Morgunblaðið - 26.05.2012, Side 10

Morgunblaðið - 26.05.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Á bak við vefsíðuna reluctantentertai- ner.com býr sú hugmynd að hvetja fólk til að sýna gestrisni og auka sam- kennd með því að fólk hittist oftar og njóti þess að eiga góða stund yfir mat og drykk. Það er hin bandaríska Sandy Coughlin sem er höfundur síðunnar. Hún segir þar meðal annars að hún vilji ekki að síðan sé eingöngu til skrauts heldur geti líka komið fólki að gagni. Sandy setur inn ýmiskonar uppskriftir að snarli sem hægt er að útbúa á síðustu stundu. Eitthvað sem auðveldlega er hægt að henda saman úr ísskápnum en er samt svo gott. Þá setur hún á vefsíðuna boðorð sem hún hvetur fólk til að fara eftir þegar kem- ur að gestrisni. Mikilvægast segir hún að muna eftir því að gestrisni snýst ekki um okkur sjálf. Hún snýst um að láta öðrum líða vel og þannig að þeir séu velkomnir. Þegar fólk átti sig á þessu átti það sig um leið á því að gestirnir séu að koma til að njóta fé- lagsskapar og návistar við mann og fjölskyldu manns. Einmitt þess vegna mega alveg vera einn eða tveir diskar í eldhúsvaskinum og það þarf ekki að vera búið að taka til í draslskúffunni í forstofunni. En fólki hættir jú oft til að vilja hafa allt algjörlega tipp topp og miklar fyrir sér að bjóða fólki heim þar af leiðandi. Einnig mælir Sandy með því að maður tali uppörvandi við sjálf- an sig ef máltíð misheppnast. Yfirleitt megi gera gott úr hlutunum og óþarfi að tala sig niður. Hér er á ferð skemmtileg síða með girnilegum upp- skriftum og góðum boðskap. Vefsíðan www.reluctantentertainer.com Morgunblaðið/Ómar Boð Vissulega skiptir góður matur máli en félagsskapurinn er mikilvægastur. Félagsskapurinn mikilvægastur María Ólafsdótttir maria@mbl.is Þ orgerður Kjartansdóttir eða Togga, hefur alla tíð verið mikil handa- vinnukona. Sem krakki heklaði hún kjóla á barbídúkkurnar sínar úr garnaf- göngum frá mömmu sinni. En hún segir nokkuð um handavinnukonur í fjölskyldunni og hún sé sögð hafa erft áhugann frá ömmu sinni og nöfnu. Í dag á orkering hug hennar allan sem er sérstök aðferð við að hnýta blúndur. Hannar Togga nú or- keraða skartgripi undir eigin nafni. Í gröf Faróa „Fyrir tveimur árum sá ég eyrnalokka á netinu sem urðu kveikjan að skartgripunum sem ég hanna í dag. En til að læra tæknina skoðaði ég mig um á netinu og pant- aði mér bækur og fiktaði mig áfram. Það var ekki fyrr en seinna sem ég síðan komst að því að það væri svona mikil saga og hefð fyrir þessari handavinnu á Íslandi. Flestum heim- ildum ber saman um að þessi handa- Blúndur á faróa, dömur og nunnur Flestum heimildum ber saman um að handavinnuaðferðin orkering sé upp- runnin í ítölskum nunnuklaustrum. Hérlendis varð slík aðferð vinsæl til að nota í þjóðbúninginn og kraga á peysuföt en einnig í dúka og fleira. Handverkskonan Þorgerður Kjartansdóttir nýtir aðferðina til að búa til skartgripi og styðst gjarnan við gamlar uppskriftir sem hún endurnýjar og gerir að sínum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Kennari Þorgerði þykir ákveðinn heiður að fá að miðla handverkinu áfram. Morgunblaðið/Styrmir Kári Vandvirkni Erfitt er að rekja upp og því mikilvægt að vanda til verka. