Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 ✝ Sigmund Jó-hannsson fæddist í Ibestad í Gratangen, Nor- egi, 22. apríl 1931. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja 19. maí 2012. Foreldrar Sig- munds voru Jó- hann Daníel Bald- vinsson, f. 22.7. 1903, d. 9.4. 1990 og Cora So- fie Baldvinsen, f. 20.9. 1904, d. 31.8. 1986. Sigmund fluttist til Íslands þegar hann var 3 ára. Hann var búsettur á Skagaströnd þegar hann kvæntist Helgu Ólafsdóttur f. 12.8. 1930. Þau giftu sig á Höskuldsstöðum í Austur Húnavatnssýslu árið 1952. Þau hjónin fluttust til Vestmannaeyja árið 1955. Sig- mund og Helga eignuðust tvo syni, þá Ólaf Ragnar, f. 25.5. 1952 og Hlyn Bjarklund, f. 20.2. 1970. Áður átti Sigmund einn son, Björn Braga, f. 13.6. 1951, móðir hans er Að- alheiður Hrefna Björnsdóttir, f. 1.11. 1931. Sigmund er einna þekkt- astur fyrir skopmyndir sínar í Morgunblaðinu. Fyrsta mynd hans í Morgunblaðinu birtist 25. febrúar 1964 og tengdist Surts- ey og fyrstu land- göngu þar. Í Heimaeyjargosinu árið 1973 varð Sigmund fastráð- inn við Morg- unblaðið og hefur skopmyndateiknun verið aðalstarf hans frá þeim tíma og þar til honum var sagt upp störfum árið 2008. Uppfinningar Sig- munds eru vel þekktar, má þar nefna fiskvinnsluvélar, sleppibúnað gúmmíbjörg- unarbáta og margt fleira. Þau hjónin hafa haft búsetu í Vest- mannaeyjum til dagsins í dag og nú fyrir stuttu héldu þau upp á 60 ára hjúskaparafmæli. Sigmund var kosinn Eyjamað- ur ársins 2011 af vikublaðinu Eyjafréttum og hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í þágu sjó- manna. Honum var veittur riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu 15. apríl 1982 af þáverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur. Útför Sigmunds fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag, 26. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Það er gæfa hvers samfélags að þar búi einstaklingar sem þora að gæða það frumlegum hugmyndum og hafa kjark til að rýna til gagns ríkjandi skoð- anir, sem aftur leiðir til nýrrar hugsunar og fjölbreyttari möguleika. Sigmund Jóhanns- son var einmitt þannig einstak- lingur og Eyjafólk má kallast stálheppið að hafa haft hann í sínu liði, því Sigmúnd hefði blómstrað hvar sem var í heim- inum með sína fjölbreyttu hæfileika. En hann var gall- harður Vestmanneyingur, sem alla tíð hugsaði fyrst og fremst um að bæta umhverfi sitt og líf samferðamanna sinna hér í Eyjum og til þess valdi hann frumlegar leiðir og var aldrei sporgöngumaður neins. Skarp- ur þjóðfélagsgagnrýnir sem með sínum einstæða og enda- lausa húmor vakti til umhugs- unar í gegnum skopteikningar sínar og þess fékk öll íslenska þjóðin að njóta í áratugi. Og það var aðeins ein hliðin á þessum skemmtilega mannvini og snillingi sem hann Sigmund var. Við hlið skopmyndateikn- arans og listmálarans var upp- finningamaðurinn Sigmund sem alla tíð stóð vaktina með íbúum Vestmannaeyja, sjó- mönnunum, iðnaðarmönnum og fjölskyldum þeirra með stór- brotnum og frumlegum upp- finningum sínum, hvort heldur þær lutu að bættri framleiðslu sjávarafla eða öryggismálum um borð í fiskiskipum. Einnig liggja eftir hann frumlegar og framsæknar hugmyndir s.s. að uppgreftri á gosminjum, minn- isvarða um