræði og reiðkennslu. Þá fékk Þór- arinn Ragnarsson einnig tvenn verð- laun fyrir bestan námsárangur í reiðmennsku og þjálfun en verðlaunin gáfu Félag tamningamanna og hesta- vöruverslunin Ástund. Með reiðmennsku í blóðinu Hekla býr í Árbæjarhjáleigu í Holta- og Landsveit og á ekki langt að sækja hæfileikana í hestamennskunni þar sem faðir hennar er Kristinn Guðnason í Skarði og móðirin Marjo- lijn Tiepen, sem hefur langa reynslu Skúli Skúlason, fráfarandi rektor Hólaskóla – Háskólans á Hólum, sleit skólanum í gær á sínu síðasta og 13. starfsári sem rektor. Hann tók við árið 1999 og síðan þá hefur nemendafjöldi þrefaldast við skól- ann. Brautskráningin í gær var sú stærsta í sögu skólans, en alls út- skrifuðust 65 nemendur frá þremur deildum Hólaskóla; 34 frá ferða- máladeild, þrír af fiskeldis- og fiska- líffræðideild og 28 af hestadeild. Að jafnaði hefur athöfnin farið fram í Hóladómkirkju en vegna fjöl- mennis varð að flytja hana í Menn- ingarhúsið Miðgarð í Varmahlíð, eftir að reiðsýningu var lokið á Hól- um. Einnig fór fram sameiginleg út- skrift nemenda í BS-námi í hesta- fræði frá Hólaskóla og Landbún- aðarháskólanum á Hvanneyri, eins og greint er frá hér til hliðar. Skúla varð í ræðu sinni við skóla- slitin tíðrætt um hlutverk og mik- ilvægi háskólanna hér á landi. Hann sagði mikinn skort vera á umræðu um hvað háskólarnir í landinu væru raunverulega að gera. „Fjölbreytt hlutverk þeirra við eflingu menningar og atvinnulífs er því miður alltof lítið rætt og þá oft- ast á frekar yfirborðslegan hátt, og jafnvel með yfirborðssölumennsku frekar en upplýstri umræðu. Það er ábyrgð háskólanna sjálfra að bæta úr þessu og ekki stendur á okkar skóla,“ sagði Skúli m.a. en nefndi einnig að háskólarnir væru að gera margt jákvætt, t.d. háskólanetið og aukið samstarf háskólanna. Heiðursmerki í fyrsta sinn Heiðursmerki fyrir vel unnin störf í þágu Hólaskóla gegnum tíð- ina voru afhent í fyrsta sinn í gær. Þau hlutu þeir Trausti Pálsson, fv. umsjónarmaður fasteigna skólans, sem einmitt er 60 ára búfræðingur frá Hólum í ár, og landbún- aðarráðherrarnir fyrrverandi Guðni Ágústsson og Jón Bjarnason. Jón var skólastjóri Bændaskólans á Hólum frá 1981 til 1999 og tók Skúli við af honum. Ávarp fyrir hönd útskriftarnema flutti Ólafur Björgvin Valgeirsson, 57 ára að aldri, en hann var að ljúka BA-námi í ferðamálafræði. Þetta var í annað sinn sem Ólafur lauk námi frá Hólaskóla en hann varð bú- fræðingur þaðan árið 1973, eða fyr- ir 39 árum. Við athöfnina í Miðgarði var flutt tónlist á milli atriði af þeim Jóhönnu Marín Óskarsdóttur á píanó og Kristínu Höllu Bergsdóttur á fiðlu. Lauk dagskránni með kaffisamsæti í boði Hólaskóla. bjb@mbl.is Skúli Skúlason rektor sleit Hólaskóla á sínu síðasta starfsári Stærsta brautskráningin Morgunblaðið/Björn Jóhann Heiðraðir Þrír fengu heiðursmerki Hólaskóla í gær úr hendi Skúla Skúla- sonar rektors, þeir Jón Bjarnason, Trausti Pálsson og Guðni Ágútsson. Nýr rektor Hólaskóla – Háskól- ans á Hólum er Erla Björk Örn- ólfsdóttir og tekur hún form- lega við um mánaðamótin. Skúli Skúlason verður kvaddur með athöfn næstkomandi fimmtu- dag en hann fer ekki langt. Hann mun starfa áfram á Hólum sem prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans en rúm 20 ár eru liðin síðan hann kom fyrst til starfa við skólann. Réð Jón Bjarnason hann beint frá Kanada til Hólastaðar. Skúli áfram við Hólaskóla NÝR REKTOR TEKUR VIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.