Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Það var hörmu- legt að fá þær fréttir að góður félagi hefði fallið frá, langt fyrir aldur fram. Aðdragandinn gaf ekki til kynna að Óli væri að fara frá okkur, enda var hann ávallt hress og kátur og kveinkaði sér aldrei. Það er ein- kennilegt að hugsa til þess að Ólafur hafi verið kvaddur til ann- arar tilvistar, fyrirvaralaust, og kennir þetta okkur hversu mikil- vægt er að njóta hverrar stundar sem við höfum. Við Ólafur kynntumst fyrir um sex árum þegar hann kom til starfa sem framkvæmdastjóri GKG. Það var verk að vinna fyrir Ólaf og það var greinilegt að þarna var mikill framkvæmda- og rekstrarmaður mættur. Á ótrú- lega skömmum tíma náði hann að breyta bágri fjárhagsstöðu félags- ins í þá góðu sem er í dag. Ólafur var maður sem lét verkin tala, það fylgdi honum mikill kraftur og ég vil þakka fyrir það frábæra sam- starf sem við áttum. Það var mikill heiður að kynnast Ólafi og vinna með honum þessi ár. Hann lét sér annt um hag starfsfólksins og hann á mikið lof skilið fyrir að byggja upp góðan starfsanda. Golfáhuginn var mikill hjá Ólafi, en hann tók því mátulega alvar- lega þó gengi upp og niður, eins og hjá okkur öllum. Aðalatriðið var að njóta leiksins og félagsskapar- ins. Á þeim árum sem við unnum saman þá kynntist ég vel húmorn- um og hugulseminni og hversu mikilvæg fjölskyldan hans var honum. Hann talaði oft um Krúsu og dætur þeirra, það var augljóst að hann var mjög stoltur af fjöl- skyldu sinni. Þeirra missir er mik- ill, Guð gefi þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði, kæri vinur. Úlfar Jónsson. Kær vinur og mikill félagi, Ólaf- ur Einar Ólafsson, er látinn langt fyrir aldur fram. Kynni okkar hófust í MK haustið 1975. Þá var skólinn ný- stofnaður og í okkar árgangi voru 63 ungmenni í þremur bekkjar- deildum og því kynntust nemend- ur vel. Þarna myndaðist vinátta sem með árunum hefur orðið traustari og einkennst af mikilli væntumþykju. Það var líka í MK sem Óli fann hana Krúsu sína og má segja að þau hafi byrjað sína sambúð 16 og 17 ára gömul þegar Óli flutti heim til Jóns Björns og Kollu sem tóku vel á móti Óla. Krúsa hefur alltaf verið kjölfestan hans Óla og hans stoð og stytta í lífinu. Eftir stúdentsprófið lá leið Óla í viðskiptafræði í Hí og þar fylgd- umst við að þrír félagar úr MK. Óli byrjaði ungur að vinna í heild- verslun foreldra sinna, Festi hf, og vann þar alltaf með skólanum. Mér bauðst snemma vinna hjá þeim feðgum og eftir HÍ rákum við Óli Festi saman í nokkur ár. Samveran var því ekki bara í frí- stundum heldur einnig í námi og starfi til margra ára. Á þessum ár- um fórum við Óli marga hringi í kringum landið í söluferðir og ekki voru þær færri ferðirnar á sýning- ar erlendis. Þarna komst ég í kynni við þá einstöku mannkosti sem prýddu þennan yndislega dreng allt til hinsta dags. Óli var markaðsstjóri í Osta- og smjörsölunni í um 20 ár en síðustu ár hefur hann verið framkvæmda- Ólafur Einar Ólafsson ✝ Ólafur EinarÓlafsson fædd- ist í Reykjavík 6. mars 1958. Hann lést 17. maí 2012. Útför Ólafs Ein- ars fór fram frá Grafarvogskirkju 25. maí 2012. stjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garða- bæjar. Þar náði Óli að samtvinna sitt helsta áhugamál, golfið, og vinnu. Við eigum eftir að minnast Óla sem mikils gleðigjafa sem hafði gaman af lífinu og naut þess sem það hafði uppá að bjóða. Hann hafði afskaplega gaman af samveru með fólki og var líka duglegur að kalla saman í partí og síðar mat- arboð sem alltaf voru skemmtileg. Óli sagði skemmtilega frá og stundum