Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Opið 9-18 alla daga nema sunnudaga • Sími 553 1099 Það var óneitanlega sérstakt að lesa um- mæli Ólínu Þorvarð- ardóttur um daginn, þar sem hún sagði hugarfóstur sitt, strandveiðar, lagðar í einelti. Viðbrögð hennar við gagnrýni minna á tuddann á skólalóðinni sem biðst vægðar þegar þeir, sem hann hefur böðlast á, rísa upp að endingu og taka fast á móti. Sem atvinnusjómaður hefur mér oft fundist að líkja mætti árásum og dylgjum fólks á borð við Ólínu við einelti í garð þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Einelti sem byggist m.a. á því að færa lifibrauð þeirra, sem starfa við fiskveiðar og fiskvinnslu allan árs- ins hring, með valdboði til ann- arra. Ekkert auðlindagjald Með strandveiðum hafa afla- heimildir verið fluttar frá atvinnu- útgerðum yfir til frístunda- og hobbíkarla, sem gjarnan taka sér sumarleyfi frá störfum sínum í öðrum atvinnugreinum á meðan. Samherji brást við þessum til- færslum með því að leggja þrem- ur skipa sinna tímabundið vegna samdráttar aflaheimilda við upp- haf strandveiðitímabilsins. Strandveiðibátarnir reru á meðan hver í kapp við annan í nokkra daga og hrúguðu á land eins mikl- um fiski og þeim var lífsins mögu- legt áður en einhver annar veiddi hann. Afleiðingin af þessu stjórnleysi er einföld; lakara hráefni, of- framboð og lægra verð, einmitt á þeim tíma ársins sem flestar vinnslur vantar fisk til vinnslu vegna kvótaskorts og verð ætti af þeim sökum að vera í há- marki. Strand- veiðibátarnir greiða einhverra hluta vegna ekkert auð- lindagjald en það er eflaust með þessum hætti sem þjóðin ætl- ar að sækja umfram- arðinn sinn í sjávar- útvegi. En eineltið gegn starfsfólki í íslensk- um sjávarútvegi er ekki bundið við sjómenn. Undanfarið hefur mér stundum orðið hugsað til fiskvinnslufólks Samherja á Dal- vík. Það er í hópi þeirra sem einnig gætu með réttu sagt að sættu einelti vegna starfs síns. Inngrip stjórnvalda í rekstur Samherja fyrir nokkrum vikum varð til þess að hráefnisöflun fisk- vinnslunnar riðlaðist. Og vel að merkja, ekki hefur enn ekki verið upplýst í hverju meint brot fyr- irtækisins fólust. Blaut tuska í andlit Fólk eins og Ólína, sem árum saman hefur alið á andúð og tor- tryggni í garð þeirra sem starfa í sjávarútvegi, hlýtur að mega bú- ast við að fá blauta tuskuna aftur í andlitið án þess grípa til þess að líkja sjálfum sér við fórnarlamb eineltis. Skólatuddinn kvartar undan einelti Eftir Páll Steingrímsson Páll Steingrímsson » Afleiðingin af þessu stjórnleysi er ein- föld; lakara hráefni, offramboð og lægra verð … Höfundur er sjómaður. Í vandaðri greiningu AtVest á atvinnulífi Vestfjarða kemur margt áhugavert í ljós. Sjávarútvegur er 53% af hagkerfinu og þá er ekki tekið tillit til af- leiddra greina sjávar- útvegs, s.s. þjón- ustuaðila. Sjávarútvegur er því undirstaða atvinnulífs en næst þar á eftir er opinber þjón- usta. Sá böggull fylgir hinsvegar skammrifi að vestfiskur sjávar- útvegur stendur illa, er mjög skuld- ugur og hefur lélegan rekstar- afgang (EBITA) miðað við meðaltal á landinu, en það er mæling á ár- angri óháð skuldum. Til að rekst- urinn gangi upp þyrfti að minnka skuldir sjávarútvegsfyrirtækja um tugi milljarða ásamt því að finna leiðir til að bæta rekst- urinn að öðru leyti. Niðurstaðan er sú að greinin stendur ekki undir sér að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. að hvorugt frumvarp sjávarútvegsráðherra gangi í gegn. Því til viðbótar eru blikur á lofti á öllum okkar mikilvægustu mörkuðum vegna efnahagsástands í Evrópu, en þegar má greina að dýrustu afurðir hafa gefið eftir í verði. Verði frumvörpin tvö að lögum lítið breytt er ljóst að menn þurfa ekki að kemba hærurnar. Það má orða það þannig að óvissu í vest- firskum sjávarútvegi væri þar al- gerlega eytt og staða greinarinnar myndi þá liggja fyrir. Sú niðurstaða þyrfti ekki endilega að vera þjóð- hagslega óhagkvæm en sanngjarnt gagnvart þeim sem hér vilja búa að þeir viti hvar þeir standa. Tveir af þingmönnum fjórðungs- ins hafa barist með hnúum og hnef- um fyrir þeirri leið og eru þá til- búnir að taka þá áhættu sem því fylgir. Undirritaður hefur reyndar á tilfinningunni að ákvörðun þeirra byggist meira á heift út í ein- staklinga og að einhverju leyti