Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Breski sjónvarpsþátturinn Top Of The Pops mun snúa aftur í október sem sviðs- verk sem sýnt verður víða um Bretland. Hópur söngvara mun koma fram í verkinu auk hljómsveitar og þá verður einnig nýtt efni úr þáttunum sem BBC sýndi til margra ára. Framleiðendur eru þeir sömu og sáu um Michael Jackson-sýninguna Thriller Live. Lögin í sýningunni verða frá áttunda, níunda og tíunda áratug lið- innar aldar eftir listamenn og hljómsveitir á borð við David Bowie og Blondie. Top Of The Pops á svið Poppstjarna David Bowie. Sigyn Jónsdóttir sigyn@mbl.is „Það hljómar kannski furðulega en við erum eiginlega dönsk hljómsveit þó að við séum frá Íslandi og Svíþjóð því við hittumst í Kaupmannahöfn,“ segir Guðbjörg Tómasdóttir, oft kölluð Bubba, sem skipar annan helming hljómsveitarinnar My bubba & Mi sem kemur fram á tón- listarhátíðinni Reykjavik Music Mess um helgina. Hinn helminginn skipar hin sænska My Larsdotter en eins og Bubba segir varð hljóm- sveitin til þegar þær stöllur hittust í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum ár- um. „Þá var ég að læra ljósmyndun og var að leita mér að herbergi til leigu í Kaupmannahöfn. Ég sá aug- lýsingu, svaraði henni og flutti inn til My sem var þá í sirkusskóla,“ út- skýrir Bubba sem er grafískur hönnuður og starfar sem slíkur þeg- ar hún er ekki að sinna tónlistinni. Afþreying yfir kvöldkaffinu „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég var að spila á gítarinn í mínu her- bergi og hún var eitthvað að syngja inni hjá sér en smám saman byrj- uðum við að spila saman. Við höfum stundum grínast með að þetta hafi allt byrjað því við áttum ekki sjón- varp og spiluðum því tónlist á kvöld- in eins og fólk gerði fyrr á öldum. Þetta var okkar leið til að stytta okk- ur stundir yfir kvöldkaffinu,“ út- skýrir Bubba en tónlist hljómsveit- arinnar er einmitt virkilega notaleg og kjörin til hlustunar yfir kaffi- drykkju á kvöldin. „Ég byrjaði að spila á gítar sem barn og My hefur sungið mikið fyrir sjálfa sig í gegnum tíðina en við höfðum ekkert samið tónlist að ráði áður en við hittumst,“ segir hún en tónlistarferill þeirra hófst fyrir al- vöru þegar meðleigjendurnir tón- elsku spiluðu á tónleikum á litlu kaffihúsi í Kaupmannahöfn. „Vinur okkar bað um að við kæm- um á svona tónleikakvöld þar sem allir geta spilað og við mættum með tvö lög sem við höfðum samið. Við vorum svo heppnar að einmitt þegar við vorum að spila hjólaði ítalskur kaffihúsaeigandi framhjá fyrir al- gjöra tilviljun, kom inn og bauð okk- ur að koma til Ítalíu að spila. Hann bauðst til að skipuleggja lítið tón- leikaferðalag um Ítalíu og við létum slag standa. Við höfðum aldrei gert þetta áður og þurftum að drífa okk- ur að semja tíu lög í viðbót á tíu dög- um til að geta spilað heila tónleika. Ferðalagið var alveg frábært og við urðum ástfangnar af því að ferðast um og spila fyrir fólk,“ segir Bubba um þetta fyrsta ævintýri hljómsveit- arinnar Horfa til Bandaríkjanna Stuttu seinna tóku þær Bubba og My upp fyrstu plötu sína, hina hug- ljúfu How it’s done in Italy, sem kom út í byrjun ársins 2010. Til að fylgja plötunni eftir hafa þær spilað á yfir 100 klúbbum víðsvegar um Evrópu og vakið mikla lukku á tónlist- arhátíðum á borð við Iceland Airwa- ves, The Band Room í Bretlandi og Eurosonic í Hollandi. Í fyrra kom út lagið „Bob“ og EP platan Wild & You og í framhaldinu fór hljómsveitin á tónleikaferðalag um Evrópu og Bandaríkin. „Þetta var í fyrsta skipti sem við spiluðum í Bandaríkjunum og við fengum mjög góðar viðtökur. Við spiluðum á tón- listarhátíðunum Culture Collide í Los Angeles og CMJ New York. „My bjó áður í Bandaríkjunum og ég hef einnig búið þar í stuttan tíma svo við höfum ákveðna tengingu þangað og langar gjarnan að fara þangað aftur að spila,“ segir Bubba en um þessar mundir eru þær aðallega að vinna nýtt efni fyrir næstu breið- skífu sveitarinnar. „Núna er ég á Íslandi og hún í Kaupmannahöfn svo við erum ekki að spila mikið en erum meira að vinna í nýju efni. Það er fínt að taka smá hlé frá ferðalögunum, leggjast undir feld og semja,“ segir Bubba sem er grafískur hönnuður á Ís- lensku auglýsingastofunni en My starfar sem lestarstjóri í Svíþjóð. Auglýsingahlé á