runnu uppúr honum brandararnir svo viðstaddir velt- ust um af hlátri. Hann átti líka ómótstæðilegt bros og smitandi hlátur. Þegar við hittumst var jafnan viðkvæðið hjá honum: Hvað er næst? Alltaf tilbúinn ef eitthvað stóð til. Þannig minnumst við Óla, brosandi, ræðandi um næsta hitting eða ferðalag. Við hjónin fórum saman í mörg ferða- lög bæði innanlands og utan og nú síðast í apríl fórum við í golfferð til Spánar þar sem Óli var hrókur alls fagnaðar að vanda. Óli átti sér mikið uppáhaldslag, My way, með Frank Sinatra, sem hann söng oft og af innlifun. Text- inn á í raun svo vel við Óla sem lifði lífinu til fulls og gerði það á sinn hátt. Elsku Krúsa, Ásdís og Kol- brún. Mikill er missir ykkar en við eigum þær óskir að góðar minn- ingar um mætan mann veiti ykkur styrk. Blssuð sé minning Óla. Sigurður og Áslaug. Með sorg í hjarta langar okkur að kveðja kæran vin okkar, hann Óla, sem var tekinn frá okkur allt- of snemma. Tilveran getur verið svo skelfilega ósanngjörn og óskiljanleg. Við munum sakna hans Óla mikið. Á þessum erfiðu tímum leitar hugurinn til baka og upp koma svo margar góðar og skemmtilegar minningar sem við eigum eftir að rifja upp reglulega og brosa að. Kynni okkar af Óla hófust í Menntaskólanum í Kópavogi fyrir tæpum 40 árum. Traust og sönn vinátta myndaðist þá sem hefur varað alla tíð. Vinátta sem aldrei bar skugga á heldur einkenndist af gleði og galsa öllum stundum. Óli var besti vinur okkar og samferðamaður í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Óli átti marga góða vini og ótrú- legt hversu vel honum gekk að rækta vináttusamband við hvern og einn. Hann passaði upp á alla, gætti þess að öllum liði vel og tal- aði aldrei illa um fólk. Eitt kunni Óli betur en margur annar. Hann kunni að njóta lífsins og nýta tímann vel með fjölskyldu og vinum. Hann naut þess að gera vel við sig og aðra í mat og drykk. Ófá eru matarboðin, fjölskyldu-, golf-, skíða-, og veiðiferðirnar sem við höfum verið saman í og mun- um alltaf minnast af því það var alltaf svo gaman hjá okkur. Minningin um Óla og viðhorf hans til lífsins minnir okkur á mik- ilvægi þess að leggja rækt við fjöl- skyldu og vini og njóta hvers ein- asta dags sem okkur er gefinn í þessu lífi. Elsku Krúsa, Ásdís, Kolbrún og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vertu sæll, kæri vinur, þar til við hittumst öll á ný. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Kristín og Jón. Látinn er langt um aldur fram Ólafur Einar Ólafsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Óla, eins og hann var oftast kallaður, kynntumst við fyrst nokkuð ung að aldri en samskipti okkar þéttust þegar við ásamt öðrum góðum félögum stunduðum nám í viðskiptadeild Háskóla Ís- lands á árunum 1978-1982. Alla tíð síðan höfum við haft samskipti við Óla á ýmsum vettvangi eins og títt er um gamla skólafélaga. Hann var tíður gestur ásamt okkur þegar gamlir nemendur úr deildinni hittust við hin ýmsu tækifæri í gegnum tíðina, það var líka alltaf gott að koma í Osta- og smjörsöluna þar sem hann starf- aði um langt skeið eða á golfvöll GKG, vitandi af Óla á staðnum. Óli var einstaklega eftirminni- legur maður. Í minningunni var hann alltaf glaður og hress. Hann hafði þessa sterku útgeislun, traustur, alltaf hlæjandi og segj- andi skemmtilegar sögur. Hann kunni að njóta lífsins og þeirrar stemningar sem í kringum lífið er. Það var alveg sama við hvern var rætt um Óla, allir höfðu eitt- hvað gott um hann að segja, hvort sem það voru gamlir skólafélagar, samstarfsmenn hjá Osta- og Smjörsölunni eða hjá