Morgunblaðið - 26.05.2012, Page 19

Morgunblaðið - 26.05.2012, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Skoðanakannanir sem birtar voru í gær gefa afar mismunandi vísbend- ingar um fylgi forsetaframbjóð- enda. Af frambjóðendum hafa þau Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir notið langmests fylgis í skoðanakönnunum hingað til. Ríkisútvarpið greindi í gær- kvöldi frá nýrri Gallupkönnun. Samkvæmt henni nýtur Ólafur Ragnar Grímsson fylgis rúmlega 45% kjósenda en tæplega 37% styðja Þóru Arnórsdóttur. Þessi niðurstaða sýnir mikla breytingu frá könnun Gallup sem greint var frá í byrjun maí. Þá naut Þóra stuðnings rúmlega 46% kjósenda en rúmlega 37% kváðust styðja Ólaf Ragnar. Fréttablaðið birti niðurstöður könnunar sem blaðið og Stöð 2 gerðu, sem sýndi gríðarlega hreyf- ingu á fylgi frá Þóru Arnórsdóttur til Ólafs Ragnars Grímssonar, sitj- andi forseta. Mælist forsetinn með 18,5% forskot á Þóru í könnuninni. Er Ólafur Ragnar með 53,9% fylgi í könnuninni á móti 34,4% Þóru. Í fyrri könnun Fréttablaðsins, sem birt var hinn 13. apríl, voru þau tvö hnífjöfn; Þóra með 46,5% fylgi en Ólafur með 46%. MMR birti könnun sem sýndi óverulegar breytingar á fylgi for- setaefnanna. Samkvæmt henni eru þau Þóra og Ólafur Ragnar jöfn með 41,2%. Þóra hafði um 2% for- skot á Ólaf Ragnar í könnun MMR fyrr í mánuðinum. Mældist með 15% á Ólaf Niðurstöður könnunar Frétta- blaðsins og Gallup eru mjög á skjön við kannanir undanfarinn mánuð en í þeim hefur Þóra mælst með allt frá 2% og upp í tæplega 15% forskot á Ólaf Ragnar. Í könn- un félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem birt var í síðustu viku, mældist Þóra með 46,2% fylgi og 8,4% forskot á Ólaf Ragnar. Aðrir frambjóðendur standa þeim Þóru og Ólafi Ragnari langt að baki. Ari Trausti Guðmundsson er sá sem hefur mælst með mest fylgi af hinum frambjóðendunum, mest um 11,5%. Í könnun Frétta- blaðsins mælist hann hins vegar aðeins með 5,3%. Í nýrri könnun MMR er hann hins vegar á svipuðu róli og áður með 9,7% og í könnun Gallup með um 9%. Þær Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdótt- ir hafa mælst með um og yfir 3% fylgi í könnunum en aðrir fram- bjóðendur minna. Gæti skýrst af úrtakinu Að sögn Guðbjargar Andreu Jónsdóttur, forstöðumanns Fé- lagsvísindastofnunar HÍ, er líklegt að sú mikla sveifla í fylgi sem kem- ur fram í könnun Fréttablaðsins sé vegna úrtaksgerðarinnar og vegna þess á hversu stuttum tíma hún var gerð. Könnunin var gerð á mið- vikudag og fimmtudag í síma. „Það getur verið að það hafi ver- ið hringt í mjög mörg símanúmer þangað til það koma 800 svör. Þeir sem svara strax í fyrstu tilraun eru oft kerfisbundið öðruvísi en þeir sem erfiðara er að ná í. Það er til dæmis oft erfiðara að ná í yngra fólk,“ segir hún. Þá bendir Guðbjörg á að í könn- unum Capacent og Félagsvísinda- stofnunar sem gerðar eru á netinu hafi komið fram mjög mikill munur á stuðningi við þau Þóru og Ólaf Ragnar eftir menntun. Þannig styðji háskólamenntaðir frekar Þóru. „Þú nærð frekar fólki með minni menntun í síma en á netinu. Það gæti haft einhver áhrif á hversu mikill þessi munur er í könnun- inni,“ segir hún. Kannanir benda hver í sína áttina  Könnun MMR sýnir Ólaf Ragnar og Þóru hnífjöfn en Fréttablaðið og Gallup segja forsetann njóta mikils forskots  Mikil fylgissveifla í könnun Fréttablaðsins hugsanlega tilkomin vegna aðferðafræði Úrslit kannana fyrir forsetakosningar 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Þóra Arnórsdóttir Ólafur Ragnar Grímsson 13. apríl 2012 46,5 % 46,0 % 26. apríl 2012 49,0 % 34,8 % 4.maí 2012 46,4 % 37,2 % 15. maí 2012 43,4 % 41,3 % 18.maí 2012 46,2 % 37,8 % 25.maí 2012 35,4 % 53,9 % 25.maí 2012 41,2 % 41,2 % 25.maí 2012 45,0 % 37,0 % „Ólafur Ragnar og Dorrit hafa verið mjög sýnileg núna síð- ustu tvær vikurnar síðan hann hóf kosn- ingabaráttu sína með viðtali á Bylgjunni [hinn 13. maí]. Á sama tíma hefur Þóra dregið sig í hlé af eðlilegum ástæðum því hún hefur legið á sæng,“ seg- ir Stefanía Óskarsdóttir stjórn- málafræðingur um hugsanlegar ástæður hinnar miklu sveiflu í fylgi Þóru og Ólafs Ragnars. Hún segir svo virðast sem skipuleggjendur framboðs Þóru hafi sofið á verðinum eftir að hún dró sig í hlé með því að hafa ekki hrundið af stað herferð til að minna á hana á meðan. Fram- boð hennar verði nú að spýta í lófana. Ekki sé þó útilokað að fylgið sveiflist aftur þegar Þóra verði aftur sýnilegri í baráttunni. Hafa sofið á verðinum FORSETINN Á SVIÐIÐ Stefanía Óskarsdóttir Svo sem: • Hótel • Hostel • Sumarhús • Veiðihús • Einbýlishús og svo fr. Ótal möguleikar í boði. Stuttur afgreiðslufrestur. Erum að hefja sölu á húseiningum 822-2222 Hreiðar Hermannsson sandfellehf@simnet.is 822-7303 Eiríkur Hilmarsson sandfellehf@simnet.is 660-7761 Stefán Antonsson stefan@thingholt.is 898-4477 Viðar Marinósson vidar@thingholt.is Upplýsingar í síma: sem hægt er að stilla saman á ýmsa vegu Mjög hagstætt verð á fyrstu húsunum sem pöntuð verða Standard eining, húsgögn fylgja. Ein af fjölmörgum hugmyndum. Ein af fjölmörgum hugmyndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.