Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 45
Fyrirtæki hans óx jafnt og þétt frá
stofnun og var með um 50 starfs-
menn þegar mest var um 1980 en þá
var fyrirtæki hans eitt stærsta verk-
takafyrirtæki á Suðurlandi. Þá
kenndi hann fjölda iðnsveina um
árabil en þeir eru nú alls 33 talsins.
Bónbetri en bæjarstjórnin
Með árunum dró Sigfús úr um-
svifum sínum en þrátt fyrir háan
aldur er hann þó enn sístarfandi við
smíðar á Selfossi.
Sigfús hefur lengi verið vinsæll og
áberandi í bæjarlífinu á Selfossi,
þekktur fyrir dugnað sinn, hjálp-
fýsi, hressilega framkomu og
skemmtileg tilsvör. Það hefur lengi
verið haft í flimtingum á Selfossi,
satt eða logið, að ýmsir sem átt hafi
brýn erindi við sveitarfélagið Ár-
borg hafi óvart hringt í Bygging-
arfélagið Árborg og þá gjarnan
fengið lausn sinna mála hjá Sigfúsi
án málalenginga opinberra stofn-
ana.
Fjölskylda
Sigfús kvæntist 24.10. 1959 Sól-
veigu Vigdísi Þórðardóttur, f. 18.2.
1935, húsmóður. Hún er dóttir
Þórðar Jónssonar, bónda í Sölvholti,
frá Vorsabæ í Ölfusi, og Þórhildar
Vigfúsdóttur frá Þorleifskoti.
Börn Sigfúsar og Sólveigar eru
Aldís, f. 18.3. 1960, byggingarverk-
fræðingur, starfaði sem verkfræð-
ingur í Bandaríkjunum í 12 ár og
nú á Selfossi en sonur hennar er
Benedikt Fadel Farag, f. 22.12.
2000; Guðjón Þórir, f. 2.1. 1962,
byggingarverkfræðingur á Selfossi,
kvæntur Guðrúnu Guðbjartsdóttur
efnafræðingi en þeirra dætur eru
Þórhildur Helga, f. 15.5. 1992, og
Sólveig Helga, f. 4.3. 1996; Kristinn
Hafliði, f. 21.9. 1963, húsasmíða-
meistari á Selfossi; Þórður, f. 2.8.
1972, verkfræðingur hjá Icelandair
og er sambýliskona hans Selma
Jónsdóttir skrifstofustjóri en börn
þeirra eru Ylja Karen, f. 28.8. 2003,
og Sigfús Ísarr, f. 12.4. 2006; Sigríð-
ur, f. 31.3. 1974, leikskólakennari og
ritari í Fjölbrautaskóla Suðurlands,
gift Baldri Guðmundssyni húsa-
smíðameistara en þeirra börn eru
Vigdís Þóra, f. 30.5. 2000, Jónína, f.
24.4. 2002, Helga Guðrún, f. 10.3.
2006 og Sigurbjörg Marta, f. 4.5.
2008.
Bræður Sigfúsar: Guðmundur, f.
31.12. 1930, fyrrv. féhirðir útibús
Landsbanka Íslands á Selfossi og
rithöfundur, kvæntur Ásdísi Ingv-
arsdóttur frá Skipum; Hafsteinn, f.
11.8. 1933, d. 18.4. 1993, fram-
kvæmdastjóri Kjöríss hf. í Hvera-
gerði, var kvæntur Laufeyju S.
Valdimarsdóttur frá Hreiðri í Holt-
um.
Foreldrar Sigfúsar voru Kristinn
Vigfússon, f. 7.1. 1893, d. 5.1. 1982,
formaður á Eyrarbakka og í Þor-
kákshöfn og síðan húsasmíðameist-
ari á Selfossi og víðar um land, og
Aldís Guðmundsdóttir frá Litlu-
Sandvík, f. 24.2. 1902, d. 9.8. 1966,
húsfreyja í Árnesi á Selfossi.
Sigfús verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Úr frændgarði Sigfúsar Kristinssonar
Þorvarður Guðmundsson
hreppstj. í Litlu-Sanvík
Svanhildur Þórðardóttir
húsfr. í Litlu-Sanvík
Lýður Guðmundsson
hreppstj. í Hlíð
Aldís Pálsdóttir
húsfr. í Hlíð
Þorbjörg Jónsdóttir
húsfr. á Ósabakka
Hafliði Þorsteinsson
b. í Brúnavallakoti
Guðbjörg Guðmundsdóttir
húsfr.Sigfús
Kristinsson
Kristinn Vigfússon
húsasmíðam. á Self.