björgunina í Heimaeyjargosinu, öryggis- og björgunarbúnað fyrir jarðgöng og nú síðast búnaði til að halda sandi fyrir utan hafnarmynni Landeyjahafnar. Nú, þegar ég kveð vin minn Sigmund Jóhannsson er margs að minnast og mikið að þakka. Maður fór alltaf glaðari og fróðari úr heimsóknunum á Brekastíginn. Á goslokahátíð- inni á sl. ári hélt Sigmund sýn- ingu á hápunktum ferils síns. Ég minnist sýningarinnar og undirbúningsins meðal þess skemmtilegasta sem ég hef gert í mínu starfi. Allt varð að vera fullkomið, engar redding- ar eða málmiðlanir á síðustu stundu, enda var sýningin glæsileg og troðfullt út úr dyr- um alla sýningardagana. Sýn- ingarskrána gerði Sigmund eins og honum einum var lagið. Hann taldi ekki upp afrekin, heldur rifjaði upp fallið á inn- tökuprófinu í Myndlistarskóla Íslands sem og að Mogginn hefði rekið hann. Morgunblað- ið sýndi Sigmund síðan þann virðingarvott að kynna sýn- inguna með Sigmundteikning- um á hans gamla stað í blaðinu, sem ég veit að gladdi hann mjög. Já, það má draga margan góðan lærdóm af lífs- hlaupi Sigmund Jóhannssonar, það eru mikil forréttindi að hafa fengið að þekkja hann. Helgu og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Kristín Jóhannsdóttir. Teiknari af Guðs náð, fram- sýnni en flestir, uppfinninga- maður, einstakur húmoristi, tryggur og traustur, hlýr og hjálpsamur, auga Íslands í skopteikningum í Morgun- blaðinu nær mannsævi. Hann var lyf Íslendinga gegn leið- indum og neikvæðni og myndir hans voru sólargeislar gegn nuddi og nagi hversdagsleik- ans. Sigmund Johannsson teiknari var engum líkur. Hann var sérkapítuli í lífi Ís- lendinga mestan hluta síðustu aldar með teikningum sínum í Morgunblaðinu, teikningum á heimsmælikvarða skopteikn- inga; beittar og gamansamar í senn, fullar af leikgleði sem kitlaði stórt og smátt í þjóðlífs- ins leik. Mestu mistökin í sögu Morgunblaðsins voru þegar hann var látinn hætta á blaðinu. Með þessu setti Morg- unblaðið mjög niður og Íslend- ingar misstu af skopi Sig- munds í útfærslu á hrundansinum mikla. Hjartas- árin væru mun mildari ef Sig- munds hefði notið við að öðr- um ólöstuðum. Sigmund var flest til lista lagt, hugmyndaflug hans með ólíkindum, lausn á öllum vandamálum. Sigmund var ekki allra nema í myndum sínum, en allir voru hans því allt sem hann hugsaði og gerði var í þágu framfara og heilla og hún Helga hans, lífsfestin hans, synirnir og fjölskyldur þeirra, barnabörnin, sólargeislarnir sem kögruðu tilveru þessa stórkostlega persónuleika og listamanns. Í rauninni var Sig- mund allt of stór fyrir Ísland, en hann elskaði landið af auð- mýkt og þakklæti og fólkið í öllum sínum tilbrigðum. Heimili þeirra Helgu var ekki hefðbundið í uppsetningu, en gestrisni þeirra, vinarþel og hlýja var eins og eilíf veður- blíða og vinátta þeirra veitti manni hlutdeild í sérstæðu mannlífsverki þar sem lífið lék við hvern sinn fingur þótt tek- ist væri á um menn og málefni á nótum þess að maður er manns gaman. Sigmund var afreksmaður á margan hátt. Eini skopteikn- arinn í heiminum sem hafði út- hald til þess að teikna skop- mynd á dag í blað heillar þjóðar áratugum saman, tækin og tólin sem hann fann upp, Sigmundsgálginn, fiskvinnslu- vélbúnaður, margs konar ör- yggisbúnaður fyrir