Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 48
Ljósmynd/Marco Borggreve Christoph PrégardienPhoto Marco BorggreveSigyn Jónsdóttir sigyn@mbl.is Þýski tenórinn Christoph Prég- ardien heldur tónleika ásamt píanó- leikaranum Ulrich Eisenhlohr í Hörpu á morgun en tónleikarnir eru hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Ulrich Eisenlohr er af- skaplega virtur konsertpíanisti og Prégardien er einn af fremstu ljóða- söngvurum heims. Spila á allan tilfinningaskalann Prégardien og Eisenlohr hafa báðir sérhæft sig í kammertónlist og hefur Prégardien unnið hart að út- breiðslu hennar. „Við höfum starfað mikið saman í gegnum tíðina og er- um báðir alveg einstaklega hrifnir af Liederkreis sem Schumann samdi við ljóð Joseph von Eichendorff svo við ákváðum að flytja það á tónleik- unum á Íslandi,“ útskýrir hinn geð- þekki Prégardien en ásamt því að flytja verkið Liederkreis op. 39 eftir Robert Schumann á tónleikunum munu þeir einnig flytja níu ljóða- söngva eftir Franz Schubert. „Okk- ur fannst passa vel að flytja einnig ljóðasöngva Schubert við ljóð Ernst Schulze en þeir söngvar skapa skemmtilega andstæðu við hið fjör- uga Liederkreis,“ segir Prégardien og lofar fjölbreyttri skemmtun á tónleikunum. „Þetta verða líflegir og kraftmiklir söngvar fyrir hlé en dýpri og tilfinningameiri eftir hlé,“ segir Prégardien og bætir við að með þessu móti nái þeir að fara yfir allan tilfinningaskalann á tónleik- unum. Hinir hátíðlegu ljóðatónleikar Christoph Prégardien og Ulrich Ei- senlohr verða haldnir í Norður- ljósasal Hörpu kl. 15 á hvítasunnu- dag. Leggur áherslu á túlkun Til viðbótar við tónleikana munu þeir Prégardien og Eisenlohr halda svokallað masterklass, námskeið fyrir íslenska söngvara og píanóleik- ara. Aðspurður segist Prégardien hlakka mikið til að heyra í íslenskum söngvurum en hann er einn af fremstu ljóðasöngvurum heims og hefur kennt söng í rúm tólf ár. „Þetta verður stutt masterklass svo ég hugsa að ég reyni að einbeita mér aðallega að túlkun. Að mínu mati kemst maður reyndar ekki hjá því að kenna raddbeitingu og aðra tækni um leið og farið er í túlkun, þetta helst allt í hendur,“ segir hann um námskeiðið sem verður að öllum lík- indum virkilega spennandi og áhugavert fyrir þá íslensku lista- menn sem taka þátt. Líflegir og kraftmiklir ljóðasöngvar  Tenórinn Christoph Prégardien syngur ljóðasöngva á hvítasunnudag 48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Sænski sýningarstjórinn og fagurfræðingurinn Jonatan Habib Engqvist verður með leiðsögn um [I]ndependent people eða Sjálfstætt fólk í Listasafni Íslands á morgun milli kl. 13-14. Sjálfstætt fólk leggur und- ir sig mörg sýningarrými, sýningarsali, söfn og op- inbera staði meðan á Listahátíð í Reykjavík stend- ur og í sumum tilvikum fram eftir sumri. Lögð er áhersla á samtímamyndlist frá Norð- urlöndum og Eystrasaltslöndunum og taka þátt í verkefninu 29 hópar listamanna og eru í þeim yfir 100 þátttakendur. Myndlist Leiðsögn um Sjálfstætt fólk Jonatan Habib Engqvist Prímadonnur Íslands er yfir- skrift tónleika sem Tónlistar- félag Ísafjarðar stendur fyrir í Hömrum mánudaginn 28. maí kl. 15. Þar koma fram Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Þóra Einarsdóttir sópran, Auður Gunnarsdóttir alt ásamt píanóleikaranum Helgu Bryn- dísi Magnúsdóttur. Á tónleikunum flytja þær tónlist úr óperum og ýmis fræg sönglög ýmist allar saman eða í dúettum og sem einsöngvarar. Meðal annars verða flutt atriði úr óperunum Töfraflautunni og Brúðkaupi Figarós eftir Mozart og Il trovatore eftir Verdi, en tónleik- arnir enda á hinum fræga kattadúett Rossinis. Tónlist Prímadonnur Íslands í Hömrum Þóra Einarsdóttir Sýning með myndum Páls Stefánssonar ljósmyndara verður opnuð hjá bókaútgáf- unni Crymogeu í dag kl. 14, en sýningin stendur út júní. Á sýningunni gefur að líta mynd- ir Páls frá Sumgayit í Aserba- ídjan. Að sögn sýningarhaldara er Páll einn örfárra erlendra ljós- myndara sem hafa náð að taka myndir af umdeildum stöðum í landinu á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna að árið 2010 tók Páll myndir í Sumgayit í Aserbaídjan, sem talinn er einn mengaðasti stað- ur