Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 147. DAGUR ÁRSINS 2012  Páll Óskar Hjálmtýsson mun halda sitt árlega Evróvisjónball í kvöld á tónleikstaðnum Nasa og hefst það kl. 23. Verður það jafnframt í síðasta sinn sem Páll Óskar heldur slíkt ball á Nasa þar sem staðnum verður lokað í júní. Fjölmargir söngvarar sem tekið hafa þátt í Söngvakeppni Sjónvarps- ins og Evróvisjón munu koma fram auk Páls Óskars: Selma Björnsdóttir, Helga Möller og Pálmi Gunnarsson, Hera Björk, Einar Ágúst og Telma, Blár Ópal og Stebbi og Eyvi. Páll Óskar heldur Evróvisjónball Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 29. maí. Frétta- þjónusta verður um hvíta- sunnuhelgina á fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskrifta og aug- lýsinga er opið í dag, laug- ardag, frá kl. 8-13 en lokað er á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu. Sími þjónustuvers er 569-1122 og netföngin eru askrift@mbl.is og augl@mbl.is. Blaðberaþjónusta er opin í dag, laugardag, frá kl. 5-11. Hægt er að bóka dánartilkynn- ingar á mbl.is. Símanúmer Morgunblaðsins er 569-1100. Fréttaþjónusta á mbl.is um helgina 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Vill aukakílóin aftur 2. Alvarleg mistök að gefa Jóhönnu… 3. Ríkasta kona heims 4. Sökudólgarnir í þorpum og bæjum FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur hægara en í gær, en rigning V-lands seinnipartinn. Hiti víða 10 til 15 að deginum, en kringum 20 stig NA-til. Á sunnudag (hvítasunnudagur) Hæg vestlæg átt. Skýjað V-lands og þokubakkar úti við ströndina, en yfirleitt léttskýjað eystra. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á SA-landi. Á mánudag (annar í hvítasunnu), þriðjudag og miðvikudag Útlit fyrir hægviðri og milt veður. Bjart með köflum, en sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, náði frá- bærum árangi á Evrópumótinu í sundi í Debrecen í Ungverjalandi í gær. Hrafnhildur varð í 5. sæti í úr- slitasundinu í 200 metra bringusundi á nýju Íslandsmeti en hún var hárs- breidd frá því að vinna til brons- verðlauna í greininni. »1 Hrafnhildur hársbreidd frá bronsi á EM Það skiptust á skin og skúr- ir hjá íslenska kvennalands- liðinu í körfuknattleik á Norðurlandamótinu sem nú stendur yfir í Ósló í Noregi. Í gærmorgun töpuðu ís- lensku konurnar stórt fyrir Svíum en í gærkvöld náðu þær að knýja fram sigur gegn Dönum í hörkuspenn- andi leik. Í dag leikur liðið gegn Finnum. »2 Tap og sigur hjá landsliðinu Átta Íslendingar verða í eldlínunni þegar leikið verður til úrslita um Evr- ópumeistaratitilinn í handknattleik en „Final Four“-helgin svokallaða verður í Köln um helgina. Þrjú Íslendingalið, AG Köben- havn, Kiel og Füchse Berlin, bítast um titilinn ásamt Atletico Madrid. »3 Þrjú Íslendingalið í bar- áttunni í Köln Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Það er mjög spennandi að vera að útskrifast,“ segir Jia Chen, 21 árs kínversk stelpa sem útskrifaðist í gær sem stúdent frá náttúru- fræðibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Jia flutti til Íslands árið 2007, en hingað kom hún alein og leitaði sér hælis á Íslandi. ,,Ég var í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja fyrstu tvö árin og kom svo í FB,“ segir Jia. Henni þótti íslenskan mjög erfið til að byrja með en í FS fékk hún enga íslenskukennslu. ,,Ég er búin að læra íslenskuna í FB og við reynum líka að tala hana okkar á milli, við sem erum frá öðrum lönd- um,“ segir Jia. Við útskriftina í gær fékk Jia verðlaun fyrir besta árangurinn í ís- lensku sem öðru tungumáli. Var hún mjög stolt og hissa yfir viðurkenn- ingunni. Jia útskrifaðist með yfir átta í meðaleinkunn og segist hafa mjög gaman af því að læra. ,,Mér finnst skemmtilegast í stærðfræði og efna- fræði en einnig var gaman að læra íslensku. Mér fannst ekki eins skemmtilegt að læra sögu og félags- fræði,“ segir Jia sem ætlar að halda áfram að æfa sig í íslensku og reyna að vera dugleg að tala tungumálið meira. Eftir útskriftina var engin veisla hjá kínversku stúdínunni enda þekk- ir hún ekki þær hefðir. ,,Ég fór bara á kaffihús,“ sagði Jia. Í FB hefur hún kynnst krökkum og segist hafa góða reynslu af ís- lenskum krökkum. Hún hefur þó að- allega eignast vini sem einnig eru frá öðrum löndum, besta vinkona henn- ar er frá Malasíu og býr hér ásamt fjölskyldu sinni. ,,Það er erfiðara að eignast vini þegar maður er ekki í bekkjakerfi,“ segir Jia. Prjónaði lopapeysu Jia Chen býr ein í kjallaraíbúð í Breiðholtinu, hún fluttist þangað með hjálp Rauða krossins þegar hún kom til Reykjavíkur 2009. ,,Rauði krossinn kom mér af stað og hefur reynst mér vel,“ segir Jia. Henni gengur vel að búa ein þótt það hafi verið erfitt í fyrstu, sérstaklega á meðan hún kunni lítið í íslensku. Hún eldar mat heima og kann mjög vel við íslenskan mat. ,,Mér finnst íslenskur fiskur mjög góður,“ segir Jia. Spurð um áhugamál fyrir utan skólann segist hún hafa rosalega gaman af því að prjóna. ,,Ég hef prjónað mér íslenska lopapeysu sem gott er að eiga á Íslandi. Hún er rosa- lega hlý,“ segir Jia. Flutti ein til Íslands frá Kína  Yfir 8 í meðal- einkunn og verð- laun fyrir íslensku Morgunblaðið/Ómar Stúdína Jia Chen útskrifaðist í gær úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hún flutti hingað árið 2007, ein frá Kína. Jia stóð sig einstaklega vel í skólanum og fékk verðlaun fyrir árangur í íslensku sem öðru tungumáli. Jia kann vel við sig á Íslandi og segir Íslendinga frábært fólk. Henni finnst gott að búa hér þó að henni finnist veðrið slæmt á vet- urna. ,,Það er allavega mun betra á sumrin,“ segir Jia en hún vissi lítið sem ekki neitt um Ísland áður en hún kom hingað frá Kína. Í haust stefnir Jia á að fara í Há- skóla Íslands. ,,Ég ætla að reyna við inntökuprófið í læknisfræði en annars langar mig líka í líf- efnafræði,“ segir Jia sem er spennt fyrir komandi áskorunum. Eftir inntökuprófið í sumar langar hana að komast í einhverja vinnu. Hún hefur sótt um hjá Reykjavík- urborg og bíður svara. ,,Mig langar að búa áfram á Ís- landi og í mesta lagi ferðast til Kína í framtíðinni,“ segir Jia. Draumurinn er að klára há- skólanám og eftir það að finna góða vinnu hér á Íslandi.“ Draumur að fara í háskólanám STEFNIR Á INNTÖKUPRÓF Í LÆKNISFRÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.