sjómenn sem hefur bjargað mannslífum, bætti nýtingu verðmæta, treysti lífshamingjuna með ís- lenskan metnað í fyrirrúmi. Við brölluðum margt á langri leið og svo voru teknar rokur eins og þar sem við unnum saman bækurnar Nú hlær þingheimur og Enn hlær þingheimur. Það var aldrei mulið moðið, heldur gefið í og trollinu hent út í hversdagslífið. Myndasafn Sigmunds með Moggamyndunum eru handrit nútímans á Íslandi og vonandi bera Eyjamenn gæfu til þess að setja nú þegar upp safn í Vestmannaeyjum með myndum Sigmunds, sem Alþingi festi kaup á og vistaði í Eyjum auk mynda Sigmunds síðustu árin. Það er stórt skarð fyrir skildi þegar vinur okkar er horfinn á braut, landspenninn sem létti endalaust lund lands- manna. Megi góður Guð vernda hann og fólkið hans allt. Við Dóra þökkum samfylgdina, æv- intýrin. Það verður spennandi að sjá afraksturinn af því þeg- ar Sigmund tekur nú til að munda blýantinn og túlka skoplegar hliðar himnaríkis. Hjá Drottni allsherjar er mættur teiknarinn af Guðs náð. Árni Johnsen. Sigmund Jóhannsson lýsti skoðunum sínum á þjóðfélags- málum og einstökum atburðum í þjóðmálabaráttu líðandi stundar í teikningum á síðum Morgunblaðsins dag hvern í marga áratugi. Þetta var ein- stakt og ótrúlegt afrek. Það var í raun og veru óskiljanlegt hvað maður, sem sat einn úti í Vestmannaeyjum og talaði við fáa, gat haft skarpa sýn á þjóð- félagsviðburði og djúpt innsæi í sálarlíf þeirra einstaklinga, sem þar komu við sögu. Þetta hefur enginn leikið eftir hér á Íslandi og slíkir hæfileikamenn eru ekki á hverju strái hjá fjöl- mennari þjóðum. Teikningar hans vöktu sterk viðbrögð. Sumir voru mjög hrifnir. Aðrir áttu erfitt með að þola þær. En flestir les- endur blaðsins skoðuðu þær dag hvern. Valtýr Pétursson listmálari, sem var helzti myndlistargagnrýnandi Morg- unblaðsins þegar Sigmund var að hefja feril sinn á síðum blaðsins, var mjög hrifinn af teikningum hans eftir því, sem Matthías Johannessen segir mér. Sigmund var viðkvæmur maður. Það þurfi mikið að ganga á til þess að forráða- menn blaðsins tækju upp sím- ann til að ræða við hann um athugasemdir, sem fram komu við myndir hans, hvort sem var fyrir birtingu frá starfsmönn- um blaðsins eða eftir birtingu frá lesendum. Þær athuga- semdir voru oftar við texta, sem fylgdu myndunum heldur en við myndirnar sjálfar. Framan af hvíldi það á herð- um Matthíasar Johannessen að halda Sigmund á síðum blaðs- ins. Hann var oft að því kom- inn að hætta. Einu sinni fór Matthías til Eyja til þess að fá hann ofan af slíkum fyrirætl- unum. Vinátta hans og Árna John- sen varð til þess að við vissum betur hvernig Sigmund leið en seinni árin var Árni Jörgen- sen, sem áratugum saman var aðalhönnuður blaðsins og síð- ustu árin útlitsritstjóri þess, sá starfsmaður ritstjórnar, sem bezt ræktaði tengslin við Sig- mund og átti bezt með að tala við hann. Við Sigmund töluðum stund- um saman og einu sinni fórum við Árni Jörgensen í fótspor Matthíasar út í Eyjar. Eftir hvert samtal hafði ég skýrari mynd af umhverfi okkar en áð- ur. Hvernig var hægt að búa í eins konar einangrun en sjá samfélag okkar í skýrara ljósi en flestir aðrir? Sigmund Jóhannsson á sér sérstakan og einstæðan kafla í sögu Morgunblaðsins. Teikn- ingar hans eru