Morgunblaðið - 26.05.2012, Page 23

Morgunblaðið - 26.05.2012, Page 23
FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjármálaeftirlitið beinir því til lán- takenda með óverðtryggð fast- eignalán að vera viðbúnir umtals- verðri hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði lána. Getur hækkunin numið tugum þúsunda á mánuði. Tilmælin eru sett fram með því orðalagi að það sé „ekki óraunhæft“ að slík atburðarás fari í hönd. Ábendingin byggist á þeim miklu áhrifum sem til dæmis 2% hækkun stýri- vaxta Seðlabanka Íslands getur haft á greiðslubyrðina. Tilefnið er nýleg hækkun óverð- tryggðra vaxta í kjölfar þess að stýri- vextir hækkuðu 21. mars sl. í þriðja sinn síðan svonefnt vaxtahækkunar- ferli Seðlabankans hófst í ágúst sl. en samanlagt „hafa stýrivextir nú hækk- að um 0,75% frá 4,25% lággildi sínu, sem jafnframt voru lægstu stýrivext- ir hérlendis í meira en 20 ár“, segja ónafngreindir skýrsluhöfundar FME en eins og sjá má hér til hliðar jukust óverðtryggð lán um tæpa 86 milljarða á tímabilinu frá 31. desember 2010 til sama dags í fyrra, eða úr um 134 í 219,75 milljarða króna. Vel á þriðja hundrað milljarðar Lánastaflinn stækkar því ört sem vaxtahækkun á óverðtryggðum lán- um myndi ná til en greinarhöfundar FME benda á að „hækkunarferli Seðlabankans [hafi] í öllum tilfellum á síðastliðnum 18 árum leitt til að minnsta kosti 2% hækkunar“. Fjármálaeftirlitið hvetur lántak- endur því til „að ætla sér ekki um of eða spenna bogann of hátt við töku slíkra lána til húsnæðiskaupa“, enda sé ekki hægt að reikna með því að laun hækki í takt við vaxtahækkanir og „því viðbúið að skarpur sam- dráttur verði í ráðstöfunartekjum að lokinni afborgun húsnæðislána eftir því sem vextir hækka“. Til að skýra áhrifin af hugsan- legum vaxtahækkunum á mán- aðarlegar afborganir tekur FME dæmi sem eru endurbirt að hluta hér til hliðar fyrir óverðtryggð lán með jöfnum greiðslum. En í þeim fer meirihluti greiðslu í vexti fyrri hluta lánstímans og hækkar hlutfallið sem fer til afborgunar höfuðstóls eftir því sem líður á lánstímann. Áhrifin yrðu enn meiri Fjármálaeftirlitið tekur fram að áhrifin á lán með jöfnum afborgunum yrðu enn meiri, en í því fyrirkomulagi eru mánaðarlegar greiðslur hæstar til að byrja með en fara svo lækkandi eftir því sem höfuðstóll greiðist niður og vaxtahluti afborgunar minnkar. „Vaxtahækkanir leggjast með enn meiri þunga á lán með jöfnum afborg- unum,“ segir í greinargerðinni. Er svo rakið hvernig mánaðargreiðsla 20 milljóna kr. láns með jöfnum afborg- unum og 6% óverðtryggðum vöxtum til 25 ára hækkar um 33.333 kr. á mánuði við 2% vaxtahækkun, en um 66.666 kr. leiði áðurnefnt „hækkunar- ferli Seðlabankans“ til 4% vaxta- hækkunar. Jafngildir fyrri upphæðin 399.996 kr. á ári, sú síðari 799.992 kr. Munurinn er milljón á ári Hækki vextirnir um 5%, úr 6% í 11%, fer mánaðarleg afborgun af sama 20 milljóna króna láni úr 166.667 kr. í 250.000 kr., eða um 83.333 kr. á mán- uði, eða um 999.996 kr. á ári. Sami munur kemur fram á 40 ára láni. Sé lánið þannig til 40 ára og með 6% óverðtryggðum vöxtum sem hækka í 8% fer mánaðarleg afborgun 20 milljóna króna láns úr 141.667 kr. í 175.000 kr. og munar þar 33.333 kr. á