Aldís Guðmundsdóttir
húsfr. á Self.
Sigríður Lýðsdóttir
húsfr. í Litlu-Sandvík
Guðmundur Þorvarðarson
hreppstj. í Litlu-Sanvík
Sigurbjörg Hafliðadóttir
saumakona
Vigfús Halldórsson
í Frambæjarhúsi
Halldór Vigfússon
b. á Ósabakka
Kristín Skúladóttir
húsfr. á Selalæk
Svanborg Lýðsdóttir
húsfr. á Keldum
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir á Keldum
Kári Halldórsson
b. á Ósabakka
Ragnhildur Halldórsd.
í Hólmahjáleigu
Sigríður Halldórsdóttir
húsfr. í Dalbæ
Lýður Guðmundsson
hreppstj. í Litlu-Sandvík
Páll Lýðsson
framkvæmdastj.
Auðbjörg
Káradóttir
Guðmundur Sveinsson
húsasm.m. á Self.
Katrín Jónsdóttir
húsfr. á Núpi
Sigurður Guðmundss.
forstj. SG-Einingarhúsa
Halldór Gíslason
b. í Botni
Gísli Halldórsson
leikari
Afmælisbarnið Sigfús Kristinsson.
ÍSLENDINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012
85 ára
Hólmfríður Finnsdóttir
80 ára
Baldur Einarsson
Erla Stolzenwald Ólafs-
dóttir
75 ára
Erla Oddsteinsdóttir
Óskar Gunnarsson
Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Sigurðardóttir
Svala Pálsdóttir
Þóra Kristín Jónsdóttir
70 ára
Jón Frímann Eiríksson
Þorbjörg S. Þórarinsdóttir
60 ára
Anna Gísladóttir
Arndís Ásta Gestsdóttir
Björk Aðalsteinsdóttir
Hafdís Guðjónsdóttir
Hreinn Böðvar Gunnarsson
Lilja Héðinsdóttir
Oddný Hjaltadóttir
Pálína Alfreðsdóttir
Stefán Fjeldsted
Þröstur Ásmundsson
50 ára
Baldvin Guðbjörnsson
Erna Bjarnadóttir
Guðbjörg Ingimundardóttir
Guðrún S. Þorsteinsdóttir
Hulda Óskarsdóttir
Ilona Steponaviciene
Inga Óskarsdóttir
Jónas Hafsteinsson
Jón Emil Hermannsson
Leifur Grímsson
Miralem Haseta
Óli Már Eggertsson
Sigurður H. Ísleifsson
Sólrún Pálsdóttir
Ævar Geirdal
40 ára
Ásdís Bjarnadóttir
Bertel Magnús Andrésson
Bryndís Harpa Magn-
úsdóttir
Elías Borgar Ómarsson
Guðmundur K. Óskarsson
Hildur E. Ragnheiðardóttir
Maria Fe V. Labandero
Sólrún Einarsdóttir
Sveinn Eyjólfur Tryggvason
Viktoría Jensdóttir
Þóra Björg Steinarsdóttir
30 ára
Agnes Hulda Barkardóttir
Alicja Magdalena Zbi-
kowska
Anna Maria Darecka
Áróra Rós Ingadóttir
Egill Antonsson
Emil Vendt Karsbek
Eva Hjaltalín Ingólfsdóttir
Grazyna Wielgosz
Hlynur Már Mánason
Jökull Gígja
Maya Gurung
Monika Jagusiak
Svanhildur Kristinsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Marías ólst upp í
Hveragerði og á Akranesi.
Hann býr í V-Leirár-
görðum, Hvalfjarðarsveit.
Hann starfar sem bifvéla-
virki á Grundartanga.
Maki Karen Líndal Mar-
teinsdóttir, f. 1983, tamn-
ingakona og reiðkennari.
Sonur Marteinn Bóas, f.
2009.
Foreldrar Guðmundur
Guðmundsson, f. 1954,
og Guðmunda Marías-
dóttir, f. 1960.
Marías Hjálmar
Guðmundsson
30 ára Þóra Ýr er fædd og
uppalin á Akureyri. Hún
starfar sem matvælafræð-
ingur hjá Promat á Ak-
ureyri en er í fæðing-
arorlofi eins og stendur.
Maki Helgi Jónasson, f.
1983, vinnur hjá MS.
Börn Kristín Vala, f. 2010
og Jóhann Óli, f. 2012.
