Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS SAGAN SEGIR SITT STUTTAR FRÉTTIR ● Landsbankinn hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu all- an eignarhlut sinn í Hampiðjunni hf. eða sem nemur 10,93% af útgefnu hlutafé í félaginu. Lágmarkshlutur hvers tilboðs skal vera 10.000.000 hlutir að nafnverði og lágmarksgengi miðast við 8,00 krónur á hlut. Útboðsskilmála og önnur nauðsynleg gögn má nálgast hjá Markaðs- viðskiptum Landsbankans en tekið verður við tilboðum frá og með föstu- deginum 25. maí 2012 kl. 10:00. Til- boðsfrestur rennur út mánudaginn 4. júní 2012 kl. 16:00. Selja í Hampiðjunni Landsbankinn Á 10,92% hlut í Hampiðjunni. ● Rekstrarhagn- aður Orkuveitu Reykjavíkur varð 4,9 milljarðar króna á fyrsta árs- fjórðungi 2012. Það er afkomubati fyrir fjármagnsliði og skatta um lið- lega 42% frá sama tímabili 2011. Ytri þættir, eins og þróun álverðs og gengi krón- unnar, voru heildarafkomunni áfram óhagstæðir, segir í tilkynningu frá fyr- irtækinu. Tekjur Orkuveitunnar jukust um liðlega fimmtung á milli tímabila en útgjöldin um 5% á verðlagi hvors árs. Gjaldskrárhækkanir skýra auknar tekjur. 4,9 milljarðar rekstr- arhagnaður hjá OR Orkuveituhúsið FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Þrátt fyrir að það megi teljast raun- hæft að ríkið geti bráðlega greitt sér út arð úr bönkunum er hins vegar mikilvægt að þeir fjármunir verði nýttir annaðhvort til að greiða niður skuldir ríkisins eða til fjárfestinga í verkefnum með sambærilega arð- semiskröfu og Bankasýsla ríkisins gerir til þeirra banka sem ríkið á eignarhlut í. Að öðrum kosti væri betur heima setið en af stað farið. Um þetta eru viðmælendur Morgun- blaðsins á einu máli. Við stofnun „nýju“ bankanna setti Fjármálaeftirlitið skilyrði um að þeir greiddu ekki út arð á fyrstu þremur árum nýs eignarhalds. Það bann rennur úr gildi nú á haustmánuðum. Ekki liggur enn fyrir hvort FME muni fara fram á framlengingu bannsins, en í svörum frá FME kem- ur fram að það hafi bent á að enn sé „óvissa og veikleikar í íslenska bankakerfinu. Á meðan svo er eru þættir á borð við arðgreiðslur og takmörkun eða bann við þeim eitt- hvað sem Fjármálaeftirlitið skoðar“. 53 milljarða ávöxtun Ljóst er að það er ríkur vilji á meðal stjórnvalda til að hægt verði að greiða bráðlega út arð úr bönk- unum. Ríkisstjórnin kynnti til sög- unnar fyrir skemmstu fjárfestinga- áætlun, sem á að koma til fram- kvæmda á árunum 2013-2015, en hún á meðal annars vera fjármögnuð með 22 milljörðum króna af arði og eignasölu hluta ríkisins í bönkunum. Bókfært virði eignarhlutar ríkisins í stóru viðskiptabönkunum hefur hækkað um 53 milljarða frá því að ríkið lagði þeim til 138 milljarða á grundvelli samkomulags um endur- fjármögnun bankanna haustið 2008. Ennfremur er eiginfjárhlutfall við- skiptabankanna nokkuð sterkt um þessar mundir – á bilinu 20-22% – og samanlagt eigið fé þeirra ríflega 451 milljarður. Einn viðmælandi Morgunblaðsins, sem vel þekkir til innan bankakerf- isins, segir því að í raun sé hægt að færa góð rök fyrir því að nú séu uppi ágætar aðstæður fyrir bankana til að greiða út arð til eigenda sinna. „Lítill sem enginn vöxtur er í útlánastarf- semi bankanna og á sama tíma virð- ist eiginfjárstaða þeirra vera mjög sterk. Við slíkar aðstæður gæti verið heppilegt fyrir ríkið að greiða sér út arð og þannig endurheimta hluta þeirra fjármuna sem voru notaðir við endurfjármögnun bankakerfisins.“ Hann bendir hins vegar á að það sé ekki á forræði eigenda bankanna að taka slíka ákvörðun. „Það er hlut- verk bankaráða að leggja arð- greiðslur til við hluthafafund.