mánuði, 399.996 kr. á ári. Hækki vextir hins vegar um 5%, úr 6% í 11%, fer mánaðarleg greiðsla úr 141.667 kr. í 225.000 kr. Munar þar 83.333 kr. eða 999.996 kr. á ári. Það kann að koma á óvart að mun- ur á afborgunum á 25 og 40 ára lánum samfara vaxtahækkun sé sá sami. Er það útskýrt með því að „þar sem vaxtahækkunin kemur strax að fullu til greiðslu á láni með jafnar afborg- anir er hækkun mánaðargreiðslu sú sama fyrir 40 ára lánið eins og 25 ára lánið enda dreifist hún ekki á eftir- stöðvar lánstímans með sama hætti og gerist með jafngreiðslulánin“. Greinargerðinni lýkur svo með þessum tilmælum: „Ofangreind dæmi gefa skýrt til kynna mikið næmi greiðslubyrði lána með breytilegum vöxtum fyrir vaxtahækkunum. Á vissan hátt má telja það hliðstætt næmi gengistryggðra lána gagnvart gengissveiflum íslensku krónunnar á sínum tíma en þá sögu þekkja neyt- endur vel. Fjármálaeftirlitið ítrekar því þá ábendingu að neytendur hafi borð fyrir báru þegar þeir taka lán með þessum skilmálum.“ Vísbendingar um hækkanir Sigurður Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, telur flest benda til að vextir hækki. „Miðað við þau vaxtakjör sem bjóð- ast í dag eru allar líkur á því að vextir verði hærri þegar kemur að endur- ákvörðun vaxta. Það er ljóst að yfir- gnæfandi líkur eru á því að þeir verði hærri og í mínum huga gætu þeir vel orðið 1-3% hærri en í dag. Það eru mestar líkur á að vaxtastigið verði á því bili í framtíðinni, þannig að til dæmis 6% vextir hækki í 7-9%, eftir því hve hækkunin er mikil. Sögulega séð eru vextir við neðri mörk í dag,“ segir Sigurður. Spurður hvort í ljósi þessa megi líkja lántöku í óverðtryggðu láni í dag við það að taka verðtryggt lán þegar verðbólga er í sögulegu lágmarki, þannig að allar líkur séu á hækkun mánaðarlegra afborgana, segir Sig- urður það að vissu leyti sambærilegt. „Það slæma við óverðtryggðu lánin er að vextirnir eru aðeins læstir til nokkurra ára og eru því ekki þeir sömu á lánstímanum eins og í verð- tryggðu lánunum.“ Munu verja viðskiptavinina Sigurður segir Íbúðalánasjóð undir- búa að bjóða óverðtryggð lán. „Við erum búnir að hugsa fyrir þessu öllu og svo lengi sem vextir verða ekki óbærilega háir raskar það ekki þeim fyrirætlunum sem við höf- um á teikniborðinu. Við gerðum alltaf ráð fyrir þessari áhættu og ætlum að verja viðskiptavini okkar gegn henni. Við erum eingöngu með verðtryggð lán núna en stefnum að því að óbreyttu að bjóða upp á óverðtryggð fasteignalán í lok sumars.“ Fari varlega í óverðtryggð lán  Fjármálaeftirlitið hvetur lántakendur til að hafa „borð fyrir báru“ er þeir taka óverðtryggð lán  Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs telur „yfirgnæfandi líkur“ á að vextir hækki á næstu árum Morgunblaðið/Frikki Norðlingaholt Velta á fasteignamarkaði frá janúar til febrúar í ár var 46,335 milljarðar kr. en var 18,315 milljarðar fyrstu fjóra mánuði ársins 2009. Óverðtryggð lán - jafnar greiðslur Mánaðargreiðslur við mismunandi vaxtastig Dæmi a) 25 ár Vaxtahækkun 25 ár 10.000.000 15.000.000 20.000.000 30.000.000 6,00% 64.430 96.645 128.860 193.290 0,25% 6,25% 65.967 98.950 131.934 197.901 1,00% 7,00% 70.678 106.017 141.356 212.034 2,00% 8,00% 77.182 