Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Brautarholti 10-14 / 105 Reykjavík / 575 2700 / pixel@pixel.is / www.pixel.is Við prentum alla regnbogans liti. Gulur rauður grænn og blár svartur hvítur fjólublár! Við bjóðum upp á alla almenna prentun, ráðgjöf, skönnun, umbrot, bókband og umsjón með prentgripum. Pixel er alhliða prentþjónusta með starfsstöðvar í Reykjavík og á Ísafirði. Pixel þýðir myndeining - sem er minnsta eining úr mynd. Orðið pixel er byggt á samblöndu úr orðunum pix (pictures) og el (element) Mývatnssveit Í Mývatnssveit er löng hefð meðal íbúa fyrir kartöfluræktun í Bjarnarflagi til heimilisnota. Það er einkum tvennt sem þessu veldur. Jarðvegurinn kemur lítt eða ekki frosinn undan vetri vegna jarðhita svæðisins og frjósemi moldarinnar er þannig að bragðgæði jarðeplanna hér þykja ein- stök. Sumarið í ár hefur látið bíða eftir sér en stíf norðan- átt með kulda og næturfrostum ráðið veðri lengi vel. Þess vegna hafa áhugamenn um ræktun beðið þol- inmóðir betri tíðar og leyft útsæðinu að spíra ræki- lega. Nú þegar loks þegar hlýnað hefur verulega taka menn hart við sér, plægja garða og pota útsæði í jörð, sem er óvenjuseint að þessu sinni. Jakob Stefánsson, hestabóndi í Vogum hefur verið að tæta garða fyrir sjálfan sig og marga sveitunga sína, það hefur hann gert af greiðasemi til margra ára. Það er eitt sérkenni Mývetninga að garðar þeirra eru mjög dreifðir um Bjarnarflagssvæðið. Hver einn garðeigandi á sinn óskareit fjarri öðrum. Það er því nokkuð mikil yfirferð með tætarann og eins gott að Jakob er staðkunnugur á svæðinu og þekkir kenjar sveitunga sinna. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Kartöflugarðar Mývetninga tættir upp Dómnefnd hönnunarsamkeppni fangelsisbyggingar á Hólmsheiði í Reykjavík hefur lokið yfirferð sinni á þeim 18 tillögum sem bárust í sam- keppnina. Dómnefndin mun kynna verðlaunatillögurnar og aðrar tillög- ur sem bárust þriðjudaginn 5. júní næstkomandi. Síðar í mánuðinum verða tillögurnar sýndar á Háskóla- torgi. Dómnefndina skipa: Fyrir hönd ráðherra Steinunn Valdís Óskars- dóttir, formaður, Páll E. Winkel fangelsismálastjóri og Pétur Örn Björnsson arkitekt og tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands, arkitektarn- ir Gylfi Guðjónsson og Hildur Gunn- arsdóttir. Frestur til að skila tillögum í hönnun fangelsis á Hólmsheiði rann út 16. apríl og hefur nefndin komið saman á allmörgum fundum til að meta tillögurnar. Dómnefndin hefur ákveðið hvaða tillögur hljóti fyrstu, önnur og þriðju verðlaun og er gert ráð fyrir að eftir að niðurstaðan hef- ur verið kynnt verði samið við höf- und eða höfunda tillögunnar í fyrsta sæti. Nýja fangelsið á Hólmsheiði er gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga og að- stöðu fyrir afplánun skemmri fang- elsisrefsinga og vararefsinga. Gert er ráð fyrir 56 rýmum fyrir fanga og mun byggingin leysa af hólmi Hegn- ingarhúsið í Reykjavík og fangelsið í Kópavogi. Dómnefndin Örn Gunnarsson, Pétur Örn Björnsson, Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, Páll Winkel, Hildur Gunnarsdóttir og Gylfi Guðjónsson. Verðlaunatillagan kynnt í næstu viku  Nýtt fangelsi mun rúma 56 fanga Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Svæðið er náttúrlega bara lokað af núna eins og er,“ sagði Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdals- hrepps, í gær spurður um hvaða ráðstafanir verði gerðar í Dyrhóla- ey eftir að tveir erlendir ferðamenn fóru niður með syllu þegar hún gaf sig á fimmtudag. Hann segir að svæðið verði girt af því það sé áfram laus jarðvegur á þessu svæði og því hrunhætta. „Við munum færa göngustíginn sem er næst þessu svæði,“ sagði Ásgeir og bætti við: „Þau stóðu þarna við brúnina, en mér sýnist á hruninu sem hefur verið þarna að það hafi hrunið stórt stykki úr berginu og þá tekið þessa syllu með sér sem þau stóðu á. Það var ótrú- leg óheppni að fólk skyldi standa akkúrat á þessum stað á sama tíma og þetta hrundi en um leið alveg ótrúleg mildi að ekki fór verr.“ Talið er að það hafi orðið þeim til lífs að þau hafi náð að fljóta ofan á massanum sem hrundi og þannig komist lifandi niður og ekki meira slösuð en þó varð raunin. „Ef maður skoðar þetta svæði eins og það lítur út núna er greini- legt að þarna er laus jarðvegur al- veg fram á brúnina þar sem þetta stykki fór niður og það á þá eftir að jafna sig í tímans rás. Við munum girða það svæði af sem er hættuleg- ast eins og staðan er og færa þenn- an stíg,“ sagði Ásgeir og að eyjan sé nú fram til 25. júní lokuð á nótt- inni, en tveir landverðir sinna svæðinu á daginn og leiðbeina þá fólki um það. Óheimilt að keyra upp Háey „Það er ekki heimilt að keyra upp á Háey eins og er. Menn geta þá bara keyrt út á Lágey og gengið upp,“ sagði Ásgeir. Ásgeir segist ekki gera sér grein fyrir því hversu breið syllan var sem fór niður, en að eftir hrunið hafi göngustígurinn verið mjög nærri bjargbrúninni. „Ég vona að menn klári það nú bara í dag þann- ig að þetta geti verið komið í horf seinnipartinn,“ sagði Ásgeir í sam- tali við blaðið í gær aðspurður hve- nær fólki yrði aftur hleypt inn á svæðið. Stígurinn í Dyr- hólaey var færður  Opnuð á ný í gær fyrir ferðamenn Morgunblaðið/RAX Dyrhólaey Vinsæll ferðamannastaður árið um kring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.