Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Komdu sæll, Helgi Hjörvar, ég finn mig knúna til að senda þér nokkrar línur. Ég hef beðið átekta, eftir afgerandi málflutning þinn í fjölmiðlum um að leið- rétta þurfi stöðu fólks með verðtryggð lán. Þú bentir réttilega á að 110% leið Íbúða- lánasjóðs (ÍLS) verð- launi vanskil og að þeir sem fóru lengst í skuldsetningu, fái mesta stuðninginn. Tap Íbúðalánasjóðs í kjölfar hrunsins snýst um tugi milljarða svo vísað sé til orða þinna (sjá visi, 16.4. 2011). Ljóst er að stjórnvöld hafa beitt gífurlegri mismunun vegna leiðréttinga, krafa sett á bankana en ÍLS hlíft. Þú hefur bent á að eftir dóm Hæstaréttar í gengismálum sé óhjákvæmilegt annað en að grípa til almennra aðgerða, að minnsta kosti gagnvart þeim lántakendum sem tóku íslensk lán (2004-2008). Fólk „kaupir húsnæði í fast- eignabólu þar sem hið opinbera hefur dælt lánsfjármagni inn á markaðinn og sprengt verð upp úr öllu valdi“. „Hvað er það sem stendur ríkissjóði næst? Það eru viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs,“ segir Helgi Hjörvar (visir, 27.2. 2012). Það er mikilvægt að fylgja svo afgerandi orðum eftir með markvissum tillögum og aðgerðum. Ef ekki, flokkast slíkar yfirlýsingar undir froðusnakk. Ég lít svo á að þú hafir lagt heiður þinn að veði. Hvers vegna hefur þú ekki beitt þér í ríkisstjórn og á Alþingi, að lækka verðbótaþátt á höfuðstól lána hjá ÍLS og miða við janúar 2008? Hvers vegna hefur þú ekki tekið upp og mælt fyrir því á Al- þingi að afnema verðtryggingu til vísitölu neysluverðs? Þar liggur vandinn! Hvað líður skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis sem skipuð var 2010 til að rann- saka málefni Íbúða- lánasjóðs? Vilji er allt sem þarf Nokkra þætti vil ég undirstrika. Þú hefur réttilega bent á að lántakendur ÍLS fari verst út úr viðskiptum við lánastofnanir. Stjórnvöld verða að aðgreina vanda ÍLS vegna óráðsíu – frá kröfu heimila um réttláta leiðrétt- ingu lána. Sú krafa snýst ekki um að sækja peninga í ríkissjóð, held- ur að „bóluupphæðir“ verðbóta á höfuðstól lána verði leiðréttar. Í janúar sl. kom fram á Alþingi að ógreiddar áfallnar verðbætur á lánasafn Íbúðalánasjóðs námu 212 milljörðum króna, þ.e. hækkun frá árslokum 2007 til loka 2011. Þessir 212 milljarðar eru upphæðir sem ÍLS hefur dreift og skuldfært hjá lánþegum. Lánið mitt, hefur hækk- að um sjö milljónir króna og tifar eins og tímasprengja. Þú hefur bent á að verðtrygg- ingarkerfið á Íslandi komi í veg fyrir sjálfvirkar sveifluleiðrétt- ingar. „Það gefur tilefni til að skoða hvort við getum leiðrétt handvirkt hluta af sveiflunum. Slíkt fæli ekki í sér stórkostlega eignatilfærslu heldur væri bak- færsla á hluta af heimasmíðuðum vanda,“ segir Helgi Hjörvar (sjá visi, 29.2. 2012). Ég er sammála, leiðrétting á höfuðstól verð- tryggðra lána er ekki flókin. Við erum að tala um bakfærslu á ógreiddum „bóluverðbótum“ sem lækkaði höfuðstól lána og leiðrétti heimasmíðaðan vanda. Fram- kvæmdin mun skila lánþegum of- teknum/reiknuðum upphæðum. Ég spyr: Hvers vegna hefur þú ekki barist fyrir þessu réttlætismáli eft- ir yfirlýsingar þínar? Ég hjó eftir því … Um leið og þú kallaðir á leiðrétt- ingu og lækkun verðtryggðra lána – sendi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) „hagsmunagæslulið“ sitt á vettvang – sem kynnti boðskap sjóðsins á blaðamannafundi. AGS er andvígur almennri skuldanið- urfærslu: „Mikilvægt sé að ekki verði grafið undan þeim ávinningi sem Ísland hefur náð í að rétta af fjárhag ríkisins.“ (Mbl. 2.3. 