115.772 154.363 231.545 5,00% 11,00% 98.011 147.017 196.023 294.034 Afborgun af 20.000.000 kr. láni hækkar um 25.503 kr. á mánuði við 2% vaxtahækkun sem gerir 306.036 kr. á ári Hækki vextir um 5% hækkar mánaðarleg afborgun um 67.163 kr. sem gerir 805.956 kr. á ári Dæmi b) 40 ár Vaxtahækkun 40 ár 10.000.000 15.000.000 20.000.000 30.000.000 6,00% 55.021 82.532 110.043 165.064 0,25% 6,25% 56.774 85.161 113.548 170.322 1,00% 7,00% 62.413 93.215 124.286 186.429 2,00% 8,00% 69.531 104.297 139.062 208.594 5,00% 11,00% 92.829 139.244 185.659 278.488 Afborgun af 20.000.000 kr. láni hækkar um 29.019 kr. á mánuði við 2% vaxtahækkun sem gerir 348.228 kr. á ári Hækki vextir um 5% hækkar mánaðarleg afborgun um 75.616 kr. sem gerir 907.392 kr. á ári Heimild: Fjármálaeftirlitið Heildarútlán heimila eftir útlánategund (Í milljónum króna) 31. 12. 2009 31. 12. 2010 31. 12. 2011 Heildarútlán heimila 1.615.303 1.608.629 1.674.883 þar af gengisbundin 183.878 153.462 18.016 þar af verðtryggð 1.262.864 1.270.752 1.398.380 þar af óverðtryggð 99.048 134.004 219.754 Heimild: Seðlabanki Íslands FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 „Seðlabankinn hefur verið nokkuð afdráttarlaus í þeim skilaboðum að frekari vaxtahækkana sé að vænta. Það er þvert á það sem maður myndi telja eðlilegt miðað við þau ströngu gjaldeyrishöft sem eru við lýði og veikburða efna- hagsreikninga hjá bæði heimilum og fyrirtækjum,“ segir Styrmir Guðmundsson, sjóðsstjóri hjá eignastýringarfyrirtækinu Júpíter. „Miðlun peningastefnunnar er löskuð eins og hún hefur raunar alltaf verið. Ég veit ekki hverju bankinn hyggst ná fram með því að beita vaxtatækinu núna. Mann grunar að bankinn verði tilneyddur að gera það, enda er 4% verð- bólgumarkmið hans töluvert undir líðandi verðbólgu og lögbundið markmið bankans er að standa vörð um það markmið. Stjórn- endur bankans hafa að mínu mati talað nokkuð umbúðalaust um að frekari vaxtahækkana sé að vænta. Það er ekki óhugsandi að bankinn hækki stýrivexti í 8%, þótt manni þætti það langt gengið miðað við gang mála. Ef hafta- áætlun Seðlabankans verður áfram við lýði í sama horfi er ekki loku fyrir það skotið að bankinn hækki stýrivexti í 7-8%. Það gæti þýtt um og yfir 10% nafnvexti af óverðtryggðum lánum. Ég myndi telja að skýr minnihluti lántakenda myndi ráða við slíka vexti. Margir gætu þá þurft að leita til bankanna með ósk um einhvers konar úr- ræði, svo sem með því að skuld- breyta yfir í verðtryggð lán, nú eða fá frystingar,“ segir Styrmir. Magnús Árni Skúlason hagfræð- ingur telur litlar líkur á að Seðla- bankinn hækki vexti mikið í bráð. Á hitt beri að líta að mörg fyrir- tæki hafi haft lítinn hagnað á ár- unum eftir hrunið og kunni því að hækka verð eftir því sem eftir- spurn eykst. Slíkar hækkanir ýti undir verðbólgu sem Seðlabankinn kunni að bregðast við með því að hækka vexti. Þá bendir Magnús Árni á að mörg óverðtryggð lán séu með föstum vöxtum til skamms tíma og því hafi vaxta- hækkanir ekki áhrif á þau strax. Það eigi þó ekki við öll lánin. Gæti sett marga í vanda SÉRFRÆÐINGUR VARAR VIÐ HÆKKUNUM Styrmir Guðmundsson Magnús Árni Skúlason Sigurður Erlingsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.