Foreldrar Laufey Bald-
ursdóttir, f. 1953, geisla-
fræðingur og tækniteikn-
ari og Árni Óðinsson, f.
1950, tæknifræðingur.
Þóra Ýr
Árnadóttir
Brynjólfur Bjarnason, alþing-ismaður og ráðherra, fæddistá Hæli í Gnúpverjahreppi 26.
maí 1898. Foreldrar hans voru Bjarni
Stefánsson, bóndi í Eyði-Sandvík í
Flóa, og k.h., Guðný Guðnadóttir.
Brynjólfur lauk stúdentsprófi frá
MR 1918, lauk fyrrihlutaprófi í nátt-
úrufræði frá Hafnarháskóla og las
heimspeki við háskóla í Berlín.
Hann var einn af höfuðpaurum ís-
lenskra kommúnista, lék stórt hlut-
verk í klofningi Alþýðuflokksins og
stofnun Kommúnistaflokks Íslands,
1930 og í samskiptum íslenskra
kommúnista við Komintern. Um þá
þætti segir hann sjálfur ekki rétt frá,
eins og fram kemur í ítarlegri sagn-
fræðirannsókn Snorra G. Bergs-
sonar, í nýútkominni bók hans, Roð-
inn í austri.
Brynjólfur var fyrsti og eini for-
maður Kommúnistaflokks Íslands
1930-38, og síðar formaður mið-
stjórnar Sameiningarflokks alþýðu –
Sósíalistaflokksins 1938-49. Hann var
alþingismaður 1937-56, mennta-
málaráðherra í Nýsköpunarstjórn-
inni 1944-47 og stóð þá fyrir umtals-
verðum breytingum á íslenskum
barna- og framhaldsskólum.
Brynjólfur var náinn samstarfs-
maður Einars Olgeirssonar en einnig
hugmyndafræðilegur andstæðingur
hans og keppinautur um skeið.
Valdabarátta þeirra tók á sig afar af-
káralega mynd vegna þeirrar túlk-
unar kommúnista, að pólitískur
ágreiningur þeirra sem lentu í minni-
hluta, væri í raun siðferðilegur löstur
sem yrði að uppræta með iðrun og yf-
irbót. Þessi krafa um uppgjöf og iðr-
un pólitískra andstæðinga einkennir
gjarnan alræðissinna, en hún skýtur
nú aftur upp kollinum, eftir banka-
hrunið, í skrifum ýmissa ofstæk-
ismanna.
Brynjólfur samdi nokkrar bækur
um heimspeki þar sem hann glímdi
ekki síst við greiningu á tilgangs-
hugtakinu. Hann var ekki guðstrúar
en trúði á líf eftir dauðann. Hann tók
þátt í heimspekilegum rökræðum
fram á síðustu ár og var sérstaklega
rökfastur, yfirvegaður, fríður og
elskulegur gamall maður – ein-
kennilega ólíkur kommúnismanum,
sem kostaði hundrað milljónir sak-
lausra borgara lífið á síðustu öld.
Brynjólfur lést 16. apríl 1989.
Merkir Íslendingar
Brynjólfur
Bjarnason
30 ára Eilífur Örn er
fæddur á Húsavík og ólst
upp í Haga í Aðaldal.
Hann býr á Akureyri og er
verkstjóri hjá Slippnum á
Akureyri. Eilífur er meist-
ari í vélvirkjun frá VMA.
Systur Arnheiður, f. 1975,
kennari, Droplaug Mar-
grét, f. 1978, mannfræð-
ingur og Ingibjörg Dóra, f.
1988, nemi í Hollandi.
Foreldrar Jón Fornason,
f. 1936 og Bergljót Hall-
grímsdóttir, f. 1952.
Eilífur Örn
Jónsson
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Grallarar.is hefur hlotið styrki frá Mannréttindaráði Reykjavíkur, Menningarráði Suðurnesja og Þróunarsjóði námsgagna.
Við erum á Facebook
Kisurnar Glingló og Dabbi og hundurinn Rex
eru ekki bara skáldskapur. Þau eru rammíslensk og
uppátækjasöm og eiga sér lifandi fyrirmyndir í Sandgerði.
Baekur
Vinnubaekur
Leikir og fl.
Uppskriftir
Taknmalsutgafur
Komdu i askrift
Attu grallara!
Innifalið í áskrift:
- Nýjasta bókin
- Eldri bók að eigin vali
- Táknmálsútgáfur af fyrstu 4 bókunum
- Vinnubækur fyrir fyrstu 3 bækurnar
Samtals 832 kr.
www.grallarar.is