2012). Það er ljóst að AGS vill sýna tang- arhald sitt og hampa árangri á Ís- landi, og Jóhönnu og Steingrími finnst gott að baða sig í þeim ljóma. Við vitum hinsvegar að verðtrygging til vísitölu neyslu- verðs er verkfæri, sem malar gull og bætir stöðu stofnana og rík- issjóðs. Ljóst er að sá ávinningur ríkisstjórnarinnar byggist á þeirri forsendu að heimili eru blóð- mjólkuð og eign þeirra gerð upp- tæk í krafti verðbóta sem smurt er á höfuðstól lána og afborgana. Stjórnvöld kynda undir þenslunni. Þetta veit AGS. Hvað leggur þú til? Fjöldi viðskiptavina Íbúðalána- sjóðs hefur enga leiðréttingu feng- ið, skaðinn er ómældur. Aðgerðir stjórnvalda eru handahófskenndar og nú beitir ríkisstjórnin sér af krafti svo fólk með lán og lánsveð frá ættingjum fái leiðréttingu – þar á að beita ÍLS. Undirrituð er viðskiptavinur ÍLS og minn helsti vandi er að ég tók ekki 100% lán til húsnæðiskaupa, þá væri ég í góðum málum! Í stað þess hefur meginhluti af eign minni (35%) gufað upp, á rúmum fjórum árum og millifærð í bókhald ÍLS í nafni „bóluverðbóta“ á höf- uðstól lánsins. Hvað gerir fólk sem ætíð hefur staðið í skilum, er hvorki með lausaskuldir né neyslu- lán, en verðlaunað með eignaupp- töku (afrakstur lífsstarfs), sem stjórnvöld beita og viðhalda? Finnst þér þetta ásættanlegt, Helgi Hjörvar? Þú gegnir ábyrgð- arstöðu á Alþingi. Er einhver hvati til að borga 1,5 milljónir á ári af þessu láni? Hvað getur þú ráðlagt mér og öðrum í sömu stöðu? Plan A – hjá Jóhönnu og Steingrími er eignaupptaka. Ríkisstjórnin hlýtur að hafa „Plan B“ til að bregðast við afleiðingunum. Ég vænti grein- argóðra svara frá þér. Eitt hef ég lært, ráðdeildarsemi borgar sig ekki! Opið bréf til formanns viðskipta- og efna- hagsnefndar Alþingis Eftir Hörpu Njáls » Það er mikilvægt að fylgja svo afgerandi orðum eftir með mark- vissum tillögum og að- gerðum. Ef ekki, flokk- ast slíkar yfirlýsingar undir froðusnakk. Harpa Njáls Höfundur er félagsfræðingur. Undanfarin misseri hafa bændur í aukn- um mæli kvartað undan ágangi villtra fugla á ræktað land. Umfang þessa er ekki þekkt, en líkur hafa verið leiddar að því að orsakanna sé að leita í tveimur þáttum. Annars veg- ar hafi stofnar tiltek- inna fugla stækkað, hins vegar hafi búskaparhættir breyst, t.a.m. með aukinni áherslu á kornrækt, sem laði fuglana að ökrum. Þessi staða var rædd í aðsendri grein formanns Bændasamtaka Íslands í Morgunblaðinu í gær. Þar ræddi hann kynningarfund sem Bændasamtökin héldu fyrr í vikunni, þar sem farið var yfir norskt verkefni sem ætlað er að taka á sambærilegu vandamáli. Jafnframt kvartaði hann undan því að umhverfisyfirvöld hefðu í áraraðir dregið lappirnar í mál- inu. Á þessum sama fundi voru staddir fulltrúar frá umhverf- isráðuneytinu, Náttúrufræðistofn- un Íslands og Umhverfisstofnun en þessar stofnanir umhverfisyf- irvalda koma að þessum málum hér á landi. Þar upplýsti fulltrúi umhverfisráðuneytisins að Um- hverfisstofnun hefur átt í við- ræðum við Bændasamtökin um málið ásamt Náttúrufræðistofnun Íslands. Gerði hann grein fyrir því að í kjölfar fundarins myndi ráðuneytið kalla þessar stofnanir til fundar til þess að fara yfir málið, framhald þess og næstu skref. Lögð verður áhersla á að fá betri mynd af stöð- unni, helstu álags- stöðum, mögulegum varnaraðgerðum og hvernig best væri hægt að vinna málið áfram. Vera má að formað- ur Bændasamtakanna hafi vikið fullsnemma af kynningarfundi samtakanna og því misst af þessu innleggi umhverfisráðuneytisins á fundinum. Hann er því hér með upplýstur um, að stjórnvöld um- hverfismála hafa undanfarið átt samtal við fulltrúa Bændasamtak- anna og til stendur að halda því samtali áfram og styrkja samvinn- una. Áhyggjur bænda af ágangi á ræktarlönd þarf að skoða af fullri alvöru, en gæta þess að aðgerðir sem gripið er til byggist á réttum upplýsingum og virðingu fyrir náttúrunni. Umhverfisráðuneytið væntir góðs samstarfs og upp- byggilegra samskipta við Bænda- samtök Íslands í þessu efni sem öðrum. Hvað segja bændur? Eftir Svandísi Svavarsdóttur Svandís Svavarsdóttir » Stjórnvöld umhverf- ismála hafa undan- farið átt samtal við full- trúa Bændasamtakanna og til stendur að halda því samtali áfram og styrkja samvinnuna. Höfundur er umhverfisráðherra. ARNARSTAPI SUMARHÚS - EINSTÖK STAÐSETNING Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Einstakt sumarhús á Arnarstapa á frábærrum útsýnisstað. Nónhóll er vinalegt sumarhús, byggt 1978. Húsið stendur á einstökum stað: fyrir neðan styttuna af Bárði Snæfellsás. Ekkert sumarhús er nálægt og útsýnið er stórfenglegt. Húsið er 63 fm. Fallegt sumarhús sem vert er að skoða. Verð 11,9 millj. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.