GKG, öll gátum við lært ýmislegt af Óla um lífsins gagn og nauðsynjar. Við og félagarnir í viðskipta- deild minnumst samvista við Óla með miklu þakklæti og sá maður er stór sem skilur eftir sig minn- ingar eins og hann. Við vottum eiginkonu Ólafs og dætrum þeirra hjóna og öðrum aðstandendum innilega samúð við fráfall hans. Jón Heiðar Guðmundsson, Kristín Björnsdóttir. Stórt skarð er höggvið í fjöl- skyldu- og stangveiðifélagið VDD við fráfall elskulegs vinar okkar og félaga, Ólafs Einars Ólafssonar. Óli var hvatamaður og stofnfélagi VDD fyrir 20 árum þegar hann smalaði saman kunningjum úr ýmsum áttum til laxveiða í Hítará hvar holl losnaði óvænt. Svo góður rómur var gerður að félagsskapn- um að ákveðið var að stofna félag um hópinn. Ekki fer sögum af veiði í túrnum en dýrmætri og langvarandi vináttu var alltént landað. Félagið þroskaðist og dafnaði með meðlimum þess – sem betur fer myndu kannski ein- hverjir segja. Á 20. afmælisári fé- lagsins telur það 15 meðlimi og fjölskyldur þeirra. Stangveiði er vissulega stunduð, en vinátta er sú íþrótt sem haldið hefur félaginu virku og tengjast menn sterkum böndum sem bræður væru við úti- vist, fjölskylduferðir, golf, skíði, skotveiði, matargerð, tónlist, söng og strákapör af ýmsu tagi öðru, eða bara njóta þess að sitja saman og þegja. Í tilefni afmælisársins fjölmenntu félagar til Skotlands og héldu afmælisárshátíð VDD á bóndadag, sem hefur verið árviss hátíðisdagur félagsins frá upphafi. Þar áttu vinir ógleymanlega helgi skreyttir þjóðbúningi heima- manna sem Óli bar svo vel og snöf- urmannlega að sérstaka aðdáun vakti. Til þess að halda sterkum böndum þarf góða festu og Óli, eða Óli ostur, eins og hann var gjarnan kallaður enn löngu eftir að hann hætti hjá Osta- og smjör- sölunni, var okkur sú kjölfesta. Hann var forseti félagsins í mörg ár, drífandi, hress og kátur og svo yndislega laus við allan tepruskap og sýndarmennsku að öllum mátti vera ljóst að þar fór karlmaður með bein í nefinu. Óli var okkur stoð og stytta, ávallt fyrstur að bregðast við kalli um aðstoð hvort sem þurfti að flytja, mála, park- etleggja eða bara að veita góð ráð og stuðning. „Ég kom ekki hingað til að vera skemmtilegur,“ er fræg opnun Óla sem veislustjóra í fjöl- mennu brúðkaupi eins af félögum í VDD. Þar hafði Óli reyndar rangt fyrir sér því hann var einn alskemmtilegasti karl sem við vin- ir hans höfum kynnst. Hlátur hans var á stundum svo einlægur og smitandi að það eitt var næg hvatning að missa ekki af sam- verustundum félagsins. Ýmsir taktar hans og hnitmiðuð tilsvör hafa fest sig svo rækilega í sessi hjá okkur vinum hans að nærvera hans verður alltaf sterk þegar við komum saman. Samir verðum við þó aldrei eftir missinn. Og þó missirinn sé okkur ótrúlega sár höfum við vinirnir huggað hver annan, rifjað upp góðar stundir og sjáum fram á að geta brosað í gegnum tárin og fagnað lífi Óla. Við munum á endanum taka gleði okkar á ný, ekki síst vegna þess hve frábær vinur Óli var. Hann hefði ekki tekið annað í mál en að við snýttum okkur, skáluðum og tækjum lagið og það munum við gera í ljúfsárri minningunni um Óla. Elsku Þorbjörg, Ásdís, Kol- brún og fjölskylda, við vottum ykkur okkar innilegustu og dýpstu samúð. Þó ekkert komi í stað eiginmanns, pabba og afa þá vitið að við sem nutum þess að vera vinir Óla erum og verðum alltaf til staðar fyrir ykkur. Þakka þér vináttuna Óli, við erum betri menn fyrir vikið. F.h. vina í Stangveiðifélaginu „Við Drekkum’ða Dræ“, Skúli Valberg Ólafsson. Það voru váleg tíðindi sem okk- ur siðameisturum í Glitni bárust