aldarspegill. Að leiðarlokum þakka ég vináttu og lærdómsríkt sam- starf. Styrmir Gunnarsson. Góður vinur, Sigmund Jó- hannsson, er látinn. Hann fæddist í Noregi fyrir 81 ári. Þegar hann var þriggja ára fluttist fjölskyldan til Skaga- strandar. Hann var mikill snill- ingur sem listamaður og upp- finningamaður. Þetta sást vel á sýningu sem hann hélt í Akó- ges í Vestmannaeyjum um síð- ustu goslokahátíð, alls 69 myndir sem er lítið brot af verkum hans. Þar kynntist fólk frábærum verkum sem virki- lega glöddu augað. Hann var mikill snillingur í höndunum, smíðaði glæsilegt skipslíkan ásamt mörgu öðru fallegu. Þekktastur meðal þjóðarinnar er hann fyrir skopmyndir sem hann teiknaði í Morgunblaðið í 44 ár, frá 1964 til 2008. Trúlega hefur enginn á því tímabili ver- ið beinskeyttari gagnrýnandi á íslenska pólitík en Sigmund. Svo sannarlega sýndi hann þar mikla hæfileika á að sjá skop- legar hliðar lífsins og túlka þær á þann hátt að nánast öll þjóðin fylgdist með og beið spennt eftir Mogganum alla daga. Á Skagaströnd starfaði Sigmund sem vélstjóri í frysti- húsi og eftir að til Eyja kom vél- og verkstjóri á sama vett- vangi. Þá komu fram hjá hon- um ýmsar uppfinningar sem léttu störfin og sköpuðu betra hráefni. Þessi tæki voru í notk- un í frystihúsum vítt og breitt um landið og einnig tæki við saltfiskvinnslu. Öryggismál sjómanna voru honum mjög hugleikin. Uppfinningar hans þar hafa skipt sköpum og bjargað mannslífum. Árið 1972 fann hann upp sjálfvirkan stoppara á netaspil. Fyrsta heila árið eftir að þessi einfalda uppfinning var komin í allan flotann varð ekkert slys við netaspil. Það var svo 1981 að sjósetningarbúnaður gúmmí- björgunarbáta, Sigmundsgálg- inn, kom til sögunnar, bæði handvirkur og sjálfvirkur. Þetta tæki hefur skipt sköpum þegar þurft hefur að grípa snöggt til gúmmíbjörgunarbáta á neyðarstundu. Fram til hinstu stundar var hann að ræða og gera tillögur um bætt öryggi á sjónum. Fyrir þessi störf sem vörðuðu íslenska sjó- menn og fjölskyldur þeirra svo miklu, tók hann aldrei gjald. Sjómannafélög hafa heiðrað hann fyrir tækin sem skapað hafa bætt öryggi á sjónum og hann var kjörinn Eyjamaður ársins 2011. Uppfinningar hans einkennast af einfaldleika, ör- yggi og styrk. Núna síðast hef- ur hann teiknað slökkvibúnað fyrir jarðgöng, vélarrúm o.fl. staði sem byggist á nýju mjög fljótvirku slökkviefni. Vonandi kemst það fljótt í gagnið. Sig- mund var alltaf léttur, vinaleg- ur og einnig skarpgreindur. Það var mikið lán að eiga hann að vini í rúm 30 ár. Heimsóknir til hans og eig- inkonunnar Helgu eru eftir- minnilegar fyrir elskulegheit og vinsemd. Fallega heimilið þeirra var sérstakt og þangað var gott að koma. Þau byrjuðu búskap á Skagaströnd en fluttu fljótt til Eyja árið 1955. Vest- mannaeyingar standa í þakk- arskuld við Eyjakonuna Helgu Ólafsdóttur fyrir að færa okkur snillinginn Sigmund Jóhanns- son, hingað til Eyja, fyrir bráð- um 60 árum. Með vinsemd og samúðarkveðjum til fjölskyldu Sigmunds Jóhannssonar. Friðrik Ásmundsson. Sigmund Jóhannsson Fyrsta myndin sem Sigmund teiknaði fyrir Morgunblaðið birt- ist 25. febrúar 1964 og tengdist Surtsey. Síðasta mynd Sigmund í Morgunblaðinu birtist 20. október 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.