hug- myndafræði um að greinin skuli rekin með ráðstjórn en ekki mark- aðsbúskap. Eru tilbúnir að gera til- raun með að nota skipulag þar sem ákvarðanir um hver veiðir hvar, hvernig og hvenær verði teknar pólitískt í ráðuneyti í Reykjavík. Margur hefði talið að þetta hafi verið fullreynt á síðustu öld með ógnvekjandi afleiðingum. Það eina sem getur bjargað Vest- fjörðum er öflugur sjávarútvegur sem rekinn er á markaðslegum for- sendum. Til þess þarf hann að ná vopnum sínum og vera samkeppn- isfær við það besta sem gerist á Ís- landi, og þar með í heiminum. Við þurfum að komast upp úr heiftinni og leðjuslagnum í leit okkar að slík- um lausnum. Hvað þarf til að rétta hag vestfirsks sjávarútvegs þannig að hann geti staðið undir góðum lífskjörum í fjórðungunum? Hvern- ig getur greinin staðið undir góðum launum og laðað til sín vel mennt- aða einstaklinga? Takist það ekki er tómt mál að tala um öflugt sam- félag á Vestfjörðum. Sjávarútvegur – undirstaða Vestfjarða Eftir Gunnar Þórðarson » Það eina sem getur bjargað Vestfjörð- um er öflugur sjávar- útvegur sem rekinn er á markaðslegum for- sendum. Gunnar Þórðarson Höfundur er rekstrarfræðingur. Dagur barnsins er haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí ár hvert. Að þessu sinni er yf- irskrift dagsins Gleði og samvera. Barna- heill – Save the Child- ren hafa barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna að leið- arljósi og vinna að réttindum og velferð barna í 120 löndum. Verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi eru bæði inn- lend og erlend. Eitt höfuðverkefna samtakanna er vernd barna gegn ofbeldi. Samkvæmt 19. gr. barna- sáttmála SÞ eiga börn rétt á vernd gegn öllu ofbeldi; líkamlegu, kyn- ferðislegu og andlegu sem og gegn vanrækslu. Samkvæmt 34. grein barnasáttmálans eiga börn rétt á vernd gegn kynferðislegu ofbeldi og gegn því að vera neydd til vændis eða þátttöku í kynlífsiðn- aði. Börn eiga enn fremur rétt á að vera vernduð fyrir efni sem getur skaðað velferð þeirra. Ábendingahnappur – Safer Int- ernet er eitt af verkefnum Barna- heilla – Save the Children á Ís- landi. Verkefnið er styrkt af Safer Internet samstarfsáætlun Evrópu- sambandsins.Markmið þess er að vekja athygli á þætti Netsins í kyn- ferðislegu ofbeldi gegn börnum og er kjarni þess ábendingalína. Á vef samtakanna er hnappur þar sem hægt er að senda inn nafnlausar ábendingar um slíkt efni á Netinu. Við, sem berum ábyrgð á börn- unum, verðum að sameinast um að vernda þau bæði fyrir hættulegu efni á Netinu og einnig fyrir hættulegu fólki sem vill misbjóða og misnota börn. Hægt er að fara ýmsar leiðir til að vernda börn gegn óæskilegu efni á Netinu. Netvari er öflugt tæki til að útiloka slíkt efni og koma þannig í veg fyr- ir að börn og unglingar villist þangað sem þau eiga ekki erindi. Liður í forvörnum og fyrirbyggj- andi aðgerðum er að foreldrar upp- lýsi börn sín og fræði þau um hvaða hættur kunni að leynast á Netinu til þess að þau geti varast þær. Upplýst barn hefur aukna mögu- leika á að:  Vita, skynja og greina hvers lags atferli/framkoma telst vera innan eðlilegra marka og hvað er það ekki.  Þekkja birtingarmyndir þess sem er óviðeigandi og skaðlegt.  Vita hvað á að gera ef það finnur sig í vafasömum eða ógn- andi aðstæðum þar sem hætta kann að steðja að. Foreldrar og for- ráðamenn eru þeir einu sem eiga þess kost að fylgjast með netnotkun barna sinna frá degi til dags. Ekk- ert barn ætti að vera eftirlitslaust á Netinu eða hafa að því óheftan aðgang. Netið er eins og stórborg. Það sem einkennir stórborg er fjöl- breytileiki; fegurð, ljótleiki, gleði, sorg og allt þar á milli. Um þessa stórborg, eins og aðra, þurfa börn leiðsögn. Við megum ekkert frekar sleppa af þeim hendinni á Netinu en í stórborg. Með fræðslu og eft- irliti geta börnin glöð nýtt Netið til góðs og umfram allt umgengist það án þess að skaðast. Gleði fyrir öll börn – líka á Netinu Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur Kolbrún Baldursdóttir » Við, sem berum ábyrgð á börnunum, verðum að sameinast um að vernda þau bæði fyrir hættulegu efni á Netinu og einnig fyrir hættulegu fólki sem vill misbjóða og misnota börn. Höfundur er formaður Barnaheilla – Save the Children á Íslandi - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.