á fimmtudagskvöld fyrir rúmri viku. Einn úr okkar hópi, bróðir okkar og félagi Ólafur E. Ólafs- son, varð bráðkvaddur fyrr um daginn. Það er á svona stundum sem maður verður orðlaus og hugsar til þess hvað lífið er óútreiknan- legt. Það er svo stutt síðan við sátum allir með honum á fundi í Glitni. Við kvöddumst hressir, það stytt- ist í sumarið og hann á leið í golf- ferð með Þorbjörgu sinni. Ég held að enginn okkar félag- anna hafi leitt hugann að því, að það væri ekki sjálfgefið að við hitt- umst allir jafn hressir næsta haust. Óli var búinn að vera í okkar hópi sl. 2 ár og það sem einkenndi Óla var hvað hann var viljugur og ósérhlífinn í öllu því sem að starf- inu sneri. Hans verður sárt saknað í okk- ar hópi og skarð hans verður vandfyllt. Kæri Óli, þú hefur nú haldið á nýjar brautir, viljum við þakka þér fyrir ánægjulega og trausta samfylgd í okkar ágæta hópi. Kæra Þorbjörg, við vottum þér og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Hvíl í friði, kæri bróðir. Þráinn Ómar Svansson, Birgir Snær Valsson, Eggert E. Jónsson, Guðmundur Auð- unsson, Jón Hjaltalín, Baldur Björgvinsson, Sturlaugur Þ. Halldórsson og Rúnar Daðason. Yndisleg amma okkar er nú fallin frá eftir erfiða baráttu í veikindum sínum. Ekki grunaði mig að þetta tæki svona fljótt af og hélt ég að við ættum fleiri góða tíma eftir. Seinustu daga hef ég hugsað um alla gömlu góðu tímana sem við áttum saman með bros á vör. Einnig er ég þakklát fyrir þessa seinustu daga sem ég átti með þér uppi á líknardeild. Sá tími var dýrmætur að mínu mati. Þó þú hafir verið mjög veik þá áttum við góðar stundir þar. En um leið og ég kveð þig með sorg í hjarta, elsku amma mín, þá Freyja Jóhannsdóttir ✝ Freyja Jó-hannsdóttir fæddist á Fáskrúðs- firði 10. september 1932. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 17. maí 2012. Útför Freyju fór fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 24. maí 2012. veit ég að þér líður betur þar sem þú ert núna og veit að þú ert með afa þér við hlið. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minn- ingar streyma um hjörtu þau er heit- ast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði, elsku amma. Kolbrún Freyja, Mikkjal Agnar og Þóra Laufey. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU VALBORGAR PÉTURSDÓTTUR, Holtateigi 28, Akureyri. Arnþór Björnsson, Anna Sigríður Arnþórsdóttir, Tryggvi Jónsson, Birna Margrét Arnþórsdóttir, Steinar Magnússon, Drífa Þuríður Arnþórsdóttir, Mark Siddall, ömmu- og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HILDIÞÓRS KR. ÓLAFSSONAR, Árskógum 8. Anna Margrét Albertsdóttir, María Hildiþórsdóttir, Elísabet Hildiþórsdóttir, Guðjón Baldursson, Þórhildur Guðjónsdóttir, Margrét Anna Guðjónsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, EVELYNAR ÞÓRU HOBBS, Sóltúni 2, Reykjavík. sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 19. apríl. Starfsfólki Sóltúns sendum við sérstakar þakkir fyrir alúð og kærleiksríka umönnun. Hróbjartur Hróbjartsson, Karin Hróbjartsson-Stuart, Skúli Hróbjartsson, Unnur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HELGA AÐALSTEINSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést þriðjudaginn 22. maí. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 31. maí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Guðni Garðarsson, Garðar Guðnason, Anna Jónsdóttir, Andri Guðnason, Bjartur Logi Guðnason, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Dögg Guðnadóttir, barnabörn og langömmubarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.