tónleikum Bubba hefur á vissan hátt náð að tengja saman störf sín; tónlistina og auglýsingabransann. „Ég og My höfum verið að semja auglýsingastef í nokkur ár en ég hef einnig samið stef hér á landi fyrir Flugfélag Ís- lands gegnum Íslensku auglýs- ingastofuna,“ segir Bubba en les- endur kannast eflaust við umrætt lag sem ber nafnið „Flug eða bíll“. Bubba og My hafa samið fleiri aug- lýsingastef en einnig standa þær fyrir virkilega skondnum uppá- komum í hléi á tónleikum sínum. „Það er alltaf auglýsingahlé á tón- leikunum okkar þar sem við byrjum á að syngja stef um að fólk geti keypt auglýsingar. Síðan syngjum við stef um að fólk eigi að kaupa plöturnar okkar og að lokum syngj- um við stef um vöruna My bubba & Mi Skin Cream sem er væntanleg á markað,“ segir Bubba hlæjandi og bætir við að andlitskremið sé kannski meira grín en alvara. Hnyttnar Bubba og My spila oftar en ekki stórskemmtileg auglýsingastef í hléi á tónleikum sínum. Tilviljanakennt ævintýri  Dúettinn My bubba & Mi kemur fram á Reykjavík Music Mess um helgina  Alltaf auglýsingahlé á tónleikum My bubba & Mi spila á tónlistarhá- tíðinni Reykjavik Music Mess um helgina. Hægt er að sjá dagskrá hátíðarinnar á síðunni www.reykjavikmusicmess.com og nánari upplýsingar um þær Bubbu og My má finna á heimasíðu hljóm- sveitarinnar, www.mybubba- andmi.com. Lag Íslands í Evróvisjónkeppninni er það sjöunda sem flutt verður í kvöld þegar lokakeppnin fer þar fram. „Þetta verður fínt annað kvöld. Við tökum þetta af festu, en erum ekkert að fara á taugum yf- ir þessu,“ sagði fararstjóri ís- lenska hópsins, Jónatan Garð- arsson, í samtali við blaðamann mbl.is í gær en hópurinn heldur til Íslands skömmu eftir að úrslit liggja fyrir. „Við tökum þetta af festu“ Glæsileg Greta og Jónsi í undanúrslitunum þriðjudagskvöldið síðastliðið. AFP Pastora Soler, söngkonan sem flyt- ur framlag Spánar í ár í Evróvisjón, „Quedate Conmigo“, segir það rangt hafa verið haft eftir sér að fulltrúar spænska ríkissjónvarpsins hafi beðið hana um að sigra ekki í keppninni. Í samtali við fréttamann breska ríkisútvarpsins, BBC, sagði hún „afar slæman blaðamann“ hafa haft þetta eftir sér ranglega. Þvert á móti vilji hún fara með sigur af hólmi og landar hennar í ríkissjón- varpinu einnig. Rangt haft eftir Soler AFP Ummæli Pastora Soler á æfingu fyrir Evróvisjón í Bakú í Aserbaídsjan 21. maí síðastliðinn. Hún segir blaðamann hafa haft rangt eftir henni. 568 8000 | borgarleikhus.is Rómeó og Júlía – síðustu sýningar Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Þri 5/6 kl. 20:00 aukas Sun 10/6 kl. 20:00 lokas Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 Sun 10/6 kl. 20:00 aukas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Bastards - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fim 31/5 kl. 20:00 fors Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport ofl. Aðeins þessar sýningar á Listahátíð Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Lau 9/6 kl. 20:00 lokas Tímamótaverk í flutningi pörupilta Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Lau 26/5 kl. 15:00 Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Fös 1/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Fimm stjörnu stórsýning! Síðasta sýning 22. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Sun 3/6 kl. 19:30 Fim 7/6 kl. 19:30 Mið 6/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Síðustu sýningar. Afmælisveislan (Kassinn) Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Fös 1/6 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30 Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Lau 1/9 kl. 19:30 Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu. Kristján Eldjárn - minningartónleikar (Stóra sviðið) Fim 7/6 kl. 20:00 Allur ágóði rennur í minningarsjóð Kristjáns Eldjárn Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Lau 26/5 kl. 17:00 Frums. Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Pétur Gautur (Stóra sviðið) Mið 30/5 kl. 19:30 Gestasýning frá Sviss í leikstjórn Þorleifs Arnarssonar. Listahátíð 2012 Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 1/6 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00 TRYGGÐU ÞÉR SÆTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.