heims. Honum var í framhaldinu stungið í steininn og vísað úr landi. Ljósmyndir Umdeildar myndir frá Aserbaídsjan Páll Stefánsson Myndlistarmennirnir Davíð Örn Halldórsson, Helgi Þórsson og Sigtryggur Berg Sigmars- son opna í dag kl. 16 sýningu á verkum sínum í Galleríi Ágúst. Þremenningarnir eiga það sameiginlegt að hafa verið iðnir við list- sköpun á undanförnum árum og eru verkin kraftmikil og litskrúðug. Yfirskrift sýning- arinnar er Kosmískir fletir andanna. En skyldi eitthvert þema binda verkin saman? „Ég held að við höfum aldrei rætt það, hvort það væri eitthvert þema,“ segir Helgi. Þeir hafi einfaldlega viljað sýna saman. „Það er mikið verið að líkja okkur saman en þar sem við erum einhvern veginn involveraðir í þetta sjálfir erum við ósammála því.“ Gallerí Ágúst er ekki stórt sýningarrými og segir Helgi að það verði fyllt vel út í salinn með verkum þeirra félaga. – Tengið þið ykkur við einhvern ákveðinn myndlistarstíl? „Nei, eiginlega ekki, þetta virkar frekar gamaldags við fyrstu sýn, finnst mér,“ svarar Helgi. Þó megi finna tengingu við nútímann. Kristín Ómarsdóttir, rithöfundur og leik- skáld, samdi texta fyrir sýninguna og er þar skáldleg mjög eins og sjá má af eftirfarandi textabroti: „Það rignir: misþungir dropar renna í taumum og falla stakir margir saman og lenda með mismjúkum dunki niður á stétt- ina, göturnar, þökin, gulir, bleikir, rauðir, appelsínugulir, grænir – grænt regn fellur ofan í brunn sem samanstendur af lófa barns, það stendur undir þakrennu og hlustar á dropana detta ofan á hettu pollagallans. Gult regn, bleikir dropar, rauðir, appelsínugulir, svartir renna niður þakið, snúast í kringum rennuna og niður í pollinn sem safnast í upp við húsið og barnið stígur upp úr.“ Frekari upplýsingar má finna á gall- eriagust.is. helgisnaer@mbl.is Frekar gamaldags við fyrstu sýn  Þrír listamenn sýna verk sín í Gallerí Ágúst  Oft líkt saman þó ólíkir séu, segir einn sýnenda Morgunblaðið/Árni Sæberg Litskrúðugir Myndlistarmennirnir Sigtryggur Berg og Helgi Þórsson í Gallerí Ágúst. Stórsveit Reykjavíkur heldur tón- leika í Kaldalónssal Hörpu á morgun kl. 14. Gestur hljómsveitarinnar að þessu sinni verður tónskáldið og stjórnandinn Geir Lysne frá Noregi. Hann mun stjórna heilli dagskrá eigin verka. „Geir hefur vakið mikla athygli undanfarið og þykir ýmsum kveða við nýjan tón í skrifum hans fyrir stórsveit. Geir hefur m.a. verið ráðinn til að stjórna ýmsum af helstu stórsveitum Evrópu, þ.m.t. þýsku og dönsku útvarpsstórsveitunum,“ seg- ir m.a. í tilkynningu skipuleggjenda. Stórsveit Reykjavík- ur í Hörpu  Tónskáldið Geir Lysne stjórnar Vestanvindar nefnist dagskrá sem haldin verð- ur í Edinborg- arhúsinu á Ísa- firði nk. mánu- dag kl. 14 og tileinkuð er Rögnvaldi Á. Ólafssyni sem nefndur hefur verið fyrsti ís- lenski arkitektinn. Þar flytja erindi þeir Sigurður Pétursson sagnfræð- ingur og Pétur H. Ármannsson arkitekt. Kynnt verður stefnuskrá og framtíðarplön Stofnunar Rögn- valdar Á. Ólafssonar. Rögnvaldur fæddist á Ytrihúsum í Dýrafirði 1874 og ólst upp á Ísa- firði. „Hann lagði stund á nám í arkitektúr í Kaupmannahöfn fyrst- ur Íslendinga og varð merkilegur brautryðjandi í íslenskri bygging- arlist. Á stuttum ferli í starfi, sem síðar var kallað embætti húsameist- ara ríkisins, teiknaði hann mörg prýðileg hús og opinberar bygg- ingar. Hann teiknaði mörg húsanna við Tjarnargötu í Reykjavík og 25 kirkjur víða um land. Rögnvaldur lést úr berklum á Vífilsstaðaspítala árið 1917,“ segir m.a. í tilkynningu skipuleggjenda. Fyrsti arkitektinn Rögnvaldur Á. Ólafsson Á þriðjudag halda Prégardien og Eisenlohr saman masterklass fyrir íslenska listamenn. Sjö pör söngv- ara og píanóleikara koma fram en þar á meðal eru til dæmis Garðar Thór og Krystyna Cortes, Hulda Björk Garðarsdóttir og Árni Heiðar Karlsson og Auður Gunnarsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir. Námskeiðið er opið áheyrendum og stendur yfir frá kl. 10-17 þriðju- daginn 29. maí í Kaldalóni í Hörpu. Kenna túlkun og tækni MASTERKLASS FYRIR ÍSLENSKA LISTAMENN Fagmaður Cristoph Prégardien er einn fremsti ljóðasöngvari heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.