“ Ásgeir Jónsson, efnahagsráðgjafi GAMMA og lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að „því fyrr sem ríkið losar um eignarhluti sína í bönkun- um því betra. Það er umtalsverður ábati fólginn í því fyrir ríkið að nota þá fjármuni til að lækka skuldir rík- isins“. Hann segir auk þess að bank- ar erlendis séu almennt ekki hátt verðlagðir um þessar mundir, en fjárfestar eru í mörgum tilfellum ekki reiðubúnir að borga nema 70-90 aura fyrir hverja krónu eiginfjár – jafnvel þótt um sé að ræða stönduga banka. Þegar það sé haft í huga gæti ríkið hugsanlega hagnast meira á því að greiða sér út arð úr bönkunum en með sölu eignahluta. Þarf sannfærandi rök Annar viðmælandi Morgunblaðs- ins bendir á að við núverandi aðstæð- ur fái ríkið um 15% arðsemi af eign- arhlut sínum í bönkunum. „Stjórnvöld þurfa því að færa mjög sannfærandi rök fyrir því að opin- berar fjárfestingar, eins og þær sem gert er ráð fyrir í fjárfestingaáætl- uninni, muni skila ríkinu sambæri- legri ávöxtun,“ og minnir á í því sam- hengi að ríkið hafi nýverið sótt sér 125 milljarða króna erlent lán til tíu ára á 6% vöxtum. „Meðan fjármögn- unarkostnaður ríkisins er jafnhár og raun ber vitni er því enn mikilvæg- ara en ella að arðsemi af nýjum fjár- festingum sé ásættanleg.“ Raunhæft að ríkið greiði sér brátt arð úr bönkunum  Arðgreiðslubann bankanna rennur brátt út  FME skoðar hvort tilefni sé til að framlengja það  Arðurinn ætti að fara í að greiða skuldir eða arðbærar fjárfestingar Landsbankinn Bókfært virði eignarhlutar ríkisins er 169 milljarðar. Morgunblaðið/Golli Ríkið og bankarnir » Gæti verið raunhæfur kost- ur fyrir stjórnvöld að endur- heimta hluta þeirra fjármuna sem voru lagðir til við stofnun „nýju“ bankanna með því að greiða sér út arð. » Þriggja ára arðgreiðslubann hjá stóru bönkunum rennur út á haustmánuðum. FME skoðar hvort tilefni sé til að fram- lengja það. » Mikilvægt að fjármunirnir fari í að greiða niður ann- aðhvort lán ríkisins eða arð- bærar fjárfestingar. Ríkið situr á digrum sjóði í bönkunum Heimild: Uppgjör Arion og Landsbanka fyrir 1. fjórðung 2012 og uppgjör Íslandsbanka fyrir 2011. Eigið fé (í ma króna): Eignahlutur ríkisins (í ma króna): Samtals: 451 milljarðar kr. Samtals: 190,77 milljarðar kr. Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki 11 9 m a. 20 8 m a. 12 4 m a. 15 ,4 7 m a. 6, 2 m a. 16 9, 1m a. 20,2% 22,1% 22,6% 13% 81,3% 5% Eigin- fjárhlutfall Eignahlutur ríkisins Hagnaður Eimskips á fyrsta fjórð- ungi þessa árs nam 98 milljónum króna, borið saman við 928 millj- ónir á sama tímabili fyrir ári. Mun- urinn skýrist af því að á fyrsta árs- fjórðungi síðasta árs innheimti Eimskip útistandandi kröfur upp á einn milljarð króna. Hún hafði áður verið færð niður að fullu í bókum fyrirtækisins. Rekstrarhagnaður (EBITDA) Eimskipts var 1,1 millj- arður króna á fjórðungnum. Fram kemur í uppgjöri Eimskips að flutningsmagn í siglingakerfum félagsins á Norður Atlantshafi jókst um 9,7% á fyrsta ársfjórðungi á milli ára á meðan flutningsmagn í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun Eimskips jókst um 4,3% á sama tíma. Haft er eftir forstjóranum Gylfa Sigfússyni í tilkynningu að afkoman af reglulegri starfsemi hafi verið í takti við væntingar. „Vinna við mögulega skráningu fé- lagsins á Kauphöll er í fullum gangi en stefnt er að henni í lok árs.“ Minni hagn- aður Eimskips                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./, ,0,.+1 +,2.32 ,+.-+4 ,+.142 +-.0,/ +41./+ +.3,0+ +/2.3, +3,.++ +,/.,4 ,0,.34 +,3.0, ,+.-55 ,+.1/- +-.0-, +42.,/ +.3,1- +/3., +3,.23 ,,1.30/3 +,/.21 ,04.+, +,3.4/ ,+./1+ ,+.23+ +-.+42 +42.35 +.3,/2 +/3.5- +34.0+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.