Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Skoðanakannanir sem birtar voru í gær gefa afar mismunandi vísbend- ingar um fylgi forsetaframbjóð- enda. Af frambjóðendum hafa þau Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir notið langmests fylgis í skoðanakönnunum hingað til. Ríkisútvarpið greindi í gær- kvöldi frá nýrri Gallupkönnun. Samkvæmt henni nýtur Ólafur Ragnar Grímsson fylgis rúmlega 45% kjósenda en tæplega 37% styðja Þóru Arnórsdóttur. Þessi niðurstaða sýnir mikla breytingu frá könnun Gallup sem greint var frá í byrjun maí. Þá naut Þóra stuðnings rúmlega 46% kjósenda en rúmlega 37% kváðust styðja Ólaf Ragnar. Fréttablaðið birti niðurstöður könnunar sem blaðið og Stöð 2 gerðu, sem sýndi gríðarlega hreyf- ingu á fylgi frá Þóru Arnórsdóttur til Ólafs Ragnars Grímssonar, sitj- andi forseta. Mælist forsetinn með 18,5% forskot á Þóru í könnuninni. Er Ólafur Ragnar með 53,9% fylgi í könnuninni á móti 34,4% Þóru. Í fyrri könnun Fréttablaðsins, sem birt var hinn 13. apríl, voru þau tvö hnífjöfn; Þóra með 46,5% fylgi en Ólafur með 46%. MMR birti könnun sem sýndi óverulegar breytingar á fylgi for- setaefnanna. Samkvæmt henni eru þau Þóra og Ólafur Ragnar jöfn með 41,2%. Þóra hafði um 2% for- skot á Ólaf Ragnar í könnun MMR fyrr í mánuðinum. Mældist með 15% á Ólaf Niðurstöður könnunar Frétta- blaðsins og Gallup eru mjög á skjön við kannanir undanfarinn mánuð en í þeim hefur Þóra mælst með allt frá 2% og upp í tæplega 15% forskot á Ólaf Ragnar. Í könn- un félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem birt var í síðustu viku, mældist Þóra með 46,2% fylgi og 8,4% forskot á Ólaf Ragnar. Aðrir frambjóðendur standa þeim Þóru og Ólafi Ragnari langt að baki. Ari Trausti Guðmundsson er sá sem hefur mælst með mest fylgi af hinum frambjóðendunum, mest um 11,5%. Í könnun Frétta- blaðsins mælist hann hins vegar aðeins með 5,3%. Í nýrri könnun MMR er hann hins vegar á svipuðu róli og áður með 9,7% og í könnun Gallup með um 9%. Þær Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdótt- ir hafa mælst með um og yfir 3% fylgi í könnunum en aðrir fram- bjóðendur minna. Gæti skýrst af úrtakinu Að sögn Guðbjargar Andreu Jónsdóttur, forstöðumanns Fé- lagsvísindastofnunar HÍ, er líklegt að sú mikla sveifla í fylgi sem kem- ur fram í könnun Fréttablaðsins sé vegna úrtaksgerðarinnar og vegna þess á hversu stuttum tíma hún var gerð. Könnunin var gerð á mið- vikudag og fimmtudag í síma. „Það getur verið að það hafi ver- ið hringt í mjög mörg símanúmer þangað til það koma 800 svör. Þeir sem svara strax í fyrstu tilraun eru oft kerfisbundið öðruvísi en þeir sem erfiðara er að ná í. Það er til dæmis oft erfiðara að ná í yngra fólk,“ segir hún. Þá bendir Guðbjörg á að í könn- unum Capacent og Félagsvísinda- stofnunar sem gerðar eru á netinu hafi komið fram mjög mikill munur á stuðningi við þau Þóru og Ólaf Ragnar eftir menntun. Þannig styðji háskólamenntaðir frekar Þóru. „Þú nærð frekar fólki með minni menntun í síma en á netinu. Það gæti haft einhver áhrif á hversu mikill þessi munur er í könnun- inni,“ segir hún. Kannanir benda hver í sína áttina  Könnun MMR sýnir Ólaf Ragnar og Þóru hnífjöfn en Fréttablaðið og Gallup segja forsetann njóta mikils forskots  Mikil fylgissveifla í könnun Fréttablaðsins hugsanlega tilkomin vegna aðferðafræði Úrslit kannana fyrir forsetakosningar 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Þóra Arnórsdóttir Ólafur Ragnar Grímsson 13. apríl 2012 46,5 % 46,0 % 26. apríl 2012 49,0 % 34,8 % 4.maí 2012 46,4 % 37,2 % 15. maí 2012 43,4 % 41,3 % 18.maí 2012 46,2 % 37,8 % 25.maí 2012 35,4 % 53,9 % 25.maí 2012 41,2 % 41,2 % 25.maí 2012 45,0 % 37,0 % „Ólafur Ragnar og Dorrit hafa verið mjög sýnileg núna síð- ustu tvær vikurnar síðan hann hóf kosn- ingabaráttu sína með viðtali á Bylgjunni [hinn 13. maí]. Á sama tíma hefur Þóra dregið sig í hlé af eðlilegum ástæðum því hún hefur legið á sæng,“ seg- ir Stefanía Óskarsdóttir stjórn- málafræðingur um hugsanlegar ástæður hinnar miklu sveiflu í fylgi Þóru og Ólafs Ragnars. Hún segir svo virðast sem skipuleggjendur framboðs Þóru hafi sofið á verðinum eftir að hún dró sig í hlé með því að hafa ekki hrundið af stað herferð til að minna á hana á meðan. Fram- boð hennar verði nú að spýta í lófana. Ekki sé þó útilokað að fylgið sveiflist aftur þegar Þóra verði aftur sýnilegri í baráttunni. Hafa sofið á verðinum FORSETINN Á SVIÐIÐ Stefanía Óskarsdóttir Svo sem: • Hótel • Hostel • Sumarhús • Veiðihús • Einbýlishús og svo fr. Ótal möguleikar í boði. Stuttur afgreiðslufrestur. Erum að hefja sölu á húseiningum 822-2222 Hreiðar Hermannsson sandfellehf@simnet.is 822-7303 Eiríkur Hilmarsson sandfellehf@simnet.is 660-7761 Stefán Antonsson stefan@thingholt.is 898-4477 Viðar Marinósson vidar@thingholt.is Upplýsingar í síma: sem hægt er að stilla saman á ýmsa vegu Mjög hagstætt verð á fyrstu húsunum sem pöntuð verða Standard eining, húsgögn fylgja. Ein af fjölmörgum hugmyndum. Ein af fjölmörgum hugmyndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.