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Blúshátíðin Norden BluesFestival stendur yfir þessahelgi og hófst í gær með tón- leikum í Hvoli á Hvolsvelli þar sem ein virtasta og vinsælasta blús- söngkona Chicagoborgar, Katherine Davis, kom fram ásamt blús- hljómsveitinni Stone Stones, en hún kom fyrst saman á hátíðinni árið 2009 og gerði meðal annars garðinn frægan í haust á blúshátíð í Odda í Noregi. Auk þeirra kom sunnlenska hljómsveitin Síðasti séns fram og blúsmaðurinn, lífskúnstnerinn og bóndinn Tryggvi á Heiði í Ása- hreppi, en hann er þekktur fyrir að spila og syngja deltablúsinn á næm- an en kraftmikinn hátt. Í kvöld verður Grana Louise, sem er góð vinkona íslenskra blús- unnenda, í aðalhlutverki. Hún kom fram á fyrstu hátíðinni árið 2009. Hún er hörku blúsdíva frá Chi- cago en þar í borg kemur hún viku- lega fram á tónleikum. Grana segist ekki hafa gleymt stemningunni í Hvolnum þegar hún var hér síðast og lofar hún eftirminnilegum tón- leikum í ár. Grana Louise er af- skaplega fjölhæf, sögð einhver kraftmesta blússöngkona samtím- ans sem einnig ræður við að túlka silkimjúkan og viðkvæman blús. Í kvöld kemur hún kemur fram með Blue Ice Band. Auk þess kemur fram hin goð- sagnakennda Tregasveit, sem mun hafa átt endurkomu á Blúshátíðinni í Reykjavík um páskana. Þeir lofa ekki síðri tónleikum á Hvolsvelli. Feðgarnir Pétur Tyrfingsson og Guðmundur Pétursson leiða hljóm- sveitina, sem var í fararbroddi í blúslífi Íslendinga um árabil. Castro er blúshljómsveit sem samanstendur af þroskuðu fólki sem kemur saman og spilar fyrir ánægj- una af spilamennskunni. Þau koma einnig fram í kvöld og flytja jöfnum höndum eigið efni svo og lög eftir Norden Blues Festival í þriðja skipti á Hvolsvelli um helgina Blúsdívan Grana Blúsdíva Grana Louise sem verður aðalnúmerið á tónleikunum í kvöld. kransæðastíflu, til þátttöku í klínískri lyfjarannsókn á fyrirbyggjandi meðferð gegn hjarta- og æðaáföllum. Megintilgangur rannsóknarinnar er að meta hvort rannsóknarlyfið canakinumab hafi betri verkun en lyfleysa til að draga úr hjarta- og æðatengdum áföllum, eða nýmyndun á sykursýki af tegund 2, hjá sjúklingum sem hafa fengið kransæðastíflu, eru í stöðugu ástandi en með hækkað hsCRP. Aðalrannsakendur eru Axel F. Sigurðsson, Karl K. Andersen og Torfi F. Jónasson, allir sérfræðingar í lyf- og hjartalækningum. Rannsóknin verður framkvæmd á eftir- farandi stöðum:  Hjartamiðstöðinni, Holtasmára 1, 201 Kópavogi  Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut, 101 Reykjavík  Læknasetrinu Þönglabakka 1 og 6, 109 Reykjavík Um 17.200 einstaklingar munu taka þátt í rannsókninni víðs vegar um heiminn, þar af allt að 300 hér á landi. Þátttaka varir að hámarki í 6 ár. Rannsóknin er slembiröðuð samanburðarrannsókn við lyfleysu. Það þýðir að þátt- takendur fá annað hvort rannsóknarlyfið canakinumab eða lyfleysu. Lyfleysa er notuð í klínískum rannsóknum til að koma í veg fyrir að tilviljun eða væntingar hafi áhrif á niðurstöður. Líkurnar á að þátttakandi fái rannsóknarlyfið eru 3 af 4 og líkurnar á að fá lyfleysu eru 1 af 4. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Ekki er hægt að tryggja að þátttakendur fái lang- varandi bata af meðferð með rannsóknarlyfinu. Ekki verður greitt fyrir þátttöku en læknisskoðun, rannsóknir og eftirlit verður þátttakendum að kostnaðarlausu. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast hafðu samband við hjúkrunar- fræðinga rannsóknarinnar á eftirfarandi rannsóknarsetrum  Hjartamiðstöðin í síma  Landspítali-háskólasjúkrahús í síma Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa ekki skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar, Persónuverndar og Lyfja- stofnunar. Óskað er eftir sjálfboðaliðum, einstaklingum sem fengið hafa Hvað felur rannsóknin í sér? Frekari upplýsingar milli kl. 8.30 og 16.00 550 3040 825 3581 Hefur þú fengið kransæðastíflu?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.